top of page
20240210_130451.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 19. mars

kl. 17:00 á slaginu í samfloti frá Össuri, Grjóthálsi 5.

Drottning og Stóra Kóngsfell

við Bláfjöll

 

Mjög falleg ganga í fögru eldfjallaumhverfi um fagurmótaðan hraungíg og tvö mjög ólíkt mótuð fjöll á Bláfjallasvæðinu

þar sem klöngrast er upp og niður á öll þrjú í hrauni og grjótskriðum og því heimikil æfing

og útsýnið er sannarlega þess virði.

 
 

 


 

 

 

 

 

Gangan:

Um 4,5 - 5 km á um 2,5 klst. upp í 507 m á Drottningu og 614 m á Stóra Kóngsfelli með um 360 m hækkun úr 430 m upphafshæð. Heilmikið brölt í hrauni og grjótskriðum en kominn stígur stóran hluta leiðarinnar. 

Aksturinn:

Ekið í samfloti í um 20 mín frá Grjóthálsi um Suðurlandsveg og beygt til hægri inn Bláfjallaafleggjara þar sem ekið er um 10 km í átt að skíðasvæðinu. Rétt eftir að ekið er framhjá Hafnarfjarðarafleggjaranum hægra megin er malarstæði  á hægri hönd, stórt bláleitt skilti af Bláfjallasvæðinu og Eldborgin, Drottning og Stóra-Kóngsfell úti í hrauninu vestan megin. Skíðasvæðið er í sjónmáli þarna. Hafnfirðingar gátu áður ekið Bláfjallaafleggjarann frá sínu sveitarfélagi og er sá afleggjari um 25 km frá Hafnarfirði en hann er ennþá lokaður síðast þegar við vissum, auk þess sem á honum er ekki vetrarþjónusta hvort eð er.

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði. Viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 0,5 - 1 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  nari búnaðarlisti hér.

​Mynd: 

Eldborg, Drottning og Stóra Kóngsfell þessi þrjú hvítu vinstra megin á miðri mynd. Nær neðst hægra megin eru Rauðuhnúkar og fjærst ofar hægra megin  eru Húsfell, Valahnúkar og Helgafell í Hf og sjálf höfuðborgin svo fjærst í skýjunum efst á mynd. Aftan við Stóra Kóngsfell eru Grindaskörðin, Bollarnir og heiðin sem Selvogsgatan fer um. Tekin 29. janúar 2022 í Toppfaraferð um Bláfjallahrygg. 

