top of page

Frá Sultartanga að Búðarhálsi legg 14 #ÞvertyfirÍsland

TIndferð nr. 318 laugardaginn 5. október 2024


Hekla veifaði... við erum komin vel framhjá henni... það er ótrúlegt... þegar við keyrðum framhjá henni Heklumegin að Sultartanga á laugardagsmorgninum í byrjun október í heiðskíru veðri en ísköldum vindi... á leið fjórtánda legginn yfir landið... fimmtu ferðina á þessu ári... 2024...


Bílum fyrst skutlað að Búðarhálsstöð nyrst við Sultartangalón... þar sem Þjórsá þrengist niður í lónið... sex manns... fjórir bílar... tveir skildir eftir við endastað og farið til baka að upphafsstað við Sultartanga... þetta skutl á milli tók um 15 mínútur... og aksturinn úr bænum að Sultartanga tók um 1:45 klst...


Kolbeinn bauð upp á kaffi og hraunbita í morgunsárið við Sultartanga áður en lagt var af stað... hann ásamt Erni og Báru þjálfara er búinn að fara flesta leggina... á bara eftir Sleggjubeinsskarð að Hagavík og Bára á eftir Bláfjöll að Sleggjubeinsskarði... Örn er sá eini sem er búinn með alla leggina... þetta krefst úthalds... og það er ekki sniðugt að safna upp leggjum sem maður kemst ekki í og þurfa að fara þá sjálfur síðar... best að mæta ef maður mögulega kemst... því þetta er allt léttara og skemmtilegra í krafti hópsins...


Við lögðum af stað kl. 10:24... eingöngu sex manns... fámennasti leggurinn til þessa... fjórir karlmenn og tvær konur... en Aníta, Guðjón og Sighvatur koma seinna inn í þetta verkefni og eru held ég öll staðráðin í að fara þessa leggi alla... Guðjón skráði sig í Toppfara út af þessari þverun... og ætlar að vinna upp það sem er að baki... og Sighvatur er að smitast með í þessa vitleysu líka :-)


Bílarnir sem skildir voru eftir við Sultartanga... fólksbílafært beggja vegna og því var ekkert flókið við þennan legg eins og þann á undan...


Byrjað var á að fara yfir Þjórsá á brú... Sultartangavirkjunar...


Áin kemur héðan úr virkjuninni...


... og rennur hingað niður eftir... og fer í gegnum Búrfellsvirkjun áður en hún tekur aftur sitt eðlilega form niður að sjó...


Uppþornaður árfarvegurinn... Þjórsá er lengsta á landsins og sú næst vatnsmesta á eftir Ölfusá... hún er 230 km löng frá Hofsjökli niður að sjó...



Það var svo kalt að vatnið var byrjað að frjósa...


Heiðskírt... og því gott skyggni... en stífur vindur sem jók í síðasta kaflann niður að Búðarhálsi... en auðvitað létum við það ekki slá okkur út af laginu... þessi þverun yfir landið tekst ekki ef við æfum afsakanir...


Frá brúnni beygðum við af meðfram Þjórsárfarveginum... í stað þess að taka veginn eins og mæðgurnar gerður og Óskar og Tommi...


Brúin...


Kolbeinn og Örn byrjuðu strax að finna alls konar dór á leiðinni... en mesta draslið á göngu á þessu ári var samt norður á Ströndum... þar var ótrúlegt magn af plasti sem margt hafði verið þar árum saman og farið að vaxa inn í jarðveginn og gróðurinn... þar hefði maður viljað fá að plokka og plokka...


Fallegt landslag þarna og við heppin að geta strunsað veginn ef við vildum eða farið utan vega ef við vildum...


Lítið í gamla árfarveginum...


Frostið...


Svona krossar voru á stöku stað... merking á einhvers lags búnaði neðanjarðar eða leiðarvísir einhvers konar ?


Sjá landslagið allt í kring...


Við fórum fljótlega út af malarveginum og að brúnum árfarvegarins...


Heilmikill gróður þarna og haustlitirnir í algleymi...


Fallegur liturinn á Þjórsánni...


Mannvirki reglulega við gljúfrið... gömul og ný... margt í gangi hér...


Skuggarnir okkar í ánni...


Þessi kafli með ánni var fallegasti hluti leiðarinnar og alltaf þess virði að sniðganga veginn og taka þennan kafla...


Fallegur móinn og hraunið...


Aníta bað Baltasar að leika í Lion King atriðinu í smá stund...


