top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Vatnaleiðin á einni nóttu - ofurganga ársins 2021...

Frá Hreðavatni að Hlíðarvatni um þrjár dagleiðir 41,6 km á 15 klst.


ree

Fyrsta "ofurgangan" okkar var Laugavegurinn á einum degi í lok júní í fyrra og gekk framar vonum... við vorum lengi í sæluvímu eftir þá göngu og veltum vöngum yfir því hvert skyldi farið næst... þar sem gengið yrði heilan sólarhring nánast og líkaminn þaninn til hins ítrasta eftir mánaðarlangar æfingar... og eru margar spennandi hugmyndir í pottinum... en Davíð kom með þá hugmynd að fara Vatnaleiðina si svona þegar við gengum á Hrútafjöll í nóvember í fyrra... og þjálfari greip hugmyndina á lofti... hún var geggjuð !


Eini ókosturinn var að þjálfarar þekktu leiðina ekkert og þurftu að lesa sér mikið til svo þeir gætu áttað sig á yfirferð, hindrunum, kostum og göllum fyrir svona langa yfirferð og hvort þetta væri yfirleitt leið sem hentaði slíkri þenslu á líkama og sál...


Við urðum sífellt skotnari í hugmyndinni eftir því sem við vissum meira... og slógum þessu föstu í byrjun árs 2021 og byrjuðum að æfa... með löngum dagsgöngum og röskum #vinafjalliðmittx52 í hverri viku... og lögðum loks í hann um hvítasunnuna án þess að vita fullviss hvort við kæmumst...


Hér var ferðaáætlunin en við ætluðum upphaflega að fara frá Hlíðarvatni að Hreðavatni eins og menn hafa almennt gert síðustu ár en þar sem spáð var miklum norðaustan vindi þá ákváðum við að snúa leiðinni við og byrja við Hreðavatn til að fá vindinn í bakið... það reyndi samt ekki á það fyrr en í lokin en skipti þá reyndar miklu máli...


Göngulengd:

Um 55 km.

Göngutími:

Um +/- 20 klst. = 3 km/klst. + 3 x 40 mín matarpásur, en fer endanlega eftir veðri, færð og gönguhópi.

Leiðin:

Á misgreinanlegum slóða alla leið í fjölbreyttu landslagi þar sem stikla þarf læki og ár. Gengið upp í skörð, meðfram vötnum, á malarvegum, í mosa, grjóti og grasi.


Áætluð skipting leiðar - sálrænt best að taka leiðina í áföngum:

1. Hallkelsstaðir - Hítarvatn: 12 km:

Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 20:00. Matarhlé 40 mín. Lagt af stað um kl. 20:30.


2. Hítarvatn - Langavatn: 16 km:

Um 6 klst. ganga. Lending um kl. 02:30. Matarhlé í 40 mín. Lagt af stað kl. 03:00.


3. Langavatn - Vikravatn: 12 km:

Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 07:00. Matarhlé í 40 mín. Lagt af stað kl. 07:30.


4. Vikravatn - Hreðavatn: 13 km:

Um 4 klst. ganga. Lending um kl. 12:00.


Ferðafélagið hannaði þessa gönguleið upphaflega upp úr 1990 og þá var farið frá Hreðavatni að Hlíðarvatni eins og við enduðum á að gera og var mikill fengur í því ef menn vilja svo fara þessa leið aftur með hópum sem selja skipulagðar ferðir um hana á þremur dögum, þá er gengið í öndverða átt sem gefur aðra upplifun á leiðinni... sjá hér frá Gerði Steinþórsdóttur um þessa leið árið 1999: Vatnaleiðin Vatnaleiðin er þriggja daga gönguleið, sem farin er árlega á vegum Ferðafélags Íslands. Í ár var farið frá (mbl.is)


Þegar nær dór ferð sáum við samt að þetta gátu ekki verið 55 km... nær lagi var 45 km en við vossum það samt ekki... og þjálfarar þorðu engu að lofa... Steinar Ríkharðs ofl. voru búnir að benda á að þetta hlytu að vera nær 40 km en 50 km ekkert okkar þorði að svrja fyrir það... svo við ræddum þetta bara innan hópsins og ákváðum að láta þetta allt saman koma í ljós...

ree

Maímánuður var sérlega kaldur þetta ár 2021... frost í fjöllum og ískaldir vindar léku láglendi sem hálendi grátt... en sólin skein... og það kom ekki dropi úr lofti vikum saman á suðvestanverðu landinu... enda urðu sinueldar aðal vandamálið þennan mánuð hjá Almannavörnum... Þessa hvítasunnuhelgi var veðrið samt við sig fram á laugardag... en þá var von á fyrstu lægðinni með rigningu og dumbungi... svo það var ráð að grípa sólríka sólarhringinn frá föstudegi fram á laugardag... og allir voru klárir í það... brottför kl. 14:00 á föstudegi og áætluð heimkoma um tvö eftir hádegið á laugardegi...


ree

Aðaláyggjur þjálfara snerust um hvort frosnir skaflar myndu hamla för og hvort frost og of mikill vindur beljast á okkur á miðri leið yfir nóttina því þá er mótstöðuaflið minnst andlega og líkamlega... en hvorugt raungerðist... það var jú vindur á köflum... og hann var ansi napur og hvass í lok göngunnar... en lognið ríkti þegar mest lá við yfir blánóttina... og fjallaskörðin voru öll fær framhjá snjósköflum sem voru ekki glerharðir þegar á reyndi...


Í þessum kulda var það ekki sjálfgefið og með okkur var lukka sem sannarlega gaf okkur nokkrar ótrúlega vel heppnaðar ferðir í þessum sögulega vorkulda... eins og Vestari-Hnapp 2. maí, Tindfjallajökul 8. maí, Skessuhorn 12. júní og Flosatind á þriðjudagskveldi þann 15. júní... í sama kuldanum... sömu snjófölinni til fjalla... sama klakanum í efri hlíðum og sama vetrarlega yfirbragðinu sem var nefnilega ekki farið í júnímánuði...


