top of page

Páskafimman 2024 var hálftími á dag í hvers konar hreyfingu

Updated: Apr 23

Áskorun páskana 28. mars - 1. apríl 2024.


Í ár tóku 6 manns þátt að þessu sinni en mun fleiri í klúbbnum tóku þó hálftímahreyfingu alla þessa daga, þó þeir melduðu ekki sérstaklega inn páskafimmurnar sínar.


Aníta:



"Páskafimman… VÁ hvað ég er brosandi hringinn eftir síðustu daga. Það gerast alltaf einhver ævintýri í svona áskorunarveseni

Ásinn í páskafimmunni sem toppaði allt var Miðdalur Esju, 4ra tinda hringleið. Án djóks pípól, ég bíð spennt eftir Eilífsdalnum og vona að við fjölmennum svo hægt verði að fara.

Topp tvisturinn var að hlaupa tvisvar sinnum það sem ég vissi ekki einu sinni að ég myndi púlla og það bara sæmilega… að ég held  2 x 3gja tinda Úllahlaup 10km 730-780m hækkun

Á laugardeginum tók ég æfingaþrist, 2 morgunæfingar og 1 seinnipartinn

Esjan á tindafjarkann

Páskafimman var fimm mismunandi æfingar; fjallahlaup, fjallganga, Hot Body, Hot Barre og Power Yoga

Sexan er hversu oft ég sökk í mýri

Sjöan eru ferðirnar á Úlfarsfell

Og æfingarnar urðu átta."


Bára þjálfari:


"Páskafimman mín var að þessu sinni fimm mismunandi hreyfing yfir páskana. Var á tveimur næturvöktum yfir páskana en náði samt að hreyfa mig alla dagana og er það mín reynsla að hreyfing úti við eftir næturvakt sé það allra besta og ekkert síðra en sjálfur svefninn. Því miður valdi ég að skokka frekar en að synda til að ná fimmtu hreyfingartegundinni en hnéð galt þess og versnaði talsvert eftir skokkið (það sem maður leggur ekki á sig í metnaði í þessari páskafimmu) - en þetta skrifast bara á leti... ég nennti ekki að synda í 30 mínútur... en vonandi lagast þetta hné aftur... ég allavega skokka ekki næstu mánuðina úr því það brást svona illa við litla greyið... við ætlum nefnilega að geta gengið á fjöll fram yfir sjötugt svo það er til mikils að vinna ! Geggjað gaman að taka þátt í þessari páskafimmu, hún er sannarlega lífsstílsbætandi og hugvíkkandi upplifun :-)


Skírdagur: Hjól um fallegu úthverfin í Reykjavík 30 km á 1:51 klst.

Föstudagurinn langi: Fjallganga á Mosfell með Vökudeildarvinkonum 4,1 km á 1:12 klst.

Laugardagur: Göngutúr með Batman og Erni 3 km á 41 mín.

Páskadagur: Hlaup 4 km á 30 mín.

Annar í páskum: Lyftingar í World Class í 30 mín.


Fanney:


"Páskafimma Toppfara 2024 ! Hreyfum okkur í hálftíma á dag alla fimm páskadagana, öll hreyfing gildir 

Fór fram í Barcelona hjá mér. Fyrstu fjórir dagarnir voru á lindy hop hátíð. Svo ætlaði ég nú að taka rólegan dag í dag sem endaði svo í 17 km þrammi um Barcelona."



Jóhanna Fríða:



"Hér er mín páskafimma:


Í lok síðustu göngunnar í gær, datt mér í hug að ná akkúrat 55,0 km í heild yfir páskana og settist niður með símann til að reikna. Nákvæma ég, eins og bjáni, reiknaði bara einu sinni.. EINU SINNI!!! ...þá vildi auðvitað ekki betur til en svo að ég sló inn 11,3 fyrir laugardagsgönguna, í stað 11,13, svo í stað þess að heildin yrði 55,0 (reyndar 55,01 því ég ætlaði að hafa ,01 auka ef Strava skildi stela af mér, sem gerist stundum), þá varð heildin 54,84.


Í myndunum varð þemað jörð, vatn, loft og eldur...


Takk fyrir mig."


Katrín Kjartans:



"Skírdagur……….garðvinna í 3.5 klst

Föstudagur… ….Reykjaborg og allir tindar 2.38 klst, 8,13 km.

Laugardag… …..Grafarvogsströnd 1.08 klst, 5.33 km

Páskadagur……..Elliðaárdalur 1.20 klst, 8,86 km.

Annar í páskum. Heiðmörk 2.20 klst. 8,07 km.

Myndin er tekin af læknum undir Þverfellinu. Myndefni sem alltaf heillar."


Siggi:



"Svo tók ég aðra áskorun um páskana en það var að fara á alla tindana í Mosó. 1. Úlfarsfell.2 Reykjarfell.3.Lali(Hararfell) 4. Helgafell.5. Æstustaðarfjall.6 Láafell.7 Mosfell.8. Grímannsfell. kláraði þá í dag."


----------------------------------------


Takk allar fyrir þátttökuna og þessar skemmtilegu meldingar !


Aníta var dregin út og fann sér inn tindferð að andvirði 7.000 kr. sem hún getur nýtt í næstu ferð þegar hentar.


Þessi áskorun hefur sannarlega komið okkur út að hreyfa okkur alla páskana síðustu ár og við munum halda áfram þessari áskorun alla páska út ævina... það er bara svoleiðis... af því þetta er svo gaman og heilsuhvetjandi :-)

13 views0 comments
bottom of page