top of page

H a f n a r f j a l l i ð 
 

Hafnarfjallið er eitt af okkar uppáhalds fjallgörðum.
Eftir ótal ferðir á þetta fjall var það fljótlega okkar niðurstaða að á því væru níu tindar.

Fimm þeirra hafa nafn á kortum, Gildalshnúkur, Katlaþúfa, klausturstunguhóll, Tungukollur og Þverfell en fjórir eru nafnlausir og nefndum við þá Vesturhnúk (axlartindurinn vestan við Gildalshnúk, sem stígurinn nær upp á), Suðurtind (brattur tindur sunnan við Gildalshnúk), Miðhnúk (brattur tindur milli Gildalshnúks og Klausturstunguhóls) og Þverhnúk (ávöl fjallsbunga milli Þverfells og Katlaþúfu).

 

Þessar nafngiftir eru eins og alltaf eingöngu til aðgreiningar og glöggvunar á landslaginu
þar sem við göngum reglulega í þessum fjallgarði. 
Allar athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. 

Allar göngur okkar á Hafnarfjallið í tímaröð hér,
en hver tindur á sér svo stað í fjallasafninu okkar undir sínu nafni:

bottom of page