... en sem dæmi var hvítt í fjöllum Vatnaleiðarinnar laugardagsmorguninn 12. júní þegar við keyrðum að Skessuhorni svo okkur hryllti við... og það var tæpum mánuði eftir að við lögðum í hann um Vatnaleiðina uggandi yfir því að hafa verið svona bjartsýn þegar við gerðum dagskrána mánuðina á undan, að halda það að um hvítasunnuna væri virkilega komið nægilega mikið vor til að geta leyft sér að ganga þessa leið...


ree

En... það var miklu betra veður við brottfararstað um kaffileytið við Hreðavatn en við þorðum að vona... og mun betra að spáin sagði til um... hvar var eiginlega allur vindurinn ? Axel keyrði okkur að afleggjaranum að Jaðarskógi við Hreðavatn en hefði getað keyrt okkur alla leið upp eftir eins og við sáum að einhverjir höfðu gert þegar þeir hafa farið þessa leið... en menn hafa einnig gengið alla leið að gamla Hreðavatnshúsinu sem var aðeins neðar svo við létum landslagið ráða... lögðum af stað við Hreðavatnsafleggjarann áður en keyrt er upp eftir hjöllunum vestan megin... það lá beinast við ef maður vildi ganga frá vatni að vatni með viðkomu að nokkrun vötnum á leiðinni...


ree

Takk kærlega fyrir okkur Alex ! Og það var mjög gaman að kynnast þér x ! (æj, búin að gleyma nafninu þar sem þetta er skrifað mánuði eftir ferð !


ree

Við lögðum af stað kl. 16:14... feginleikurinn áþreifanlegur... loksins byrjaði þessi ofurganga sem við vorum búin að undirbúa okkur undir mánuðum saman...


ree

Hreðavatn 56 m hér í baksýn Hafrúnar og Gunnars... og Hraunsnefið í fjarska og smá sést í toppinn á Baulu vinstra megin...


ree

Mjög falleg sýnin niður á Hreðavatn... blómlegur og friðsæll staður og vorið byrjað að slá græna litnum á svæðið...


ree

Fjallasýnin var mögnuð þennan dag... við vorum svo heppin með veður í raun því ekki hefðum við viljað hafa logn og hlýtt og skýjað til fjalla... þá hefði leiðin upplifast allt öðruvísi... með þessari heiðskíru upplifðum við samhengi gönguleiðarinnar við öll fjöllin á svæðinu sem mörg hver eru sjaldfarin eða jafnvel ekkert gengin enda úr alfaraleið...


ree

Baula 917 m var fyrsta fjallið sem setti svip sinn á gönguna...


ree

Fjölbreytt og gróskumikil leið til að byrja með... það er í raun hægt að keyra hingað og lengra upp eftir að hliðina ef menn vilja spara sér vegalengdina... en við vildum ná þessum kafla gangandi...


ree

Vikrafellið var svipfjall númer tvö á leiðinni... Selvatn hér í forgrunni... vatn tvö á leiðinni...


ree

Selvatn í afstöðu með Baulu og Hraunsnefi...


ree

Hér er hliðið þar sem hægt er að keyra alla leið og hefja gönguna eins og sumir hafa gert en eins er gott að vita af þessum stað ef menn koma hina leiðina og vilja láta sækja sig sem fyrst í stað þess að klára niður að Hreðavatni. Þetta er rúmur kílómetri...


ree

Kiðá... mjög falleg sýn niður hana með Hafnarfjallið í endann... hér ríkti friður og ró...


ree

Yndislegur kafli og sumarið var áþreifanlegt hér...


ree

Við gengum upp með Kiðárgljúfri sem er ægifagurt...


ree

Og snerum við frá því neðar og fórum upp á hjallana til að einfalda leiðina en það er hægt að rekja sig eftir ánni með stiklun ef maður vill njóta og er að fara styttri vegalengd...


ree

Litið til baka...


ree

Botnssúlurnar í fjarska og fleiri fjöll tóku að birtast...


ree

Jöklarnir og fjöllin í austri farin að kíkja upp úr landslaginu í Borgarfirði...


ree

Langjökull... Geitlandsjökull... Prestahnúkur... Okið... en þetta var nýtt sjónarhorn á þessi fjöll og við vorum ekki alltaf alveg viss hvort við værum að greina þetta rétt...


ree

Eiríksjökullinn hér líklega...


ree

Upp af gljúfrinu sneiddum við að Vikrafelli... sömu leið og þegar við gengum á það í haustfagnaðarferðinni miklu þar sem við gistum í Hraunsnefi...


ree

Fyrsti skaflinn... mjúkur og vel fær eins og allir skaflarnir í ferðinni sama hversu hátt við fórum... vorið var lengra á veg komið en við þorðum að vona þrátt fyrir allan þennan kulda...


ree

Litið til baka eftir gönguleiðinni með Selvatnið nær vinstra megin og svo Hreðavatnið...


ree

Vikrafellið 539 m mætt á svæðið... það er mun formfegurra og skemmtilegra en ásýnist úr fjarska...


ree

Hér vorum við komin upp á heiðina og það varð kaldranalegra þar sem við sáum nú yfir svæðið og skaflarnir voru ekki alveg að gefa sumarlegan tóninn...


ree

En sólin skein í heiði og við nutum óskerts útsýnisins...


ree

Við fórum norðan við Vikrafellið en séu menn að ganga þessa leið á þremur dögum þá fara þeir gjarnan upp á Vikrafellið sem er engin spurning að gera til að fá meira útsýni og meira út úr þessum fyrsta eða síðasta legg leiðarinnar...


ree

Þriðja vatn leiðarinnar kemur hér í ljós... Vikravatn 275 m...


