top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Brúarhlöð um Laxárgljúfur í Heiðarárdrög legg 12 #ÞvertyfirÍsland

Tindferð nr. 314 föstudaginn 30. ágúst 2024


ree

Spáin laugardaginn 31. ágúst var ekki spennandi en þann dag ætluðu þjálfarar að láta gamlan draum rætast og ganga loksins um Laxárgljúfrin á Hrunamannaafrétti... lítill áhgi var á þessari göngu og því datt okkur í hug að kanna hverjir kæmust á föstudeginum þar sem þetta var hluti af þverunarleiðinni okkar yfir landið... og allir komust sem staðfastlega vilja þvera landið næstu árin svo við slógum til... en spáin á föstudeginum versnaði smám saman líka og slagveðrið færðist yfir á hálfan föstudag... reyndar eingöngu smá úrkoma og ekki vindur... svo við létum slag standa og skelltum okkur... og sáum ekki eftir því...


ree

ree

Mikil vinna var að á bak við þessa göngu... þjálfarar tvisvar búnir að keyra hingað upp eftir en þurftu frá að hverfa á miðri leið í fyrra skiptið þar sem heflarinn var að störfum...


ree

Við komumst að því í þessum könnunarleiðöngrum að það var jepplingafært upp að Heiðarárdrögum... við norðurenda Laxárgljúfra... svo þetta var engin hindun... fjóra jeppa eða jepplinga þurfti til að koma okkur 7 manns með bíla við endastað og til baka að Brúarhlöðum þar sem gangan hófst...


ree

Aksturinn tók minni tíma en við áttum von á... vorum eingöngu 30 og 40 mínúturn upp og niður Tungudalinn... og því lögðum við af stað kl. 9:55 eftir akstur úr bænum kl. 07...


ree

Enginn slóði og þjálfarar ekki á sömu leið og mæðgurnar þar sem þær höfðu gengið alla leið upp í Jaðar í Tungudal og fóru þaðan fyir heiðarnar að Laxárgljúfrunum...


ree

Við fórum því einhvern veginn leið... sem er reyndar okkar uppáhalds... að þurfa að spyrja landslagið hvar er best að fara en ekki gps-tækið... og uppgötvuðum við nokkrar perlur á leiðinni sökum þessa...


ree

Vöð yfir ár voru verkefni þessarar leiðar... við gerðum ráð fyrir þremur vöðum áður en að gljúfrunum kæmi...


ree

Fyrsta vaðið var Fossá hin fyrri...


ree

Við óðum ansi oft yfir ár sumarið 2024... og vorum því í mikilli æfingu...


ree

Mjög falleg á...


ree

Yndislegt að vaða...


ree

... og kæla fæturnar... þó snemma væri í göngunni...


ree

Haustlitirnir í algleymi...


ree

... og peysurnar sem voru í stíl við landslagið fengu sína mynd... en við Aníta sem vorum í bleikri og rauðri peysu fengum enga mynd... af því við gleymdum svo að spá í þessu aftur síðar í ferðinni... það var vegna rigningarinnar...


ree

Lækir... sprænur... móar... hjallar... gil... hólar... brekkur... mjúkt færi... þetta var krefjandi kafli...


ree

Fossá hin síðari...


ree

Lítið og saklaust... miðað við árnar sem tóku við á næsta legg...


ree

Gleðin var alls ráðandi... hún skiptir öllu máli í svona ferðum...


ree

Á miðri heiðinni þveruðum við yfir slóða... sem við vorum ekki viss hver væri... en meðfram gljúfrunum voru svo jeppaslóðar, reiðslóðar og gönguslóðar...


ree

Milt og gott veður og frábært gönguveður...


ree

Reynt að taka mynd af litum og landslagi þegar það kom...


ree

Þriðja vaðið... Litla Laxá... hér römbuðum við fyrir tilviljun fram á foss í gilinu þegar yfir var komið...


ree

Fundum góða leið yfir...


ree

Freistuðumst við að stikla yfir...


ree

... og það tókst...


ree

Munaði um það að klæða sig ekki út og í í þriðja sinnið...


ree

Stafirnir koma að góðum notum á svona stöðum...


ree

Gott að halda sér vel við í stiklun...


ree

Við ákváðum að skoða þetta gil sem við sáum lítið eitt neðar...


ree

Litirnir mjúkir og hlýir...


ree

Litið til baka...


ree

Mosinn og lyngið svo fallegt...


ree

Vá... hér var smá gljúfur...


ree

Fyrst þessi foss...


ree

... og svo þessi...


ree

Hvílík fegurð !


ree

Eftir yfirlegu á veraldarvefnum fann þjálfari út að líklega héti hann Kistufoss ?


