top of page

Geithöfði, Gullbringa, "Kleifarhöfði" og Lambatangi við Kleifarvatn í logni og blíðu

Æfing nr. 801 þriðjudaginn 23. apríl 2024.


Sumarið kom allt í einu þetta þriðjudagskvöld í apríl... algert logn og hlýtt... skýjað og Kleifarvatnið kristaltært og spegilslétt... sem gerist ekki oft...


Að þessu sinni ákváðu þjálfarar að ganga ekki á Kálfadalahlíðar sem er leið sem þeir smíðuðu í fyrstu göngunni á Gullbringu heldur halda sig nær vatninu og taka þennan nafnlausa höfða sem rís norðan við Gullbringu og við nefndum á sínum tíma "Kleifarhöfða" en þessi leið var skínandi falleg og sérlega skemmtileg til baka meðfram vatninu.


Alls 9,6 km á 3:31 klst. með alls 326 m hækkun úr 142 m upphafshæð.


Yndislegt ról og dól í grjóti, skriðum og sandi þar sem við bókstaflega önduðum að okkur sumarrónni sem er mætt á svæðið... alveg yndislegt !


Nafnalisti undir hópmyndinni og ljósmyndir ferðarinnar hér í tímaröð:









Aftari: Guðmundur Jón, Katrín Kj., Örn, Þorleifur, Þórkatla, Sjöfn Kr., Björg, Kolbeinn, Sigga Lár, Agnar, Stefán G., og Elsa.


Fremri: Birgir, Siggi, Írunn, Linda, Aníta, Jóhanna Fríða, hundurinn Ullur og Sævar en Bára tók mynd og Batman sést þarna aðeins á bak við.


























































Takk fyrir friðinn og dásamlegheitin og spjallið og gleðina og sumarskapið...

18 views0 comments
bottom of page