ree

Flott leiðin ofan við vatnið utan í Vikrafelli... smá áning hér...


ree

Bústaður við vatnið á fallegum stað en enginn vegur að honum... hér fara menn líklega á fjórhjólum alla leið... ansi kuldalegt samt og erfitt að sjá að hér séu margir góðir dagar... napurleikinn að norðan og af heiðunum leyndi sér ekki...


ree

Mjög skemmtilegt að brölta þennan hliðarstíg hér...


ree

Hærra Lambafell 374 m heitir stapinn suðvestan við Vikravatnið...


ree

Litið til baka að bústaðnum...


ree

Góður stígurinn allan tímann utan í Vikrafellinu...


ree

Gaman að kynnast þér Vikravatn...


ree

Leiðin er bæði hér norðan við Lambafell meðfram vatninu eða sunnan við fellið fjær vatninu... við ákváðum að taka norðurleiðina enda "Vatnaleið" sem við vorum að fara...


ree

Það reyndist mjög skemmtileg leið því þar með gátum við skoða betur veiðihúsið sem stendur við suðurenda vatnsins og veiðimennirnir í hópnum bentu á að þetta væri hárrétt staðsetning á veiðihúsi...


ree

Við skoðuðum það nær...


ree

Sjá leiðina hér meðfram vatninu utan í Lambafelli... leiðin var mun saklausari en leit út fyrir úr hlíðum Vikrafells...


ree

Fyrsti formlegi leggur leiðarinnar að baki... hann átti að vera um 13 km á 4 klst... en reyndist vera 6,1 km á 2:05 klst...

ree

Stóra gps-tækið marktækara en einhver villa í því núna þar sem það safnar áfram klukkustundumum... þarf að laga það !


ree

Við kíktum inn um gluggana á veiðikofanum...


ree

Gaman að sjá þetta hús í návígi...


ree

Hjallarnir utan í Vikrafelli sem við gengum um ofan við vatnið... efstu tindar Vikrafells efst aðins glittandi í þá...


ree

Gaman að ná að þræða svona meðfram Vikravatni... við kynntumst því vel í þessari ferð...


ree

Tunglið var mætt á svæðið... og átti eftir að fylgja okkur alla leið að Hítarvatni þar sem það hvarf bak við Hrútaborgina eða þar um bil þegar fór að morgna... magnað... Vikrafellstindarnir þarna efst fjær rauðir að lit...


ree

Heiðin frá Vikrafelli hér... mosi, lyng, gras, lækir, tjarnir og heilmikil mýri... en vegna þurrkatíðarinnar og kuldans gátum við strunsað yfir allt vatnasvæðið í engum vandræðum...

ree

Það rétt slapp reyndar stundum en var ótrúlega heppilegt... það sem gæfan var með okkur þetta vorið...


ree

Nú komum við að gullfallegri á sem gaman væri að rekja sig eftir einhvern tíma... Fossdalsá sem svo heitir ofan við ármótin þar sem við enduðum svo á að vaða en neðan við þau heitir hún Beylá og rennur um Beylárgljúfur... Fossdalsáin var enn að hrista af sér snjóskaflana og umhverfið var mjög tignarlegt og voldugt í hennar ríkidæmi...


ree

Hér var virkilega gaman að koma... og það var of freistandi að halda áfram upp eftir henni þó þjálfarar vissu að þeir þyrftu að þvera hana á góðum stað og væru hugsanlega að missa góð vöð hér... þetta var of fallegt til annars en að ganga lengra upp eftir...


ree

Hér er vel hægt að gleyma sér... hingað koma eflaust fáir og staldra eitthvað við...


ree

Við þræddum okkur upp eftir á kindagötum...


ree

Lítið vatn í ánni og sumarið óðum að sigra...


ree

Hér ákvað Örn að fara á undan og kanna aðstæður með vöðun yfir en við vildum fara yfir norðan við Landamerkjagil sem svo heitir litla gilið sem við gengum svo upp eftir...

ree

Bára ákvað að fara á eftir Erni til að skoða en þá var hann búinn að finna þennan fína stað hér neðar... þetta var góður staður til að vaða og hvílast og fá sér fyrstu alvöru máltíð göngunnar af þremur...


ree

Mjög fallegur staður... í skjóli og friði... hér hefst Beylá vinstra megin... og Beylárgljúfur...


ree

Fyrsta vöðunin af þremur...


ree

Bara gaman og kryddar svona langa göngu þó við hefðum varla nennt þessu þegar leið á...


ree

Ekki mjög kalt og grunnt svo þetta var ekkert mál...


ree

Örn fékk loksins af afmælisgjöfina frá Báru... primus til að hita kaffi í löngum ferðum... en Kolbeinn hefur verið svo sætur að gefa þjálfaranum alltaf kaffisopa í fyrri ferðum og þegar maður hefur einu sinni kynnst því að fá nýlagaðan, heitan kaffisopa á göngu... þá er ekki aftur snúið...


ree

Góð áning hér... kvöldmaturinn í raun... og notaleg hvíld í kvöldsólinni...


ree

Kjúklingapasta með hvítlauksbrauði og appelsín hjá Báru þjálfara... Örn var með annað nesti og hver og einn með sitt... ekki mikil matarlyst en reynslan búin að kenna manni að borða vel í nestistímum því annars er maður úr takti við hópinn og skyndilega orkulaus og í vandræðum síðar í göngunni þegar allir aðrir eru í góum málum sem borðuðu þegar það átti að borða...


ree

Ja... spurning hversu sumarlegur þessi nestisstaður var... utan í snjóskafli... ekta Ísland !