ree

Hér borðuðum við nesti eitt og höfðum það bara notalegt... ennþá þurrt og hlýtt var allan þennan dag og lygnt svo það var ekki hægt annað en vera þakklátur og feginn að ná þessari leið fyrir veturinn...


ree

Magnaður staður...


ree

Guðjón opnaði nýja vídd í nestismálunum... mætti með pylsur og meðí... sauð þær í sjóðandi heitu vatni á brúsa... og var með brauð, tómatsósu, steiktan lauk, sinnep og remúlaði... ferskt og ný hugmynd takk fyrir ! Virkar án efa vel fyrir krakka sem dæmi...


ree

Batman þótti þetta nesti geggjað !


ree

Þetta verður leikið eftir einn daginn !


ree

Kvenþjálfarinn var líka í tilraunakenndu nesti... kom með kex og túnfisksallat með jalapenó...


ree

Sighvatur var með sína dásamlegu gúllassúpu sem hefur verið undir nafninu tómatsúpa og hún smakkaðist mjög ljúffeng, krydduð og kjótkennd... og mjög næringarrík eftir skeggræður um hana síðustu skipti, ha, ha :-)


ree

Fyrsta hópmynd ferðarinnar... við Kistufoss í Litlu Laxá...

ree

Jæja... best að koma sér af stað... hér fóru rigningardropar að mæta á svæðið... og við fórum í jakkana...


ree

Ennþá ljúft og háskýjað samt og fínasta gönguveður.... en leiðin var krefjandi um úfið landslag sem breyttist stöðugt...


ree

Nóg að drekka á þessari leið...


ree

Friðurinn var áþreifanlegur á þessari leið... við vorum algerlega ein í heiminum...


ree

Lækirnir hver öðrum fallegri...


ree

Fyrir ritara... þá er þessi fegurð ekki síðri en glæsilegir fossar...


ree

Rigningin jókst smám saman en var að mestu í dumbungi fyrri hluta dagsins... eftir að hún byrjaði þ.e.a.s...


ree

Fegurð hins smáa...


ree

Náttúran skákar manninum alltaf...


ree

Haustið er mætt...


ree

... og það var okkar að hafa vit á því að hlaða okkur haustorkunni...


ree

Enn einn lækurinn... allt ferskt og hreint...


ree

Óþolinmæðin var byrjuð að kræla á sér... við sáum gljúfurkennt landslag í fjarska... voru þetta gljúfrin ?


ree

Geri aðrir betur...


ree

... en náttúran...


ree

Loksins ! Laxárgljúfrið fyrir framn okkur ! Við fórum hratt yfir hér að brúnunum...


ree

Sjá stígana sem hér með voru hluti af landslaginu upp eftir þeim öllum... talandi um að banna hunda... ef einhverja á að banna... þá er það manninn...


ree

Hugmynd að litum í riddarapeysu...


ree

Laxárgljúfrin komu á óvart... þau voru mun fallegri og fjölbreyttari en við áttum von á...


ree

Þetta var rétt að byrja hér...


ree

Magnað fyrirbæri.. skrítið hversu fáir koma hér... eða kannski frekar hversu fáir hafa ´haft áhuga á að ganga hér... því þetta var önnur tilraun til að ganga þau og áhuginn skelfilega lítill...


ree

Við þræddum okkur hér með eftir brúnunum á stígum sem lágu mis nálægt og kíktum reglulega niður...


ree

Mjög falleg leið og mun grænni og hlýrri en myndir segja...


ree

Það var ráð að fagna !


ree

... og vera þakklátur og glaður... það var ekki erfitt í þessum hópi... engin neikvæðni... engar úrtölur... ekkert væl... bara gaman... þá er nefnilega léttara að lifa...


ree

Við áttum langan veg framundan og búin með krefjandi kafla... og rigning var allsráðandi.... það varð ráð að halda áfram... en það var erfitt... maður hefði getað verið lengi hér í gljúfrunum...


ree

Stígarnir náðu oft fram á brún...


ree

... og svo aftur til hliðar meðfram alls kyns krókum og kimum...


ree

Önnur hugmynd að riddarapeysulitum...


ree

Hópmynd tvö... með þessum gljúfrum sem við fengum loksins að sjá með eigin augum...


ree

Magnað !


ree

Landslagið meðfram þeim var stundum flókið yfirferðar...


ree

Hér fórum við niður í gil sem þveraði niður eftir...


ree

Og ákváðum að kíkja inn...


ree

... og fundum þennan slæðufoss...


ree

Mosinn á bak við...


ree

Magnaður staður...


ree

Hér vorum við orðin blaut og fengum okkur nesti tvö þar sem smá vindur var uppi... og manni kólnaði fljótt... við gjóluna og við kyrrsetuna... skjálfandi og köld lögðum við aftur af stað...


