top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Keilir í Kaldársel um Lambafellsgjá, Mávahlíðar, Mávahlíðahnúk og Hrútagjá legg 3 #ÞvertyfirÍsland

Updated: Apr 28, 2022

Tindferð 242 mánudaginn annan í páskum 18. apríl 2022.

ree

Þriðju leggurinn á leið okkar yfir Ísland var mánudaginn 18. apríl á öðrum degi páska... en við þurftum að fresta þeim legg í vetur vegna ófærðar og fórum þá frá Bláfjöllum í Sleggjubeinsskarð... en með þessari göngu erum við nú komin alla leið að Hellisheiði á þessari rúmlega 800 km löngu leið líklega... en hún gæti vel lengst upp í 1.000 km ef við höldum áfram að fara svona mikla útúrdúra eins og við höfum gert hingað til...


Guðmundur bílstjóri Rútubíla hér að skutla okkur að upphafsstað göngu úr Kaldárseli þar sem við skildum bílana eftir klukkan átta um morguninn...


ree

Alls mættir 14 manns... flestir í þessu þverunarverkefni en líka einhverjir sem mættu bara til að njóta og æfa sig...


Tinna, Ólafur Vignir, Kolbeinn, Elísa, Sigrún Bjarna., Örn, Fanney, Sigrún Eðvalds., Ása, Þórkatla, Sjöfn Kr., Jaana og Svala en Bára tók mynd og perluvinirnir Batman og Myrra gæddu þessa ferð mikilli gleði...


ree

Við gengum frá bílastæðinu við Keili og veginn inn að bílastæðinu við Lambafellsgjá... kunnuglegar slóðir fyrir göngur á fjöllin þarna í kring...


ree

Brakandi blíða og menn fækkuðu smám saman fötum...


ree

Laugavegurinn á einum degi... sællar minningar... eigum við ekki að búa til 40+ km göngu í þveruninni í maí á þessu ári ha ?


ree

Batman elskar Kolbein og Fanneyju og fleiri í klúbbnum sem dekra svoleiðis við hann...


ree

Lambafellið ofan gjárinnar framundan...


ree

Báru fannst brekkan hér upp kunnugleg... og við héldum hér upp en hefðum getað farið upp á nyrðri bunguna eins og Örn ætlaði að gera... en héðan var auðvitað miklu meira útsýni en niðri á stígnum...


ree

Litið til baka... Grænadyngja og Trölladyngja í baksýn...


ree

Hvílíkt veður ! Sól, logn og hiti... þetta var algert yndi !


ree

Nyrðra Lambafellið framundan þar sem sjá má gjánna opnast efst...


ree

Smá riddarapeysustemning... alltaf jafn fallegar þessar peysur...


Ása, Þórkatla, Ólafur Vignir, Örn, Svala, Sjöfn Kr., Jaana, Fanney og Bára...


ree

Komin að efra opi gjárinnar...


ree

Hvílíkt náttúrufyrirbæri... full af snjó neðst... þetta var ekkert smá spennandi að fara hana núna...


ree

Einhverjir að upplifa hana í fyrsta sinn... en aðrir komið hér margoft...


ree

Bratt efst en svo lagast leiðin...


ree

Við höfum aldrei verið í svona miklum snjó hér... einstaka skaflar jú... en þetta var yfir metri á þykkt...


ree

Mergjað að fara þetta...


ree

Litið til baka...


ree

Snjórinn farinn að losna frá klettaveggjunum en hnausþykkur í miðjunni...


ree

Hér var snjótæpistiga úr snjó... og okkur tókst að finna til loftshræðslu þó við værum stödd ofan í gjá... það var nú upplifun í lífinu !


ree

Himininn ofan okkar úr gjánni...


ree

Jaana að leggja af stað með smá skrekk... þetta reyndi alveg á... en við náðum þessu öll...


ree

Magnað !


ree

Afgangurinn eftir gjánni var saklaus...



ree

Litið til baka...


ree

Frá gjánni héldum við slóðina að Hörðuvallaklofi... mikið var gaman að vera hér í þessu veðri...