ree

Ragnheiður og Marta eru sannarlega búnar að taka sitt nýliðaár með trompi... mætt í erfiðustu göngurnar og ekki látið neitt stoppa sig... eins og fleiri nýliðarnir á þessu ári og í fyrra... þetta er eina leiðin... bara mæta og láta sig hafa það... þá kemur formið og reynslan mjög fljótt og skyndilega er maður farinn að geta allt og gera allt... með bros á vör að njóta allan tímann...


ree

Skál í kaffi !


ree

Fyrsta hópmynd ferðarinnar:


Davíð, Bjarni, Gunnar, Ragnheiður, Marta,, Þórkatla, Örn, Steinar Ríkharðs., Silla, Hafrún, Kolbeinn, Inga Guðrún, Jóhanna D., Vilhjálmur og Bjarnþóra en Bára tók mynd. Þó nokkrir hættu við þegar að þessu kom en meiðsli og veikindi settu sannarlega strik í reikninginn og menn misstu af þessu grátandi sem var mjög leitt...


ree

Búin með 8,2 km... á 3:42 klst...


ree

Landamerkjagil var næst... nú vorum við komin á tjaldaleiðina svokölluðu þar sem menn ganga með tjaldið á bakinu og þurfa þá að vanda valið m.t.t. vegalengdar...


ree

Fari menn skálaleiðina þá þurfa þeir að ganga að suðurenda Langavatns þar sem eru gangnamannaskálar til að gista í og þangað kemst líka trússbíll... kosturinn við að ganga með allt á bakinu eða fara á einum degi er sá að þurfa ekki að eltast við trússaðkomu né skála...


ree

Snjórinn undir hér...


ree

Horft niður eftir Beylárgljúfri... mjög fallegur staður...


ree

Landamerkjagilið hér... komin í snjóskafla sem auðvelduðu bara för...


ree

Snjóhengjur í sköflunum í gljúfrinu...


ree

Komin ofar... Vikrafellið í fjarska hér...


ree

Langur sérkennilegur skafl hér sem við fórum upp eftir á...


ree

Við fórum yfir Réttarmúla í raun sem hér rís ofar... og náðum við 525 m hæð efst á honum áður en aftur tók að lækka niður í Langavatnsdal...


ree

Þetta minnti á Laugaveginn í fyrra... skaflarnir lúra þar fram eftir sumri...


ree

Léttari yfirferð og ekkert að þessum snjó :-)


ree

Botnssúlurnar í fjarska og svo Hvalfellið... Búrfell í Þingvallasveit hægra megin...


ree

Vikrafellið þetta rauða...


ree

Skarðsheiðin birtist... Skessuhorðin dekkra og rísandi í áttina að okkur... þarna upp fórum við svo laugardaginn 12. júní í köldum vindi með nýja snjóföl yfir öllu frá 670 m hæð... og þegar við keyrðum í Borgarfjörð þá blöstu fjöllin á Vatnaleiðinni við okkur um morguninn hvít eftir nóttina... en þau voru orðin snjólaus þegar leið á daginn enda réð sólin ríkjum þann dag sem betur fer...


ree

Kalt og vindur en frábært gönguveður og þetta var mun betra en við áttum von á...


ree

Snjórinn ennþá mjúkur þó við hækkuðum okkur stöðugt... áhyggjur þjálfara af því hvort þessi leið væri í lagi reyndust óþarfar... enginn slóði og ekkeert gps-slóð til að fara eftir.. því við vorum að þvera og stytta skálaleiðina og fara tjaldaleiðina sem teiknuð var jú á korti í bókinni en sagði ekkert um hvar nákvæmlega skyldi vera farið... en hér var allt fært vel leysanlegt...


ree

Skyndilega fórum við að lækka okkur af heiðinni... og þá fóru fjöllin í Langadal að birtast í vestri... við horfðum til Gvendarskarðs 565 m þarna uppi og að okkur sótti uggur... yrðin þetta allt helfrosið og hart og ekki fært upp í næturkuldanum... því við vissum að við yrðum þarna um miðja nótt...


ree

Mjög flott leið hér niður af heiðinni niður í Langadal... hér var yndislegt veður þó kalt væri...

Kattarhryggur hægra megin vísandi upp á Oktrumbu 731 m og svo Ok 794m ofan við skarðið... Smjörhnúkur og Tröllakirkja í raun ennþá í hvarfi...


ree

Nú blasti Langavatn 214 m við í suðri... já... það var langt... og við prísuðum okkur sæl fyrir að hafa ekki þurft að eltast við skálann þarna í suðurendanum...


ree

Mjög fallegur útsýnisstaður hér yfir vatnið...


ree

Sólin var að hverfa... það var ráð að ná einni hópmynd af einhverjum af þessum vötnum...


Vilhjálmur, Þórkatla, Marta, Bjarnþóra, Silla, Kolbeinn, Inga Guðrún, Gunnar, Hafrún, Davíð, Bjarni, Ragnheiður, Steinar Ríkharðs., Örn og Jóhanna D. með Langavatn í baksýn...


ree

Langavatn og vatnasvið þess úr Langavatnsdalnum...


ree

Örn þurfti að finna leið af heiðinni niður í dalinn... hér voru gilin full af snjó ennþá... eins og á Laugavegsgönguleiðinni í fyrra...


ree

Jú... hann fann fínustu leið niður í grjóti og mosa... þá var einu áhyggjuefninu færra í höfði þjálfara...


ree

Þessi kafli var mjög sérstakur... hér ríkti einstakur friður og ró... hér var skjól fyrir vindinum og sólin sendi sína síðustu geisla niður á okkur í Langavatnsdal...


ree

Við gengum andaktug og maður tímdi varla að halda áfram... staldaði vel við og andaði að sér friðnum... hlustaði á fuglana og kvaddi sólina með virktum...


ree

Leiðin okkar hér niður...


ree

Langavatnið í suðurs...


ree

Einstök fegurð í sólsetrinu hér...


ree

Yndislegt...


