top of page

Fjögurra tinda ganga legg 2 yfir Ísland frá Stóra Leirdal um stórkostlegar gosstöðvarnar að Keili.

Tindferð nr. 237 laugardaginn 18. janúar 2022.


Gosið í Geldingadölum hófst föstudaginn 19. mars 2021... kvöldið áður en við ætluðum að ganga legg tvö #ÞvertyfirÍsland... og því urðum við að breyta okkar áætlun með mjög stuttum fyrirvara og enduðum á að ganga legg 4 frá Kaldárseli í Bláfjöll þennan fyrsta laugardag eftir að gosið hófst...


Sjá hér mynd af umfangi gossins eftir að því lauk... af vef Veðurstofunnar...


Annað skjáskot hér...


En við ákváðum að gera tilraun tvö í janúar 2022... um þremur mánuðum eftir að gosinu opinberlega var lokið... þrátt fyrir áframhaldandi jarðhræringar á svæðinu en það var ekki talið hættulegt ástand á Reykjanesskaga lengur...


Sjá má gönguleiðina okkar þennan dag... en á þessari mynd eru Meradalahnúkarnir merktir ranglega inn... þeir eru framan á mynd og líklega er þetta Langihryggur sem þeir eru bendlaðir við hér...


Veðurspáin var ágæt fyrir þennan dag... heilmikill vindur samt... eins og nánast alla daga í janúar árið 2022...


Um kvöldið átti svo að skella á stormur... en þeir voru ansi margir þennan fyrsta mánuð ársins... sbr. þriðjudagskvöldin okkar í janúar...


Við keyrðum í samfloti frá Ásvallalaug kl. 8:00 á laugardagsmorgninum meðfram kleifarvatni niður á Suðurstrandaveg... en meðfram kleifarvatni var skelfingar skafrenningur og ansi kuldalegt um að litast... þegar komið var niður á Suðurstrandaveg var allt annað uppi á teningnum... auð jörð og lygnara... meira veðravítið þarna við vatnið !


Allir mættir... en við vorum alls 22 manns sem mættum í gönguna og þá höfðu allavega fimm manns hætt við sem kom ansi óheppilega út þar sem tvær litlar rútur sóttu okkur við endastað göngu til að gæta að fjarlægðarmörkum og sóttvörnum...


Við lögðum af stað kl. 9:16... og þá þegar var himininn orðinn aðeins litaður af fyrstu geislum dagsins...


Við gengum frá nýju malarstæði... einu af nokkrum sem búin voru til á svæðinu eftir að gosið hófst og þúsundur manna tóku að streyma á svæðið hverjum degi... stuttu frá staðnum þar sem við lögðum bílunum í janúar 2021... allsendis grunlaus um hversu frægur þessi staður yrði stuttu síðar...


Fallegur himininn þegar tunglið kvaddi í vestri... og sagði okkur að sólin væri rétta handan við hornið í austri...


Birtan af tunglinu...


Langihryggur hér framundan og fjær er Stóri hrútur... við gengum bílslóðann gamla sem nú er lokaður allri umferð nema björgunarsveita og annarra opinberra aðila...


Við Drykkjarstein svokallaðan sagði Agnar okkur söguna af honum... stórmerkileg saga... og sérstakur steinn með meiru... drykkjarfontar fyrir menn og hunda...


Sjá hér: https://www.visitreykjanes.is/en/place/drykkjarsteinn


Og viti menn... steinninn geymir heilmikið af vatnsbirgðum...


Frosinn pollurinn efst...


Sjá Langahrygg og framundan hægra megin og hraunbreiðurnar lekandi niður í Nátthaga frá gígnum sem trónir yfir öllu saman í Geldingadölum...


Hér var orðið dagbjart... en svalt... og vindurinn blés aðeins... og átti eftir að blása ansi hart á leið hér upp...


Við tókum þetta í einni góðri uppgöngu... ekkert mál...


Svakalegur vindur þegar ofar dró... svo mikill að maður þurfti að hafa sig allan við að standa á fótunum...


Litið til baka...


Sjá hraunsporðinn úr Nátthaga... stutt niður á Suðurstrandaveg...


Fremstu menn komnir upp og virtust vera í skjóli...


Hraunið tók að stela senunni...


Menn voru greinilega að njóta útsýnisins þarna á brúninni... meðan við öftustu börðumst við brjálaðan vindinn...


Hraunið búið að taka yfir brekkuna þar sem við gengum upp þarna í mars í fyrra... á sögulegu þriðjudagskveldi sem aldrei gleymist... hvílík dýrðarinnar fegurð að horfa á gosið í seilingarfjarlægð...


Sjá Grindavík í fjarska... Festarfjallið og Húsafjall...


Mergjaður útsýnisstaður... þarna var mun betra veður en á uppleiðinni...


Dásamlegt að koma hér upp...


Við gáfum okkur góðan tíma til að virða umfang hraunsins fyrir okkur og sjá hvernig upprunalega leiðin er horfin undir hraun....


... hvernig staðurinn þar sem við lögðum bílunum okkar síðast þegar við gengum hér á Meradalahnúka, Langahrygg, Stóra hrút og á Langhól í Fagradalsfjalli og komum þá niður hér þar sem gígurinn er og hraunið rennur niður... okkar gönguslóð árið 2018... ótrúlegt alveg hreint að sjá þetta !

http://www.toppfarar.is/tindur152_meradalahnukar_060118.htm


Við horðum agndofa og heilluð... umfangið er lygilegt...


... tonn á tonn ofan af fersku hrauni... sem rauk alls staðar úr ennþá... þrátt fyrir kuldann...


Eftir andaktugar mínútur héldum við áfram eftir Langahrygg... úr því veðrið var með skásta móti hér uppi og ekkert í líkingu við rokið í hlíðunum á leið upp...


Það var alveg hægt að spjalla hér og njóta...


Flott leið... og sérkennilegt að ganga á göngustíg eftir öllum Langahryggnum... stikuð leið með blikkandi ljósum til leiðbeiningar þegar það er myrkur... þessi einmanalegi hryggur er orðinn að alfaraleið...


Þennan dag var bókstaflega enginn á svæðinu nema við... við sáum til jeppa seinna um morguninn að keyra inn lokaða björgunarveitaveginn... og eins sáum við rútur fara þar inn þegar við vorum stödd þarna uppi... en hvort einhver fór út úr bílunum og gekk að hrauninu vitum við ekki þar sem við vorum þá farin niður og í átt að Meradölunum...


Jebb... langur hryggur...


Sjálfur gígurinn... trónandi efst... þarna verður mjög áhugavert að ganga um þegar það er orðið öruggt...


Litið til baka...


Kominn á tindinn á Langahrygg sem mældist hæstur þennan dag.. 315 m hár... fyrsti tindur af fjórum...


Hér gáfum við okkur aftur góðan tíma til að berja gosstöðvarnar augum... magnað að hafa svona útsýnisstað yfir allt svæðið...


Hvílíkt umfang... hvílíkt magn...


Suðurströnd landsins...