Sat, Nov 09
|#Esjudalirnir
Esjudalirnir átta og kveðskapur um Esjuna 2024
Önnur af tveimur áskorunum ársins 2024 er Esjan. Gengið verður í kringum alla hennar átta dali í átta tindferðum á árinu og á minni tinda hennar á fimm þriðjudagsæfingum. Semjum ljóð um Esjuna í tengslum við þessar ferðir. Hefst laug 13. janúar og endar laug 9. nóvember 2024.
Time & Location
Nov 09, 2024, 8:00 AM – 6:00 PM
#Esjudalirnir , Esjan, 162, Iceland
About the Event
Önnur af tveimur áskorunum ársins 2024 er Esjan:
Gengið verður í kringum alla hennar átta dali í átta tindferðum á árinu og á minni tinda hennar á fimm þriðjudagsæfingum.
Hefst laug 13. janúar og endar laug 9. nóvember 2024
Sjá dagskrá Toppfara hér: https://www.fjallgongur.is/dagskr%C3%A1in
Náum þannig öllum tindum Esjunnar á einu ári í alls 13 göngum, átta um helgar og fimm á þriðjudagskvöldum.
Semjum ljóð um Esjuna í tengslum við þessar ferðir og bætum þeim saman við ört vaxandi ljóðasafn klúbbsins.
Klúbburinn hefur nú þegar gengið á alla tinda Esjunnar síðastliðin tæp 17 ár, en nú verður gaman að ganga hana alla á einu ári og kynnast henni vel frá öllum sjónarhornum og á öllum árstímum.
Við ætluðum að ná Esjunni allri árið 2022 #EsjanÖll en áhuginn var lítill, svo hætt var við það verkefni, en vegna fjölda áskorana, ætlum við að reyna þetta aftur og helst ekki gefast upp, heldur ná þessu og kynnast þannig öllum krókum og kimum bæjarfjallsins okkar á einu ári.
Mætum, njótum og semjum ljóð... meldið inn öll ljóð um Esjuna á lokaða fb-hóp Toppfara og þjálfari setur upp sérstakan ljóðabálk á vefsíðuna www.fjallgongur.is
Dregið verður úr öllum þátttakendum og í vinning er árgjald í klúbbnum sem hægt er að nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.
Bara gaman og ekkert nema ævintýri og forréttindi :-)