Heiðarhorn í Skarðsheiði í desember !
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- 14 hours ago
- 2 min read
Tindferð nr. 348 laugardaginn 27. desember 2025

Við náðum að bæta desember mánuði við safnið á Heiðarhorni, hæsta tindi Skarðsheiðarinnar, milli jóla og nýárs sem var kærkomin útivera og hreyfing milli hátíðanna... og var mætingin með eindæmum góð...
Örn mætti einn þar sem Bára lá heima með influensuna sem herjar frekar illa á landsmenn þennan veturinn en veðurspá var með ágætum, því miður ekki heiðskírt en lygnt og friðsælt veður...
Því miður var ekkert skyggni ofar og á tindi Heiðarhorns var aftakaveður, ískalt og vindur sem reif vel í en þannig hefur þessi tindur oft látið enda í yfir þúsund metra hæð...
Gangan gekk vel og allir í banastuði fyrir frískandi útiveru... alls 14,5 km á 6:12 klst. upp í 1.053 m hæð með alls 1.066 m hækkun úr 77 m upphafshæð...
Magnað að ná þessum tindi á þessum árstíma í svona litlum snjó og við svona góðar aðstæður ! Til hamingju þið sem mættuð !
Ljósmyndir úr ferðinni hér neðar og nafnalisti undir hópmyndinni:

Lagt af stað í myrkri með höfuðljós og sólin kom upp einum og hálfum tíma eftir brottför...
Litla Horn hér og Skarðshyrna blasa við vestan við Skarðsá...













Alls mættir 17 manns:
Gulla, Franz, Smári, Birgir, Olli, Tína, Björg, Sigrún Eðvalds., Þorleifur, Kári Rúnar gestur, Fanney, Sjöfn Kr., Aníta, Frímann og Sighvatur og Örn tók mynd en Batman og Baltasar mættu sem og nýr hundur, hann Gutti :-)





Snjóbrúin yfir Skarðsána sem farið var yfir á ofarlega í dalnum...







Nesti undir hömrunum...












Það voru tilmæli frá bónda í Tungu að ganga austan við Skarðsána upp en ekki hinum megin eins og áður (höfum farið beggja vegna frá 2007) þar sem eigendur að Efra Skarði vilja enga umferð um sitt land en eigendur Tungu leyfa góðfúslega göngumönnum að komast frá þeirra svæði í fjöllin... kærar þakkir ábúendur að Tungu fyrir liðlegheitin !


Mergjuð ferð og loksins alvöru vetrarveður !
Takk öll fyrir komuna elskur, þetta var flottur endir á mögnuðu ári 2025 !
Gps-slóðin hér: https://loc.wiki/u/77475?wa=uc
Ekki búið til myndband þar sem lítið var tekið af hreyfimyndum og ljósmyndum vegna veðurs og skyggnis enda vantaði annan þjálfarann !








Comments