top of page

Frá Bláfjöllum í Sleggjubeinsskarð um legg fimm yfir Ísland á 4ra tinda leið, í sól, snjó og frosti.

Tindferð 239 laugardaginn 12. febrúar #ÞvertyfirÍsland


Þessari fjórðu ferð á leið okkar yfir landið var frestað um viku vegna covid-einangrunar þjálfara en svo reyndar viðraði ekki fyrstu helgina í febrúar til göngu yfirleitt... þannig að samviskan nagaði ekki þjálfara... en laugardaginn 12. febrúar var sól og mikill vindur í veðurkortunum... en vindáttirnar voru síbreytilegar í kortunum á öllu þessu svæði sem þýðir yfirleitt bara eitt... logn... og það rættist... svo þau fjórtán sem mættu til leiks þennan laugardag fengu gullfallegt veður og brakandi nýjan snjó á rúmlega 20 kílómetra leið um baksvið Bláfjalla alla leið að Henglinum...


Nýbúin að vera hér og ganga upp á Bláfjallahornið í aukaferð sem Örn bauð upp á í lok janúar og nokkrir úr þeirri ferð voru aftur mættir í Bláfjöll... og í annað sinn til að ganga en ekki skíða sem er stórfurðuleg upplifun fyrir þá sem eru vanir að keyra hingað upp eftir og ná í skíðin sín... en til að leiðin væri lögleg þá lögðum við ekki efst... af því rútan sem sótti okkur þegar við gengum legg þrjú í mars í fyrra... af því þá var ekki hægt að fara legg tvö þar sem gosið hófst þá um nóttina í Geldingadölu... að sem sé rútan sú stoppaði og sótti okkur aðeins neðar en við bílastæðið í Suðurgili... og þess vegna urðum við að vera lögleg og ganga frá skála Víkinga sem er lítið eitt neðar en við Suðurgilið...


Lagt af stað úr bænum kl. 8:00... helmingur bíla skilinn eftir í fannferginu áleiðis upp í Sleggjubeinsskarð við Hengilinn... og keyrt á hinum helmingi bílanna upp í Bláfjöllin... aftur í sólarupprás hér í suðurtagli Bláfjalla... en nú fór Örninn ekki beint upp á Bláfjallahrygginn heldur tók hægri sveigju um suðurtaglið til að spara brekkurnar því fjórir aðrir tindar voru á dagskrá þennan dag... Kerlingarhnúkur sá fyrsti... en hann rís bak við Bláfjöllin og sést hér með Geitafelli hægra megin mun fjær en halda mætti af myndinni...


Mikið snjóað á þessu ári 2022... stormar og ófærð einkennt janúar og febrúar... snjóflóðahætta og snjóþyngsli yfirvofandi... von um hart rennifæri þar sem hægt yrði að strauja var ansi björt... en færið var að mestu frekar erfitt þennan dag... og tók ágætlega í... en þó komu kaflar þar sem hægt var að stikla á vindsorfnum mosa og grjóti...


Það var spáð skýjuðu veðri til kl. 10:00... þá átti skýjahulan að hverfa af þessum landshluta... og það rættist algerlega... sólin reis og svipti burt öllum skýjum svo hún ein réð ríkjum þennan dag...


Leiðin yfir suðurtagl Bláfjalla reyndist saklausari en þjálfarar höfðu áhyggjur af... og færið hefði getað verið verra...


Sjá hnúkana þarna í fjarska... nokkrir gígar saman í röð... við höfum séð þá áður og spáð í að ganga á þá á þriðjudagskveldi... þeir eru komnir á listann hér með...


Bláfjallataglið að baki og Kerlingarhnúkur framundan...


Með sólinni kom hlýjan í frostinu sem beit vel um morguninn... það var kalt en hreyfði varla vind...


Snjórinn vindsorfinn og harður með mjúkara lagi ofan á... stundum skel sem hélt en stundum gaf hún eftir með tilheyrandi pompi...


Kerlingarhnúkur var fyrsti tindur dagsins af fjórum... mældist 658 og reyndist efsti punktur dagsins... mjög fallegur tindur í skugga Bláfjalla... sjá hér Hengilinn og Meitlana og Hellisheiðina með Skálafell efst...


