top of page

Hafnarfjallið 9 tinda hringleið eftir öllum fjallgarðinum í fegurstu göngunni á þessum slóðum

Tindferð nr. 306 á uppstigningardegi, fimmtudaginn 9. maí 2024


Örn bauð upp á stórkostlega göngu á Hafnarfjallið sem endaði á að vera eins alpakennd og þessi magnaði fjallgarður getur verið... með nýfallinn snjó í efri hlíðum og sumarlegt færi neðar... í léttskýjuðu og hlýju hæglætisveðri...


Grátlega fáir mættu eins og í síðustu göngur í vetur... en landsliðið lét sig ekki vanta að vanta... og verður að segjast eins og er að þrátt fyrir margar kyngimagnaðar göngur um Hafnarfjallið þá varð þessi sú fegursta til þessa enda eru ljósmyndir úr þessari ferð með ólíkindum flottar...


Vegalengdin mældist frá 115 - 16,6 km og við settum 15,8 km á hana á 7:54 klst. með alls 1.472 m hækkun úr 53 m upphafshæð.


Gengið var eftir öllum hryggjum og brúnum til að ná sem lengstum hring og t. d. var ekki farið eftir stígnum niður af Vesturhnúk heldur haldið sig á brúnunum en þaðan fékkst aðeins annað sjónarhorn á brúnirnar og fjallgarðinn allan...


Til áréttingar er hér sett inn yfirlitsmynd af öllum tindunum með nöfnunum níu... þar sem við eigum fjóra af níu... en þegar þjálfarar fóru könnunarleiðangur á Hafnarfjallið árið 2009 þótti okkur blasa við að setja nafn á þá tinda sem ekki höfðu og því fengu Þverhnúkur, miðhnúkur, Suðurhnúkur og Vesturhnúkur nöfnin frá okkur en hin fimm eru á kortum. Ef heimamenn eða fróðir vita betur þá er það vel þegið en við höfum kallað eftir því frá því árið 2009 og ekki fengið neinar upplýsingar um nöfn á þessum tindum sem nauðsynlegt er að hafi einhvers lags nafn til glöggvunar á landslaginu og aðgreiningar og áttunar þegar gengnir eru alls kyns styttri hringir um þennan fjallgarð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér og nafnalisti undir bestu hópmynd dagsins á Gildalshnúki sem er hæstur allra á Hafnarfjalli en sú hópmynd er með þeim fegurstu nokkurn tíma...Mættir voru 9 manns með Erni: Fanney, Þórkatla, Gulla, Birgir, Aníta, Sjöfn Kr., Sigrún Bjarna og Jaana en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn...Takk !!!! ... fyrir að mæta... og gera svona dag að veruleika... fyrir alla gleðina og jákvæðnina og þakklætið... :-)


Gps-slóðin hér:


Myndbandið af göngunni hér:

22 views0 comments

Comments


bottom of page