ree

Það var svo mikið sumar í loftinu... þetta var alveg yndislegt...


ree

Litið til baka að Lambafelli og Keili...


ree

Og upp með Hörðuvallaklofi...


ree

Greið og mjúk leið um svo fallega grænan mosann...


ree

Leiðin var mun grónari og greiðfærari en við áttum von á...


ree

Hörðuvallaklof og dyngjurnar...


ree

Mávahlíðar komnar í ljós hér... þær voru næstu viðkomustaður...


ree

Mjög gaman að koma að þeim úr þessari átt... ný hlið á þeim og allt annað útlit...



ree

Komin upp í skarðið við Mávahlíðar...


ree

Mávahlíðahnúkur vinstra megin nær... Helgafell í Hafnarfirði fjærst blátt að lit... Fjallið eina ljósari hnúkurinn vinstra megin við Helgafellið og Sandfellið þetta stóra dökka hægra megin við Helgafellið... og svo Vatnshlíðin í snjó og Bláfjallahnúkarnir líka hægra megin fjærst...


ree

Viðkomustaður tvö á þessari leið... Mávahlíðar... þjálfari ráðlagði Ásu að sleppa þeim þar sem hún var úlnliðsbrotin og í gipsspelku... en hún er búin að vera dugleg að ganga og freistaðist til að fara hér upp...


ree

Fíflavallafjall, Grænadyngja og Trölladyngja í baksýn og svo Keilir lengst til hægri...


ree

Ekkert mál hér upp... smá brölt efst í móbergi og lausagrjóti en alltaf eitthvurt hald í mosa eða mold...


ree

Heilmikið útsýni af Mávahlíðum og mjög gaman að vera hér á hádegi en ekki eingöngu að kveldi þar sem þetta hefur verið þriðjudagsæfing hjá okkur hingað til...


ree

Þjálfara minnti að leiðin eftir hrygg Mávahlíða væri saklaust brölt... sem það jú er... og hughreysti Ásu... þetta yrði ekkert mál úr því henni tókst að komast hér upp... en leiðin var aaaaaðeins flóknari þegar maður er eingöngu með eina hendi... en hún rúllaði þessu upp með styrkri hjálparhendi frá Kolbeini... í raun ótrúlegt hjá henni að gera þetta og ekki margir sem myndu leika það eftir...


ree

Þessar konur í klúbbnum eru náttúrulega ofur... en á Mávahlíðar gekk Lilja Sesselja á sínum tíma komin sjö mánuði á leið... geri aðrir betur !


ree

Mjög skemmtileg leið... já, kominn tími á að fara hér á þriðjudagsæfingu...


ree

Skuggarnir okkar á Mávahlíðum... landslagið í hrauninu var kyngimagnaðrar... hrauntröð hér...


ree

Hópmynd ferðarinnar... ekkert smá flottur staður ! Mávahlíðar mældust 256 m háar og voru hæsti punktur leiðarinnar þennan dag...


ree

Léttir kaflar og flóknir til skiptir eftir Mávahlíðunum...


ree

En kominn smá vísir að slóða á köflum...


ree

Sjá Mávahlíðahnúk hægra megin þarna niðri... Fjallið eina og Helgafellið og Sandfellið... leiðin okkar framundan...


ree

Brölt... klöngur...hollt og gott...


ree

Mosinn, hlýindin og félagarnir gerður þetta brölt að léttu verki og löðurmannlegu...


ree

Sköflungslegt landslagið á nyrðri hlutanum en við höfum alltaf gengið á þennan hrygg hinum megin svo þetta var ný upplifun...


ree

Kolbeinn hér að aðstoða Ásu... öðlingsmaður inn að beini... hvað værum við án Kolbeins ?


ree

Geggjaður útúrdúr !


ree

Litið til baka að dyngjunum og Keili... nær er svo er þessi hraungjá líklega nafnlaus... varla eru þetta Einihlíðar... ?


ree

Mávahlíðar eru með fegurstu fjöllum á þessu svæði...


ree

Síðasti klöngurkaflinn fyrir kaffi...


