
Hálftími á dag árið 2024 - hvort sem þú heldur að þú getir það eða ekki... þá hefurðu rétt fyrir þér !
Tue, Dec 31
|#Hálftíminn
Áskorun Toppfara árið 2024 er að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur á dag alla daga ársins eða eins marga og maður getur. Hvaða hreyfing sem er gildir svo lengi sem hún er í samfelldar 30 mínútur. Sjá þátttökureglur neðar. Stefnum á 365 daga... og skemmtum okkur konunglega í leiðinni ! #Hálftíminn


Dagsetning og tími
Dec 31, 2024, 11:00 AM – 11:00 PM
#Hálftíminn
Nánari upplýsingar
Áskorun ársins 2024 er að hreyfa sig í lágmark 30 mín á hverjum degi allt árið og stefna á 365 skipti ef mögulegt er eða eins oft og maður getur.
Mikilvægt er að láta það ekki stöðva sig né slá sig út af laginu ef maður nær ekki öllum dögum ársins, en það verður lúmskt gaman að reyna það !
Þátttökureglur:
Eingöngu klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt.
Hreyfingin þarf að vera samfelld í 30 mín að lágmarki og hún má vera fleiri en ein tegund af hreyfingu, svo lengi sem hún er samfellt í hálftíma. T. d. skokka í 15 mín og lyfta í 15 mín eða álíka.
Hreyfingin má því ekki vera nokkur aðskilin skipti yfir daginn til að ná hálftíma, t. d. ganga í 15 mín að morgni og svo hjóla í 20 mín að kveldi, hún þarf að vera samfelld, í því felst þessi áskorun. Hins vegar…



