Vatnaleiðin á einni nóttu - ofurganga ársins 2021...
Frá Hreðavatni að Hlíðarvatni um þrjár dagleiðir 41,6 km á 15 klst.

Fyrsta "ofurgangan" okkar var Laugavegurinn á einum degi í lok júní í fyrra og gekk framar vonum... við vorum lengi í sæluvímu eftir þá göngu og veltum vöngum yfir því hvert skyldi farið næst... þar sem gengið yrði heilan sólarhring nánast og líkaminn þaninn til hins ítrasta eftir mánaðarlangar æfingar... og eru margar spennandi hugmyndir í pottinum... en Davíð kom með þá hugmynd að fara Vatnaleiðina si svona þegar við gengum á Hrútafjöll í nóvember í fyrra... og þjálfari greip hugmyndina á lofti... hún var geggjuð !
Eini ókosturinn var að þjálfarar þekktu leiðina ekkert og þurftu að lesa sér mikið til svo þeir gætu áttað sig á yfirferð, hindrunum, kostum og göllum fyrir svona langa yfirferð og hvort þetta væri yfirleitt leið sem hentaði slíkri þenslu á líkama og sál...
Við urðum sífellt skotnari í hugmyndinni eftir því sem við vissum meira... og slógum þessu föstu í byrjun árs 2021 og byrjuðum að æfa... með löngum dagsgöngum og röskum #vinafjalliðmittx52 í hverri viku... og lögðum loks í hann um hvítasunnuna án þess að vita fullviss hvort við kæmumst...
Hér var ferðaáætlunin en við ætluðum upphaflega að fara frá Hlíðarvatni að Hreðavatni eins og menn hafa almennt gert síðustu ár en þar sem spáð var miklum norðaustan vindi þá ákváðum við að snúa leiðinni við og byrja við Hreðavatn til að fá vindinn í bakið... það reyndi samt ekki á það fyrr en í lokin en skipti þá reyndar miklu máli...
Göngulengd:
Um 55 km.
Göngutími:
Um +/- 20 klst. = 3 km/klst. + 3 x 40 mín matarpásur, en fer endanlega eftir veðri, færð og gönguhópi.
Leiðin:
Á misgreinanlegum slóða alla leið í fjölbreyttu landslagi þar sem stikla þarf læki og ár. Gengið upp í skörð, meðfram vötnum, á malarvegum, í mosa, grjóti og grasi.
Áætluð skipting leiðar - sálrænt best að taka leiðina í áföngum:
1. Hallkelsstaðir - Hítarvatn: 12 km:
Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 20:00. Matarhlé 40 mín. Lagt af stað um kl. 20:30.
2. Hítarvatn - Langavatn: 16 km:
Um 6 klst. ganga. Lending um kl. 02:30. Matarhlé í 40 mín. Lagt af stað kl. 03:00.
3. Langavatn - Vikravatn: 12 km:
Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 07:00. Matarhlé í 40 mín. Lagt af stað kl. 07:30.
4. Vikravatn - Hreðavatn: 13 km:
Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 12:00.
Ferðafélagið hannaði þessa gönguleið upphaflega upp úr 1990 og þá var farið frá Hreðavatni að Hlíðarvatni eins og við enduðum á að gera og var mikill fengur í því ef menn vilja svo fara þessa leið aftur með hópum sem selja skipulagðar ferðir um hana á þremur dögum, þá er gengið í öndverða átt sem gefur aðra upplifun á leiðinni... sjá hér frá Gerði Steinþórsdóttur um þessa leið árið 1999: Vatnaleiðin Vatnaleiðin er þriggja daga gönguleið, sem farin er árlega á vegum Ferðafélags Íslands. Í ár var farið frá (mbl.is)
Þegar nær dór ferð sáum við samt að þetta gátu ekki verið 55 km... nær lagi var 45 km en við vossum það samt ekki... og þjálfarar þorðu engu að lofa... Steinar Ríkharðs ofl. voru búnir að benda á að þetta hlytu að vera nær 40 km en 50 km ekkert okkar þorði að svrja fyrir það... svo við ræddum þetta bara innan hópsins og ákváðum að láta þetta allt saman koma í ljós...

Maímánuður var sérlega kaldur þetta ár 2021... frost í fjöllum og ískaldir vindar léku láglendi sem hálendi grátt... en sólin skein... og það kom ekki dropi úr lofti vikum saman á suðvestanverðu landinu... enda urðu sinueldar aðal vandamálið þennan mánuð hjá Almannavörnum... Þessa hvítasunnuhelgi var veðrið samt við sig fram á laugardag... en þá var von á fyrstu lægðinni með rigningu og dumbungi... svo það var ráð að grípa sólríka sólarhringinn frá föstudegi fram á laugardag... og allir voru klárir í það... brottför kl. 14:00 á föstudegi og áætluð heimkoma um tvö eftir hádegið á laugardegi...

