top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Fjögurra tinda ganga legg 2 yfir Ísland frá Stóra Leirdal um stórkostlegar gosstöðvarnar að Keili.

Tindferð nr. 237 laugardaginn 18. janúar 2022.


ree

Gosið í Geldingadölum hófst föstudaginn 19. mars 2021... kvöldið áður en við ætluðum að ganga legg tvö #ÞvertyfirÍsland... og því urðum við að breyta okkar áætlun með mjög stuttum fyrirvara og enduðum á að ganga legg 4 frá Kaldárseli í Bláfjöll þennan fyrsta laugardag eftir að gosið hófst...


Sjá hér mynd af umfangi gossins eftir að því lauk... af vef Veðurstofunnar...


ree

Annað skjáskot hér...


ree

En við ákváðum að gera tilraun tvö í janúar 2022... um þremur mánuðum eftir að gosinu opinberlega var lokið... þrátt fyrir áframhaldandi jarðhræringar á svæðinu en það var ekki talið hættulegt ástand á Reykjanesskaga lengur...


ree

Sjá má gönguleiðina okkar þennan dag... en á þessari mynd eru Meradalahnúkarnir merktir ranglega inn... þeir eru framan á mynd og líklega er þetta Langihryggur sem þeir eru bendlaðir við hér...


ree

Veðurspáin var ágæt fyrir þennan dag... heilmikill vindur samt... eins og nánast alla daga í janúar árið 2022...


ree

Um kvöldið átti svo að skella á stormur... en þeir voru ansi margir þennan fyrsta mánuð ársins... sbr. þriðjudagskvöldin okkar í janúar...


ree

Við keyrðum í samfloti frá Ásvallalaug kl. 8:00 á laugardagsmorgninum meðfram kleifarvatni niður á Suðurstrandaveg... en meðfram kleifarvatni var skelfingar skafrenningur og ansi kuldalegt um að litast... þegar komið var niður á Suðurstrandaveg var allt annað uppi á teningnum... auð jörð og lygnara... meira veðravítið þarna við vatnið !


ree

Allir mættir... en við vorum alls 22 manns sem mættum í gönguna og þá höfðu allavega fimm manns hætt við sem kom ansi óheppilega út þar sem tvær litlar rútur sóttu okkur við endastað göngu til að gæta að fjarlægðarmörkum og sóttvörnum...


ree

Við lögðum af stað kl. 9:16... og þá þegar var himininn orðinn aðeins litaður af fyrstu geislum dagsins...


ree

Við gengum frá nýju malarstæði... einu af nokkrum sem búin voru til á svæðinu eftir að gosið hófst og þúsundur manna tóku að streyma á svæðið hverjum degi... stuttu frá staðnum þar sem við lögðum bílunum í janúar 2021... allsendis grunlaus um hversu frægur þessi staður yrði stuttu síðar...


ree

Fallegur himininn þegar tunglið kvaddi í vestri... og sagði okkur að sólin væri rétta handan við hornið í austri...


ree

Birtan af tunglinu...


ree

Langihryggur hér framundan og fjær er Stóri hrútur... við gengum bílslóðann gamla sem nú er lokaður allri umferð nema björgunarsveita og annarra opinberra aðila...


ree

Við Drykkjarstein svokallaðan sagði Agnar okkur söguna af honum... stórmerkileg saga... og sérstakur steinn með meiru... drykkjarfontar fyrir menn og hunda...



ree

Og viti menn... steinninn geymir heilmikið af vatnsbirgðum...


ree

Frosinn pollurinn efst...


ree

Sjá Langahrygg og framundan hægra megin og hraunbreiðurnar lekandi niður í Nátthaga frá gígnum sem trónir yfir öllu saman í Geldingadölum...


ree

Hér var orðið dagbjart... en svalt... og vindurinn blés aðeins... og átti eftir að blása ansi hart á leið hér upp...


ree

Við tókum þetta í einni góðri uppgöngu... ekkert mál...


ree

Svakalegur vindur þegar ofar dró... svo mikill að maður þurfti að hafa sig allan við að standa á fótunum...


ree

Litið til baka...


ree

Sjá hraunsporðinn úr Nátthaga... stutt niður á Suðurstrandaveg...


ree

Fremstu menn komnir upp og virtust vera í skjóli...