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

  • Eilífsdalur Esju á Þórnýjartind, (Eilífstind), Hábungu, "Eilífsklett", Skálatind, Paradísarhnúk og Nónbungu.
    Eilífsdalur Esju á Þórnýjartind, (Eilífstind), Hábungu, "Eilífsklett", Skálatind, Paradísarhnúk og Nónbungu.
    Sat, Mar 23
    Esjudalirnir
    Mar 23, 2024, 8:00 AM – 6:00 PM
    Esjudalirnir, Esjan, 162, Iceland
    Mar 23, 2024, 8:00 AM – 6:00 PM
    Esjudalirnir, Esjan, 162, Iceland
    Kyngimögnuð hringleið um dal þrjú af átta í Esjunni á árinu 2024 þar sem gengið verður um stórbrotnar fjallsbrúnir á hæsta tind Esjunnar og sex aðra tinda kringum glæsilegan dal.
  • Tinhyrna og Þorgeirshyrna um Þorgeirsfell Snæfellsnesi
    Tinhyrna og Þorgeirshyrna um Þorgeirsfell Snæfellsnesi
    Mon, Apr 01
    #Snæfellsnesfjöllin
    Apr 01, 2024, 8:00 AM – 5:00 PM
    #Snæfellsnesfjöllin, Snæfellsnes, 342, Iceland
    Apr 01, 2024, 8:00 AM – 5:00 PM
    #Snæfellsnesfjöllin, Snæfellsnes, 342, Iceland
    Svipmikil ganga á glæsileg og tignarleg fjöll á Snæfellsnesi þar sem þrætt verður um kyngimagnaðar fjallsbrúnir sem koma virkilega á óvart þegar nær er komið.
  • Sólheimajökull - broddatækni, tryggingar, sig og ísklifur með Asgard Beyond
    Sólheimajökull - broddatækni, tryggingar, sig og ísklifur með Asgard Beyond
    Sat, Apr 06
    Sólheimajökull, 871, Iceland
    Apr 06, 2024, 8:00 AM – 7:00 PM
    Sólheimajökull, 871, Iceland
    Apr 06, 2024, 8:00 AM – 7:00 PM
    Sólheimajökull, 871, Iceland
    Mjög spennandi námskeið í jöklafærni með Asgard Beyond þar sem farið verður yfir og æfð broddatækni á jökli í mismunandi landslagi, tryggingar, ísklifur og sigtækni.
  • Eyjafjallajökull upp skerjaleið og niður Seljavallaleið á Goðatind, Guðnatind og Hámund með Asgard Beyond
    Eyjafjallajökull upp skerjaleið og niður Seljavallaleið á Goðatind, Guðnatind og Hámund með Asgard Beyond
    Sat, Apr 27
    Eyjafjallajökull, 861, Iceland
    Apr 27, 2024, 7:00 AM – 9:00 PM
    Eyjafjallajökull, 861, Iceland
    Apr 27, 2024, 7:00 AM – 9:00 PM
    Eyjafjallajökull, 861, Iceland
    Mergjuð 3ja tinda ferð á Eyjafjallajökul upp skerjaleið á Goðatindi, Guðnatind og Hámund og niður Seljavallaleið. Löng og krefjandi jöklaferð í stórskostlegu landslagi og útsýni á ólíkum leiðum upp og niður.
  • Mont Blanc á hæsta tind 4.808 m - átta daga jöklaferð frá Chamonix með Asgard Beyond
    Mont Blanc á hæsta tind 4.808 m - átta daga jöklaferð frá Chamonix með Asgard Beyond
    Tue, Jun 04
    Chamonix
    Jun 04, 2024, 5:00 AM – Jun 11, 2024, 6:00 PM
    Chamonix, Chamonix, France
    Jun 04, 2024, 5:00 AM – Jun 11, 2024, 6:00 PM
    Chamonix, Chamonix, France
    Krefjandi átta daga ferð á hæsta tind Frakklands og Ítalíu þar sem farnar verða æfingaferðir á Aiguille du Tour (3.844 m) og á Aiguille du Midi að Refuge Cosmiques (3.613 m) áður en gengið verður á sjálfan Mont Blanc á þremur dögum.
  • Drangaskörð í Norðurfjörð - ofurganga á einni töfranóttu um Strandirnar 45 km á 18 klst.
    Drangaskörð í Norðurfjörð - ofurganga á einni töfranóttu um Strandirnar 45 km á 18 klst.
    Mon, Jul 08
    #Ofurganga
    Jul 08, 2024, 8:00 AM – Jul 12, 2024, 10:00 PM
    #Ofurganga, Norðurfjörður, Iceland
    Jul 08, 2024, 8:00 AM – Jul 12, 2024, 10:00 PM
    #Ofurganga, Norðurfjörður, Iceland
    Ofurgangan árið 2024 er um Strandirnar á einni töfranóttu frá Dröngum um Drangaskörð, Eyvindarfjörð, Hvalá, Ófeigsfjörð, Ingólfsfjörð og alla leið í Norðurfjörð á einni nóttu með sólsetur og sólarupprás beint í æð sem og sjóinn og fjöllin alltumlykjandi. Upplifun í algerum sérflokki.
  • Laugavegurinn á tveimur stórkostlegum dögum með rútu og trússi
    Laugavegurinn á tveimur stórkostlegum dögum með rútu og trússi
    Tue, Jul 23
    #Laugavegurinn
    Jul 23, 2024, 6:00 AM – Jul 24, 2024, 11:50 PM
    #Laugavegurinn, Landmannalaugar, 851, Iceland
    Jul 23, 2024, 6:00 AM – Jul 24, 2024, 11:50 PM
    #Laugavegurinn, Landmannalaugar, 851, Iceland
    Göngum þessa fegurstu gönguleið landsins úr Landmannalaugum til Þórsmerkur á tveimur kyngimögnuðum dögum með gistingu í Hvanngili á miðri leið og endum á góðri máltíð í Húsadal þar sem við skálum og viðrum ævintýrið áður en haldið verður heim um kvöldið.
  • Esjudalirnir átta og kveðskapur um Esjuna 2024
    Esjudalirnir átta og kveðskapur um Esjuna 2024
    Sat, Nov 09
    Esjan, 162, Iceland
    Nov 09, 2024, 8:00 AM – 6:00 PM
    Esjan, 162, Iceland
    Nov 09, 2024, 8:00 AM – 6:00 PM
    Esjan, 162, Iceland
    Önnur af tveimur áskorunum ársins 2024 er Esjan. Gengið verður í kringum alla hennar átta dali í átta tindferðum á árinu og á minni tinda hennar á fimm þriðjudagsæfingum. Semjum ljóð um Esjuna í tengslum við þessar ferðir. Hefst laug 13. janúar og endar laug 9. nóvember 2024.
  • Vinafjallið mitt einu sinni í viku 2024
    Vinafjallið mitt einu sinni í viku 2024
    Tue, Dec 31
    Úlfarsfell
    Dec 31, 2024, 11:00 AM – 1:00 PM
    Úlfarsfell
    Dec 31, 2024, 11:00 AM – 1:00 PM
    Úlfarsfell
    Göngum einu sinni í viku eða oftar á fjallið sem okkur þykir vænt um árið 2024 og komum okkur þannig í gott fjallgönguform eða viðhöldum því árum saman. Hefst 1. janúar og lýkur 31. desember 2024. Hvert er vinafjallið þitt ?
  • Hálftími á dag árið 2024 - hvort sem þú heldur að þú getir það eða ekki... þá hefurðu rétt fyrir þér !
    Hálftími á dag árið 2024 - hvort sem þú heldur að þú getir það eða ekki... þá hefurðu rétt fyrir þér !
    Dec 31, 2024, 11:00 AM – 11:00 PM
    #Hálftíminn
    Áskorun Toppfara árið 2024 er að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur á dag alla daga ársins eða eins marga og maður getur. Hvaða hreyfing sem er gildir svo lengi sem hún er í samfelldar 30 mínútur. Sjá þátttökureglur neðar. Stefnum á 365 daga... og skemmtum okkur konunglega í leiðinni ! #Hálftíminn
20231007_163250.jpg
20230613_185029.jpg