Aðaláyggjur þjálfara snerust um hvort frosnir skaflar myndu hamla för og hvort frost og of mikill vindur beljast á okkur á miðri leið yfir nóttina því þá er mótstöðuaflið minnst andlega og líkamlega... en hvorugt raungerðist... það var jú vindur á köflum... og hann var ansi napur og hvass í lok göngunnar... en lognið ríkti þegar mest lá við yfir blánóttina... og fjallaskörðin voru öll fær framhjá snjósköflum sem voru ekki glerharðir þegar á reyndi...
Í þessum kulda var það ekki sjálfgefið og með okkur var lukka sem sannarlega gaf okkur nokkrar ótrúlega vel heppnaðar ferðir í þessum sögulega vorkulda... eins og Vestari-Hnapp 2. maí, Tindfjallajökul 8. maí, Skessuhorn 12. júní og Flosatind á þriðjudagskveldi þann 15. júní... í sama kuldanum... sömu snjófölinni til fjalla... sama klakanum í efri hlíðum og sama vetrarlega yfirbragðinu sem var nefnilega ekki farið í júnímánuði...
... en sem dæmi var hvítt í fjöllum Vatnaleiðarinnar laugardagsmorguninn 12. júní þegar við keyrðum að Skessuhorni svo okkur hryllti við... og það var tæpum mánuði eftir að við lögðum í hann um Vatnaleiðina uggandi yfir því að hafa verið svona bjartsýn þegar við gerðum dagskrána mánuðina á undan, að halda það að um hvítasunnuna væri virkilega komið nægilega mikið vor til að geta leyft sér að ganga þessa leið...

En... það var miklu betra veður við brottfararstað um kaffileytið við Hreðavatn en við þorðum að vona... og mun betra að spáin sagði til um... hvar var eiginlega allur vindurinn ? Axel keyrði okkur að afleggjaranum að Jaðarskógi við Hreðavatn en hefði getað keyrt okkur alla leið upp eftir eins og við sáum að einhverjir höfðu gert þegar þeir hafa farið þessa leið... en menn hafa einnig gengið alla leið að gamla Hreðavatnshúsinu sem var aðeins neðar svo við létum landslagið ráða... lögðum af stað við Hreðavatnsafleggjarann áður en keyrt er upp eftir hjöllunum vestan megin... það lá beinast við ef maður vildi ganga frá vatni að vatni með viðkomu að nokkrun vötnum á leiðinni...

Takk kærlega fyrir okkur Alex ! Og það var mjög gaman að kynnast þér x ! (æj, búin að gleyma nafninu þar sem þetta er skrifað mánuði eftir ferð !

Við lögðum af stað kl. 16:14... feginleikurinn áþreifanlegur... loksins byrjaði þessi ofurganga sem við vorum búin að undirbúa okkur undir mánuðum saman...

Hreðavatn 56 m hér í baksýn Hafrúnar og Gunnars... og Hraunsnefið í fjarska og smá sést í toppinn á Baulu vinstra megin...

Mjög falleg sýnin niður á Hreðavatn... blómlegur og friðsæll staður og vorið byrjað að slá græna litnum á svæðið...

Fjallasýnin var mögnuð þennan dag... við vorum svo heppin með veður í raun því ekki hefðum við viljað hafa logn og hlýtt og skýjað til fjalla... þá hefði leiðin upplifast allt öðruvísi... með þessari heiðskíru upplifðum við samhengi gönguleiðarinnar við öll fjöllin á svæðinu sem mörg hver eru sjaldfarin eða jafnvel ekkert gengin enda úr alfaraleið...

Baula 917 m var fyrsta fjallið sem setti svip sinn á gönguna...

Fjölbreytt og gróskumikil leið til að byrja með... það er í raun hægt að keyra hingað og lengra upp eftir að hliðina ef menn vilja spara sér vegalengdina... en við vildum ná þessum kafla gangandi...

Vikrafellið var svipfjall númer tvö á leiðinni... Selvatn hér í forgrunni... vatn tvö á leiðinni...

Selvatn í afstöðu með Baulu og Hraunsnefi...

Hér er hliðið þar sem hægt er að keyra alla leið og hefja gönguna eins og sumir hafa gert en eins er gott að vita af þessum stað ef menn koma hina leiðina og vilja láta sækja sig sem fyrst í stað þess að klára niður að Hreðavatni. Þetta er rúmur kílómetri...

Kiðá... mjög falleg sýn niður hana með Hafnarfjallið í endann... hér ríkti friður og ró...

Yndislegur kafli og sumarið var áþreifanlegt hér...

Við gengum upp með Kiðárgljúfri sem er ægifagurt...

Og snerum við frá því neðar og fórum upp á hjallana til að einfalda leiðina en það er hægt að rekja sig eftir ánni með stiklun ef maður vill njóta og er að fara styttri vegalengd...

