Næsta æfing er þriðjudaginn 12. október: 

Gígarnir á Vigdísarvöllum

Reykjanesi


Mjög spennandi og ný leið á gígana sem við horfðum á ofan af Krýsuvíkurmælifelli í fyrra
og ákváðum þá að við skyldum skoða nánar ári síðar.
Létt og stutt heilunarganga á allra færi í fallegu landslagi sem kemur vonandi á óvart. 

Keðjubroddar og höfuðljós í bakpokann hér með og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum.  
 

Mynd: Rauðihnúkur rauðbleikur á lit framan við Heiðarhorn og Skarðshyrnu vestan megin við Skarðsheiðina.
Tekin ofan af tindi  Snóks á þriðjudagsæfingu 18. september 2012.

vigdisarvallagigar_290920.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Ásvallalaug Hf

Um 45 mín akstur
Fólksbílafært
en betra að vera á hærri bílum. 

Ekið frá Ásvallalaug um Krýsuvíkurveg þar til komið er að vatnsskarði en stuttu áður er beygt til hægri inn malarveg merktur Vígdísarvellir og hann ekinn á mjög fallegri leið alla leið að gígunum þar sem við þurfum að finna hentugt bílastæði fyrir allan hópinn (ath eyðibýlið).
Leyst út því á staðnum. 

Tölfræðin

 

    4 km

 

 1,5 klst. 

    240  m hæð

     250 m hækkun

    140 m upphafshæð

Erfiðleikastig 1 af 6
 

Leiðin

Gengið á hraungígana sem rísa við Vigdísarvelli ekki langt frá eyðibýlinu austan við Selsvallahálsinn. 

Tilraunakennd leið þar sem við látum landslagið leiða okkur áfram en vonandi náum við að rekja okkur eftir gígaröðinni sem við sáum glitta í fyrir ári síðan. 

 
Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.