Gamlársdagsganga Kolbeins og Sigga
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- 14 hours ago
- 1 min read
Miðvikudaginn 31. desember 2025

Kolbeinn og Siggi buðu félögum sínum upp á sína árlegu Gamlársdagsgöngu klukkan tíu frá neðra bílastæðinu með 3ja hnúka hringleið um fjallið þar sem skálað var svo við jólatrén hans Kolbeins og kveikt á flugeldum...
Frábært veður og góð mæting og einstök stemning eins og alltaf... þjálfarar komust ekki vegna influensunnar en hugsuðu til félaga sinna... þessi ganga er frábær endir á árinu !
Alls 4,1 km á 1:37 klst. upp í 265 m hæð með alls 356 m hækkun skv. strava hjá Sigga.
Ljósmyndir frá Sigga hér og nafnalisti undir einni myndinni:

Mættir voru 13 manns ? : Aníta, Ása, Björg, Elísa, Fanney, Guðný Ester, Gulla, Kolbeinn, Linda, Siggi, Sjöfn Kr. og tveir til ?





Kærar þakkir fyrir þessa snilld elsku Kolbeinn og Siggi ! Frábært framtak hjá ykkur og dýrmætt fyrir hópinn !








Comments