ree

Batman mættur til Kolbeins í nestistímanum...


ree

Dásamleg hvíld í skjóli og sól...


ree

Síðasta útsýnið ofan af Mávahlíðum til Keilis og félaga...


ree

Gengum nyrsta taglið til norðurs...


ree

Sterkir litir í sólinni eftir erfiðan vetur...


ree

Næst var það Mávahlíðahnúkur... á hann höfum við ekki gengið áður...

ree

Nokkuð bratt niður af Mávahlíðum en Örn fann góða leið...


ree

Smá skriður og brölt en gekk vel...


ree

Slóðar og kindagötur í gegnum hraunið...


ree

Litið til baka... klettastallurinn og svo efri hluti Mávahlíða fjær vinstra megin...


ree

Við dóluðum okkur þennan dag... ekki annað hgt þar sem enginn vindur rak á efir okkur... og ekki sagði kuldinn okkur að halda á okkur hita með stöðugri hreyfingu... svo við bara stoppuðum og blöðruðum endalaust...


ree

Saklaust landslagið á Mávahlíðahnúk...


ree

Enga stund hér upp...


ree

Smá skafl á stöku stað þennan dag... sumarið kom skyndilega mjög sterkt inn síðustu dagana í apríl...


ree

Mjög gaman að koma hér... næst verður þessi hnúkur með í göngu á Mávahlíðar á þriðjudegi...


ree

Litið til baka að Mávahlíðum...


ree

Smá krókur hér upp á tind...


ree

Fallegur tindur með víðsýnu útsýni til sjávar og sveita og borgarinnar...


ree

Mávahlíðahnúkur mældist 209 m hár...


ree

Niður af hnúknum...


ree

Litið til baka að Mávahlíðum og Fíflavallafjalli, Grænudyngju, Trölladyngju og Keili....


ree

Svo var stefnan tekin yfir hraunið að Hrútagjá...


ree

Litið til baka að Mávahlíðum og Mávahlíðahnúk... alveg aðskilin náttúrufyrirbæri en samt tengd...


ree

Leiðin var mosalögð að mestu og ótrúlega greiðfær... þetta var mun grónari og sléttari leið en við áttum von á...


ree

Mávahlíðahnúkur...


ree

Hiti rjúkandi úr mosa og gjótum...


ree

Steinbrú...


ree

Hrauntungustígur hér... við gengum þvert á hann.... en hann nær niður á Ásbraut í Hafnarfirði...


ree

Gjótur, gjár og sprungur...


ree

Fíflavallafjall, Grænadyngja, Trölladyngja og Mávahlíðar...


ree

Mávahlíðahnúkur...


ree

Sveifluhálsinn til austurs...


ree

Mjög mjúk og skemmtileg leið...


ree

Komin að Hrútagjá... við gengum upp á veggi hennar til að skoða...


ree

Frábær félagsskapur í þessari ferð eins og alltaf og mikið spjallað...



ree

Hrútagjá er mjög forvitnilegt náttúrufyrirbæri... torfær og úfin... líklega þess vegna sem það er ekki kominn góð hringleið um hana...


ree

Reykjavegurinn hér... gönguleiðin yfir þetta svæði sem við fórum ekki inn á fyrr en frá gjánni...


ree

Töfraheimur...


ree

Við fundum leið niður...


ree

Smá hilla hér milli kletta... við enduðum eiginlega öll þarna yfir um...


ree

Gaman að leika sér....


ree

Mergjað landslag... Hrútagjá er komin á dagskrá á þriðjudegi 2023...


ree

Við þrældumst hér niður um og gáfum okkur góðan tíma...


ree

Myrra og Batman skemmtu sér líka við að skoða sig um...


ree

Ágætis brölt...


ree

Kletturinn og skarðið...


ree

Kolbeinn fann smá helli...


ree

Komin upp og gengið eftir gjánni en fljótlega varð hún ófær...


ree

... svo við komum okkur upp úr henni...


ree

Mjög skemmtileg leið...


ree

... aftur á klettarimann vestan megin...


