top of page

Yfir Búrfell í Grímsnesi og Lyngdalsheiði að Reyðarbörmum um legg 8 #ÞvertyfirÍsland

Tindferð nr. 264 laugardaginn 22. apríl 2023.


Það snjóaði í fjöll og heiðar aðfararnótt laugardagsins 22. apríl... þegar við loksins hundskuðumst legg númer átta á leið okkar yfir landið...


Fallegt veður... algert logn... svalt til að byrja með en svo hlýnaði... og skyggni var gott allan daginn... með smávegis sól en að mestu skýjuðu veðri...


Syðsta súla hvít niður... þarna vorum við tveimur dögum áður... á fimmtudeginum, sumardeginum fyrsta í algerri þoku niður neðri hlíðar... grátlegt... sérstaklega af því veðurspáin var sól og blíða...


Fjöldi húsbíla og tjaldvagna á Þingvöllum á þessum næst síðasta laugardagsmorgni í apríl... breyttir tímar með margfaldri ferðamennsku... fyrstu ár Toppfara var enginn hér í apríl nema við...


Búrfellið í Grímsnesi líka grátt yfir... ótrúlegt... en það var nú bara apríl...


Við skildum tvo bíla eftir á Lyngdalsheiðinni og keyrðum á tveimur öðrum í Grímsnesið... þar sem lagt var af stað gangandi kl. 8:43...


Við reyndum að sniðganga sumarhúsasvæðið eins og við gátum og fórum móann sunnan við svæðið...


Mjög góð leiðin upp í móa að mestu...


Sumarið áþreifanlegt þrátt fyrir svalann... og við vorum frekar léttklædd upp þessar brekkur í logninu...


Mjög mikið spjallað í þessari göngu og yndislegt að fá svona notalegan dag...


Gil og klettar á leiðinni upp...


Mjög fallegt hér...


Ingólfsfjallið vinstra megin... Sogið og heiðin að Hveragerði hægra megin...


Hvergi mikill bratti né tæpistigur og frekar létt uppgöngu þó þétt væri...


Uppi var heilmikil snjóföl ennþá eftir nóttina en hún átti eftir að hverfa þegar leið á daginn...


Stöðuvatnið uppi á fjallinu er svo fallegt... við verðum að koma hér síðsumars í góðu veðri einn þriðjudaginn...


Batman og Myrra að skoppa hér saman...


Litið til baka með Ingólfsfjallið og Sogið fjær...


Spegilslétt vatnið... alger friður... og við ein í heiminum... hverfandi lúxus með örmul ferðamanna um allt og sífellt þreyttari landeigendur með átroðninginn svo sífellt fleiri leiðir sem er erfiðara að taka...


Við fórum ofan við vatnið austan megin...


Litið til baka... sjá skýjafarið sem huldi Hengilinn að hluta...


Tindurinn á Búrfelli í sjónmáli...


Seinni tindurinn... Búrfellið mældist 543 m hátt... gaman að þvera það á þessari leið...


Litið til baka með vörðuna á fyrri tindinum að baki...


Við ákváðum að taka nestispásu á góðum stað í meira skyggni því það var smávegis gjóla efst...


Dalverpi hér uppi á fjallinu sem var notalegt fyrir góða nestispásu...


Nú var haldið niður norðan megin og stefnt á Lyngdalsheiðina...


Þjálfari reitti hár sitt í leit að spennandi leið yfir þetta svæði og endaði á þessari útgáfu... sama hvað hún reyndi... það var engin leið framhjá Lyngdalsheiðinni úr því sem komið var nema fara yfir byggð ból með tilheyrandi girðingum, skurðum, görðum, húsum og vegum... þá var þetta skárra...


Leiðin niður hér var tilraunakennd en reyndi ekkert á leiðarval... var greið alla leiðina og hægt að fara nánast hvar sem er...


Lyngdalsheiðin hér skellótt og endalaus að sjá... með Þrasaborgirnar sem efsta tind...


Smá landslag hér... við fengum ekki einu sinni skyggni til fjalla á Þingvöllum né til jökla á Suðurlandi til að skreyta leiðina... þessi leggur átti greinilega að kenna okkur einhvers lags æðruleyti... þakklæti... staðfestu... já, það þarf víst ef maður ætlar að þvera landið...


Riddarapeysurnar og vinir hennar... mjög fallegar prjónapeysur allar saman... Kolbeinn í nýrri peysu og Ása einnig.... mjög gaman að sjá og ekki síður hinar prjónapeysurnar... þetta er svo fallegt... og auðgar andann mikið...


Batman og Myrra náðust með á mynd... meiri töffararnir... Batman með skerm á höfðinu eftir aðgerðina síðasta miðvikudag... búinn að læra að lifa með honum eftir heilmikla hræðslu og óöryggi fyrst... og Myrra var góð við hann...


Við ætlum þessa leið yfir... eins gott að rata sko :-) ... stefndum bara á Þrasaborgir... efsta "tind" Lyngdalsheiðarinnar...


Þessi vegaslóði var tekinn en hann náði stutt... þúfurnar voru aðalverkefnið á þessari leið yfir heiðina...


En slóðinn var ekkert endilega betri en þúfurnar... eins og hinum megin á fjallinu...


Litið til baka með Búrfellið orðið nánast snjólaust aftur...


Komin fjær hér...


Grín og glens... "leghafar og punghafar"... og allur texti til útskýringar á þessu var fjarlægður þar sem ritari þorir ekki að skrifa hvers vegna við enduðum á að skilgreina okkur svona... það gæti móðgað einhvern og þessi ferðasaga endað sem fyrirsögn í fjölmiðlum... mikið væri gott ef við fengjum aftur Spaugstofuna... eða ef Kanarí-þættirnir mættu vera vikulega og gera grín að fréttum vikunnar... en það þorir því líklega enginn lengur... allt grín er orðið svo vandasamt... æji... hvar erum við ef við getum ekki hlegið smávegis að hversdeginum og verkefnum hans án þess að móðga sífellt hvort annað... jæja... best að hætta áður en maður móðgar einhvern og endar sem fyrirsögn og er slátrað á samskiptamiðlunum...


Þessi vegaslóði var jafn erfiður og þúfurnar...


Snjókorn tóku að flyksast hér niður í nokkrar mínútur... en svo kom sólin beint í kjölfarið... magnað alveg... vetur og sumar að takast á í alvöru bardaga beint fyrir framan okkur...


Jebb... sólin komin aftur... yndislegt...


Það voru um 7 km frá Búrfellstindinum á hæsta punkt Þrasaborga... og um 5 km frá Þrasaborgum í bílana... og þetta gekk mun betur en við áttum von á... sem var náttúrulega af því það var ekkert að skoða eða staldra við á leiðinni nema skipta um föt og borða...


Heilandi engu að síður og mjög dýrmætir kílómetrar í líkamann...


Þrasaborgir í sjónmáli... þetta gekk framar vonum... og allir þeir sem áttu erindi á laugardagskveldinu glöddust að hafa nægan tíma...


Litið til baka að Búrfellinu... við vorum komin svona langt sem sé...


Komin á einn klettinn í gígbarminum sem er efst á Þrasaborgum... eins og lítil útgáfa af öskjubarmi Öræfajökuls þar sem tindarnir stingast upp úr gömlum gígbarmi...