Kögunarhóll og Rauðhólsurð í Esju #Esjanöðruvísi
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- 4 days ago
- 1 min read
Æfing nr. 879 þriðjudaginn 6. janúar 2026


Fyrsta þriðjudagsæfing ársins 2026 var óhefðbundin leið á Esjuna þar sem við bröltum upp á Kögunarhól sem er í skugga hærri og þekktari tinda í Esjunni og þaðan röltum við upp um Rauðhólsurð áður en við lækkuðum okkur í myrkrinu niður á stíginn við Mógilsána og tókum rösklega niðurgöngu... en þar reyndust mestu hindrarnirnar vera í glerhálum stígnum ef nokkurt vatn lak þar í gegnum og var þetta sýnu verst í gilinu neðarlega... en keðjubroddarnir duga einmitt vel í svona færi og því varð þetta skínandi góð æfing í myrkri að vetri til og hálku... í enn einu blíðviðrinu og logninu síðustu tvö ár eða svo... veðurblíðan árið 2025 heldur áfram inn í árið 2026 og við vitum varla hvað það er orðið að fá slæmt veður á þriðjudagskveldi, aldrei fengið annað eins tímabil af logni og þurru veðri frá upphafi klúbbsins í tæp 19 ár...
Æfingin gaf okkur 4,5 km á 1:56 klst. upp í 418 m hæð með alls 443 m hækkun úr 2 m upphafshæð og var mætingin með ágætum... sjá nafnalista undir hópmyndinni og nokkrar ljósmyndir úr myrkrinu en það vantaði sárlega snjóinn til að gefa myndunum einhvura birtu...


Mættir voru alls 14 manns: Björg, Gunnar G., Maggi, Siggi, Birgir, Örn, Linda, Guðný Ester, Sighvatur, Hjörtur, Kolbeinn og á mynd vantar Chr. en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...

Frábær byrjun á árinu 2026... og við teljum þessa göngu sem einn tind í 100 fjalla áskoruninni þar sem Kögunarhóll á það skilið landslagsins vegna en Rauðhólsurð ekki þar sem Rauðhóll stendur fyrir sínu og verður genginn síðar á árinu vonandi ! #100fjöll








Comments