Grillirahryggur eða "Grillir á hryggur"? Beinabrekka og Glymur í Hvalfirði #jólatindferð
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- 2 days ago
- 6 min read
Updated: 20 hours ago
Tindferð nr. 347 laugardaginn 6. desember 2025

Við ætluðum ekki að trúa því... enn einn laugardagurinn í logni og heiðskíru veðri...

Stuttur akstur í þetta sinn ólíkt Snæfellsnesinu á kúlurnar fjórar og fellið eina tveimur vikum fyrr...

Bílastæðið við Glym... Hvalfell hér og Háasúla að kíkja hægra megin...

Lagt af stað kl. 10:06 eftir brottför kl. 09... kannski hafði brottfarartíminn sitt að segja...

... því enn og aftur var ótrúlega góð mæting... alls 16 manns...

Gengið var til að byrja með upp aflíðandi hjalla á Víðhamrafjalli...

Háafell og Selfjall hér bíðandi eftir okkur næst... og hluti af Þyrli fjærst...

Botnssúlurnar geisluðu í vetrarsólinni... þarna upp höfum við farið í ýmsum útgáfum alls 17 sinnum... þar af einu sinni í desember á Vestur- og Norðursúlu í gullinni göngu... Botnssúlurnar | Toppfarar

Innst í Víðiblöðkudal var foss sem var frosinn...

Akrafjall hvítt af snjó fjærst... nær er Reynivallaháls og svo Múlafjall... þjálfarar fóru á flug með Ofurgöngu einn daginn um Hvalfjörð yfir fjöllin...

Ofar var breiður stígur... við vorum steinhissa...

Þessi leið var eins létt og greiðfær og þær gerast... og átti einmitt að höfða til þeirra sem ekki hafa treyst sér í erfiðari göngurnar... en eins og vanalega... mæta bara þeir sem geta og gera allt... sama hvað...

Svartagjá... þar sem við höfum farið upp þrisvar á þriðjudagskveldi í mögnuðum ferðum...

Út Hvalfjörðinn... þessi bleiki og ljósblái litur sem einkennir dimmasta tíma ársins var mættur...

Ofan við Víðiblöðkudal sem var einstaklega fagur... engin mynd af honum því miður...

Sólin kom upp rúmlega ellefu… og var á bak við Botnssúlurnar… en birtan var þeim mun sérstakari fyrir vikið…

Það streymir hlýja í hjartað við að horfa á þessa mynd... er til betra á laugardegi í desember ? Sighvatur, Sjöfn Kr., Birgir og Fanney...

Bros, hlátur, spjall, pælingar, vinsemd, samstaða, þakklæti, gleði... listinn er ótæmandi yfir það sem gefst... á svona fjallgöngudegi...

Botnssúlurnar og Búrfell í Þingvallasveit… hvenær skyldi lág vetrarsólin ná að skína á okkur ?

Uppi á heiðinni biðu okkar þúfur, tjarnir og mói…

... og endalaus hlátur og gleði...

Bleiki og ljósblái liturinn… ásamt hvíta og svo gula… þessi árstími er einstakur… sem ég segi… þeir sem ekki ganga á fjöll í mesta skammdeginu… missa af miklu… þó færa megi rök fyrir því að svo sem einmitt ekki þegar horft er á þessa mynd, haha… en nei, vitiði… þetta er sko orkuhleðsla og næring á heimsmælikvarða…

Tunglið var mætt í gönguna að sjálfsögðu… fylgdi okkur á lygilegan máta á Litlu Baulu svo aldrei gleymist…

Jólakyrrðin var alltumlykjandi...

Grillti í þennan Grillirahrygg eða hvar var hann ?

Það var ágætis vindur á köflum fyrri hluta göngunnar... en svo lygndi...

Sólin að koma upp í suðri þessa örskotsstund sem hún er á lofti í desember... manni varð hugsað til Shackletons og félaga á Suðurpólnum árin 2014 - 2016...

Grjóthjallar hér og þar...

Töfrabirta...

Sólin tók að skína um Síldarmannagötur sem blöstu við ofan af heiðinni...

Ragnheiður hoppaði yfir einn frosinn læk og reif líklega vöðvaþræði í kálfanum… hún haltraði en hélt áfram eftir kælikrem, vafning og verkjalyf… nagli þessi kona ! Vonandi jafnar hún sig fljótt...






Það er ekki sjens að taka snöggvast upp smá lifrarpylsu í fjallgöngu... og halda að hundarnir mæti ekki þar með... og vilji fá eins og einn bita... Magnús Már hér með Batman, Tíru og Dimmu...



Upp í mót smám saman…




Hér ákváðum við að hafa nesti… vildum ekki bíða eftir tindinum… af því hér var smá skjól…

Jóladúkurinn góði og allir komu með góðgæti á dúkinn… þetta var virkilega gott og vel heppnað þrátt fyrir kuldann og næðinginn… alltaf spurning um að njóta sama hvað…


Heimabakaðar smákökur og alls kyns annað gotterí…

Þú verður að baka þessar sem ég bakaði í gær… Fanney og Sjöfn hafa oft bakað fyrir Toppfaragöngur… algerir snillingar !

Jæja… okkur var orðið ískalt… langir nestistímar á fjöllum í desember eru eiginlega ekki mögulegir… en þessi var samt vel lengri en sá í fyrra sem var í svo miklum kulda að vatnið fraus í stútnum um leið og maður var búinn að drekka úr flöskunni… ótrúlegt alveg !

