top of page

Útigönguhöfði frá Álfakirkju um Réttarfell, (Vestrihatt) og Hvannárgil #Þórsmerkurfjöllin

Tindferð nr. 268 laugardaginn 3. júní 2023.


Í fyrra fórum við fyrstu formlegu Þórsmerkurfjallasöfnunarferðina á Rjúpnafell og um Tindfjallahringinn sem var ægifögur og sat lengi í minningunni... við vorum svolítið úrkula vonar um næstu ferð þar sem veðurtíðin er búin að vera sérlega erfið þetta vorið og sumarið... en þjálfarar fóru könnunarleiðangur um leið dagsins þetta árið... ár tvö í Þórsmörk... um Útigönguhöfða og félaga og Hvannárgil til baka í sól og blíðu... og voru hreinlega agndofa yfir fegurðinni á þessari leið...


Við settum því færslu inn á fb-hóp Toppfara um að hver sem vettlingi gætu valdið ættu að koma í þessa göngu en vorum eingöngu 16 manns sem var mikil synd því þetta reyndist ein fegursta gangan frá upphafi...


Landslag Þórsmerkur er ævintýri líkast... og þó keyrt sé hér inn eftir á hverju ári verðum maður alltaf orðlaus í hvert sinn...


Árnar voru í stakasta lagi inn eftir... en þjálfarar höfðu farið þetta einbíla á fimmtudeginum og eingöngu verið smeyk við Steinholtsána sem slapp samt vel...


Veðurblíðan var dásamleg þegar við lögðum bílunum við Álfakirkju... og lögðum af stað kl. 9:45... eftir brottför kl. 07 um morguninn...


Álfakirkja hér... stórbrotið landslag frá fyrsta skrefi...


Brött brekka strax í byrjun eftir smá kafla undir kirkjunni til að byrja með...


Lögð af stað um Réttarfellið... sem kom verulega á óvart... bratt og heilmikið klöngur og brölt... alvöru fjallganga vestan megin en austan megin er stígur og tröppur sem búið er að gera en flestir ganga á Réttarfellið þeim megin, frá Básum en fyrir áhugasama er þess virði að taka vestari leiðina með og fara þá hálfhring um fellið í leiðinni...


Mjög skemmtileg leið...


Fækkuðum fötum í hitanum og logninu...


Útsýnið strax magnað... Valahnúkur sem gnæfir yfir Húsadal hér hægra megin...


Langidalur þarna í kvosinni blómlegu... og Tindfjallajökull í skýjunum fjær...


Nærmynd... mjög fallegur staður fyrir skálann sem FÍ rekur með myndarskap... sjá göngubrúna yfir Krossá... tær snilld að hafa hana fyrir þá sem treysta sér ekki til að keyra yfir Krossá...


Upp gil og meðfram klettum...


... ekki dauður punktur á þessari leið...


Gleði og þakklæti... fyrir að vera á þessum stað á þessari stundu... rysjótt veðurtíð ríkti áfram út allan júnímánuð og við vorum einstaklega lánsöm að ná þessari göngu á áætluðum degi... þetta var sumarið sem það var þess virði að grípa góðu dagana þegar þeir gáfust...


Um Réttarfellið er stígur sem við fylgdum...


... um krókaleiðir sem eru magnaðar...


Hvannárgilið að koma í ljós... klettastapar Eyjafjallajökuls yfirgnæfandi...


Litið til baka... sjá akstursleiðina okkar...


Sjá slóðann framundan hér í hliðarhalla...


Mikið spjallað og spáð...


Forystuhundurinn Batman rataði... eftir könnunarleiðangurinn tveimur dögum áður...


Frábær stemning þennan dag...


Logn og hlýtt... við þáðum það með þökkum...


Hvannárgilið að koma í ljós... hér upp komum við í lok dagsins...


Mögnuð leið hér um Réttarfellið...


Heilmikið klöngur en vel fært öllum sem eru á annað borð að ganga á fjöll...


Geggjuð leið !


Þetta var veisla fyrir klifurketti klúbbsins...


Þessi kafli var skemmtilegastur á Réttarfellinu...


... þar sem keðjan var... ekkert mál en tafsamt þó við værum bara 16 manns...


Doddi nennti ekki að bíða of fór neðan við þessa leið... en hann mælti ekki með henni :-)


Höfðingjar klúbbsins... þau sem hafa náð 70 ára aldrei... og jafnvel 80 árum eins og Magga Páls... tóku þetta í nefið...


Fyrstu menn komnir niður...


Gott að nota keðjuna, halla sér aftur og finna syllur fyrir skóna...


Flestir í klúbbnum ólofthræddir en þó nokkrir glíma við óöryggi í svona bratta og þá er gott að hafa félagana með til að blása sér byr í brjóst...


Mjög flott leið !


Langidalur...


Hvannárgil...


