top of page

Gljúfurdalur Esju 4ra tinda leið í frosinni vetrarsól #Esjudalirnir

Updated: Mar 5

Tindferð nr. 294 laugardaginn 14. janúar 2024.



Klukkutíma eftir að fimmta gosið hófst á Reykjanesi sunnudaginn 14. janúar... rétt við Grindavík... sem endaði á að vera vendipunktur í ákvörðunum um framtíð Grindavíkur... var fyrsta gangan okkar á árinu um Esjudalina átta þar sem ætlunin er að ganga á alla tinda Esjunnar ásamt fimm þriðjudagsgöngum...


Veðrið var með eindæmum gott... þokusúld og ekkert skyggni á laugardeginum... en heiðskírt og gullfallegt veður á sunnudeginum svo þetta var aldrei spurning... og dagurinn var töfrandi flottur... í frosti og sól þar sem frosinn jarðvegur var efst og allt gulli slegið allan daginn...


Leiðin er frekar brött beggja vegna en færið var gott og eingöngu var notast við keðjubrodda þó jöklabroddarnir væru með í för... eftir langan hlýjindakafla þar sem lítill snjór var í fjallinu þó frosið væri...


Linda féll við á keðjuleiðinni niður af Þverfellshorni og marðist illa og rifbeinsbrotnaði en slapp mjög vel miðað við aðstæður en þetta óhapp var góð áminning um að slysin gera ekki boð á undan sér og alls staðar er hægt að detta á fjöllum, hvort sem færið er autt eða keðjur eru til stuðnings... við hugsum vel til Lindu og sendum henni innilegar batakveðjur...


Þessi dagur var gullfallegur í einu orði sagt og útsýni og landslag stórkostlegt...


Alls 11,4 km á 5:59 klst. upp í 959 m hæð með alls 991 m hækkun úr 60 m upphafshæð...


Ljósmyndir göngunnar hér og nafnalisti þeirra sem mættu við hópmyndina:




Gosið nýhafið...



Leiðin framundan...
































Mættir voru:


Silla, Gulla, Björg, Davíð. Þórkatla, Birgir, Fanney, Kjartan Rolf, Sighvatur, Jaana, Linda, Maggi, Aníta, Ingunn, Þorleifur og Örn tók mynd en Batman var eini hundurinn...













































































































Takk öll fyrir mergjaðan göngudag !


Gps-slóðin á wikiloc hér: Wikiloc | Trails of the World



21 views0 comments
bottom of page