ree

Hraunið tók að stela senunni...


ree

Menn voru greinilega að njóta útsýnisins þarna á brúninni... meðan við öftustu börðumst við brjálaðan vindinn...


ree

Hraunið búið að taka yfir brekkuna þar sem við gengum upp þarna í mars í fyrra... á sögulegu þriðjudagskveldi sem aldrei gleymist... hvílík dýrðarinnar fegurð að horfa á gosið í seilingarfjarlægð...


ree

Sjá Grindavík í fjarska... Festarfjallið og Húsafjall...


ree

Mergjaður útsýnisstaður... þarna var mun betra veður en á uppleiðinni...


ree

Dásamlegt að koma hér upp...


ree

Við gáfum okkur góðan tíma til að virða umfang hraunsins fyrir okkur og sjá hvernig upprunalega leiðin er horfin undir hraun....


ree

... hvernig staðurinn þar sem við lögðum bílunum okkar síðast þegar við gengum hér á Meradalahnúka, Langahrygg, Stóra hrút og á Langhól í Fagradalsfjalli og komum þá niður hér þar sem gígurinn er og hraunið rennur niður... okkar gönguslóð árið 2018... ótrúlegt alveg hreint að sjá þetta !


ree

Við horðum agndofa og heilluð... umfangið er lygilegt...


ree

... tonn á tonn ofan af fersku hrauni... sem rauk alls staðar úr ennþá... þrátt fyrir kuldann...


ree

Eftir andaktugar mínútur héldum við áfram eftir Langahrygg... úr því veðrið var með skásta móti hér uppi og ekkert í líkingu við rokið í hlíðunum á leið upp...


ree

Það var alveg hægt að spjalla hér og njóta...


ree

Flott leið... og sérkennilegt að ganga á göngustíg eftir öllum Langahryggnum... stikuð leið með blikkandi ljósum til leiðbeiningar þegar það er myrkur... þessi einmanalegi hryggur er orðinn að alfaraleið...


ree

Þennan dag var bókstaflega enginn á svæðinu nema við... við sáum til jeppa seinna um morguninn að keyra inn lokaða björgunarveitaveginn... og eins sáum við rútur fara þar inn þegar við vorum stödd þarna uppi... en hvort einhver fór út úr bílunum og gekk að hrauninu vitum við ekki þar sem við vorum þá farin niður og í átt að Meradölunum...


ree

Jebb... langur hryggur...


ree

Sjálfur gígurinn... trónandi efst... þarna verður mjög áhugavert að ganga um þegar það er orðið öruggt...


ree

Litið til baka...


ree

Kominn á tindinn á Langahrygg sem mældist hæstur þennan dag.. 315 m hár... fyrsti tindur af fjórum...


ree

Hér gáfum við okkur aftur góðan tíma til að berja gosstöðvarnar augum... magnað að hafa svona útsýnisstað yfir allt svæðið...


ree

Hvílíkt umfang... hvílíkt magn...


ree

Suðurströnd landsins...


ree

Hópmynd með gíginn í Geldingadölum í baksýn:


Efri: Vilhjálmur, Fanney, Kristín Leifs., Agnar, Inga Guðrún, Davíð, Örn, Silla, Ása, Kolbeinn, Guðný Ester, Þorleifur og Jóhanna D.


Neðri: Bjarni, Svala, Súsanna, Jaana, Þórkatla, Sigríður Kolbrún gestur, Sigrún Eðvalds. og Gulla með Batman, eina hund dagsins... en Bára tók mynd.


ree

Ofan af Langahrygg héldum við niður í Meradali...


ree

... starandi í sífellu niður á hraunið...


ree

... sem var rjúkandi heitt þegar að var gáð... ótrúlegt... hvílíkur hiti ennþá í öllu þessu hrauni...


ree

Stígurinn á Langahrygg nær alla leið niður og svo til baka í átt að bílastæðinu á lokaða veginum... en eins er hægt að halda áfram framhjá Drykkjarsteini á leið til baka...


ree

Neðan við Langahrygg gengum við í átt að Meradalahnúkum og dölum þeirra...


ree

Ennþá var gígurinn og hraunbreiðan hans í aðalhlutverki og stal senunni...


ree

Aldeilis búið að breytast landslagið á þessu svæði...