Hvort sem þú heldur að þú getir það... eða ekki...

þá hefurðu rétt fyrir þér...

 

Áskorun ársins 2024 er

#hálftíminn

Hreyfum okkur í lágmark 30 mín á hverjum degi allt árið og stefnum á 365 skipti ef mögulegt er

eða eins oft og maður getur.

 

Mikilvægt er að láta það ekki stöðva sig né slá sig út af laginu ef maður nær ekki öllum dögum ársins,
e
n það verður lúmskt gaman að reyna það...

Sjá áskorun hér

20231029_125342.jpg

Esjudalirnir átta...

þriðjudagarnir fimm...

og kveðskapur um Esjuna...

Önnur af tveimur áskorunum ársins 2024 er Esjan:

Gengið verður í kringum alla hennar átta dali í átta tindferðum á árinu og á minni tinda hennar á fimm þriðjudagsæfingum. 

Semjum ljóð um Esjuna í tengslum við þessar ferðir og bætum þeim saman við ört vaxandi ljóðasafn klúbbsins. 

 

Bara gaman og ekkert nema ævintýri og forréttindi :-) 

#Esjudalirnir

1.

Gljúfurdalur

14. janúar

Alls16 manns

11,4 km á 5:59 klst.

Laugargnípa

Kambshorn

Kerhólakambur

Þverfellshorn

Steinninn

Langihryggur

Búi

Í heiðskíru lygnu veðri, frosti og snjóhrímuðu færi.

