Þvert yfir Ísland á tíu árum...
frá Reykjanesvita að Fonti Langanesi
Göngum í fótspor "mæðgna á fjöllum" (Iðunn og Þóra Dagný)
sem fóru þvert yfir Ísland alls 786 km á 32 göngudögum sumarið 2020
Sjá: Hugmyndin að göngu yfir landið kviknaði í sóttkví (mbl.is)
Langtímaáætlunin er þessi:
Tökum 7 ár í þetta með 4 löngum göngum alls um 130 km á ári.
Komum við á fallegum stöðum eins og mögulegt er til að skreyta ferðina.
Endum á 20 ára afmæli fjallgönguklúbbsins á Fonti á Reykjanesi sumarið 2027.
Hugmyndin kviknaði fyrst...
þegar Steingrímur J. gekk yfir landið árið 2005...
Við lesturinn má sjá að hann var með allt á bakinu og fór lengri dagleiðir en við ætlum að fara
enda er afrek hans og mæðgnanna og allra sem farið hafa yfir landið í einni langri ferð langtum meira en að taka þetta á sjö árum eins og við.... sem samt mjög spennandi langtímaverkefni...
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1031768/
Sjá neðst hvert við erum komin...
Reykjanesviti í Stóra Leirdal
"Eldvarpaleiðin"
Þann 30. janúar 2021 gengu 26 manns alls 32,9 km á 9:32 klst. upp í 113 m hæð með alls 788 m hækkun úr 13 m upphafshæð.
Þann 18. apríl 2022 gengu 14 manns alls 22,2 km á 7:20 klst. upp í 256 m hæð með alls 747 m hækkun úr 11 m upphafshæð.
Þann12. febrúar 2022 gengu14 manns alls 21,4 km á 7:30 klst. upp í 658 m hæð með alls 729 m hækkun úr 501 m upphafshæð.
Þann 3. desember 2022 gengu15 manns alls 15,5 km á 6:21 klst. upp í 248 m hæð með alls 631 m hækkun úr 113 m upphafshæð.
Alls komnir 237 km...
á 3 dögum og 10:51 klst...
með 8.870 m hækkun...
upp í 804 m hæð hæst og 113 m lægst...
í 11 mjög ólíkum göngum...
Við erum komin í Brúarhlöð yfir Hvítá þann 9. mars 2024...
og stefnum næst um Laxárgljúfur að Heiðardrögum í ágúst...
Staðan á korti í gps-forritinu