ree

Meradalahnúkarnir hér framundan... þeir eru allavega þrír stórir... við gengum á tvo þá vestari árið 2018...


ree

Mynstur í landslaginu um allt...


ree

Niður þetta gil bröltum við í skjóli og ákváðum að hér væri gott að borða fyrra nesti dagsins... í logni og friði frá rokinu sem rauk upp hér og þar en hægði á sér annars staðar...


ree

Yndislegt að sitja hér og borða og spjalla... dagrenningin baðaði allt himinhvolfið yfir okkur og við vissum að okkar beið dýrðarinnar ævintýri handan við Meradalahnúka...



ree

Nestisgilið... full orku héldum við áfram för okkar að nýja hrauninu... við gátum varla beðið... við sáum að Meradalirnir voru fullir af hrauni upp í fjallshlíðar en kvenþjálfarinn velti því fyrir sér hvort það yrði mögulegt að ganga í jaðrinum á því þegar nær væri komið... á kortum leit þetta þannig út að þjálfarar höfðu gert ráð fyrir að þurfa að sneiða alveg framhjá Meradalahnúkunum vegna hraunsins... en úr fjarska var eins og við gætum hugsanlega gengið meðfram því utan í hlíðunum... en sumum leist ekkert á það... svo við biðum spennt eftir því að komast nær og skoða þetta betur.


ree

Spölurinn yfir í Meradali...


ree

Himininn mjög fallegur í suðri...


ree

Meradalahnúkar að stingast upp úr landslaginu... og tindurinn á Keili þarna fjærst...


ree

Miklir litir á himni og alveg í stíl við útivistarfatnaðinn...


ree

Sýnin til sólarinnar að rísa í suðaustri... gullið og óskaplega fallegt...


ree

Meradalahnúkar takk fyrir... Keilir þarna fjærst... í ferðinnni okkar 2018 komumst við að því að Keilir er hluti af stóru safni keilulaga fjalla sem rísa í nokkrum þéttum röðum frá norðaustri til suðvesturs á þessu svæði... gosrásirnar eru þarna undir og bíða í röðum eftir því að fá að gjósa... Geldingadalagígurinn var fyrstur... af langri röð gosa... ef sumar spár rætast um að nýr goskafli hafi rétt verið að byrja með gosinu í mars 2021... eingöngu tíminn mun leiða það í ljós hvort rétt reynist...


ree

Sólarupprásin hélt áfram að skreyta daginn...


ree

Hraunið að koma í ljós svart og drungalegt...


ree

Það rauk úr því hitinn... og litirnir runnu alveg saman við svartan jarðveginn með snjófölina ofan á í kring...


ree

Sólin reyndi að stela senunni... en tókst það ekki... aðdráttarafl hraunsins var svo sterkt...

ree

Jahérna hér... við vorum agndofa... yfir umfanginu... kraftinum... hitanum... gufustrókunum... áferðinni... síbreytileikanum... þessu svakalega magni af hrauni sem búið var að fylla bókstaflega alla Meradalina af hrauni... þetta var með ólíkindum að sjá...


ree

Það var ekki annað hægt en ganga aðeins út á hraunið... við fórum varlega og héldum okkur alveg í jaðrinum og fórum ekki út á hraunið...


ree

Dáleidd gengum við meðfram þessu risavaxna náttúrufyrirbæri...


ree

... og ef maður staldraði aðeins við... þá blöstu listaverkin alls staðar við fætur manns...


ree

Hvert mynstrið á fætur öðru...


ree

Allar mögulegar myndir og form...


ree

Þjálfari kallaði alla til baka og bað hópinn að stilla sér upp í sporðinum á hraunbreiðunni sem var augljóslega kaldur til að taka hópmynd... hvílíkur staður að vera á !


ree

Hundurinn Batman forðast allt sem heitt er og sniðgengur oft jarðhitasvæði og óstöðugt landslag... hér var hann ekki hræddur... þetta var rétt í sporðinum á hraunbreiðunni...


ree

Sprungur...


ree

Mynstur...


ree

Kúlur...


ree

Rákir...


ree

Sjá í stærra samhengi...


ree

Við áttum ekki til orð og menn gengu eins og dáleiddir...


ree

... ekki nándar nærri allt var myndað... þetta var endalaust...


