top of page

Bláfjallahnúkar og Vífilsfell í ægifagurri snjóþoku á notalegum sunnudegi

Updated: Jan 23

Æfing nr. 787 þriðjudaginn 16. janúar 2024.Örn bauð upp á aukaferð á sunnudegi þann 21. janúar þar sem veðurspá var mjög góð þann dag... og var þetta þriðja tindferðin í janúar sem hefur jú gerst áður enda er janúar oft stöðugri í veðri en febrúar og mars að okkar mati... nema manni misminni þetta alltaf... en þau sem mættu fengu dulúðuga frostþoku og magnaða birtu á leið sem Örn saumaði saman úr fyrri ferðum um þessar slóðir... óhefðbunda leið baksviðsmegin á Vífilsfellið... og var landslagið með ólíkindum flott þennan dag... niðurstaða dagsins er sú að Vífilsfellið er mun fegurra að vetri til en sumri...


Alls 11,6 - 12,8 km eftir því hvaða tæki fær að ráða... við veljum 12,5 km af úrinu frá Erninum... á 5:19 klst. upp í 662 m hæð með alls 820 m hækkun úr 204 m upphafshæð...


Fámennt en góðmennt og fegurðin verðlaunaði vel þá sem létu hafa sig út í frostið á sunnudegi en brottför var klukkan tíu um morguninn sem er eflaust mjög hentug tímasetning fyrir marga enda meira en að segja það að þvælast snemma á fjöll um helgar eftir krefjandi vinnuviku í myrkrinu og kuldanum í janúar...


Vel gert og frábært að ná þessu... þjálfarar fara nú erlendis í viku og mæta galvaskir til leiks aftur í byrjun febrúar en þann mánuð eru skipulagðar tindferðir allar fjórar helgarnar sem er náttúrulega galin bjartsýni... en sjáum hvort við náum allavega tveimur ha ? ... :-)


Ath... nafngiftin "Bláfjallahnúkar" er okkar frá árinu 2014... og stundum höfum við óvart nefnt "Bláhnúkar"... en Bláfjallahnúkar er það og stendur meðan ekkert annað örnefni er til um þessa formfögru hnúka sem rísa milli Vífilsfells og Bláfjallahryggjar...Ljósmyndir úr ferðinni hér, magnaðar myndir... og nafnalisti undir hópmyndinni:
Mættir voru 8 manns... Sjöfn Kr., Silla, Sigrún Bjarna, Oddný T., Jaana, Dina og Þórkatla en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn...

Takk... fyrir töfrandi fagran dag... :-)

38 views0 comments

Comments


bottom of page