ree

Sólin fór rétt áður en við óðum Langavatnsána... Örn fór fyrstur... þetta var ekkert mál..


ree

Hún var kaldari en Beylá eða í raun Fossdalsá ef maður hugsar að Beyláin renni frá til og með gljúfrinu...

ree

... en mun saklausari en t.d. Bláfjallakvísl sem við óðum um miðja nótt í fyrra í mun meiri straumi og dýpt... þetta kemst ótrúlega fljótt í vana og kannski hættir maður að finna kuldann... eða kannski var vaselínið að deyfa mann... eða nóttin...


ree

Leggurinn milli Vikravatns og Langavatns átti að vera 12 km á 4 klst. en tjaldaleiðin gaf okkur tæpa 8 km á rúmum 3,5 klst...

ree

Hér sést vel hvernig kuldinn var... úlpur, ullarvettlingar, húfur...


ree

Sýnin upp með Langavatnsdal til fjalla í norðri...


ree

Þetta kom okkur mjög á óvart... hér voru gatnamót á jeppaslóðum alla leið hingað... en þessi leið er víst mjög erfið yfirferðar þó hún sé slétt hér upp frá... og menn ítrekað lent í vandræðum keyrandi upp eftir... en við höfum aldrei keyrt þetta og vitum svo sem ekki hversu satt þetta er... en þessi leið var ekki fær þetta vorið allavega skv. bílstjórunum...


ree

Oktrumba ofan við gatnamótin...


ree

Nú tók við mjög langur kafli... fyrir suma sá eini sem reyndi á þolinmæðina... upp og inn eftir Hafradalsá að Gvendarskarði...


ree

Falleg leið engu að síður en jú... svolítið langdregin... við vorum búin að ákveða að klára skarðið og borða hinum megin einhvers staðar uppi með útsýni til suðurs og vesturs... og það reyndi á fyrir suma að klára þetta þangað til... sjá sólarlagið leika við fjöllin í vestri...


ree

Stórt gil klauf gönguleiðina hér... og það var stígur þarna niðri í gegn... en Örn valdi að sniðganga hana og fara ofar enda leist okkur ekkert á hina...


ree

Stígurinn hér... fínn nema rétt neðst en það hefði samt bara verin smá brölt... ekkert mál...


ree

Oktrumba hér hægra megin... mjög fallegt nafn !


ree

Komin ofan við gilið...


ree

Frost í jörðu... þetta var með ólíkindum... en svona átti þetta eftir að vera mánuð í viðbót fram í miðjan júní þar sem jörð var alhvit nokkrum sinnum á Norður- og Austurlandi...


ree

Þornaðir lækjarfarvegir... fallegt...


ree

Mergjaðir litir fyrir riddarapeysu...


ree

Mikið spjallað og yndissamvera á svona nóttum í fjöllunum... og algert logn og friður á öllum þessum kafla sem var aldeilist vel þegið...


ree

Gvendarskarðið loksins í sjónmáli og áþreifanlegt...


ree

Það reyndist svo saklaust að þjálfarar hlógu margsinnis innra með sér... við vorum með varaplön til að sniðganga það sunnar en hefðum sannarlefga getað sparað orkuna við að hafa áhyggjur af þessu skarði... enn eitt dæmið um hvernig staðir eru mun saklausari þegar að er komið en séð úr fjarska...


ree

Tungliðnu fannst þetta flottur hópur og var með okkur í för allan fyrri hluta leiðarinnar og rúmlega það... það var eitthvað sérlega notalegt við það...


ree

Heiðin þarna lengst í burtu en þó nokkuð sunnar, sú sem við komum yfir frá Vikravatni að Langavatni og sparaði okkur nokkra kílómetra...


ree

Skaflarnir í Gvendarskarði voru alsaklausir o g vel færir... við veltum því alveg fyrr okkur að þurfa að taka keðjubroddana með en vildum það ekki vegna þyngdar og lítillar líka á að þurfa að nota þá... sem betur fer drösluðumst við ekki með þá...


ree

Það ver alger töfrastund að koma upp í Gvendarskarðið 565 m og sjá skyndilega fjallgarðinn í Þórarinsdal og vestar í Hítardal og sunnan hans blasa við...


ree

Kvöldsólarroðinn enn við lýði og við máttum vart anda fyrir fegurð...


ree

Ljósmyndirnar fanga þetta ekki... töfrarnir voru algerir...


ree

Fjöllin öll innst í Þórarinsdal að sunnan... Grashnúkar og Geldingafjöll heita þessi miðað við kortin...


ree

Lækir og tjarnir frosið efst... það var 2ja stiga frost þarna uppi...


ree

Loksins kominn matur...


ree

Nesti tvö af þrjú í mínus tveimur gráðum...


ree

Rækjusamlokan og kókómjólkin var nánast frosin... tannkul við að bíta í samlokuna... sem var öll kramin af því þjálfari var að spara nestisbox... það er ekki þess virði... betra að hafa boxið með...


ree

Við gerðum okkur grein fyrir því þarna sem við sátum og skulfum af kulda að borða á miðnætti að þetta væri einstakur staður að vera á á Vatnaleiðinni... og náðum að spjalla og vera glöð þrátt fyrir skjálftann...


ree

Þetta voru klárlega álfasteinar sem við áðum við... töfrarnir þarna voru einstakir...


ree

Marta, Kolbeinn, Vilhjálmur, Jóhanna D., Ragnheiður, Bjarni, Hafrún, Bjarnþóra, Silla, Inga Guðrún, Gunnar, Davíð, Steinar R., Örn og þórkatla og Bára tók mynd... með þórarinsdalsbotn í baksýn... Geldingafjöll og Grashnúka...



ree

Búin með 18,4 km 8 klukkustundum...


ree

Södd og komin með brennsluna af stað í líkamanum... héldum við af stað niður Gvendarskarðið niður í Þórarinsdal í átt að morgunroðanum sem fljótlega breyttist í dagrenningu þar sem við lukum við dalinn niður að Hítarvatni...