ree

Kaðlar...


ree

Stundum endaði hraunið og við gengum út á eldri jarðveg... en þegar kom að hlíðunum innar þá var erfiðara að sniðganga hraunið...


ree

Kaldur jaðarinn á hrauninu... gufustrókarnir voru svo lengra inni á hraunbreiðunni þar sem ennþá var augljós hiti...


ree

Alls kyns form og mynstur um allt...


ree

Þessi svarti litur... þetta magn... þessi form... þessi fjölbreytileiki... við áttum ekki til orð...


ree

Einhverri sérstakri orku stafaði af þessu hrauni...


ree

Það var ekki annað hægt en ganga á því... ef maður fór út í eldri jarðveg... var eins og maður yfirgæfi orkuna sem var í hrauninu... þetta var dáleiðandi...


ree

Stundum bungaðist hraunið ofan við okkur... þarna hefur það stoppað og ekki farið lengra...


ree

Sjá jaðarinn hér og svo hærri bungur innar...


ree

Sprungur undir og allt gliðnað á köflum...


ree

Á fleiri en einum kafla var eins og ruddur hefði verið stígur fyrir okkur meðfram hraunjaðrinum... þetta var eins og að vera í öðrum heimi...


ree

Hvílíkt listaverk !


ree

Aldrei séð annað eins...


ree

Sumir héldu sig allan tímann frá hrauninu og gengu ekkert á því... en flest okkar stóðumst ekki mátið... og gengum til skiptis á því eftir því hvað landslagið sagði okkur...


ree

Það hefði verið áhugavert að sjá þetta formast...


ree

Heilu hellarnir...


ree

Tröllsleg form...


ree

Aftur kominn göngustígur af náttúrunnar hendi... ekkert í heiminum er manngert sem ekki á sér fyrirmynd í náttúrunni...


ree

Tætingur og rifið hraun... skafið og þurrkað og kælt...


ree

Hringadróttinsslegnir hraunjaðrar...


ree

Sjá stíginn og kantinn svona líka fínan...


ree

Hvernig var hægt annað en ganga á þessum stíg ?


ree

Stundum urðum við að fara upp í hlíðarnar... þar sem hraunið hafði þrengst upp þær og ekki var fýsilegt að ganga á því...


ree

Úfið og torfært... heitt og rjúkandi... Meradalahnúkarnir formfagrir að skreyta þetta enn meira...


ree

Við vorum að ná að fara alla leið í gegnum þetta... það þótti okkur ekki sjálfsagt...


ree

Svakaleg náttúrusmíð !


ree

Sjá litina síbreytilega... þetta var ekki bara svartur litur...


ree

Lægri Meradalahnúkarnir...


ree

Þessi stóð upp úr eins og drangi... erfitt að sjá þetta á ljósmynd...


ree

Nánast komin út í enda...


ree

Ása. Jaana og Silla að mynda drangann...


ree

Stórmerkilegt...


ree

Úfinn allur öðru megin... rifnað frá...


ree

Sjá hraunbreiðuna leka niður hlíðarnar ofan í Meradalina...


ree

Allt kúffullt hér...


ree

Hvílíkur staður að vera á...


ree

Við máttum varla vera að því að ganga... enda gáfum við okkur góðan tíma hér...


ree

Fremstu menn komnir framar...


ree

Keilir í sólinni þarna innst...


ree

Litið til baka... einn Meradalahnúka og Silla á köldu hrauninu... snjórinn staðfesti kuldann...

ree

Við hefðum getað verið þarna klukkustundum saman... hingað langar mann að koma aftur... en hér vorum við búin að ganga tæplega 9 km... þannig að ganga til og frá er um 18 km langur dagur... það er hressilegt dagsverk fyrir þá sem ekki eru vanir að ganga klukkustundum saman...


ree

Maður hugsaði hvort ekki ætti að opna veginn inn í Meradali og leyfa fólki að upplifa þetta ? Það er spurning...


ree

Keilir í sólinni fjærst... við áttum stefnumót við upphafsstað göngu á hann... en gleymdum okkur alveg í nýja hrauninu...


ree

Sjá útfellingarnar og litina...


ree

Hingað verður maður að koma aftur...


ree

Og aftur kominn stígur fyrir okkur... þetta var með ólíkindum...


