top of page

Kálfstindar í stórkostlegu veðri, færi og útsýni... svona dagar eru ígildi jöklaferðar !

Tindferð nr. 300 laugardaginn 23. mars 2024Örn bauð upp á magnaða göngu á þrjá Kálfstinda með þverun yfir Þverfellið í byrjun dags þar sem genginn var óhefðbundin leið meðfram Kálfsgili upp á nafnlausa tindinn norðan megin við Flosatind sem við köllum "Kleif" og svo yfir á hæsta Kálfstindinn sem einnig er nafnlaus og við nefndum á sínum tíma "Norðra" til aðgreiningar en af honum var snúið við og þverað yfir Flosatind upp bratta leið norðan megin sem ekki er alltaf fær vegna harðfennis en slapp vel þennan dag og loks var farin hefðbundin leið niður af Flosatindi til baka um slóðann niður í dalinn aftur...


Heiðskírt var þennan dag en heilmikill kuldi... stífur vindur uppi á tindunum en lygnara milli tinda í skjóli að stórum hluta og var færið mjúkt og vel fært á köflum en harðfennið slíkt að menn voru á jöklabroddum stóran hluta dagsins sem gaf frábæra æfingu fyrir jöklana og Mont Blanc í vor...


Landslagið á þessum slóðum er einstakt og leiðin er krefjandi með hækkunum og lækkunum milli tinda og því var það mál manna eftir gönguna að hún vælri ígildi jöklaferðar sakir landslags, færi, veðurs og erfiðleikastigs...


Þessi ferð toppar Baulu áí febrúar og trónir því á toppnum sem besta ferð ársins... og við hlökkum til að upplifa næstu ferð sem toppar þessa... bara gaman að raða þessum mögnuðu ferðum svona upp eftir stórkostleik... þær eru svo margar á hverju ári sem við náum að upplifa og það er vert að vera þakklátur og staldra við og njóta...


Sorglega fáir mættu í þessa ferð þar sem gæðastuðullinn var svona hár... en þetta er staðan þessa mánuðina... mjög góðn mæting á þriðjudögum mánuðum saman en mun síðri mæting í tindferðirnar en stemningin í þéttum, glöðum, jákvæðum og þakklátum hópi gefur svo mikið að við höldum ótrauð áfram og látum þétta dagskrána á þessu ári 2024 bara gefa okkur byr undir báða vængi með að ná öllum þessum fjöllum og leiðum á meðan heilsan leyfir sem er langt í frá sjálfgefið...


Alls 13,5 km á 8:01 klst. upp í 894 m hæð með alls 1.326 m hækkun úr 190 m upphafshæð.


Þverfell: 257 m

Kleifur: 811 m

Norðri: 894 m

Flosatindur 841 m


Ljósmyndir úr ferðinni hér neðar... nú skrifum við ekki ferðasögu undir allar myndir nema við séum að fara nýja leið... en þessi hefur verið farin nokkrum sinnum með alls kyns tilbrigðum... og nafnalisti er undir hópmyndum hér neðar...


Mættir voru: Þórkatla, Fanney, Sjöfn Kr., Birgir, Áslaug, Jaana og Inga en Örn tók mynd og Bára var að vinna þessa helgi. Batman var eini hundur dagsins...

Takk fyrir alveg kyngimagnaðan dag... svona dagar gleymast aldrei... og takk fyrir eljuna og gleðina og jákvæðnina og að vera til í svona ferðir... þær verða ekki að veruleika án ykkar elju og einurðar... og eru án efa ómetanlegar með öllu !Myndbandi af ferðinni hér:


Allar níu fyrri göngur Toppfara á Kálfstinda hér:37 views0 comments

Comments


bottom of page