ree

Mjög skemmtilegur kafli sem við fórum á miklu spjalli og gleði...


ree

Litið til baka inn Þórarinsdalsbotn... þetta er einstakur staður... ég man þegar við gengum fyrst á Smjörhnúkana og Tröllakirkju í Hítardal að þá snart fegurð Þórarinsdals mann mikið... þetta er einstakur staður...


ree

Þórarinsdalur er mjög langur... en hann leið fljótt á góðum gönguhraða niður í mót... hann tekur eflaust vel í upp í mót á öndverðri leið...


ree

Hér tók Örninn vegalengdina beint að Hlíðarvatni á gps-tækið sitt... og hún var ekki nema 16 km... það var ljóst að við vorum að ná mun styttri vegalengd en við áætluðum... og vorum öll dauðfegin því þetta landslag var mun erfiðara en Laugavegsleiðin sem er eins og malbikuð á vel triðnum slóða allan tímann... við vorum lítið á slóða oog því reyndi hvert skref mun meira á og hentaði ekki 50 - 55 km vegalengd...


ree

Þórarinsdalsáin liðaðist með okkur niður eftir...


ree

Smjörhnúkarnir að koma hér í ljós... heimamenn vilja meina að þetta sé Smjörhnúkur 907 m í eintölu og hinir tindarnir ofar séu þá tröllin í Tröllakirkju 941 m sem sé þá allur fjallgarðurinn og ekki eingöngu innsta ávala bungan í norðri... það er góð útlistun á þessu... við skulum reyna að hætta að tala um hnúkana í fleirtölu og fara að tala um Tröllakirkjuna sem alla þessa tinda sem þarna stingast upp til himins...


ree

Birtan einstök... sólin ennþá að kveðja... en fór ekki langt...


ree

Þórarinsdalurinn í mesta myrkrinu sem varð... það va rvarla að við skynjuðum nóttina... myndavélin náði því.... en við í raun ekki... alveg eins og á Laugaveginum... þá var bjart alla nóttina en maður sá á myndum að það koma smá nótt...


ree

Smjörhnúkur...


ree

Litið til baka...


ree

Leiðin okkar niður af Tröllakirkju í Hítardal...


ree

Dalurinn farinn að opnast...


ree

... og komin niður á láglendið hér... Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli 857 m og Hrútaborg 824 m...


ree

Var farið að birta af degi ?


ree

Frost í jörðu...


ree

Sérstakt...


ree

Við gengum framhjá tjaldbúðum þar sem gistu nemar í gönguleiðsögn en Ragnheiður þekkti eina í hópnum... við reyndum að fara varlega og hljóðlega en einhverjir urðu okkar varir samt því miður...


ree

Einn gisti í svefnpokanum einum saman og engu tjaldi... hann var augljóslega vakandi og bylti sér meðan við gengum framhjá... ekki spennandi... þetta var ekki hitastigið til þess arna...


ree

Flott tjaldstæði... með Smjörhnúkinn ofar...


ree

Smjörhnúkur skreytti þennan kafla glæsilega...


ree

... og Kolbeinsstaðafjallið tók að rísa í vestri... Svörtutindar hér vinstra megin brúnir... við ætlum á þá árið 2022... Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli og Hrútaborg hægra megin...


ree

Leiðin okkar þarna upp hornið árið 2011 og 2017... hvernig komumst við þarna upp eigninlega... ?


ree

Smá skýjaslæða að læðast um fjallstindana í næturkulinu...


ree

Hítarvatn 147 m að birtast í Hítardal sem hér liggur inn til norðurs... magnaður staður svo ekki sé meira sagt... og klárlega fegursti staðurinn á Vatnaleiðinni að okkar mati... þ. e. Hítardalurinn og fjöllin hans... múlinn heitir Hítarhólmur...


ree

Litið til baka... Vilhjálmur, Jóhanna, Gunnar og Bjarnþóra með fjöllin ofan dalsins í austri í baksýn...


ree

Eina áhyggjuefni þjálfara sem var eftir í þessari ferð... var hvort leiðin yfir skarðið ofan við Hítarvatn um Klifið væri færi fyrir sköflum og hörðu færi... við reyndum að sjá það í fjarskanum en fjöllin nær skyggðu á leiðina... alls kyns gríni var fleygt um frosna skafla og ófærð sem viðn þóttumst hafa séð ofar... en við vonuðum það besta... nú þá yrðum við bara að láta rútuna koma í Hítardal að sækja okkur... sú leið var bílfær núna í maí...


ree

Smjörhnúkujrinn átti sviðið... það var öllum ljóst... magnaðar tvær Toppfaraferðir í sögunni þarna upp...


ree

Tunglið kvaddi okkur rétt norður af Hrútaborg... og sagði að það væri að koma dagur... enda var orðið ansi bjart...


ree

Það er eitthvað alveg sérstakt að ganga að nóttu til á bjartri sumarnóttu... algert logn og mikill friður... vindurinn mikli sem var í veðurspánni kom ekki alla nóttina... sem betur fer... við hefðum þurft að stytta ferðina líklega annars...


ree

Tröllakirkjan í Hítardal í öllu sínu veldi komin í ljós... hæsti tindur hennar þá lengst til vinstri... tröllin hennar í miðjunni og loks Smjörhnúkur lengst til hægri...


ree

Þetta var nokkuð langdreginn kafli á veginum en það var hægt að stytta smá yfir hraunið á gönguslóða í restina... en Örn valdi veginn þar sem m enn voru þreyttir og það var þægilegt að geta bara arkað áfram án þess að hugsa hvar maður stigi niður...


ree

Komin að skálunum við suðurenda Hítarvatns... hér var fjöldi bíla og greinilega margir að gista... við reyndum að fara hljóðlega og trufla ekki næturfriðinn... klukkan rúmlega þrjú um nóttina...


