Hagavík að Búrfelli í Grímsnesi legg 7 #ÞvertyfirÍsland í logni og sól.
Updated: Jan 20
Tindferð nr. laugardaginn 3. desember 2022.

Hér skildum við við í blárri einstakri birtu þann 12. nóvember þegar við gengum legg 6 frá Sleggjubeinsskarði að Hagavík við Þingvallavatn... og þá reis tunglið og speglaðist í vatninu... nú var sama kyrrðin að morgni fyrsta laugardags í desember... og fjöllin spegluðust í vatninu... en tunglið átti eftir að kíkja við á þessum stað í lok göngu síðar um daginn... þar sem við ferjuðum bíla milli upphafs- og endastaðar og sóttum bílana hingað á heimleið...

Sandfellið í baksýn hér... helmingur bíla kominn við Búrfellið og héðan lögðum við af stað... einstakt veður þennan veturinn... logn og heiðskírt dögum saman... frost í jörðu og allt hrímað... þetta hlýtur að vera lengsti stöðugi veðurkaflinn á suðvesturhorni landsins í langan tíma...

Botnssúlurnar fannhvítar í fjarska... þær kölluðu svo á okkur þennan dag... eins og Hekla... að Örn endaði á að bjóða upp á aukaferð á Vestursúlu og Norðursúlu helgina á eftir... ennþá sama veðrið... logn og heiðskírt... þetta er án efa besti veturinn í 16 ára sögu Toppfara...

Lagt af stað í birtingu... kl. 9:33... sólin ekki komin upp...

Botnssúlurnar...

Við byrjuðum á Likatjarnahálsi... og veltum fyrir okkur nafninu... lík í tjörn ? Jú, Þórkatla glöggvaði veraldarvefinn strax eftir göngu og komst að því að lík voru þvegin í tjörn sem nú er farin og var við þennan háls yfir grefrun,,, jáhá... magnað nafn ! Sjá endann í þessari samantekt um Líkatjörn:

Líkatjarnarháls fær að skrást sem sér tindur í safni Toppfara... og mældist x m hár...

Útsýnið yfir Hagavíkina af Líkatjarnarhálsi...

Birtan mjög falleg þó myndirnar séu dimmar... frost í jörðu og allt glitraði í morgunskímunni...

Að vakna með fjöllunum í mesta skammdeginu... keyra úr bænum í myrkri... leggja af stað í birtingu... og upplifa sólina koma upp eftir klukkutíma göngu eða svo... ganga meðan sólin er á lofti og sjá hana setjast... og keyra aftur í bæinn í myrkri... forréttindi sem eingöngu gefast á dimmasta tíma ársins... og veldur því að þetta er uppáhaldsárstími þjálfara á fjöllum...

Það bókstaflega glitraði allt í hríminu... frostinu... sólarupprásinni...

Gróðurinn hvítur af frosti...

Botnssúlurnar... já, þær toguðu ansi mikið í okkur...

Það var erfitt að sjá öll fjöllin hvít... og við bara á göngu í mosa og grasi... eitthvað rangt var við þetta...

En leiðin var falleg og mjög gaman að tengja þessa landshluta saman með þessari þverun... við sem höfum mætt í þessar göngur erum komin á bragðið... nú getum við ekki hætt... bara verðum að halda áfram og sjá hvert landslagið leiðir okkur næstu árin... þvert yfir landið...

Frosnar tjarnir...

Mýrin frosin og vel fær...

Stráin hvít og frosin...

Sólin ekki ennþá komin á loft... en birtan löngu mætt...

Svo fallegt en erfitt að ná þessu á mynd...

Frosið lyng...

Farin að nálgast Súlufell... Stapafellið og Hrómundartindur farin að koma í ljós í suðri...

Ölfusvatnsáin... við vissum að við þyrftum að vaða hana... og þjálfari giskaði á 1 - 2 vöð í viðbót þennan dag...

Bókstaflega ekkert mál að vaða þetta... á engan hátt erfiðara en að sumri...

Reyndar enginn snjór á bökkunum sem gerði þetta líka léttara og líkara sumri en ella...

Heimamaður heilsaði upp á hópinn og var forvitinn að vita hvaða jólasveinar væru þarna á ferð... leist vel á hópinn og kemur vonandi bara í klúbbinn... ef hann vill skrítnar göngur og tilraunakenndar... nú, þá er hann á réttum stað :-)

Ölvusvatnsgljúfrið og áin að baki og við komin upp á hálsinn austan megin... stefnan tekin á Náttmálahnúk...

Jólahðúfur og jólahlaðborð í þessari göngu þar sem þetta var hin formlega jólatindferð í desember... og við stálheppin með algert logn og heiðskíru...

Skemmtilegur kafli hér... það munar svo miklu að fara hærra í landslagið og sjá yfir... láglendisgöngur eiga ekki við okkur almennt... en Þverunin er undantekning sem er gaman að njóta... á milli þess sem við höldum okkur á fjöllum... Hrómundartindur og Stapafell hér í fjarska...

Hengillinn hvítur lengst í burtu... nær Mælifellið fjórhnúka og Sandfellið ofan við Hagavík...

Ölfusvatnsfjöll komin í sólarroða morgunsins... þau eru reglulega á dagskrá á þriðjudagskvöldum...

Girðing að þvælast fyrir okkur... því lengra frá mannabyggð því einfaldari ganga... því nær mönnum því meira vesen...

Gengum meðfram girðingunni norðan við Súlufell...

Litirnir í mosabreiðunni á þessum kafla voru með ólíkindum... Sandfellið í baksýn...

Hrómundartindur... Stapafell... Hengillinn... þar sem við komum niður í síðustu ferð 12. nóvember í kyngimagnaðri ferð...

Fyrri nestispása dagsins... Kolka hennar Oddnýjar... og jólatréð hennar Ásu... svo fallegt... sjá hrímið á öllu í morgunsárinu...

Þjálfari veltir vöngum yfir því hvort ganga skal Kjöl eða Sprengisand... flestir fara síðarnefnda kaflann... vatnsminna og liggur beinna við... það er spurning...

Sólin mætti okkur þegar við lögðum af stað eftir nestispásuna... það var yndislegt...

Einstök birta í lágri vetrarsólinni...

Við stöldruðum við og nutum augnabliksins...

Gróður og grjót...

Upp og niður eina af rótum Súlufells...

Súlufellið... fórum það í janúar 2019... og janúar 2020... tveimur mjög ólíkum ferðum...
http://www.toppfarar.is/tindur165_sulufell_120119.htm
http://www.toppfarar.is/tindur189_sulufell_260120.htm

Yfir rætur Súlufells að norðan...