Næsta fjallgönguæfing er þriðjudaginn 18. maí...
Ath ...afmælisgangan frestast um viku v/veikinda þjálfara !

thorbjorn_230609.jpg

Þorbjörn

Sýlingarfell

Reykjanesi

Ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi fyrir miðlungslanga kvöldgöngu á tvö lág fell á Reykjanesi sem leyna á sér hvað varðar landslag og útsýni. Byrjað á Sýlingarfelli og farið svo yfir Grindavíkurveg með brölti í báðum fellum í  grjóti, skriðum, klöppum  mosa og grasi og farið um stórvaxnar gjár og endaði skógi vöxnum yndishlíðum Þorbjarnar áður en snúið er til baka í bílana sem skildir voru eftir við Sýlingarfell. 

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 60 mín akstur

Ekið frá Ásvallalaug í Hafnarfirði um Reykjanesbraut og beygt til vinstri afleggjara merktur Grindavík og hann ekinn í átt að Bláa lóninu en stuttu áður en komið er að því er beygt til vinstri inn afleggjara sem liggur að Sýlingarfelli þar sem bílum er lagt. 

 

Tölfræðin

 

8 km

 

2,5+ klst. 

 217 og 240 m hæð

390 m hækkun

46 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

Gengið á tvö frekar lág fell við Bláa lónið sitt hvoru megin við Bláa lónið þar sem brölt er upp góðar brekkur í grjóti, skriðum, klöppum, mosa og grasi í heilmiklu landslagi. 

Stórar gjár Þorbjarnar skoðaðar á leið til baka niður og endað í skógi vöxnum yndishlíðum hans þar sem við komum við í fyrstu Þverun yfir Íslands - göngunni í janúar... bara yndis :-) 

Búnaður

Vatns- og vindheldar
buxur og jakki
Hlýtt höfuðfat
Ullar- og belgvettlingar
Ullarföt innst

Góðir gönguskór

Kjarngott nesti

1-2 L af vökva.


Keðjubroddar og höfuðljós
nauðsynlegur búnaður

allra yfir vetrartímann ! 

Nánari búnaðarlisti hér  

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.