ree

Fellihýsi og nokkrir jeppar og stærri fjallabílar...


ree

Við veltum því fyrir okkur hvort þetta væru veiðimenn...


ree

Þjálfarar voru ekki vissir hvar leiðin yfir fjöllin hér væri... og reyndu að lesa út úr landslaginu og gps-slóðinni sem þeir voru með til samanburðar við bókina góðu frá FÍ... annars vegar var ein víðsjárverð leið sem virtist ekki létt og frekar brött og tæp... og svo ein mun saklausari norðar... þessi víðsjárverða reyndist vera leiðin... en hún var samt færari en við héldum fyrst...


ree

Hér sést hún hægra megin við Klifsgilið sem kemur niður með Klifsandi 679 m sem er þessi stapi hér...


ree

Það var smá útúrdúr að fara að stíflunni til að komast yfir Hítará... en við létum okkur hafa það því við nenntum ekki að vaða ánna um miðja nótt...


ree

Eins gott að vera ekki of þreyttur eða syfjaður þegar farið var hér yfir...


ree

Það þurfti að vanda sig.. og þrýstingurinn neðan við stífluna var ekki spennandi...


ree

Nesti þrjú og það síðasta formlega í ferðinni var áætlað hinum megin við ána... en þarna var vindurinn aftur farinn að blása smá... og við fundum ekki gott skjól...


ree

... en Örn reyndi og leitaði að góðum stað í hjöllunum hér...


ree

Þetta var ágætis staður í eins miklu skjóli og unnt var á þessum stað... smá dýjamosgræna sem sagði að það væri stutt í sumarið.... við borðuðum í hljóði... klukkan var hálffjögur... allir þreyttir... og að manni læddist syfja og þreyta... og efi... eigum við að gera þetta aftur... eða ganga kannski bara frekar snemma morguns og fram yfir miðnætti... var þessi þjáning þess virði... gleymir maður henni kannski strax aftur...


ree

Búin með 31,1 km... tvo leggi af þremur... leggurinn milli Hítarvatns og Langavatns átti að vera 16 km á 6 klst... en Réttarmúlinn stytti hann fyrir okkur niður í 12,5 km á rúmum 3 klukkustundum...


ree

Dagrenningin var beint í fangið yfir Hítarvatni og fjöllum þess meðan við borðuðum og komum okkur aftur af stað gangandi síðasta legginn...


ree

Upp hér á stíg að því er okkur virtist... kannski var þetta ekki eins bratt og víðsjárvert og það leit út úr fjarska... en við höfðum horft á þetta neðan frá fyrr um nóttina og fundist þetta varla vera leiðin... en hingað vorum við komin...

ree

Tröllakirkjan, Hítarhólmurinn og fjöllin efst í Þórarindal... leiðin okkar sem var að baki var bak við hólminn...


ree

Roða sló á Svörtutinda og félaga...


ree

Leiðin upp Klifsgilið var litrík og glæsileg... og skreytti mikið þennan kafla snemma morguns...


ree

Dagrenningin gaf mikinn kraft... við vorum komin á fullt og hvergi bangin og ekkert þreytt... þetta var bara gaman og yndislegt... að vera nákvæmlega þarna með Hítarvatnið svo fallegt... sjá vindinn á vatninu... smám saman jókst cindurinn með moergninum og var orðinn hífandi við Hlíðarvatnið í lok göngunnar... við vorum sannarlega heppin með veðrið og vindinn sem herjaði bara á okkur í byrjun og lok göngunnar þegar sólin var á ofti og við gátum þolað hann...

ree

Sólin farin að skína á Klifsandinn...


ree

Hér veiktist Kolbeinn skyndilega og kastaði upp en jafnaði sig fljótt að mestu og gat haldið áfram... eftir miklar vangaveltur töldum við að Resorb-steinefnataflan hefði valdið þessu og líklega verið of sterkt blönduð vatni... en samt erfitt að segja... Kolbeinn var ekkin líkur sér og kláraði gönguna með stæl og hlátri og bros á vör eins og alltaf... en þetta tók samt eðlilega á hann og hefði getað farið verr en hann hefði ekki jafnað sig...


ree

Öll fjöllin komin með sólargeislana til sín...


ree

Á smá kafla er stígurinn hér tæpur eða þannig að menn þurfa að gæta þess að stíga varlega en hann var mjög fínn og hvergi frosinn eða háll...


ree

Magnað að upplifa dagrenninguna svona beint í æð...


ree

Litið til baka...


ree

Mjög flott leið...


ree

Komin ofar og úr hliðarhallanum...


ree

Klifsandurinn er magnaður allæa leið niður að rótum...


ree

Hvössu tindarnir efst eins og þeir á Svörtutindum og fleiri fjöllum á þessu svæði...


ree

Hópurinn þéttur reglulega og við gengujm eins og einn hópur allan þessa leið... enginn í vandræðum eða að dragast aftur úr frekar en á Laugaveginum... sem var alls ekki sjálfgefið...


ree

Klifsandur fjær...


ree

Skarðið að baki við Klifsgilið...


ree

Við tók heiðin... sú síðasta... með síðustu brekkunum upp í mót... á Klifsháls sem mældist 521 m hár hæstur þar sem við gengum...


ree

Hér hringdi Bára þjálfari í Axel bílstjóra eldsnemma morguns og sagði honum að við yrðum komin niður milli sex og sjö um morguninn og því þyrftu þau að far aá fætur og keggja af stað úr B orgarnesi... enginn friður... við enduðum á að lenda um kl. 7:30 og því 4,5 klst. fljótar en við áttum von á...


ree

Nóg drykkjarvatn á þessari leið... líka uppi á heiðunum...


ree

Litið til baka...