ree

Og gleymdum okkur strax í fegurðinni...


ree

Hópmynd þrjú... magnaður staður !


ree

Klettadrangarnir...


ree

Hér þyngdist í rigningunni... og hún lagðist á okkur með tilheyrandi bleytu um allt...


ree

Við urðum að halda vel áfram... ekkert vit í öðru í þessari bleytu...


ree

Við bara verður að koma hingað aftur síðar... í sól... ef nægilegur áhugi næst...


ree

Heilun og hleðsla...


ree

Samvera og vinátta...


ree

Hvílíkur staður !


ree

Skyndilega sáum við bát og smá reipi yfir ána þarna niðri... veiðimenn ?


ree

Við sáum ekkert fólk en þetta var geymt þarna greinilega...


ree

Gljúfrin voru stórkostleg...


ree

Mun fallegra en við höfðum reynt að átta okkur á af ljósmyndum af veraldarvefnum...


ree

Ofar tók við reiðvegur sem við strunsuðum eftir... til að halda okkur heitum svona blaut sem við vorum orðin...


ree

Þarna komu rafmagnslínurnar í ljós sem mörkuðu línuveginn...


ree

Hér svona ofarlega var gljúfrið á enda og áin breiddi úr sér í friði og ró...


ree

Ótrúlega skemmtilegt að sjá þetta og ganga svona upp með Stóru Laxá...


ree

Hér voru jeppaslóðar og ljóst að mikið líf er hér fyrir þá sem á annað borð koma á hálendi Hrunamanna...


ree

Nýr heimur sem við hefðum aldrei skoðað nema fyrir Þverunina...


ree

Manni þótti vænt um þessa á eftir daginn...


ree

Björg sem fallið hafa í ána af klettaveggnum...


ree

Frábær stemning í litlum 7 manna hópi... þessi þverun verður mikil saga þegar hún er að baki...


ree

Smá gljúfur hér ennþá á kafla...


ree

Ármótin...


ree

Bílarnir í augsýn... Örn ákvað að fara bara yfir ána í stað þess að taka krók meðfram henni.. það var ekkert mál...


ree

Komin í bílana... við vorum fegin...


ree

Tölur dagsins urðu 24,3 km á 7:56 klst. upp í 435 m hæð hæst með alls 1.074 m hækkun úr 117 m upphafshæð...


ree

Stóra gps-tækið mælir alltaf minna en úrið... hvort það er eingöngu því um að kenna að punktarnir séu færri, lengra bil á mili í vegalengd eða tíma... er óvíst...


ree

Frábært að vera búin með þennan legg... grátlega fáir og verst að Ása og Oddný T. leiðangursmenn Þverunarinnar komust ekki með...


ree

Batman fékk far með Kolbeini niður eftir... gott að eiga svona góða vini þegar maður er hundur og getur sér enga björg veitt... algerlega á valdi mannsins og þess hvernig hann hugsar um mann...


ree

Æxlið... það blæddi aðeins úr því... vandamál sem við erum að reyna að leysa...


ree

Sumir mældu leiðina rúmlega 25 kílómetra...


ree

Komin hingað ! Vá... einn fjórði og næstum því einn þriðji... næsti leggur er flókinn fyir heiðina að Sultartanga... þar sem vaðiðn var yfir fimm ár... og gekk sú leið mun betur en við áttum von á... og þegar þetta er skrifað þá er leggurinn frá Sultartanga að Búðarhálsstöð framundan um helgina...


Jepp... gefum ekkert eftir... þetta krefst úthalds... og þrautsegju... þetta er ekki stöðugt skroll í endalausu óþoli og leit eftir nýju áreiti í símanum... heldur einurð, þolgæði og staðfesta... án þess að gefast upp... árum saman... við getum þetta... segir þjálfarinn sem féllst hendur við undirbúning þessarar ferðar þar sem mætingin var sorglega lítil og óskapleg vinna á bak við þennan eina legg... og var við það að hætta við þetta langtímaverkefni... en... það er lúmskt gaman að vera sá sem gefst ekki upp... sem heldur út árum saman... þetta verkefni er maraþon... og af því að við elskum svoleiðis þá þrjóskumst við ennþá við í gleði og þakklæti yfir því að geta yfirleitt gengið svona yfir landið okkar...




Frábært myndband Anítu hér: Laxárgljúfur 30.08.2024. (youtube.com)


Takk innilega þið sem mættuð... þið sem sögðuð að við ættum ekki að gefast upp á þessu verkefni... við verðum fá... en sigurinn verður þeim mun sætari :-)

Comments


bottom of page