ree

Regnboganslitir í hraunsprungunum...


ree

Komin út í enda... næstum því...


ree

Vá... hvílík veisla þetta er í Meradölum... hreint út sagt magnað !


ree

Nyrðri sporður hraunsins var kaldur eins og sá syðri... hér lá snjórinn yfir hrauninu og kuldinn búinn að sigra hitann sem annars rýkur ennþá upp úr hrauninu um allt þarna...


ree

Litið til baka... kuldinn að sigra hraunið með umkringingu frá jöðrunum...


ree

Nærmynd af Meradalahnúknum einum...


ree

Við ætluðum ekki að geta slitið okkur frá hrauninu... það kom saknaðartilfinning...


ree

Einhverjir völdu sér steina til minningar...


ree

Sjá snjóinn að sigra hraunið smám saman...


ree

Hey... lítið öll aðeins á mig !


ree

Við áttum ennþá eftir þrjá tinda af fjórum á leið okkar að Keili... það var eins gott að halda bara áfram...


ree

Kistufell og Litli Hrútur... við eigum þessi fjöll ennþá eftir...


ree

Himininn fangaði okkur aftur með litadýrð sinni...


ree

Súsanna og Svala.. tvær af nokkrum sem eru harðákveðnar að ná að þvera landið á sjö árum... það verður ekkert smá gaman að gera þetta í svona frábærum félagsskap...


ree

Sjá hvernig hraunið liggur yfir og þekur alveg Meradalina... kolsvart og heitt...


ree

Næsta fjall framundan... Hraunsels-Vatnsfell... mjög sérstakt nafn... en það stendur og er eins á flestum kortum...


ree

Litið að Keili með Litla Hrút nær og norðurbrekkur Kistufells...


ree

Vegurinn nær alla leið hingað... jahá...


ree

... við ætluðum að ganga á þessi fjöll í janúar í fyrra og keyra þá inn þennan veg... en illviðrin frestuðu fyrri göngum þann mánuð framar og því var þessari ferð frestað um óákveðinn tíma... nú hefur þessum vegi verið lokað eftir jarðhræringarnar og óvíst hvort hér er hægt að keyra lengur...


ree

Keilir beið þolinmóður...


ree

Nærmynd...


ree

Sólstafirnir í suðri... enn einu sinni upplifum við stórkostlega sólstafi við suðurströnd landsins á göngu um Reykjanesi... þetta hlýtur að vera samspil hafs og lands...


ree

Fellin sem við skulum ganga á eitthvurt þriðjudagksveldið í framtíðinni... Sandfell og félagar...


ree

Ennþá mátti sjá ógnarstærð hraunbreiðunnar milli fjallanna... hæðin á hrauninu er nefnilega merkilega mikil...


ree

Nú var Litli hrútur í sólinni...


ree

Upp þessa brekku hér á Hraunssels-Vatnsfell...


ree

Sandfellið í suðri...


ree

Smá pása áður en fell tvö var tekið...


ree

Davíð með kort að reyna að átta sig á landslaginu... þessi nöfn voru frekar furðuleg... eins og á þessu Hraunssels-Vatnsfelli...


ree

Hér sést vel hversu hátt hraunbreiðan liggur úr gígnum í Geldingadölum...


ree

Sólstafirnir héldu áfram á leið upp fellið...


ree

Hraunssels-Vatnsfell mældist 278 m hátt... Sandfell hér í baksýn vinstra megin og Meradalahnúkar hægra megin...


ree

Litli Keilir, Litli hrútur og Keilir...


ree

Þráinsskjöldur þarna lengst í fjarska milli Kistufells og Litla hrúts ? Litli Keilir fjærst hægra megin...



ree

Meradalahnúkar, Kistufell, Litli hrútur og Litli Keilir... fjær bak við fyrrnefnd fjöll er svo Fagraskógarfjallið allt margbungótt...


ree

Hraunbreiðan að renna ofan í Meradalina... og gígurinn trónandi efstur... magnað að sjá þetta !


ree

Núpshlíðarhálsinn útbreiddur...


ree

... og áfram með Selsvallahálsi alla leið að dyngjunum við vötnin þrjú...


