top of page

Bláskógabyggð um Kóngsveg í Úthlíð legg 10 #ÞvertyfirÍsland

Updated: Mar 5

Tindferð 297 laugardaginn 24. febrúar 2024.Loksins komumst við tíunda legginn á leið okkar yfir landið... og fengum til þess gullfallegan dag... hér á Mosfellsheiði að lenda á Þingvöllum...Tunglið yfir Þingvallafjöllunum og ferskur snjór yfir öllu landinu...Leiðin okkar síðast blasti hér við... legg 9... frá Reyðarbörmum um Kálfsgil og Laugarvatnsfjall í Bláskógabyggð... Kálfstindar hér að fá sólina á sig við upprisu...Þessi níundi leggur og sá tíundi eru í byggð og um ræktað land og því ómögulegt að komast hjá því að fara á vegum að hluta... eða meðfram þeim eins og við gerðum þennan dag alls um tæpa 11 kílómetra takk fyrir... en við lágum mikið yfir kortum og mögulegum öðrum leiðum til að geta sniðgengið þennan óspennandi kafla... en þá hefðum við þurft að vera uppi á hálendinu við Langjökul í friði fyrir öllum og öllu... en ekkert bílfæri nema að hásumri... og því varð þetta niðurstaðan... því jú... ef við hefðum getað haldið okkur áfram á hálendinu hefði verið best að gera það... en til að komast yfir Hvítá... þurftum við að eltast við brúna yfir hana... sem er í byggð... stóru árnar rennandi frá jöklunum okkar stjórna líklega meira ferðinni en nokurt annað náttúruafl á þessari þverun....En... við hefðum þó getað gengið yfir Efstadalsfjall... og stytt þennan kafla meðfram veginum um rúman helming... en við töldum það vera of stóran bita fyrir hópinn og ákváðum að halda okkur á láglendinu... en dauðsáum eftir því... þ.e... við þjálfararnir... leiðangursmenn létu þetta ekki trufla sig...


Sjá tvo aukahunda sem bættust í hópinn á þessum kafla en þeir héldu áfram með okkur nokkra kílómetra þar til Bára þjálfari hringdi í símanúmer sem var hangandi á öðrum hundinum og þeir voru sóttir stuttu síðar... snarlega brugðist við af eigendunum :-) ... en þetta voru náttúrulega alger krútt og smituðust bara af göngugleði gönguhundanna :-)En þeir sem mættu í þessa göngu voru gíraðir inn á greiðfæra láglendisgöngu og við nutum þess í botn að ganga greiðlega langa vegalengd og vera frekar fljót yfir og snemma komin heim... því þessi ganga endaði á að vera styttri í vegalengd og tímalengd en við gerðum ráð fyrir... og allir voru glaðir með það... en þessi greiðfærni olli því að þjálfarar breyttu næsta legg, þeim ellefta... í einn langan frá Úthlíð að brúnni yfir Hvítá, Brúarárhlöðum... svo þetta var ágætis lending... sem sé tveir leggir af 11 farnir í byggð og meðfram þjóðvegi að hluta til... enda komumst við ekki upp með að sniðganga vegi á þessari för okkar yfir landið... og líklega eiga vegir eftir að vera kærkomnir á köflum yfir Sprengisand og fleiri kafla... en við eigum samt eftir að komast að því... sem eru auðvitað forréttindi...