En hann hélt nú ekki... ríghélt sér bara í eigandann sinn og skildi ekkert í honum að ætla að láta hann teygjast þarna fram af klettunum... haha, krúttið :-)


Svo við tókum bara hópmynd :-)


Haustlitirnir hlaða mann orku á þessum árstíma... gott að umgangast þessa liti sem mest... áður en veturinn skellur á...


Sjá vindinn á ánni... hann var stífur og kaldur... við vorum greinilega að borga fyrir allt lognið í fyrri göngum...


Strákarnir fundu tunnu...


Þessi kafli var tæplega 5 km langur og hvers skrefs virði...


Heilmikið landslag á leiðinni...


Kuldinn...


Þetta var síðasti þverunarleggurinn á þessu ári... við gætum spáð í að ná fossum Þjórsár... en það þarf jeppa til að sækja okkur við endastað... og því betra að bíða eftir næsta sumri... nema við fáum kast og drífum okkur ef haustið er áfram milt ?


Litið til baka...


Morgunsólin varpaði ennþá skuggum...


Hér komin á hjólför meðfram gljúfrinu...


... og svo aftur meðfram ánni...


Leifar af gömlum kláfum yfir ána á stöku stað...


Komin að ármótum... þar sem Tungnaá mætti Þjórsá áður en báðar voru virkjaðar...


Magnaður staður...


Þjórsá efri hlutinn og Tungnaá neðri... við áttuðum okkur ekki á þessu fyrst og veltum vöngum og drögum þá ályktun að þetta séu gömlu ármótin þeirra...


Litið til baka...


Hingað var mjög gaman að koma...


Margir flottir útsýnisstaðir hér...


Gamall kláfur... handan árinnar mátti sjá hvar hinn hlutinn var...


Hamrarnir við ármótin...


Það var ekkert annað í stöðunni en fara niður í árfarveg Tungnaár til að halda áfram... maður fylltist lotningu við að fara hér yfir...


Magnaður staður...


Gróður farinn að kvikna í farveginum...


Það sem maður heldur með þessum jurtum sem á vegi manns verða í óbyggðunum... svo erum við að væla... í vellystingunum...


Ótrúlega óslettur botninn...


Katlar um allt... og sorfið grjót... þetta var einn af óvæntu merkilegu stöðunum sem þessi þverun er að gefa okkur... #þakklæti


Litið út að Þjórsá sem mældi sér mót við Tungnaá hér á sínum tíma...


Alveg óvænt fundum við þennan klett...


... með gati...



Þetta varð að skoða betur...

Jahérna hér... hversu margir ætli hafi skoðað þetta ?


Tærleikinn í pollunum... rigningarvatn...


Merkilegur staður að koma á... Guðjón, Kolbeinn og Batman...


Það varð að taka hópmynd hér... Baltasar er kornungur og áttar sig líklega ekki alltaf á hættunum... hann minnir okkur á Batman fyrstu mánuðina í Toppförum... gáttaður á öllu sem þurfti að kljást við... og ómælda gleðina við að fá þessi verkefni... en þarna hefði hann auðveldlega getað dottið ofan í vatnið handan gatsins og eins gott að gæta hans vel...


Mergjuð hópmynd !


Skarðið við hliðina á gatinu... vatnið í Þjórsárfarveginum...


Baltasar skynjaði samt hættuna líka... og þorði alls ekki yfir vatnið hér frá gatinu...


Komin upp...


Já, merkilegt að koma hér...


Við héldum okkur við brúnir gljúfurs Þjórsár...


... alla leið að lóninu...


Litið niður eftir...


Aftur kross hér... þeir enduðu á að vera nokkrir á leiðinni...


H'er þurfti að fara yfir smá þverá...


Fallegur staður... þessi lækur þá verið á milli Þjórsár og Tungnaár...


Hér var búið að steypa fyrir... og gat á milli... líklega til að koma í veg fyrir flæði upp eftir ? Við voru ekki alltaf viss um tilgang mannvirkjana á svæðinu...


Stíflan við Sultartangalón framundan... og lónið handan við vegakantinn hér...


Smá gilskorningar á milli...


Stíflan í lóninu...


Rigningarvatn og leifar af vatni þegar er yfirflæði ?


Litið niður eftir...


Reynt að ná Batman og Baltasar saman á mynd... það var frekar erfitt :-)


Jú... vatni er greinilega hleypt í farveginn til að létta á...


Komin upp á vegakantinn sem varðar lónið... merkilegt að vera komin hingað... öðruvísi en maður hélt... #Sultartangalón


Gruggugt jökulvatn... heilmikill öldugangur í vindinum... ógnarmikið vatnsflæmi...


