top of page

Eyjafjallajökull upp Skerjaleið og niður Seljavallaleið með Asgard Beyond

Updated: May 6

Tindferð nr. 304 laugardaginn 27. apríl 2024 #AsgardBeyond



Þrettán Toppfarar gengu á Eyjafjallajökul í fjórða sinn í sögu klúbbsins og í annað sinn með leiðsögn Asgard Beyond og fengum við alveg frábært veður og færi. Sól og gott skyggni upp á tindana þar sem aðeins dró fyrir sólu en útsýnið náðist engu að síður og svo kom smávegis rigning í lokin á niðurleið. Alger snilld og frábær frammistaða allra !


Alls 19,6 km á 9:37 klst. upp í 1.650 m hæð með 2.068 m hækkun.


Mættir voru: Berta Björk, Davíð, Siggi, Gunnar Viðar, Jaana, Sjöfn Kr., Þorleifur, Aníta, Tinna, Linda, Fanney, Björg og Kristófer afabarn Þorleifs.


----------------------------------


Sjá hér smá meldingar frá nokkrum í hópnum af lokaða fb-hópi Toppfara og ljósmyndir fengnar að lánni frá Anítu, Fanneyju, Jöönu, Sigga og Sjöfn Kr.



Leiðsögumenn dagsins... Láki og Jón Heiðar :-)



Frá Sigga:


"Vá hvað þetta var frábær dagur. Eyjafjallajökull um skerjaleið og niður Seljavelli á Goðatind, Guðnatind og Hámund með Asgard Beyond  20 KM 2.070 metra upphækkun. Takk kærlega öll sem gengu þessa frábæru leið. Frekar lúnir fætur núna."



Frá Anítu:


"Við þveruðum Eyjó… vel gert við og ég er dáldið skotin í þessari rjómaskellu. Jökullinn æðislegur með alls konar skemmtilegri uppgöngu.


Fengum allar gerðir af veðri og óverall fauk dagurinn frá okkur enda ferlega gaman. Við getum alveg dömpað Báru orðum í þessa lýsingu og sagt daginn hugvíkkandi mergjaðan

Nokkrir Hvítafjallsfjarar ákváðu að prófa Scarpa jöklaskó. Það gekk sjúklega þangað til það gekk ekki sjúklega Skórnir voru bara ‘frábærir’ þangað til um hundrað metrar voru eftir af upphækkun á toppinn. Þá urðu þeir HRÆÐILEGIR… fyrir minnstu Toppfarana. Erum tvær plástraðar í drasl


P.s. Fanney fær plástraprik… hún reddaði mér alveg. Kveðja, gellan sem hefur aldrei þurft að plástra.


Siggi fær prik  fyrir að hafa lóðsað ofurlágu Corolluna yfir ‘fólksbílafæru’ jeppaleiðina. Gunnar fær svo nokkur prik  fyrir að hafa mokað með mér uppfyllingu í einn af vegskurðunum til að ferja Corollu veghefilinn yfir á meðan aðrir sátu yfir ís og gúmmelaði á Hvolsvelli


Svo fáum við öll prik fyrir að hafa verið últra skemmtileg

P.p.s. mig dreymdi svo að ég hefði stútað bílnum og sett gat á olíutankinn með Fast and Fjúríus glæfraskap og reyndi svo án árangurs að spinna einhverja sögu sem væri aktúallý trúverðug


P.p.p.s. Ég stútaði ekki bílnum, enda GEGGJAÐ GÓÐUR bílstjóri. Einhverjar rispur að framan en held að annað sé ókei.


Það eru ALLTAF ævintýri og ómægawd hvað það er æðislegt.

xx"



Frá Sjöfn:


"Ekkert smá æðislegur dagur á Eyjafjallajökli í gær með Toppförum undir leiðsögn Jóns Heiðars og Láka frá AsgardBeyond. Allar tegundir af veðri, langmest þó af björtu, fínu veðri. Félagskapurinn frábær en Hvítafjallsskórnir gerðu mér erfitt fyrir á leiðinni niður, og er nú með blöðrur á tám."



Mergjaðar ljósmyndir með textum á fb-síðum leiðangursmanna - þetta er bara smá innsýn með nokkrum ljósmyndum - takk fyrir að fá þær lánaðar :-)













Ljósmyndir frá Anítu, Fanney, Jöönu, Sigga og Sjöfn Kr. - takk öll fyrir !


-----------------------------


Hér koma svo ljósmyndir frá Jóni Heiðari, leiðsögumanni en hann á hópmyndina efst í þessari samantekt:
















Kærar þakkir Jón Heiðar og Láki hjá #Asgardbeyond fyrir faglega leiðsögn og tæra snilld eins og alltaf í öllum ykkar ferðum !


Mont Blanc er næst á dagskrá með þeim félögum þar sem Jón Heiðar, Róbert og Bjartur munu leiðsegja átta Toppförum upp á þann fjallstind ef veður og aðstæður leyfa í byrjun júní :-)

68 views0 comments
bottom of page