Sjá Laugarvatnsfjall og Snorrastaðafjall í baksýn göngumanna hér...Þessi kafli meðfram veginum var tekinn í nefið... á spjallinu allan tímann... maður tók ekki eftir veginum... arkaði bara hlæjandi og spjallandi áfram... með fjöllin allt í kring... og smám saman nálgaðist Bjarnarfellið í austri... sem er á næstu leið legg 11...Logn og sól... frost og fínasta færi í snjó sem var að mestu harður þó stundum tæki hann aðeins í...Þegar komið var að bænum Efsta dal var ekki farið í fótspor mæðgnanna sem tóku Kóngsveginn gegnum bæjarstæðið og sveitina að Brúarárfossi... heldur farið aðeins áfram að nýja malarveginum sem liggur að Brúarárfossi... til að minnka átroðning... en við höfðum ekki hugmynd um hversu fjölfarið er að þessum fossi...Brúarárskörð hér í fjarska vinstra megin... Rauðafell, Brúarárskörð, Högnhöfði, Kálfstindur (ekki Kálfstindar), Miðfell og Bjarnarfell...
Þjálfarar voru búnir að bjóða jupp á nestispásu á kaflanum meðfram veginum en menn vildu komast af þeim kafla svo við höfðum haldið áfram... en nú þegar beygt var frá þjóðveginum... gátum við ekki beðið lengur með nesti og áðum í malargryfjum við upphaf Brúarárfosssvegarins...Jebb... 10,9 kílómetrar að námunum... allan tímann meðfram þjóðvegi F37... við eigum náttúrulega eftir að hlæja okkur máttlausa yfir þessari leið... sem og því að borða nesti í malarnámu...En þetta var undarlega góður staður til að nesta sig orku og vökva... við hlógum bara og héldum okkar gleðistriki...Hér tók loksins við kafli sem var ekki meðfram veginum... en þá var hann samt á malarvegi... sem var lygilega fjölfarinn... margir bílar keyrðu í báðar áttir... allt erlendis ferðamenn á leið til og frá Brúarárfossi... ótrúlegt að upplifa þetta... hvílíkur fjöldi... ferðamennskan á Íslandi er sannarlega í fullu fjöri í febrúar...Efstadalsfjall hér í baksýn... hlykkjan á veginum þannig að gengið var til vesturs smá kafla...Eina tilbreytingin á þessari leið hingað til voru rör undir vegi... sem við gerðum okkur mat úr... :-)Komin að Brúarárfossi... skilti, bílastæði og fjöldi ferðamanna...Brúarfoss... eða Brúarárfoss... á kortum er þetta Brúarárfoss... enda heitir áin Brúará... erum við farin að breyta nöfnum til að einfalda þau fyrir erlenda ferðamenn ? Vonandi ekki... vonandi er þessi foss með bæði þessi nöfn og við ekki farin að einfalda íslenskuna nú þegar... maður getur ekki hugsað til enda hvar það endar...Troðinn göngustígur að brúnni...Hvílík fegurð... við vorum hugfangin... það var ekki skrítið að allur þessi mannfjöldi væri hér...Hópmynd hér en sólin farin bak við hjalla í suðvestri...


Inga Guðrún, Agnar, Oddný G., Sjöfn Kr., Örn, Magga Páls, Aníta, Elsa, 'Asa, Kolbeinn, Sigríður Lovísa Jónsdóttir gestur, Áslaug Birgisdóttir gestur, Björg, Berta Björk Heiðarsdóttir gestur, Brynjar og Gulla en Bára tók mynd og hundarnir Batman, Kolka og Myrra... sem NB hafa gengið þverunarleggina nánast alla með hópnum frá byrjun... náðust á mynd !Við gáfum okkur góðan tíma hér að skoða fossinn...Þessi túrkísblái litur...Fossinn sést betur austan brúarinnar...Riddarapeysurnar við Brúarárfoss...


