top of page

Tue, Jul 23

|

#Laugavegurinn

Laugavegurinn á tveimur stórkostlegum dögum með rútu og trússi

Göngum þessa fegurstu gönguleið landsins úr Landmannalaugum til Þórsmerkur á tveimur kyngimögnuðum dögum með gistingu í Hvanngili á miðri leið og endum á góðri máltíð í Húsadal þar sem við skálum og viðrum ævintýrið áður en haldið verður heim um kvöldið.

Laugavegurinn á tveimur stórkostlegum dögum með rútu og trússi
Laugavegurinn á tveimur stórkostlegum dögum með rútu og trússi

Time & Location

Jul 23, 2024, 6:00 AM – Jul 24, 2024, 11:50 PM

#Laugavegurinn, Landmannalaugar, 851, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 2. júní 2024:

Uppselt: Staðfestir eru 17 manns: Aníta, Bára,  Björg, Brynjar, Gerða Fr., Guðbjörg Oddsdóttir gestur, Guðný Ester, Ingunn (ekki í rútu), Jaana, Kristjana, Maggi, Ragnheiður, Selma Barðdal Reynisdóttir gestur, Sesselja Reynisdóttir gestur, Sjöfn Kr., Steinar R. og Örn.

Feitletraðir hafa fullgreitt ferð.

Uppselt - en ef 5 manns bætast við getum við stækkað bílinn og þá komast fleiri en fimm í viðbót, sendið okkur línur.

Biðlisti: Silla (á kantinum þar til nær dregur), Þorleifur. 

Allir í skála nema Steinar R. í tjaldi.

Allir í rútu nema Ingunn.

Allir fá trúss. 

Lágmark 17 manns og hámark 17 manns að meðtöldum þjálfurum.

Hámarksfjöldi í skála er 17 manns, fyrstur kemur fyrstur fær, en nóg pláss í tjaldi NB.

Mikilvægar tilkynningar:

*Allir fullgreitt ferð. Búið að greiða fyrir skála og tjaldgistingu og staðfesta rútuna. 

*Umræðuþráður verður settur af stað fyrir alla leiðangursmenn í júlí þegar nær dregur ferð til að koma skilaboðum fljótt til allra og hópurinn geti talað sig saman fram að brottför - sjá messenger undir miðjan júlí. 

*Til að halda verði ferðar lágu gistum við eingöngu á miðri leið og hvorki fyrir gönguna né eftir hana, heldur keyrum snemma úr bænum og komum seint heim eftir seinni göngudaginn, en náum samt að borða og viðra gönguna í nokkra klukkutíma í Húsadal áður en haldið er heim. Ef einhver vill vera lengur eða mæta fyrr, þá er það sjálfsagt og hægt að kaupa áætlunarferðir til og frá Landmannalaugum og Þórsmörk. Verð lækkar þá í samræmi við rútukostnaðinn en greiða þarf fyrir trússið og ef rútan er nýtt aðra leiðina þá þarf að greiða hana alfarið þar sem viðkomandi tekur frá sæti í henni.

*Trússað er í þessari ferð og því eingöngu gengið með dagpoka. Takmarka þarf engu að síður farangur og gætum þess að ferðast létt bæði á göngu og í trússi.

*Hver og einn greiðir fyrir sína máltíð á Volcano Huts í Húsadal eða kemur með kvöldmáltíðina seinni daginn með trússinu og hver og einn kemur með allan mat í þessari ferð sjálfur sem og alla drykki; nesti fyrir tvo göngudaga, einn morgunmatur og einn eða tveir kvöldmatar. Þjálfarar leggja upp með að kaupa seinni kvöldmáltíðina á veitingastaðnum til að minnka flækjustigið, enda hentugt að geta sest inn að máltíð eftir seinni daginn, frekar en að stússast í mat en eflaust sýnist sitt hverjum í þessu og ef hópurinn vill standa í kvöldmáltíð seinni daginn þá endilega gera það.

*Allir virkir klúbbmeðlimir Toppfara sem eru að mæta í þriðjudagsgöngur og/eða tindferðirnar og eru ekki að dragast aftur úr þar né í vandræðum almennt í göngunum, geta komið í þessa ferð. Leiðin er löng en á stíg allan tímann og landslagið slíkt að maður gleymir sér við að njóta og anda að sér fegurðinni á meðan kílómetrarnir fljúga framhjá enda höfum við nægan tíma báða dagana til að dóla okkur þessa 27 kílómetra :-) 

*Gestir sem ekki eru í klúbbnum eru velkomnir með í þessa ferð en nauðsynlegt er að vera vel æfður og vanur löngum göngum. Best að hafa samband við þjálfara ef menn hafa áhuga. 

Ferðasagan af ofurgöngunni 2020: Tindferð 201 Laugavegurinn á ein (toppfarar.is)

Ferðasagan af fyrstu Laugavegsgöngu Toppfara árið 2008: Toppfarar.is - Tindur 14 - Laugavegur

Verð:

Kr. 69.000 kr. (64.600 ef í tjaldi) - fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef báðir aðilar sem deila æfingagjöldum mæta.

Kr. 78.000 kr. (73.600 kr.  ef í tjaldi) - fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

ATH verð miðast við að allir séu í Ferðafélagi Íslands (gistingin í Hvanngili). EF einhver er ekki með aðild þar þá hækkar verðið um 5.800 kr. Athugið að sambýlisfólk nýtur bæði afsláttar ef annar aðilinn er í FÍ svo það getur borgað sig að skrá sig í félagið ef verið er að kaupa þessa gistingu fyrir tvo.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Staðfestingargjald greiðist við skráningu og er óendurkræft við afboðun nema annar komi í staðinn. Fullgreiða þarf ferð 6 vikum fyrir brottför, laug 1. júní og er sú greiðsla óendurkræf við afboðun nema annar komi í staðinn.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 06:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5 með rútu til Landmannalauga (3ja klst. akstur með stoppi í Hrauneyjum).

Heimkoma:

Kringum miðnætti í Reykjavík með rútu sem fer frá Þórsmörk kl. 21:00 miðvikudaginn 24. júlí (stopp á Hvolsvelli).

Aksturslengd:

Um 3 klst. hvora leið með rútu með einu wc-stoppi á leiðinni.

Hæð:

Um  1.070 m

Hækkun:

Um 2.100 m.

Göngulengd:

Um 53 - 55 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngutími:

Um 8 - 10 klst. hvorn dag á notalegu dóli að njóta stórkostlegs umhverfis allan tímann, en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið á góðum stíg alla leiðina um sand, möl, grjót, klappir, gras og mold þar sem stikla þarf og vaða nokkrum sinnum á leiðinni. Vaða þarf 3svar fyrri daginn og 2svar seinni daginn.  Bláfjallakvísl stuttu frá Hvanngili er köldust á degi tvö en grunn og tær og Þröngá við Þórsmörk er straumhörðust á degi tvö en hún er gruggug og grýtt, önnur vöð eru létt og öll vöðin eru vel viðráðanleg og fjölfarin þó alltaf þurfi að fara varlega.

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir frekar langa göngudaga en á greiðfærum og vel troðnum stíg allan tímann þar sem vaða þarf  nokkrum sinnum yfir ár og læki.

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Share This Event

bottom of page