Litið til baka...

Botnssúlurnar í fjarska og fleiri fjöll tóku að birtast...

Jöklarnir og fjöllin í austri farin að kíkja upp úr landslaginu í Borgarfirði...

Langjökull... Geitlandsjökull... Prestahnúkur... Okið... en þetta var nýtt sjónarhorn á þessi fjöll og við vorum ekki alltaf alveg viss hvort við værum að greina þetta rétt...

Eiríksjökullinn hér líklega...

Upp af gljúfrinu sneiddum við að Vikrafelli... sömu leið og þegar við gengum á það í haustfagnaðarferðinni miklu þar sem við gistum í Hraunsnefi...

Fyrsti skaflinn... mjúkur og vel fær eins og allir skaflarnir í ferðinni sama hversu hátt við fórum... vorið var lengra á veg komið en við þorðum að vona þrátt fyrir allan þennan kulda...

Litið til baka eftir gönguleiðinni með Selvatnið nær vinstra megin og svo Hreðavatnið...

Vikrafellið 539 m mætt á svæðið... það er mun formfegurra og skemmtilegra en ásýnist úr fjarska...

Hér vorum við komin upp á heiðina og það varð kaldranalegra þar sem við sáum nú yfir svæðið og skaflarnir voru ekki alveg að gefa sumarlegan tóninn...

En sólin skein í heiði og við nutum óskerts útsýnisins...

Við fórum norðan við Vikrafellið en séu menn að ganga þessa leið á þremur dögum þá fara þeir gjarnan upp á Vikrafellið sem er engin spurning að gera til að fá meira útsýni og meira út úr þessum fyrsta eða síðasta legg leiðarinnar...

Þriðja vatn leiðarinnar kemur hér í ljós... Vikravatn 275 m...

Flott leiðin ofan við vatnið utan í Vikrafelli... smá áning hér...

Bústaður við vatnið á fallegum stað en enginn vegur að honum... hér fara menn líklega á fjórhjólum alla leið... ansi kuldalegt samt og erfitt að sjá að hér séu margir góðir dagar... napurleikinn að norðan og af heiðunum leyndi sér ekki...

Mjög skemmtilegt að brölta þennan hliðarstíg hér...

Hærra Lambafell 374 m heitir stapinn suðvestan við Vikravatnið...

Litið til baka að bústaðnum...

Góður stígurinn allan tímann utan í Vikrafellinu...

Gaman að kynnast þér Vikravatn...

Leiðin er bæði hér norðan við Lambafell meðfram vatninu eða sunnan við fellið fjær vatninu... við ákváðum að taka norðurleiðina enda "Vatnaleið" sem við vorum að fara...

Það reyndist mjög skemmtileg leið því þar með gátum við skoða betur veiðihúsið sem stendur við suðurenda vatnsins og veiðimennirnir í hópnum bentu á að þetta væri hárrétt staðsetning á veiðihúsi...

Við skoðuðum það nær...

Sjá leiðina hér meðfram vatninu utan í Lambafelli... leiðin var mun saklausari en leit út fyrir úr hlíðum Vikrafells...

Fyrsti formlegi leggur leiðarinnar að baki... hann átti að vera um 13 km á 4 klst... en reyndist vera 6,1 km á 2:05 klst...

Stóra gps-tækið marktækara en einhver villa í því núna þar sem það safnar áfram klukkustundumum... þarf að laga það !

Við kíktum inn um gluggana á veiðikofanum...

Gaman að sjá þetta hús í návígi...

Hjallarnir utan í Vikrafelli sem við gengum um ofan við vatnið... efstu tindar Vikrafells efst aðins glittandi í þá...

Gaman að ná að þræða svona meðfram Vikravatni... við kynntumst því vel í þessari ferð...

Tunglið var mætt á svæðið... og átti eftir að fylgja okkur alla leið að Hítarvatni þar sem það hvarf bak við Hrútaborgina eða þar um bil þegar fór að morgna... magnað... Vikrafellstindarnir þarna efst fjær rauðir að lit...

Heiðin frá Vikrafelli hér... mosi, lyng, gras, lækir, tjarnir og heilmikil mýri... en vegna þurrkatíðarinnar og kuldans gátum við strunsað yfir allt vatnasvæðið í engum vandræðum...

Það rétt slapp reyndar stundum en var ótrúlega heppilegt... það sem gæfan var með okkur þetta vorið...

Nú komum við að gullfallegri á sem gaman væri að rekja sig eftir einhvern tíma... Fossdalsá sem svo heitir ofan við ármótin þar sem við enduðum svo á að vaða en neðan við þau heitir hún Beylá og rennur um Beylárgljúfur... Fossdalsáin var enn að hrista af sér snjóskaflana og umhverfið var mjög tignarlegt og voldugt í hennar ríkidæmi...
