Tue, Dec 31
|#Hálftíminn
Hálftími á dag árið 2024 - hvort sem þú heldur að þú getir það eða ekki... þá hefurðu rétt fyrir þér !
Áskorun Toppfara árið 2024 er að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur á dag alla daga ársins eða eins marga og maður getur. Hvaða hreyfing sem er gildir svo lengi sem hún er í samfelldar 30 mínútur. Sjá þátttökureglur neðar. Stefnum á 365 daga... og skemmtum okkur konunglega í leiðinni ! #Hálftíminn
Time & Location
Dec 31, 2024, 11:00 AM – 11:00 PM
#Hálftíminn
Guests
About the Event
Áskorun ársins 2024 er að hreyfa sig í lágmark 30 mín á hverjum degi allt árið og stefna á 365 skipti ef mögulegt er eða eins oft og maður getur.
Mikilvægt er að láta það ekki stöðva sig né slá sig út af laginu ef maður nær ekki öllum dögum ársins, en það verður lúmskt gaman að reyna það !
Þátttökureglur:
- Eingöngu klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt.
- Hreyfingin þarf að vera samfelld í 30 mín að lágmarki og hún má vera fleiri en ein tegund af hreyfingu, svo lengi sem hún er samfellt í hálftíma. T. d. skokka í 15 mín og lyfta í 15 mín eða álíka.
- Hreyfingin má því ekki vera nokkur aðskilin skipti yfir daginn til að ná hálftíma, t. d. ganga í 15 mín að morgni og svo hjóla í 20 mín að kveldi, hún þarf að vera samfelld, í því felst þessi áskorun. Hins vegar skal endilega skrá alla hreyfingu í samantektinni, þó hún nái ekki 30 mín, svo við sjáum öll hvernig hreyfingin okkar er í heild.
- Þetta má vera hvaða hreyfing sem er; fjallganga, skokk, ganga, lyftingar, styrktaræfingar, golf, skíði, dans, zumba, hjól, sund og hún má vera úti eða inni.
- Melda þarf inn samantekt fyrir hvern mánuð í senn með skjáskoti af strava eða álíka hreyfiskráningarforriti, af excel-skjali eða einfaldlega ljósmynd af handskrifuðum lista sem er bara skemmtilegt. Látum skráninguna ekki flækjast fyrir okkur heldur raunbirta árangurinn af aðhaldinu sem þessi áskorun gefur okkur í hreyfingu.
- Í lok árs þarf að melda inn samantekt yfir árið þar sem fram kemur hvaða hreyfing var tekin og hversu oft á árinu og áhugavert væri að hafa með fjölda í klukkustundum og vegalengdum eða álíka eftir smekk hvers og eins.
- Hver og einn setur sér undirmarkmið í þessari áskorun eins og hentar, t. d. um heildarmagn eða heildartíma, ná inn nýrri hreyfingartegund, ná að fara x oft á fjall eða ná að skíða x oft eða álíka. Það má líka sleppa undirmarkmiðunum eða halda þeim fyrir sjálfan sig, en lang skemmtilegast ef allir melduðu inn sín undirmarkmið svo við getum gefið hvort öðru innblástur og hvatningu og fengið til baka ákveðið aðhald... af því að ef maður gaf það út að stefna á að ná að synda einu sinni í viku á árinu, þá er komið ákveðið aðhald í að ná því. Nú ef maður nær því ekki þá er það bara eins og lífið er og maður heldur áfram.
- Dregið verður úr öllum þátttakendum sem senda inn samantekt í lok árs og þar gilda til jafns þeir sem náðu 365 dögum og þeir sem náðu færri dögum. Í vinning er árgjald í klúbbnum sem hægt er að nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.
Þessi hálftími er vísun í tilmæli Landlæknis um að... "fullorðnir einstaklingar hreyfa sig daglega að lágmarki 30 mín... Æskilegast er að "fullorðnir stundi erfiða hreyfingu a.m.k. tvisvar í viku"... https://www.landlaeknir.is/…/NM30399_hreyfiradleggingar_bae… Einfalt... en samt ákveðin áskorun... og smá breyting á útfærslu þeirra þar sem við viljum ná samfelldum hálftíma NB.
Það verður mjög áhugavert að sjá hversu mikið þetta er fjallgöngur, skokk, hjól, ganga, sund, lyftingar, zumba, golf, skíði... og hvað við náðum að hreyfa okkur mikið alls í tíma, kílómetrum eða skiptum yfir árið. Yfirleitt kemur manni á óvart hversu mikið þetta safnast upp í loks árs.
Við vísum í spakmæli frá þarsíðustu aldamótum þar sem Henry Ford sagði: "Hvort sem þú heldur að þú getir eitthvað eða ekki, hefurðu rétt fyrir þér"... já, þetta snýst fyrst og fremst um jákvætt og lausnamiðað hugarfar... ef maður heldur að maður geti þetta ekki... þá getur maður þetta ekki... en ef maður heldur að maður geti þetta... þá eingöngu opnast á þann möguleika... jákvætt hugarfar...
Fyrir þá sem hreyfa sig mikið yfir allt árið þá hljómar þessi áskorun létt... en það eru þessir nokkrir dagar á ári... þar sem mun reyna á að vera útsjónarsamur þegar annríki gefur lítið svigrúm til þess að ná hreyfingu í hálftíma... nú þá er t. d. ekkert annað í stöðunni en að taka hálftíma göngutúr á flugvellinum ef maður er að taka þrjú flug til fjarlægra landa... taka golfæfingar í 30 mín veikur heima... fara út að skokka eldsnemma að morgni fyrir langa vakt... eða út að ganga rétt fyrir miðnætti eftir veisluna... hugsa í lausnum og möguleikum en ekki hindrunum og ómöguleika... því ef maður æfir alltaf afsakanir... þá verður maður mjög góður í þeim...
Og við vísum í einn þekktasta fjallgöngugarp nútímans sem sagði um daginn í viðtali í Kastljósi að þrennt þarf til að takast á við hæstu fjöll heims... jákvætt hugarfar, gott líkamlegt form og þrautsegju...
Þessi áskorun krefst útsjónarnemi, metnaðar, jákvæðs hugarfars og þrautsegju... að gefast ekki upp og alls ekki hætta þátttöku í áskoruninni þó maður missi úr dag... okkar spá er að flestir munu ekki ná alveg öllum dögunum... það mun mest reyna á þessa fáu daga þegar mikið er í gangi í lífinu og eins á hugarfarið að halda áfram þó einn og einn dagur detti út... því það er auðvitað nánast jafn magnað að ná 360 sinnum að hreyfa sig í hálftíma á dag eins og að ná 365 dögum... en það er lúmskt gaman að reyna að ná þessum 365 dögum... bara gaman... gott aðhald... og frábær hvatning til að koma sér í og viðhalda góðu líkamlegu formi og ekki síður andlegu... því hreyfing eykur vellíðan, gefur gleði og bjartara hugarfar.
Gerum þetta... og skemmtum okkur konunglega á meðan... og komum sterkari inn í árið 2025 eftir geggjaða áskorun saman !
Hálftími á dag kemur skapinu í lag !