Tindferðir framundan 2024:

  1. Tinhyrna og Þorgeirshyrna Snæfellsnesi 16/3

  2. Eilífsdalur Esju átta tinda leið 23/3

  3. Páskar - varadagar eða aukaferð

  4. Sólheimajökull 6/4

  5. Blikdalur Esju 13/4 átta tinda leið

  6. Ath  20/4

  7. Sumardagurinn fyrsti til vara 25/4

  8. Eyjafjallajökull skerjaleið 27/4

  9. Flekkudalur Esju níu tinda leið 1/5

  10. Heggstaðamúli, Hrossaköst, Klifsborg, Hróbjargastaðafjall,"Sóleyjartindur" 11/5.

  11. Ýmir og Ýma 18/5

  12. Skarðsheiðin endilöng 25/5

  13. Tindfjöll við Langadal Þórsmörk 1/6

  14. Mont Blanc Chamonix 4.-11/6

  15. Kristínartindar 6/7

  16. Drangaskörð til Norðurfjarðar 8.-12/6

  17. Laugavegurinn 23.-25/7

  18. Haki, Saxi, Búri, Hornklofi, Bláfell og Gráfell í Tindfjallajökli 27/7

  19. Bláhnúkur, Tröllhöfði, Bleikagil, Vondugil10/8

  20. Stóra og Litla Björnsfell 17/8

  21. Laxárgljúfur Hrunamannahreppi 23/8

  22. Strútur og Mælifell 31/8

  23. Torfatindar, Torfahlaup, Bratthálskrókur, Brattháls kringum Álftavatn 7/9

  24. Hellnafjall, Ljónstindur (og kannski Sveinstindur) við Langasjó 14/9

  25. Þverárdalur Esju 5 tinda leið 21/9

  26. Heiðarfossaleið að Sultartanga 28/9

  27. Eyjadalur Esju 9 tinda leið 5/10

  28. Arnarhyrna, Böðvarholtshyrna og Kambur um Þokudali 12/10

  29. Laufafell við Markarfljót 19/10

  30. Grímsfjall, Kerlingartindar, Hafrafell 26/10

  31. Hekla 2/11

  32. Grafardalur Esju 3ja tinda leið 9/11

  33. Miðfell, Blákolla, Heiðarkolla, Geldingafell vestra, Bárðarhaugur og Skál 16/11

  34. Melfell og Hafurshorn við Heklu 23/11

  35. Kjölur og Dagmálafell í Kjós 7/12

  36. Sáta Snæfellsnesi 28/12

Frestað eða aflýst 2024:

  1. Aukaferð á Skarðsfjall 4/2 aflýst v/annríkis.

  2. Kóngsv legg 9 frestað um viku v/veðurs til 24/2

  3. Miðdalur Esju frestað um viku v/veðurs til 2/3

  4. Miðdalur Esju aflýst v/dræmrar mærtingar 2/

t83_slov_2012 (230).JPG


Söfnum hæstu fjöllum


Evrópulanda

 

Langtímaverkefni með 1-2 4ra daga helgarferðum á ári, þar sem hver og einn sér sjálfur um sitt flug og gistipöntun á fyrirfram valið hótel og við kaupum leiðsögn heimamanna á fjallið.

Farið að vori og/eða hausti og helst x2 á ári.
Stuttar, viðráðanlegar ferðir sem henta öllum og krefjast þess ekki að ráðstafa miklu af sumarfríi, en hver og einn getur lengt sína ferð sjálfur eins og hentar.

Þar sem því verður við komið göngum við á fjall í fleiri en einu landi í einni ferð. Spáum í þetta saman og útfærum eftir smekk og reynslu... bara gaman !

Alls 53 fjöll í 53 löndum

Við erum búin með:

Gran Paradiso á Ítalíu

Hvannadalshnúk á Íslandi

Rysi í Póllandi

Triglav í Slóveníu

... og eigum því 49 fjöll eftir...

Næsta ferð er...

Mont Blanc 4.808 m

hæsta fjall Frakklands

með Asgard Beyond

4. - 11. júní 2024. 

t144_chamonix_190617 (273).jpg

Þvert yfir Ísland...

frá Reykjanesvita

að Fonti á Langanesi

 

Alls komnir 237 km...

á 3 dögum og 10:52 klst...

með 8.870 m hækkun...

 

upp í 804 m hæð hæst og 113 m lægst...


í 11 mjög ólíkum göngum...

 

Við lentum í Brúarhlöðum þann 9. mars... og stefnum næst um Laxárgljúfrin fös 23. ágúst eða sun 25. ágúst 2024 (kannski laug 24/8 (menningarnótt - metum hvort við komumst)..

#ÞvertyfirÍsland 

20240224_143640.jpg
20230711_213448.jpg

Ofurgöngurnar...

