Jólaæfing á Úlfarsfelli í ferskum snjó og kyrrlátu logni
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- 2 days ago
- 1 min read
Æfing nr. 878 þriðjudaginn 16. desember 2025

Jólaæfingin okkar í ár var alveg yndisleg í einkennandi logni ársins 2025 en það sem mest var um vert, ferskum snjó sem lýsti allt upp í desembermyrkrinu. Farin var hefðbundin leið á alla þrjá hnúkana upp bratta gilið og niður vesturbrekkurnar og komið við hjá jólatrénu hans Kolbeins þar sem hann lagfærði kúlur og seríur en slæmt veður um daginn hafði leikið trén grátt. Þriðja jólatréð var skreytt litaðri seríu svo það er að myndast jólaskógur í fellinu sem er bara notalegt og einstaklega fallegt þegar maður er einn á ferð í myrkrinu í þessum mánuði...
Alls 4,7 km á 1:57 klst. upp í 314 m hæð með alls 379 m hækkun úr 55 m upphafshæð.
Ljósmyndir úr göngunni og nafnalisti undir hópmyndinni við trén hér fyrir neðan:








Mættir voru alls 16 manns: Örn, Brynjar, Sjöfn Kr., Frímann, Sighvatur, Þorleifur, Ása, Linda, Gunnar G., Kolbeinn, Siggi, Silla og Björg en Bára tók mynd og Batman, Mía og Myrra mættu og nutu í nýja snjónum sem hvarf svo daginn eftir í slagviðrinu... ekta desember !








Gleðileg jól elsku Toppfarar og takk fyrir alveg magnað ár að baki þar sem logn og stórkostlegar ferðir standa upp úr ! Árið 2027 verður auðvitað ekki síðra... og toppar jafnvel það sem er að baki ef við höldum okkur við sama heygarðshornið :-) Númer eitt... er að mæta... og njóta... sama hvað :-)








Comments