top of page

Mont Blanc á hæsta tind 4.808 m - átta daga jöklaferð frá Chamonix með Asgard Beyond

Tue, Jun 04

|

Chamonix

Krefjandi átta daga ferð á hæsta tind Frakklands og Ítalíu þar sem farnar verða æfingaferðir á Aiguille du Tour (3.844 m) og á Aiguille du Midi að Refuge Cosmiques (3.613 m) áður en gengið verður á sjálfan Mont Blanc á þremur dögum.

Mont Blanc á hæsta tind 4.808 m - átta daga jöklaferð frá Chamonix með Asgard Beyond
Mont Blanc á hæsta tind 4.808 m - átta daga jöklaferð frá Chamonix með Asgard Beyond

Dagsetning og tími

Jun 04, 2024, 5:00 AM – Jun 11, 2024, 6:00 PM

Chamonix, Chamonix, France

Nánari upplýsingar

Mjög spennandi og krefjandi ferð þar sem ætlunin er að gera tilraun tvö til að ganga á tind Mont Blanc, en við þurfum frá að hverfa árið 2017 vegna hlýjinda um miðjan júní þar sem fjallinu var bókstaflega lokað af borgarstjóra Chamonix. 

Þetta er átta daga ferð, gist í Chamonix og í fjallaskálum við og á Mont Blanc. Tvær æfingagöngur verða farnar til að hæðaraðlagast og slípa hópinn til. Leiðsögumenn eru Jón Heiðar Andrésson og Róbert Halldórsson hjá Asgard Beyond og fleiri frá Chamonix.

Allar nánari upplýsingar um þessa ferð á lokaða fb-hópi Toppfara. 

Staðfestir leiðangursmenn eru á lokuðum fb-hópi sem heitir "Toppfarar á Mont Blanc 2024" og þar fara allar upplýsingar og umræður fram um ferðina.

Sjá ferðasöguna frá árinu 2017 hér en hún var mergjuð engu að síður: http://www.toppfarar.is/tindur144_gran_paradiso_190619.htm

Deildu hér

bottom of page