Örn, Áslaug, Björg, Ása, Elsa, Berta, Aníta, Kolbeinn, Gulla og Magga Páls...Leiðangursmenn dagsins... falleg mynd af hópnum :-)Fossinn er töfrandi fagur... og var einstaklega fallegur á litinn á þessum degi... í frosti og sól...Brúin... fjöldi ferðamanna á svæðinu... hér týndu þjálfarar hundinum Batman... en Bára fann hann á bílastæðinu stuttu síðar að þefa botnlaust... í svona kraðaki á Batman til að týna hópnum sínum... greinilega með athyglisbrest :-)Slóðinn upp úr gilinu...Mjög falleg birtan þennan dag...Eftir smá afvegaleiðingu eftir troðnum slóðanum að líklega bílastæði austan megin við fossinn... ... komumst við á réttan slóða um Kóngsveginn inn með sveitinni... en þarna var snjór og lítið farið svo færið var þungt og seinfarið...Fyrr en varði vorum við komin á Fremri Vallá... sem var seinni árin sem við áttum von á að þurfa að vaða... hin var komin undir nýja malarveginn sem við gengum að fossinum...Mjög skemmtileg stiklun hér yfir... frostið sl+íkt að það var betra að vera á keðjubroddum til að fóta sig... og betra að vera með göngustaf að styðjast við... en Björg datt í ána þegar stafurinn gaf sig á miðri leið... en hún var enga stund að standa aftur upp og blotnaði nánast ekkert sem var ótrúlegt...Nokkrir óðu bara yfir enda vorum við með vaðskó meðferðis...Kalt en mjög frískandi og mjög skemmtilegt að hafa gengið að vaða... Bára þjálfari elskar eins mikið að vaða... og Örn þjálfari hatar það... haha, svona er þetta oft... það var gott að menn gátu valið...Inga Guðrún, Gulla og Oddný fóru saman yfir... en voru svo ekki sammála um hvar ætti að fara á miðja vegu... enda breyttist dýptin mikið í ánni eftir því hvar var farið... við skellihlógum horfandi á frá bakkanum... :-)En dásamlegt var þetta... vöðum sem oftast... það er frískandi og orkugefandi !Mynd ferðarinnar... Lovísa gestur að stikla yfir... með Rauðafell, Brúarárskörð, Högnhöfða og Kálfstind í fjarska... töfrandi fagurt landslag á þessum kafla og sá fegursti á leiðinni ásamt Brúarárfossinum... og allt öðruvísi útlits en að sumri til... að mörgu leyti fallegra... einn af kostunum við að fara þessa þverun á nokkrum árum... því ´´a er gengið á öllum árstímum og leiðin upplifist ólík eftir því hvort er sumar eða vetur...Við urðum að taka mynd hér... þetta var svo fallegur staður...Takk fyrir okkur Fremri Vallá og Brúará...Við tók aftur gönguslóði Kóngsvegar ofan við sumarhúsabyggðina... hér með Efstadalsfjall í baksýn... æj, við hefðum verið enga stund þarna upp ! Fyrsta skipti á þessari þverun sem við getum sagt að önnur leið hefði verið betri... sem sé þvera Efstadalsfjall frekar en að ganga meðfram veginum... þó það sé tafsamara og erfiðara... þetta er ekki bratt né erfitt fjall... en það er samt umfangsmeira en halda mætti...Skemmtileg leið hér... Bjarnarfellið að nálgast...Efstadalsfjallið...Brúarárskörð með Rauðafelli og Högnhöfða og Kálfstindi...Mikill friður ríkti á þessari leið... eftir vegakantinn.... og fjölfarinn Brúarárfossinn...Skyndilega vorum við með Úthlíð og kirkjuna þar sem bílarnir biðu í augsýn... þetta tók fljótar af en við áttum von á... frábær yfirferð og mun einfaldari leið en við áttum von á... veetrarfærið spillti minna för... og eingöngu ein vöðun í stað tveggja... allt var með okkur... veðri og færið...Sólin enn hátt á lofti og endirinn í augsýn... ótrúlegt !Dásamlegur félagsskapur og mjög gefandi samvera...Bærinn Úthlíð en staðarhaldarar hér og í Efstadal tóku mjög vel í erindi þjálfara þegar hann hringdi í þau og fékk leyfi til að ganga Kóngsveginn á þeirra landi... og til að fá að geyma bílana við Úthlíðarkirkju... hafi þau miklar þakkir skildar...