ree

Útsýnið sem birtist af Klifshálsi niður að Hlíðarvatni 78 m... fjórða og síðasta vatni leiðarinnar... bærinn Hallkellsstaðahlíð þarna niðri hinum megin vatnsins þar sem grænu túnin eru...


ree

Þessi kafli reyndist drjúgari en ásýndist í óþreyjunni við að klára...


ree

Frostið... og sumarið...


ree

Við tókum okkur pásur hér niður... þetta var ekki léttur kafli þó niður í mót væri...


ree

En sólin gerði allt léttara... þrátt fyrir ískaldan og þéttan vindinn sem sannarlega tók að blása hér harkalega og nú í bakið eins og spáin sagði til um... hún rættist algerlega því það átti að aukast í vindinn með morginum...


ree

Hafursfellið og innri fjöllin ennþá í skýjunum... við hefðum vel getað verið í svona skýjuðu veðri í skörðunum og séð ekkert... við máttumvera þakklát með allt skyggnið sem við fengum...


ree

Litið til baka upp Klifshálsinn... Heggstaðamúli og Klifsborg efst 757 m...


ree

Geirhnúkur 898 m sem við þurfum að ganga á...


ree

Nokkrar lækjarsprlænur niðri og stærri sprænur...


ree

Þetta slapp til að byrja með á skónum...


ree

En þarna niðri voru breiðari lækir...


ree

Hafursfellið og Tvíhnúkar og svo hluti þrífjalla; Svartitindur og Snjófjall sem við gengum á árið x með Skyrtunnu...


ree

Litið til baka...


ree

Sumir fóru bara hratt yfir þessa læki á skónum...


ree

En aðrir höfðu fyrir því að fara í vaðskóna með tilheyrandi veseni...


ree

Eftir á að hyggja hefðum við bara átt að stökkva þetta yfir á skónum... sé maður í góðum skóm með legghlífar helst maður þurr...


ree

Frostið... það var ótrúlega kalt...


ree

Sprænurnar lengra frá reyndust ekkert vera...


ree

Þetta var að hafast.. okkur tókst þetta... þetta var styttra en við héldum... en í raun erfiðara yfirferðar... það var eins gott að þetta voru ekki 50 - 55 km... en reyndar vorum við búin að giska á 45 km þegar nær dró þegar við skoðuðum kortin betur á lokasprettinum... en maður þorði engu að lofa samt... mikið er gaman að fara svona leiðir í fyrsta sinn og komast að öllu saman smám saman !


ree

Óþreyjan var orin talsverð síðasta kaflann meðfram Hlíðarvatni og hér hurfu fremstu menn með öllu og einhverjir tóku veginn upp eftir (og lentu í vegenda) en aðrir fóru strandlengjuna sem er rétta leiðin...


ree

Dásamlegt að vera búin að þessu og með leiðarendann í seillingarfjarlægð...


ree

Þarna var mjög fallegt... sjá vindinn á vatninu... að blés harkalega...


ree

Flott leið meðfram vatninu..


ree

Síðustu mnetrarnir að bílnum hér yfir hálsinn...


ree

Komin... fagnaðarlætin leyndu sér ekki... mögnuð stund !


ree

Alls 40,3 - 41,6 km eftir vandlega yfirlegu allra tækja... á 15:02 klst. upp í 573 m hæst með alls 1.900 m hækkun úr 82 m upphafshlæð og 99 m endahæð...


ree

Skála og og teygt og viðrað eftir afrekið... en það var varla hægt í þessum kalda vindi sem blés beint á okkur... við gáfumst fljótlega upp og fórum inn í bíl... hér varð ekki þessi 2ja klukkustunda fagnaðarstund eins og eftir Laugaveginn í fyrra...


ree

... en við héldum þá bara smá partý í bílnum í staðinn... þar til við sofnuðum síðari hluta leiðarinnar...


ree

Mögnuð fjallasýn á leiðinni...


ree

Gosið á Reykjanesi vel greinalegt frá Snæfellsnesinu... magnað !


ree

Takk öll elsku félagar fyrri ofurgöngu tvö... þið eruð mögnuð að gera þetta... við erum rétt að byrja... gerum þetta aftur... á næsta ári... kannski endar sú ferð á að vera einn af leggjunum í Þvert yfir Ísland... þar leynast margar magnaðar leiðir... við ætlum Jökulsárgljúfrin á einum degi frá Dettifossi að Ásbyrgi sem er 36 km leið á stíg alla leið með stórkostlegum viðkomustöður á algerum töfraslóðum en hún telst kannski ekki alveg til ofurgöngu samt... við erum með margar mjög flottar leiðir í huga sem fá yfirlegu fyrir dagskrána árið 2022... jebb, það er sko listi hérna yfir spennandi ofurgöngur næstu árin..


Það athygliverða í þessu öllu saman er að næstum allir Laugavegsfararnir frá því í fyrra voru með í þessari ferð... allir nema Arnar, Atli gestur og Lilja Sesselja... allir hinir mættu aftur í svona svaðilför... þetta er greinilega eitthvað alveg sérstakt sem við erum komin á bragðið með...


ree

Lexíur þessarar ferðar frá hverjum og einum leiðangursmanni koma hér:


(bætt við hér undir þegar berst frá leiðangursmönnum).


Myndbandið af ferðinni hér en því miður vistaðist það smátt sem ekki var hægt að leiðrétta þar sem þjálfari henti öllu myndefni úr símanum fyrir körfuboltaleik sem þurfti að kvikmynda: Vatnaleiðin á einni nóttu 41 km - YouTube



 
 
 

1 Comment


Þetta er óyfirfarinn texti... fer yfir textann við tækifæri... ætla að klára ferðasögurnar af Skessuhorni og Flosatindi svo ég komist í sumarfrí og gríp rigningardag til að fara yfir allar ferðasögurnar í sumar :-)

Like
bottom of page