Æfing nr. 878 þriðjudaginn 16. desember 2025 Jólaæfingin okkar í ár var alveg yndisleg í einkennandi logni ársins 2025 en það sem mest var um vert, ferskum snjó sem lýsti allt upp í desembermyrkrinu. Farin var hefðbundin leið á alla þrjá hnúkana upp bratta gilið og niður vesturbrekkurnar og komið við hjá jólatrénu hans Kolbeins þar sem hann lagfærði kúlur og seríur en slæmt veður um daginn hafði leikið trén grátt. Þriðja jólatréð var skreytt litaðri seríu svo það er að myndas