ree

Sjá hvernig snjórinn fyllir gjána á köflum...


ree

Héðan fórum við niður á Reykjaveginn og fylgdum honum að mestu í Kaldársel úr þessu...


ree

Sjá slóðann sem liggur meðfram Hrútagjánni...


ree

Greiðfært hér með á stígnum...



ree

Fjallið eina kemur í ljós þegar Hrútagjánni sleppti...


ree

Og þegar við komum að Sandfellinu þá héldum við okkur á Reykjaveginum eftir vangaveltur um hvort meira spennandi væri að ganga á Fjallið eina...


ree

Hrútagjáin og hraunbreiðan öll á hægri hönd í suðri...


ree

Hér áttum við ansi notalega nestisstund með upplestri af hundinum Spaða sem gekk einsamall yfir hálendið á leið heim... mögnuð saga !



ree

Dásamlegt...


ree

Kaflinn að Vatnsskarði hér framundan...


ree

Öðruvísi landslag og brúnna og rauðara en öll grænkan á hraunbreiðunum...


ree

Sandurinn hér...


ree

Náman framundan...


ree

Úfið hraun hér á kafla...


ree

Og svo mjúk mosabreiða...



ree

Komum upp á veg hér...


ree

Náman... ruslahaugurinn í hvarfi hér...


ree

Handan námunnar var stígurinn mjög troðinn og við fórum að arka hér alla leiðina undir Háahnúkum og Undirhlíðum...



ree

Breytileg og falleg leið...


ree

... þar sem furan lék eiginlega aðalhlutverkið...


ree

Yndislegir litir í henni og mosanum þennan dag...


ree

Sjöfn í stíl við gróðurinn...


ree

Skógur á köflum...


ree

Græðlingar á milli... Helgafellið í Hafnarfirði þarna í fjarska..


ree

Þetta er mjög langur kafli og í raun sá erfiðasti þennan dag... því við vorum orðin óþilinmóð að komast í bílana af því við upplifðum þennan kafla sem lokasprettinn... en þetta voru sjö kílómetrar frá Vatnsskarði... og því reyndi á að arka stöðugt á láglendi haldandi að Kaldársel væri alltaf handan við hornið þó maður vissi betur....

ree

Bláfjallavegur Hafnfirðinga... sem einhver sniðugur lét loka svo útivist á því svæði öllu er hér með illfær nema með löngum vegalengdum því miður...


ree

Við minntum okkur á að njóta þessarar fegurðar...


ree

Þessi kafli er svo fallegur og verður sífellt fallegri með hverju árinu og hækkandi trjám...


ree

Þriðjudagsæfing hér og svo baksviðs á Helgafellið að sumri er skemmtileg útfærsla á þriðjudegi eins og við gerðum einhvern tíma...


ree

Þegar komið var í Kaldársel tók við mikil umferð gangandi fólks... við vorum ekki lengur ein í heiminum... á bílastæðinu dró skyndilega fyrir sólu... vindurinn blés og það varð kalt... mjög skrítin upplifun en oft upplifað þetta áður... um leið og gangan er búin breytist veðrið eða andrúmsloftið í umhverfinu við að koma aftur í eitthvað manngert... og tilfinningni er eins og að fara úr töfraheimi í mannheima með tilheyrandi harðneskju okkar heims andstætt náttúrunnar...


ree

Allir alsælir með þennan dag... magnað að ná þessu á svona fallegum degi !



ree

Alls 23,4 km á 7:20 klst. upp í 256 m hæð með alls 747 m hækkun úr 121 m upphafshæð...


ree

Sjá leggina okkar til þessa.... komin að Sleggjubeinsskarði við Hengilinn... næst er það yfir hann og til Þingvalla...


ree

Sjá samhengið við stærð landsins... úff... elki komin langt... þurfum við ekki að taka ofurlegg til Þingvalla og yfir að Laugarvatni ? Geggjað gaman að gera þetta... getum ekki beðið eftir að halda áfram... virkilega skemmtilegt verkefni !

 
 
 

Comments


bottom of page