Næsta æfing er þriðjudaginn 2. nóvember

Súlur í Súlárdal

Skarðsheiðartindur nr. 21 af 23Létt og einföld ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi á sjaldfarna tinda inni í Súlárdal Skarðsheiðarinnar
undir tignarlegum fjallstindum dalsins sem var hringaður síðustu helgi í magnaðri ferð.

ATH förum eingöngu í góðu veðri, færum þessa æfingu lengra inn í nóv ef þarf
og skiptum við annað sem er á dagskrá í staðinn - sjá alltaf tilkynningu á lokaða fb-Toppfarahópnum á mánudegi.

Keðjubroddar og höfuðljós í bakpokann hér með og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum.  
 

Mynd: Tindarnir Súlur í mynni Súlárdals... tekið ofan af Þverfjalli í hringleið um Súlárdal 24. október 2021.

20211024_160145.jpg

Akstur
 

kl. 17:00
frá Össur Grjóthálsi 5
Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg, Hvalfjarðargöng, til hægri þjóðveg 504 um Svínadalsveg framhjá bænum Efra Skarði (þar sem gengið er upp á Heiðarhorn) og áfram veg 502 en stuttu eftir að ekið er framhjá bænum Hlíðarfæti er bílum lagt vinstra megin við veginn á malarstæði við gamla símastaura og sandhóla (rétt vestan við brúnna yfir Súlá).

Tölfræðin

 

    5 - 6 km

 

2 klst. 

    436 m hæð

     382 m hækkun

    80 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið um gras, mosa, mela, skriður og hjalla aflíðandi og einfalda leið í tignarlegum fjallasal Súlarinnar. 


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.