Gat í gegnum bergið... Linda er svo falleg fyrirsæta...


Leiðin þegar litið var til baka...


Áfram hélt klöngrið...


... upp á hæsta tind Réttarfells...


Við gáfum okkar góðan tíma í þessari göngu og tókum ógrynni af myndum...


Rjúpnafellið og Tindfjöll hér í fjarska vinstra megin...


Litið til baka...


Einhyrningur og Hattfell... bak við Tindfjöllin...


Hattfellið... við gengum á það í fyrra ásamt Stórusúlu í einni flottustu göngunni í sögunni... og ætlum aftur á það sem föstudagsfjall 21. júlí ef veður leyfir...Einhyrningur... sem við gengum á haustið 2021 í sömu ferð og gengið var á Illusúlu... sem var líka einstök ferð... Illasúla og Einhyrningur í þokudulúð, vetrarsól, regnbogum og hálendistöfrum á heimsmælikvarða ! (fjallgongur.is)


Valahnúkur... við eigum hann eftir... hann verður fljótlega genginn... engin spurning að bæta honum við safnið #Þórsmerkurfjöllin


Rjúpnafellið svo fallegt í sólinni... það var magnað fjall að ganga á... og sambærilegt þennan dag var Útigönguhöfði sem við horfðum á af Rjúpnafelli og ákváðum þá að ganga á Útigönguhöfða ári síðar... sem nú var að rætast...


Hátindar... þeir eru komnir á listann 2025 eða 2026...


Hinn tindurinn sem er líka flottur og minnir á önnur fjöll á þessu svæði, mjór og stórskorinn hægra megin... sést ekki vel á þessari mynd... spurning hviort þetta sé Rjúpnafell við Stakkholtsgjá miðað við korti... ekki það sama og við krossárjökulinn heldur hérna megin... skoðum þetta betur og göngum þessa leið síðar...


Aðalfjall dagsins... Útigönguhöfði... magnaður og löngu kominn tími á að bæta honum í fjallasafnið okkar... loksins...


Niður af Réttarfellinu skemmtilega og létta leið... Réttarfellið mældist 514 m hátt...


Fjalllendið á milli Réttarfells og Útigönguhöfða er merkt "Vestrihattur" eða "Vesturhattur" á sumum kortum en á kortinu yfir Goðaland og Þórsmörk þá eru eingöngu örnefnið "Votupallar" þarna á milli og þá þeir sem snúa til norðurs að Þórsmörk...


Útigönguöfði annarlega glæsilegur héðan...


Tröppurnar niður af Réttarfellinu þar sem flestir fara upp frá Básum... og nú sáum við niður til Bása... magnað að fara þessa leið og horfa niður til Langadals og svo niður til Bása...


Hvílík leið...


Rjúpnafellið og Tindfjöllin... þarna stóðum við og gengum í fyrra... og ef við höldum áfram á hverju ári fyrstu helgina í júní eða svo... þá erum við smám saman að ná að ganga á öllu þessu svæði og safna tindum, giljum, hryggjum og ám...


Básaskarð heitir þetta hér á góðu korti af svæðinu sjálfu sem er útgefið af Kynnisferðum, FÍ og Útivist en það vantar ártalið á það...


Ekki fallegasti nestisstaðurinn... en við vorum svöng... og settumst hér eftir fyrstu fjallgöngu dagsins og heilmikið klöngur...


Dásamlegt í logni og hita... því veðrið var erfitt þessar vikurnar og átti eftir að vera það áfram... eingöngu fimm dögum áður voru menn í vandræðum hér á þessu svæði með snjó yfir öllu svo kvennahópur Fjallafélagsins ofl. breyttu sínu leiðarvali... ótrúleg veðurskipti á fimm dögum þar sem við vorum hér í blíðskaparveðri og engan snjó að sjá...


Magga Páls átti 83ja ára afmæli þennan dag og kom með pönnukökur... en á þessum tímapunkti vissi enginn að hún ætti afmæli... mögnuð kona !


Þetta var fyrsti nestistími af þremur þennan dag...


Jæja... Útigönguhöfði... hér komum við...


Votupallar...


Stundum þyngri yfir í fjöllunum... og sólargeislarnir hurfu... og það varð þungbúið eða þokukennt... en svo létti aftur til og sólargeislarnir sindruðust yfir allt... við sluppum vel og fengum betra veður en áhorfðist skv. veðurspánni... eins og þegar þjálfarar fóru könnunarleiðangurinn... alla þessa daga var spáð skýjuðu veðri og smávegis rigningu... en veðrið var mun betra en spáin og þegar þjálfarar litu til fjalla og inn að Þórsmörk frá bústaðnum sínum þessar síðustu vikur í maí og fyrstu vikuna í júní... þá var veðrið yfirleitt betra en spáin sagði til um... svo stundum eigum við bara að lát aslag standa og fara... og vona það besta... nú og bara taka því ef spáin rætist eða er verri en spáin... og muna þá að vera þakklátur þegar góða veðrið kemur... það er æfing í jákvæðni að búa á Íslandi...