ree

Útsýnið ofan af Hraunssels-Vatnsfelli til Keilis og að Driffelli sem var næst á dagskrá... sjá einkennandi hvassan tind Trölladyngju og svo ávalan tind Grænudyngju við Sogin fjærst hægra megin... enn fjær er Esjan og Skarðsheiðin...


ree

Keilir á leið niður... flestir fóru ekkert á keðjubroddana þennan dag...


ree

Yfir á Driffell var farið yfir misúfna hraunbreiðu sem var mun greiðfærari en þjálfarar áttu von á... í mesta áhyggjukastinu sáum við fyrir okkur að hér myndu úfnar hrauntraðir flækja för eða stöðva... en svo var nú aldeilis ekki...


ree

Svo kom sólin... og þá varð allt svo fallegt...


ree

Oft hefur maður hugsað þegar sólin kemur í fjallgöngunum hversu eðlilegt það hefur verið að dýrka sólina eins og Guð líkt og sum samfélög úti í hinum stóra heimi hafa gert í gegnum tíðina...


ree

Áning hér á miðri leið yfir hraunið...


ree

Driffell... hér komum við...


ree

Keilir...


ree

Úfnasti hluti hraunbreiðunnar...


ree

Mjög falleg leið...


ree

Greiðfært þó seinfarið væri á köflum...


ree

Fell þrjú af fjórum þennan dag... Driffell...


ree

Einföld leið upp...


ree

Afstaðan með Keili...


ree

Driffelið mældist 256 m hátt...


ree

Eingöngu tíu manns hafa gengið alla þrjá leggina til þessa #ÞvertyfirÍsland...


Þórkatla, Silla, Bjarni, Davíð, Svala, Fanney, Kolbeinn, Vilhjálmur, Örn og Bára.

Þar af allir í Toppfaraferðum nema Þórkatla legg 4 með Útivist...


ree

Ofan af Driffelli blasti Oddafell við... síðasti tindur dagsins... það er mjög langt og kom á óvart...


ree

Önnur hraunbreiða hér á milli... líka úfin á köflum en saklaus yfirferðar...




ree

Skemmtileg leið...


ree

Riddarapeysurnar og vinir hennar ! #Riddarapeysur

Ótrúlega gaman að sjá þær í alls kyns umhverfi...


ree

Oddafell er ótrúlega langt fell... ef eitthvurt fell ætti að heita Langafell... þá væri það það...

við mældum það rúmlega 2 km langt... magnað !


ree

En létt var það... og við gengum það geyst... Súsanna hér með gönguleið dagsins að baki...


ree

Uppi á Oddafelli er ökutækjaslóði...


ree

Upp og niður aðeins... en greiðfært...


ree

Trölladyngja og Grænadyngja... Sogin á bak við og vötnin þrjú...


ree

Mjög flott og gaman að ganga eftir Oddafellinu öllu... loksins gerðum við það !


ree

Keilir kastaði kveðju til okkar...


ree

Rúturnar komnar... tvær... sem kom sér vel til betur væri hægt að stjórna sóttvörnum...


ree

Allir upp í rútu... og svo sá bílstjórinn hund á þvælingi... á einhver hund hérna ? Jebbs... þj´lfarar voru svo uppteknir í sóttvörnunum að Batman gleymdist alveg... en okkar maður skaust inn í rútuna enda vanur hundur...


ree

...og rúllaði þessum rúma hálftíma sem það tók okkur að keyra Keilisafleggjarann, fara gegnum Grindavík og alla leið að Stóra Leirdal þar sem bílarnir biðu okkar...


ree

Dásamlegt... snillingar hjá Rútubílum... þjónustan bregst aldrei...


ree

Þarna biðu bílarnir... náðum þettu fyrir myrkur... það var frábært !


Alls 19,2 km á 6:49 klst. upp í 315 m hæst með alls 958 m hækkun úr 11 m upphafshæð og x m endahæð.


Næsti leggur verður í febrúar... frá Keili í Kaldársel... og nú hafa þjálfarar ákveðið að breyta leiðinni og fara ekki um vötnin þrjú og Sogin... af því það svæði nýtur sín best á sumrin en ekki veturna... heldur fara um Lambafellsgjá... Mávahlíðar... Hraungjá... og svo Undirhlíðarskóginn alla leið í Hafnarfjörðinn...





 
 
 

Comments


bottom of page