top of page

Sat, Aug 27

|

#FjöllinaðFjallabaki

Krakatindur og Rauðufossar ævintýralega jeppaferð í leiðinni !

Tvær stuttar en kyngimagnaðar göngur á færi allra í sæmilegu gönguformi á annars vegar sjaldfarinn en hrikalegan fjallstind sem skreytir Fjallabakið með klettaklöngri efst og hins vegar fjölfarna, gullfallega leið um Rauðufossa að upptökum. Valkvætt að taka báðar eða aðra gönguna.

Registration is Closed
See other events
Krakatindur og Rauðufossar ævintýralega jeppaferð í leiðinni !
Krakatindur og Rauðufossar ævintýralega jeppaferð í leiðinni !

Time & Location

Aug 27, 2022, 8:00 AM – 8:30 PM EDT

#FjöllinaðFjallabaki, Krakatindur (tumoy sa bukid sa Islandya, lat 64,01, long -19,47), 851, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært  26. ágúst 2022: 

Skráðir eru 19 manns; Arna, Bjarni, Elfa Hrönn Guðmundsdóttir gestur , Eyjólfur gestur, Gunnar Már, Gulla, Haukur, Jaana, Kolbeinn, Kristbjörg, Kristín Leifs., Lilla, María Elísabet Guðsteinsdóttir, Njáll, Njóla, Silla, Súsanna, Þórkatla og Örn þjálfari. 

Jeppar - ennþá laus 2 pláss í jeppa: 

1. Örn, Jaana, Þórkatla, Súsanna. 

2. Gunnar Már, María Elísabet - laus 2 pláss. 

3. Haukur, Lilla, Bjarni, Gulla.

4. Kolbeinn, Kristbjörg, Njóla, Silla.

5. Njáll, Arna, Elfa Hrönn og Eyjólfur gestir. 

6. Kristín Leifs 2ja manna jeppi. 

Hámark 25 manns, lágmark 12 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Tvær stuttar og léttar göngur á færi allra í einhverju gönguformi þar sem klöngrast þarf svolítið upp á Krakatind en gengið á stíg um Rauðufossa. Valkvætt að fara í báðar eða eingöngu aðra gönguna, sama verð fyrir báðar eða eingöngu aðra og ekki þarf að ákveða sig fyrr en á staðnum. 

*Eingöngu jeppar fara um Krakatindsleið að Krakatindi en jepplingar og fjórhjóladrifnir bílar komast að bílastæði við Rauðufossum.  Keyrt verður um Krakatindsleið neðri mjög flottan slóða yfir öxlina hennar Heklu um Rauðkembinga og gegnum úfið Mundahraunið og komið bakdyramegin að Krakatindi þar sem bakhlið Heklu blasir við en leiðin er torsótt en ævintýralega skemmtileg á köflum. 

*EF við náum 20 manns í þessa ferð þá getum við pantað fjallarútu ef áhugi er á því innan leiðangursmanna með tilheyrandi gjaldi fyrir það, en annars þarf einn jeppa á hverja 4 - 5 manns. 

Verð:

Kr. 9.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 12.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 15.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 20 - 21:00 miðað við 3ja klst. akstur að Krakatindi, um 30 mín akstur frá Krakatindi að Rauðufossum og rúmlega 2ja klst. akstur frá Rauðufossum til Reykjavíkur, 2-2,5 klst. göngu á Krakatind og 3 - 3,5 klst. göngu um Rauðufossa og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 3 klst. að Krakatindi, um 30 mín frá Krakatindi að Rauðufossum og um 2,5 klst. frá Rauðufossum til Reykjavíkur. 

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið frá Össuri Grjóthálsi 5 um Þjóðveg 1, Suðurlandsveg að Landvegamótum þar sem beygt er til vinstri og ekinn F26 þar til beygt er til hægri um Dómadalsleið inn á hálendi um F225 og hann erkinn í rúman hálftíma þar til beygt er til hægri stuttu áður en komið er að Helliskvísl við Landmannahelli (þarna er bílastæðið fyrir Rauðufossa) en þessi kafli er fær jepplingum og fjórhjóladrifnum bílum. Ekið áfram inn Krakatindsleið þar sem reynir á að vera á jeppa og hún ekin brattar, upp og niður langar og skornar brekkur sem eru frekar sjaldfarnar og því torsóttar á köflum alla leið að Krakatind þar sem bílum er lagt í sandinum við fjallsrætur með Rauðufossafjöllin á aðra hönd og Krakatind á hina og loks bakhlið Heklu gnæfandi yfir öllu saman (magnaður staður !). EF nægir eru jepparnir og menn í stuði fyrir flottan jeppaleiðangur, þá er mögulegt og mjög spennandi að fara neðri Krakatindsleið upp á öxlina á Heklu og koma baksviðs að Krakatindi en sú leið gefur allt annað útsýni en eftir leiðin og hún er torsótt á kafla en fær öllum jeppum með varlegum akstri og mjög ævintýraleg leið. Efri leiðin yrði svo farin til baka og þannig keyrum við allan Krakatindsleiðarhringinn í þessari ferð ef menn hafa áhuga á því og er sannarlega þess virði. 

Hæð:

Um 1.019 m á Krakatindi og 801 m við Augað eða upptök Rauðufossakvíslar.

Hækkun:

Um 304 m á miðað við 750 m upphafshæð á Krakatindi og um 385 m á Rauðufossum miðað við 598 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 4  km á Krakatindi og um 9 km á Rauðufossum en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 2,5 klst. á Krakatindi og um 3,5 klst. á Rauðufossum en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Krakatindur: Gengið snarpar og gullfallegar grasi grónar og grýttar brekkur Krakatinds þar til komið er ofarlega undir efstu tinda þar sem klöngrast þarf svolítið um kletta og brölta upp á hæstu tindana með stórfenglegu útsýni til allra átta svo aldrei gleymist þeim sem upplifa. Magnaður fjallstindur ! 

Rauðufossar: Um stikaða og vel mótaðan stíg sem hlykkjast um ása, gil og heiðarland um fjölfarna gönguleið hin síðari ár upp með Rauðufossakvísl að hinum litríku Rauðufossum og áfram upp með þeim meðfram ánni alla leið að upptökum árinnar þar sem uppsprettan kemur upp úr jörðinni og er einstakur staður að heimsækja og engin leið að lýsa nema sem yfirnáttúrulegri upplifun en uppsprettan fékk nafnið "Augað" á sínum tíma þar sem vatnið gúlpast dáleiðandi upp tært en um leið marglitt og dulúðugt.

Erfiðleikastig:

Um 1-2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir mjög stutta fjallgöngu á allra færi á Krakatind þar sem klöngrast þarf svolítið efst en er fært öllum með hjálparhöndum í krafti hópsins og svo frekar stutt og létt ganga á stíg um ævintýraslóðir Rauðufossa. Báðar göngurnar eru færar stálpuðum krökkum / unglingum sem gætu haft mjög gaman af þessari ferð. 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: https://fb.me/e/2zJZme1y5  

(3) Krakatindur og Rauðufossar á ævintýralegri jeppaleið | Facebook 

Share This Event

bottom of page