Réttarfellið og Vestrihattur frá fjallsrótum Útigönguhöfða...


Þjálfarar þorðu varla að segja hópnum það... en þarna blasti leiðin okkar við til baka síðar um daginn... utan í þessum hlíðum... sjá slóðann ofan við klettabergið og fossinn... sannarlega víðsjárverð leið að sjá... en í stakasta lagi þegar maður gengur hana... góður stígur og hvergi tæpistigur þó auðvitað þurfi að fara varlega á köflum...


Hvannárgilið... beið okkar eftir Útigönguhöfðann...


Lagt af stað upp Útigönguhöfða með Vestrihatt, Votupalla og Réttarfellið í baksýn... spuyrning hvort höfðinn sem er merktur "Hattur" ofan við Bása sé þessi "Vestrihattur" og þannig sé hann ranglega merktur hér á milli... við viljum endilega fá leiðréttingar eða réttar upplýsingar svo þessi ferðasaga sé rétt...


Hátindar í sólargeislum...


Örn fann hjarta á steini... og setti hann í vasann...


... og var þar með sagður vera með hjartað í buxunum á þessari mögnuðu leið dagsins... sem líklega var misskilið af einhverjum... en við nenntum ekki að leiðrétta það... :-)


Frábær hópur... bestu félagar í heimi... elja, jákvæðni, ósérhlífni, áræðni... ekkert væl né úrtölur né hindranahugsanagangur... bara gleði og gaman... þá gerast ævintýrin...


Þegar við lögðum af stað upp Útigönguhöfðann þyngdi yfir...


... og svo létti til...


Síbreytilegt veður og við vissum aldrei í hvora áttina það ætlaði... allan daginn...


Úr fjarlægð lítur þetta fjall út fyrir að vera illkleift og varasamt... en leiðin er mun betri en hún lítur út héðan...


Mjög skemmtileg leið...


Landslagið í Þórsmörk... já, eða í Goðalandi í raun er svo fjölbreytt... æj, við freistumst til að nota nafnið Þórsmörk yfir allt þetta svæði í stað þess að vera sífellt að nota skiptinguna um að Goðaland sé svæðið sunnan Krossár og Þórsmörk norðan hennar... sem er hið eina rétta nefnilega... slík nafngift skipti án efa máli hér áður fyrr þegar var t.d. verið að smala svæðið og áin réði öllu... en sama þörf er ekki til staðar nú... svo í raun, þegar keyrt er hingað upp eftir í Bása og gist þar... þá í raun má segja að viðkomandi hafi ekki farið í þórsmörk... nema hann hafi farið yfir Krossá í Langadal og Húsasal... en í almennri umræðu er yfirleitt talað um allt svæðið sem Þórsmörk og við freistumst til að gera það líka... vonandi án þess að einhverjum líki illa við það...


Brölt og klöngur var verkefni dagsins...


Saklaust til að byrja með...


Réttarfellið og Hattur neðar og svo Básar og Bólhöfuð hægra megin... en á okkar gps-korti er þessi aukaklettur þarna Bólfell... og Eystrihattur hægra megin... svo nú þurfum við að ganga á þessa kletta og tala við skálaverði og sjá hvernig þetta er merkt hjá þeim...


Bólfell eða Bólhöfuð eða Hattur og Eystrihattur... þetta er svolítið ruglandi en við komumst að þessu á endanum... hvaða kort er réttast ?


Sjá stikaða slóðann hér upp...


Æj... komin þoka einmitt þegar við göngum á aðalútsýnisstað dagsins... við vorum svekkt... en þurftum þess ekki...


Hér er komin þoka á Rjúpnafellið... og orðið lágskýjaðra... Kattarhryggir á Fimmvörðuhálsleiðinni þarna niðri hinum megin við gilið...


KLettastríturnar utan í Útigönguhöfða...


Við nutum útsýnisins frá skarðinu... úr því við vorum að ganga upp þokuna... en...

Skyndilega fór sólin að skína...


Sigríður Lísabet og Linda skutust upp á alla aukatinda og hikuðu ekki við að klöngrast...


Orðið bjartara strax hér...


Snillingar þessar tvær !


Hey... tökum eina covid-hópmynd :-)


Við bókstaflega ýttum þokunni burt...


Hattfellið og Laufafellið í sólinni uppi á hálendinu... nær eru Tindfjöll og Rjúpnafell.. svo krossáin... og loks næst eru Kattarhryggir á síðasta hluta Fimmvörðuhálsleiðarinnar... það var áhrifamikið að sjá þá leið útbreidda frá okkar sjónarhorni...


Hattfellið nær...