Gígarnir sem við þurfum að skoða betur... og suðurströnd landsins... magnað útsýni, litir og birta á þessum árstíma...


Steinninn með gatinu... við skoðuðum hann líka þegar við vorum hér síðast á þriðjudagskveldi... magnaður !


Allir að taka myndir í gegnum hann...


Þessi birta á snjónum á þessum árstíma er engu öðru lík... það eru í alvöru forréttindi að upplifa þetta þó maður taki varla eftir því í annríki vetrardagsins...


Geitafellið í suðri með sólina að rísa... mjög langt síðan við gengum á það og löngu kominn tími til að rifja upp kynni okkar af gjótóttri aðkomunni að þessu fjalli og bröttu brekkum þess en þriðjudagsganga þarna upp er frekar löng og krefjandi en ægifögur á fallegu sumarkveldi...


Fjallið eina framundan... tindur tvö af fjögur... ílangur og lágur fjallshryggur...


Gabríel er einn af níu karlmönnum sem skráð hafa sig í klúbbinn núna í ársbyrjun og mætti hann í sína fyrstu göngu þennan dag... og stóð sig prýðilega... ekkert mál !


Á tindi tvö... Fjallinu eina bak við Bláfjöll... þá er það loksins komið í safnið !


Ólafur Vignir, Inga Guðrún, Jaana, Ragnheiður, Þórkatla, Kolbeinn, Vilhjálmur, Bhjarni, Davíð, Ása, Guðný Ester, Silla og Gabríel en Örn tók mynd og Batman og Myrra glöddu félaga sína með sinni einstöku göngugleði allan daginn...


Það mældist 408 m hátt.


Gengið niður af Fjallinu eina... engin snjóflóðahætta þennan dag á okkar leið... hún var saklaus hvað það varðaði... aðalverkefnið var að sniðganga djúpan snjó og halda sig á mosa og grjóti ef það gafst þá...


Sjá hér námskeið í snjóflóðahættu sem klúbburinn fékk árið 2015:

Lærdómsríkt og sérlega faglegt s (toppfarar.is)


Framundan voru Eldborgirnar tvær... sú Syðri og svo sú Nyrðri...


Færið miserfitt þennan dag... mjúkur snjór og þungur á köflum... en stundum slapp þetta í þynnra lagi eða á mosa...


Fallegt að ganga svona meðfram Bláfjöllum í logninu og sólinni...


Vilhjálmur og Kolbeinn með Batman að vonast eftir bita...


Fjallið eina í allri sinni smæð í samanburði við Geitafellið...


Syðri Eldborg að koma í ljós...


Þetta voru nokkrir kílómetrar...


Ahh... gott að fá fast land undir fótum...


Í öllu þessu láglendi... var samt gott að vera á keðjubroddunum...


Geitafellið farið að hverfa bak við sjóndeildarhringinn...


Formfögur Syðri Eldborgin... gígur eins og sá í Geldingadölum...


Við klöngruðumst upp á þennan gíg...


... og virtum fyrir okkur gíginn... Syðri Eldborg mældist 434 m há en við fórum reyndar ekki alveg upp á hæsta hluta gígbarmsins að þessu sinni...


Magnað fyrirbæri... þessir gígar eru um allt á Reykjanesinu... ef maður bara staldrar við og hugsar aðeins... hvílíkt eldheitt svæði sem þetta allt er...


Í baksýn er Vífilsfellið handan við Ólafsskarð og hnúkar Sauðadala og Ólafsskarðs...


Skiltin djúpt sokkin í snjóinn...


Við vorum komin inn á formlega leið Reykjavegarins en hún liggur meðfram Bláfjöllunum og því fórum við ekki formlega Reykjaleið fyrr en frá Eldborgunum...


Hér er snjólagið þunnt ofan á... en það gat breyst hratt... þetta var krefjandi færi...


Syðri Eldborg svo falleg að baki...


Nyrðri Eldborg framundan... og Blákollur vinstra megin... Hengillinn fjærst og Lambafellið hægra megin...


Nyrðri Eldborg... ekki síðri í fegurð en sú Syðri...


Klöngrast upp á gígbarminn á henni líka...


... en úr þeirri Nyrðri er stór hraunvegur eins og í Búrfellsgjá...