Það var stutt í Grillirahrygginn sjálfan… hann sást varla í landslaginu… nafnið er réttnefni…



Grillirahryggur í 522 m hæð… smá grjóthrúga… en ofan af henni og eftir allir heiðinni hallaði þar með til norðurs svo þetta voru augljós vatnaskil og Beinabrekka var þarna niður í mót… magnað að sjá þetta svona skýrt…

Ok, Fanntófell, Þverfell við Reyðarvatn, Prestahnúk, Þórisjökul og Litla og Stóra Björnsfell í baksýn...
Efri: Birgir, Sighvatur, Ragnheiður, Björg, Sjöfn, Hjörtur, Brynjar, Steinar R., Halldóra Kr., Helgi.
Neðri: Magnús Már, Fanney, Örn, Ása og Jón Braga en Bára tók mynd og Batman, Myrra og Tíra gæddu ferðina enn meira lífi…

Jólapeysurnar og jólahúfurnar á Grilliráhrygg með Síldarmannagötur í baksýn..

Ása tók svo af öllum sem ekki voru með jólastússið í búnaðinum sínum… haha, en sumir voru svo uppteknir á spjallinu að þeir náðust heldur ekki á þeirri mynd…

Þjálfarar voru alvarlega að spá í að lengja ferðina yfir á brúnirnar efst á heiðinni sem eru reyndar nafnlausar en augljóslega hæsti punktur á svæðinu fyrir utan fjöllin í kring… en gerðu það sem betur fer ekki því skyndilega tók sólin að skína handan við Hvalfellið…

Og þar með gengum við alla bakaleiðina í sólargeislum desembersólarinnar… sem er gullin og ekki af þessum heimi… ferðamenn leggja mikið á sig að fá slíka upplifun á þessum árstíma… en við höfum þetta bara í fanginu hvenær sem við viljum… hvílík gæfa að eiga heima á Íslandi… hvergi vildum við vera annars staðar en hér… allavega ritari þessarar ferðasögu…


"Morgunstund gefur gull í mund"... já, nú skilur maður hvernig þetta orðatiltæki varð til...



Litið til baka… hvílík birta !

Sólin skiptir sköpum á þessum árstíma… og reyndar alltaf hreint… það er ekki skrítið að menn hafi tilbeðið hana sem Guð hér áður fyrr…





Í keðjubroddana… þeir sem ekki voru þegar komnir í þá… svellað færi milli þúfna og okkar beið að fara í þá þegar nær yrði komið fossinum og gljúfrinu þar sem rakinn og bleytan var…


Og ef menn halda að þeir geti gætt sér á túnfiski í mesta sakleysi í fjallgöngu... þar sem hundarnir eru ekki settir í band í yfirlýstum nestistíma... þá er það helber misskilningur... :-) :-) :-)

Hvílík töfrabirta… pant… alltaf ná svona göngu í desember á hverju ári… við stefnum á 2037… þrjátíu ár á fjöllum það ár… við getum það ! Ef Guð leyfir…


Komin að Botnsá sem var að mestu frosin…







... og komið bakdyramegin að Glymsgljúfri…

Hvílíkur staður að vera á með sólina svona lágt á lofti… þetta var gullfallegur lokakafli á göngunni…


Hundar dagsins... Tíra, Batman og Myrra... ofan við Glym... með Erni og Sjöfn...


Heilmikill snjór hér ofan við gljúfrið… magnað hvað það var mikill snjór á gönguleið dagsins miðað við snjóleysið almennt… við vorum ljónheppin með gönguleið dagsins…


Gengið var niður með gljúfrinu og fossinum Glym…

Síðdegisbirtan mætt í Hvalfjörðinn… þetta var aldeilis stuttur dagur…




Fossinn Glymur að hluta… fossinn sem fellur beint niður í hvarfi en hann var frosinn að stórum hluta…


Gáfum okkur góðan tíma til að njóta…


Sést hér hvernig fossinn er í klakaböndum inni í gljúfrinu…


Nestispása tvö… einfaldari og ekki með jóladúknum góða í þetta sinn… lítið eftir af göngunni en gott að borða áður en farið yrði í bílana… enda er þetta drjúgur kafli niður eftir að bílastæðinu…


Það tók að rökkva síðasta kaflann… og sólin hvarf bak við Múlafjall… við vorum lánsöm að ná gljúfrinu í sólargeislunum…

Gull… á… himni…

Botnssúlurnar í sólsetrinu…

Hvalfellið enn með sólargeislana efst…

Drjúgt niður eftir… á stígnum sem var ekki eins hulinn laufi og á sumrin… og allt önnur upplifun… mjög gaman að koma hér um hávetur en sumir voru að upplifa það í fyrsta sinn… og jafnvel koma að Glym í fyrsta sinn…



Hliðarfossarnir frosnir í gljúfrinu… þessi staður er alveg magnaður…









Komin í bílana aðeins fyrr en við áætluðum... kl. 15:40... og enn vel bjart þó það væri tekið að rökkva...



Alls 12,4 km á 5:35 klst. upp í 451 m hæð með alls 522 m hækkun úr 16 m upphafshæð en þetta var auðvitað misjafnt eftir tækjum eins og alltaf…

Viðrun og spjall og smá teygjur eftir göngu… dásamlegt samvera og útivera… og langtum friðsælla en streitan og myrkrið í borginni…

Birtan keyrandi á leið heim út Hvalfjörðinn…

Tunglið og Skarðsheiðin… rétt náði því að hluta… komin í bæinn upp úr hálf fimm… dásamlegt á laugardegi og talsvert notalegra en þegar komið er um eða eftir kvöldmatarleytið…
Takk öll fyrir að mæta... því annars hefði þessi útivera ekki orðið að veruleika... algerlega ómetanlegt...
Gps-slóðin hér: https://loc.wiki/u/77475?wa=uc
Myndbandið hér: Grillirahryggur, Beinabrekka og Glymur, jólatindferð 061225








Comments