top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Sextánda sinnið í þessari brekku... Lágafellshamrar í Úlfarsfelli og Lágafell með

Æfing nr. 877 þriðjudaginn 9. desember 2025


ree

Einhverra hluta vegna var myrkrið meira en nokkru sinni á þessari æfingu...


ree

... en þessi hefðbundna leið okkar á Lágafell og Lágafellshamra er langtum fegurri þegar snjór er yfir öllu og Úlfarsfellið nýtur sín vel um kringt jólaljósum á hálfa vegu...


ree

Við spjölluðum þeim mun meira í myrkrinu...


ree

... og fengum heilmikið út úr bröltinu frá stígnum að Lágafellshömrunum...


ree

Ótrúlegur staður... hér fjórtánda sinnið í desember... en tvisvar höfum við svo farið í október og í júlí upp þessa brekku... fórum fyrst árið 2008 þann 30. desember og fyrstu árin skáluðum við í freyðivíni á einmitt þessum stað og kveiktum stundum á stjörnuljósum þar sem hún var helst milli jóla og nýárs...


ree

Myrkrið var svo mikið að það var erfitt að taka hópmyndina... en Batman var allt í einu farinn að stilla sér upp í þessu roki sem þarna var... gamli farinn að skilja þessar hópmyndir á lokasprettinum :-)


Mættir voru, í stafrófsröð þar sem ég sé ekki helminginn af hópnum á myndinni:


Ása, Bára, Guðjón, Gunnar G., Halldóra Kristins., Helgi, Hjörtur, Kolbeinn, Linda, Sighvatur, Siggi, Silla, Sjöfn Kr., og Örn en Batman og Myrra léku á als oddi með okkur enda öllu vön og þekkja þessa leið eins og lófann á sér þessar elskur :-)


ree

Þessi leið er orðin fastur liður í desember sama hvað veður og færi segir... og okkur þykir orðið mjög vænt um hana... hey, förum hana fjórtan sinnum í viðbót áður en við hættum... það gera alls 30 skipti... nei, hættu nú ! :-)


ree

Jú, jú... er það ekki þá árið 2040 ? Gætum tekið nokkrar á öðrum árstíma upp í mót ? Við ætlum allavega að ná 30 ára afmæli klúbbsins árið 2037 og þá eru bara þrjú ár eftir til að ná 14 svona desembergöngum... ekkert að því að hafa langtímamarkmið :-)


ree

Höfðingjar Toppfara hafa nú aldeilis sýnt okkur að allt er hægt á fjöllum þó maður sé kominn á áttræðis og jafnvel níræðisaldur...


ree

Miklar framkvæmdir á heitavatnslögnunum og fleiru á svæðinu núna.


ree

Jólafriðurinn þegar litið var til baka...


ree
ree

Ljósin á pokanum hans Kolbeins...


ree

Afskaplega dýrmæt hefð og falleg ganga... jú, jú, förum þetta fjórtán sinnum í viðbót... alls 30 sinnum... við getum það ! #30sinnum

Comments


bottom of page