top of page

Miðdalur Esju á Dýjadalshnúk, Tindstaðafjall, Selfjall og Þórnýjartind #Esjudalirnir

Tindferð nr. 298 laugardaginn 16. mars 2024Eftir eina frestun á þessari ferð vegna veðurs og annarrar vegna dræmrar mætingar... lögðum við loksins í hann á þessa glæsilegu bröttu tinda í norðvestarverðri Esjunni...Tindstaðafjall var það... hér hægra megin með Tindstaðahnúki og Dýjadalshnúki... og Þórnýjartindur... vinstra megin... eftir því hvort maður lítur á hvorn tindinn sem er á þessum fjallshluta... en Selfjall var það einnig þarna uppi...Ganga tvö af átta um alla átta dali Esjunnar á árinu... ekki margir sem eru ákveðnir í að ná þessu... en þó nokkrir og áhugi þeirra keyrir okkur áfram... það væri alveg mergjað að ná þessum átta dölum og lægri tindum í fimm þriðjudagsæfingum... og ná þannig að ganga á alla tinda Esjunnar á einu ári...Kerlingargil var skrautið á uppleið...Miðdalurinn hér útbreiddur til austurs... Nónbunga í Eilífsdal innst hægra megin...Fjallavinir voru stór hópur á eftir okkur þennan dag... ekki í fyrsta sinn sem þau eru á sömu slóðum og við... mjög gaman að hitta þau svo uppi á tindinum þar sem við vorum að fara og þau að koma... þau lögðu bílunum sínum á betri stað en við... ef þarna er ekki hlið né merkt einkasvæði þá skulum við leggja þarna næst með leyfi bóndans...Kerlingargilið er ægifagurt...Það var sumarlegt niðri þennan dag... og enn sumarlegra þegar niður var komið í lok dagsins...Frábær mæting... alls 13 manns... við gleðjumst mjög ef við náum 2ja stafa tölu í tindferðunum nú orðið... aðeins öðruvísi en okkur áður brá þegar menn mnættu bara sama hvernig veðrið var eða hvaða leið var í boði...Tindstaðahnúkur... við höfum gengið beint upp hann á þriðjudagsæfingu og í tindferð á þessu svæði en þennan dag var hann ekki genginn per se út á þessa nös...Skil sumar og vetrar... Dýjadalshnúkur þarna efst framundan fyrir miðri mynd...Iðandi fuglalíf í gilinu og þeir heilsuðu upp á okkur fuglarnir...Dýjadalshnúkur framundan... hlýtt í veðri og engar áhyggjur af færinu... en allir með jöklabrodda og ísexi meðferðis ef ske kynni... og það munaði ekki miklu að það þyrfti að skella á sig broddunum...Fjallavinir komin hálfa leið upp...Komin í snjófærið...Smávegis snjómugga hér í nokkrar mínútur... en svo leið það hjá og himininn varð aftur blár... við vorum á skilum milli sólríks veðurs og skýjaðs úrkomuveðurs... allan daginn...Ennþá var færið mjúkt og gott...Kerlingargilið...Tindstaðahnúkur...Mergjaður staður að vera á... hér sést alveg niður gilið... nánast...Auðvitað tókum við hópmynd hér !


