Tunglið mætti á Helgafell í Hafnarfirði
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- 2 days ago
- 1 min read
Æfing nr. 876 þriðjudaginn 2. desember 2025

Tunglið er óvenju stórt þessa dagana... og það lýsti nánast upp leiðina á Helgafell í Hafnarfirði á fyrstu æfinguna í desember... í enn einu logninu og friðsælu veðrinu... gengið var upp öxlina norðan megin og niður gilið og var þetta dásamleg æfing í alla staði...
Alls 6,1 km á 2:07 klst. upp í 344 m hæð með alls 280 m hækkun úr 89 m upphafshæð.
Myndir úr göngunni hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:

Hola í snjónum... þetta var eins og jarðhitahola... jú, smá hiti í henni þegar maður stakk höndinni langt inn... en annars enga bráðnun að sjá... hugsanlega eftir dýr... við leystum ekki gátuna...




Tunglbjart í alvöru talað !

Mættir voru:
Hjörtur, Guðjón, Örn, Sjöfn Kr., Helgi, Sighvatur og framar eru Silla, Gylfi, Lilja Sesselja, Björg, Þorleifur og Siggi en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...



Mjög flott æfing á þetta magnaða fjall í óskaplega friðsælu veðri og ótrúlega bjartri tunglbirtu... þriðjudagsæfingarnar eru töfrar á þessum árstíma !








Comments