Við ákváðum að taka smá krók á leið okkar og skoða stífluna...


Hvernig í ósköpunum fóru þeir að þessum mannvirkjum ?


Engar smá smíðar að baki hér...


Lónið...


Varðskýli...


Litið niður eftir Þjórsá...


Björgunarhringur og skófla... líklega til að moka snjó frá dyrum eða ?


Jæja... best að halda áfram för... yfir landið...


Okkur þótti mikið til koma að vera hér... virðingin fyrir Landsvirkun og félögum jókst við þessa heimsókn... þrátt fyrir óbilandi náttúruunun...


Við sex... sem mættum... eins gott að láta ekki mætingu stjórna þessari þverun... þá verður hún aldrei að veruleika... en stemningin svíkur ekki og andrúmsloftið í svona litlum hópi er einstök og gerir upplifunina sterkari...


Kominn nestistími... þar sem við reyndum að ná okkur í skjól við trén... en það var heilmikill vindur og lítið um skjól í raun... ekkert mál... vindur og smá kuldi en bjart, sumarfæri og engin úrkoma... það var ekki hægt að kvarta...


Baltasar fékk svo mikið að borða að hann byrjaði að grafa nestið sitt... ætlaði greinilega að koma aftur síðar, haha... :-)


Við prófuðum að ganga uppi á veginum... og neðan við hann og það var meira skjól neðan við hann...


Áfengisflaska á miðri leið... hver skyldi hafa hent henni ?


Það var eins gott að hafa eitthvað almennilegt að drekka á þessari leið ! :-)


Þetta sóttist greitt.. yndislegt að gera sprett úr spori...


Vindurinn hélt okkur vel við efnið...


Litið til baka... Sighvatur og Guðjón í miklum samræðum... eins og fleiri í hópnum...


Tréð á víðavangi...


Aðdáun og virðing fyrir því... fyrir elju náttúrunnar... hún er okkur æðri á allan máta... sama hvað við gerum...


Komin að eystri enda Sultartangalóns... hér voru svört rör og vatnið fauk yfir... það var greinlegt yfirfall... hér var þá hinn endinn á Tungnaá eða hvað ? Við drógum þá ályktun...


Smávegis vegastæði yfir árveginn...


Önnur stífla...


Litið til baka... sjá vegakantinn hægra megin meðfram öllu lóninu að sunnan...


Litið til suðurs... eftir árfarvegi Tungnáár ?


Já, það gæti verið hleypt af fyrirvaralaust... við héldum rösk yfir á töldum okkur ekki vera svo mikla miðpunkta alheimsins að það myndi gerast nákvæmlega þegar við værum stödd þarna...


Vorum enga stund yfir...


Frost í jörðu...


Rörin og vatnið að frussast yfir...


Magnað !


Mjög gaman að koma hér og vera nú öllum hnútum kunnugur á þessu svæði...


Komin upp á kantinn austan megin... sjá lónið handan við svörtu rörin...


Niður eftir árfarvegi Tungnaár ? Eða var þetta smá stæði fyrir vatnið þegar lónið var smíðað ? Við vorum ekki viss...


Vegurinn framundan upp á þjóðveg aftur...


Gróðurinn að vinna sína þolinmæðisvinnu...


... í haustlitunum... snilldin ein...


Hér sniðgengum við veginn og tókum á rás beint að brú Tungnaár... þar sem landslagið var greiðlegt að sjá..


Hér var skilti... merkilegt nafn... hvað skyldi það tákna ?


Hald... já... nafn á bæ sem var hér áður fyrr ?


Eins gott að halda sér... og halda við !


Söfnum skiltum á þessari leið... hún er ótrúlega skemmtileg... pant... ganga yfir allt Ísland...


Sighvatur, Guðjón, Aníta, Örn og Kolbeinn og hundarnir Baltasar og Batman og Bára tók mynd :-)


Oft voru slóðar meðfram vegunum... og einn fylgdi veginum alla leið að endastað við Búðarhálsstöð...


Upp á þjóðveginn hér að brúnni yfir Tungnáá...


Langalda ?


Sjá frostið...


Helliskvísl efri... magnað !


Handan vegarins... ótrúlega fallegt í hárleikanum...


Yfir Helliskvísl efri...


Nóg af vatni hér...


Helliskvísl efri... að mæta leifum af Tungnaá...


Frostið í mosanum...


Við gengum utan vega...


... hér voru slóðar um allt...


Gamla brúin og sú nýja...


Niður með Tungnaá...


Upp með henni...


Gamla brúin dúaði mikið í rokinu...