Kolka, Agnar, Gunnar, Jaana, Siggi, Linda, Oddný T., Sigrún Bj., Maggi, Birgir, Gulla, Örn og Steinar R. en Bára tók mynd og Batman er þarna fyrir framn hópinn...Aftur orðið bjart og fallegt...Fljótlega fórum við í keðjubroddana hér þar sem færið var svellað undir nýja snjónum eftir hlýjindi og frost til skiptis síðustu vikur...Fleiri karlmenn hafa verið í göngunum upp á síðkastið... árum saman var kynjahlutfallið jafnt en svo urðu konurnar mun fleiri... og á tímabili voru strákarnir í meirihluta... og nú er þetta nokkuð jafnt aftur...Litið til baka.. Miðdalur hér fyrir neðan...Frábær stemning og mikið spjallað...Miklu betra að athafna sig á broddunum...Frábær leið... hér upp og niður höfum við farið líklega tvisvar sinnum á þriðjudagskveldi...Eðalfólk á ferð... og forréttindi að ganga í þessum félagsskap..Bláminn í himninum kominn aftur...Ekki þörf á jöklabroddunum en það mátti ekki miklu muna...Fínasta æfing og þjálfun í þéttum brekkum þennan dag...Litið til baka...Síðustu metrarnir upp á Dýjadalshnúk...Komin upp í skarðið...Dýjadalshnúkur í 736 m hæð...Magnað útsýnið niður í Blikdal fremri hlutann...Blikdalur með Smáþúfum og Arnarhamri...Niður að Fjallavinum sem voru á leið upp...Hér áðum við og borðuðum nesti með ægifagurt útsýnið allt í kring...Síðustu metrarnir...Yndisleg nestisstund...Mögnuð birtan þennan dag... og skýjafarið með ólíkindum...Við nutum þess að vera í hlýrri marssólinni...Út á ystu nöf á Dýjadalshnúki...Akrafjallið í aksýn Oddnýjar og Steinars... forréttindi að eiga svona göngufélaga...Þá var það Tindstaðafjall... hér hittum við Fjallavinina og spjölluðum heillengi við þau... bestu batakveðjur til Þórðar sem vonandi nær sér vel af meiðslum eftir liðþófaaðgerð fyrir jól :-)Við nutum hverrar stundar í þessari léttu ferð... jú, hún var létt því hún var ekki 26 km eins og fyrir viku síðan ! :-)Fjallavinir á Dýjadalshnúki...Upp Tindstaðafjallið...Komin upp á meginlandið og hér með var þetta bara ganga um um brúnirnar beggja vegna og svo niður aftur í lok dags... alger lúxus...Arnarhamar og Smáþúfur...Við stóðumst ekki mátið að taka hópmynd með Fjallavinina í baksýn á fyrsta tindinum af fjórum þennan dag... meiri fylling í landslagið þegar fólk er með... frábær mynd !Tindstaðafjallið var 776 m hátt...Nú sáum við innsta hluta Blikdals... hann er hvorki meira né minna en 7 kílómetra langur aðra leið.. alls 14 km ganga ef maður tekur þennan dagl fram og til baka og dsleppir fjöllunum... en um 25 km ef fjallgarðurinn er allur tekinn... eins og við ætlum að gera í apríl eða maí...Blikdalurinn... Selfjall sem var tindur þrjú þennan dag...Sterkir litir....Mjög falleg birta...Selfjallið var næst... 796 m hátt...Mikið spjallað...Fallegar brúnirnar niður í Blikdal...Vá... sjáið þið þennan klettastöpul...Magnaður !Afstaðan...Maggi ákvað að fara út á hann...Var ekki lengi að því...Geggjað !Svo fórum við bara þegar myndatökurnar voru búnar... og Maggi kom sér sjálfur aftur upp... enga stund að því !Síbreytileg birta og skýin léku stsærsta hlutverkið þennan dag...Draumaheimur fjallgöngumanna...Nú tóku við fjallsbrúnir Miðdals... norðan megin...Miðdalur hér og mynni Eilífsdals...Miðdalur... Sandfell og Eyrarfjall... og svo Hvalfj0rðurn með fjallsásrum sínum... Reynivallahálsi, Meðalfelli og svo Nónbungu...Sólin var að mestu með okkur þennan dag...Þessi blámi... hann er hugbreytandi...Nú var komið að rimanum... mjóa... sem aðskilur Selfjall frá Kistufelli... nyrðra... en við slepptum hæsta punkti á því til að rekja okkur frekar meðfram brúnunum í Miðdal... Kistufell nyrðra verður tekið á Blikdalshnringnum...Magnað landslag !Litið til baka...Gott að vera í keðjubroddunum og þurfa ekkert að hafa áhyggjur af því hvort svell sé undir eður ei...Riminn framundan...En fyrst aðeins aftur að brúnunum...Sagan af gömlu sólgleraugunum hans Birgis...Mikið erum við heppin að geta átt svona dag... enginn starandi í símann... allir á staðnum í huga og líkama...Hvílík birta ! Tindstaðafjallið...Sandfell og Eyrarfjall...Þórnýjartindur þarna lengra aðeins kíkjandi á bak við... Nónbunga svo best áberandi í sólinni...Ekki hægt að fanga þessa síbreytilegu birtu nægilega vel...Geggjuð sólgleraugun hans Birgis...Fjallsbrúnirnar ofan við Miðdal voru magnaðar...Það var sko nóg stoppað og myndað og staldrað við í rólegheitunum að njóta...Gaman að fá aftur jafnt kynjahlutfall... önnur dýnamík fylgir strákunum og hún er nauðsynleg í svona hópi...Spáð í næsta sumar og alls kyns spennandi ferðir og margt annað í umræðunni...Riminn...Sjá hvernig skýin lágu yfir efsta hluta Esjunnar og suðurhlutanum...