Æfum allt árið...
og njótum þess að fara 3ja daga gönguleiðir
á einni töfranóttu... í gleði og hlátri... komdu með...

t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
 Á   B     D     F   G   H   I   Í   J   K   L   M     O  Ó    R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Laugavegsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Utanlandsferðir Toppfara

Vöndum okkur... 

Við viljum eindregið halda því góða orðspori
sem þessi fjallgönguklúbbur hefur skapað sér varðandi góða umgengni:

 

  • Skiljum við allar slóðir sem við förum um án verksummerkja eins og hægt er.
     

  • Göngum vel um sjaldfarna bílslóða í akstri og á malarstæðum.
     

  • Ef bílarnir skilja eftir verksummerki á stæðum eða vegum, t. d. þegar þeir festast í aurbleytu og spóla upp jarðveginum, þá lögum við það eftir á og skiljum ekki eftir ný hjólför.
     

  • Skiljum aldrei eftir rusl þar sem við förum um, hvorki á bílastæðum né á göngu.
     

  • Venjum okkur á að vera alltaf með ruslapoka í vasa eða bakpokanum og tína upp það sem við sjáum, þó við eigum ekkert í ruslinu... til að fegra umhverfið... margar hendur vinna létt verk... og allir njóta góðs af hreinu landi.
     

  • Bananahýðin og annar lífrænn úrgangur verður líklega alltaf umdeilanlegt „rusl“ – þeir sem vilja skilja það eftir, komi því fyrir undir steini eða langt frá gönguslóðanum (ef þeir vita til að fuglar eða önnur dýr nýti úrganginn), en ekki skilja úrganginn eftir á berangri við gönguslóðann, því þegar þetta eru orðin nokkur bananahýði á nokkrum vinsælum gönguslóðum frá nokkrum gönguhópum nokkrum sinnum á ári, þá fer lífræni ljóminn af öllu saman.
     

  • Göngum mjúklega um mosann og annan gróður, veltum ekki hugsunarlaust upp heilu mosabreiðunum og gróðurlendunum með skónum, heldur göngum mjúklega yfir eða sneiðum framhjá eins og hægt er og verum meðvituð um hvað situr eftir okkur sem gönguhópur.
     

  • Það er hagur okkar allra að geta farið í óbyggðirnar að ganga án þess að finna fyrir því að stórir hópar hafi gengið þar um áður. Það felast forréttindi og verðmæti í óspjölluðu umhverfi :-) Áfram við og óbyggðirnar okkar. 

20220827_135215.jpg
200aef_raudh_111011 (4).jpg

#Vinafjalliðmitt

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið...

#Vinafjalliðmitt

#vinafjalliðmittx52

Úlfarsfell

2019:
Kolbeinn 160 ferðir.

2021:
Bára 100 ferðir.

Fanney 52 ferðir.

Gerður Jens 52 ferðir.

Gréta 53 ferðir.

Halldóra Þ. 53 ferðir.

Katrín Kj. 76 ferðir.

Kolbeinn 100 ferðir.

Linda 63 ferðir.

Ragnheiður 55 ferðir.

Siggi 60 ferðir.

Þórkatla 58 ferðir. 

2022:

Katrín Kj 52 ferðir.
Kolbeinn 160 ferðir.
Ragnheiður 121 ferð.

Þórkatla 59 ferðir.

 

2023: 

Bára 53 ferðir

Katrín Kj 54 ferðir

Linda 63 ferðir

Sjöfn Kr 66 ferðir

Helgafell Hf

2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.

2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.

Stefán Bragi 52 ferðir.

2022:

Njóla 83 ferðir.
Sigríður Lísabet 56 ferðir.

Sjöfn Kr. 62 ferðir.

2023:

Njóla 66 ferðir

Sigríður Lísabet 52 ferðir

Esjan

2021:

Beta 52 ferðir.

Jaana 56 ferðir.

 

Móskarðahnúkar

2022:

Jaana 90 ferðir. 

Háihnúkur Akrafjalli

2014:
Ingi: 55 ferðir 

20210828_135645.jpg

Riddari fjallanna í peysu fer
saman þeir geysa eins og her

Toppfarar þeir heita alla ver

að nýjum leiðum leita ber

Nýjustu ferðasögurnar hér:

t142_dyrhamar_060517 (269).jpg
bottom of page