Bóndinn á bænum Laugardalshólum hafði samband við þjálfara og óskaði eftir því að við færum ekki Kóngsveginn yfir hans land og eftir mjög gott símtal við hann skildum við vel hans afstöðu.... og enn betur þegar við sáum mannfjöldann við Brúará... því eins og bóndinn sagði... þegar einn fer og deildir leiðinni og myndum á samfélagsmiðlum... þá fylgir fjöldinn á eftir... og það er rétt... við viljum geta deilt þessari leið á veraldarvefnum og því var mikilvægt að fara eingöngu leið sem væri í samráði við heimamenn eins og alltaf þegar við erum á ferð... svo takk fyrir að láta okkur vita staðarhaldarar á Laugardalshóli og munum öll að fara gætilega og fá alltaf leyfi og spá í hverjir fylgja á eftir okkur þegar farið er um nýjar slóðir...Þar sem þessi leggur var fljótfarnari og styttri en við áttum von á ákváðu þjálfarar að breyta næsta legg og láta hann ná alla leið að Hvítá... við Brúarárhlö þar sem brúin er yfir hana... en sá leggur er um 22 - 23 km að við teljum... en með því erum við að klára för yfir byggð og ræktað land á eing-ngu tveimur göngudögum... sem er vel þess virði... og erum þar með... við Hvítá... komin í óbyggðirnar að laxárgljúfri sem mun leiða okkur upp á hálendið að Sultartangalínu 1 og 3 þaðan sem við förum yfir hálendið framhjá háafossi að Sultartanga... og svo áfram meðfram Þjórsá inn á Sprengisand... vá... hvað það eru spennandi leiðir framundan á þessu ári...Úthlíðarkirkja.. stórmerkilegt mannvirki bóndans að Úthlíð...Best í heimi... hvílíkur félagsskapur...Við Úthlíðarkirju eru 362 kílómetrar að Fonti á Langanesi í beinni línu... það er léttara að hugsa þetta svona... rúmlega 300 km er ekkert ! :-)Mismunandi mælingar á gps-tækjunum eins og alltaf en niðurstaðan var 19,0 km á 5:43 klst. upp í 159 m hæð með alls 417 m hækkun úr 81 m upphafshæð.Leið dagsins... meðfram Efstadalsfjalli... auðvitað áttum við að ganga bara yfir fjallið og sleppa þessum vegi... en nei... nú vitum við hversu auðvelt og skemmtlegt það er að ganga 11 kílómetra meðfram malbikuðum vegi, haha...Ferjun göngumanna frá Úthlíð í bílana sem skildir voru eftir við Laugarvatn... hundarnir Batman og Myrra bestu vinir í Batmansbílnum...... og Kolka var svo afturí...Fjallasýnin á leiðinni dáleiðandi... Skriðutindar...Reyðarbarmar og Kálfstindar...Botnssúlur... þær voru eins og oft áður allra fjalla glæsilegastar...N0kkrum sinnum á alla sex tinda hennar... Súlnaberg er sjötti tindurinn og oft ekki talinn með sem "tindur"... en þegar maður gengur á Súlnaberg... þá finnst manni það mega teljast með...Búrfell í Þingvallasveit...Esjan og Stardalshnúkar...Við frestuðum göngunni um Miðdal Esjunnar um viku þar sem mikill vindur var í veðurspánni á Esjunni þennan dag... og vorum fegin þegar við sáum úfin skýin á henni... það var hárrétt ákvörðun að hafa tekið þverunarlegginn frekar en fjallgöngu þennan dag...


Takk elskurnar fyrir alveg dásamlegan dag... og skemmtilegan legg.. sko fyrir utan kaflann þarna meðfram veginum... sem við vorum samt enga stund með sko ! :-) ... þetta er auðvitað keppnis... hvaða leggur er ekki bara flottastur... heldur líka leiðinlegastur... og að mati þjálfara er Lyngdalsheiðin um Þrasaborgir ennþá sá sísti hingað til... en það eru samt skiptar skoðanir og bara gaman að spá í þetta...


Haf kæra þökk fyrir liðlegheit og almennilegheit staðarhaldarar að Efstadal og Úthlíð og eins staðarhaldarar að Laugardalshólum fyrir vinsemd og gott samtal.
29 views0 comments

Comentarios


bottom of page