top of page

Illasúla og Einhyrningur í þokudulúð, vetrarsól, regnbogum og hálendistöfrum á heimsmælikvarða !

Tindferð nr. 232 laugardaginn 30. október 2021


Ferðin á Illusúlu var frestað fjórum sinnum vegna veðurs eða vatnavaxta á akstursleiðinni... og því var það með mikilli einurð sem við keyrðum loksins inn Fljótshlíðina laugardaginn 30. október í von um gott veður og nægilega gott akstursfæri til að komast upp eftir... þrátt fyrir að búið væri að snjóa aðeins á hálendinu síðustu vikur... en ekki nóg til að loka vegum alveg...


Spáð var heiðskíru veðri á suðvesturhorni landsins... sem myndi ná inn á suðurlandið að hluta... en við vorum alveg í jaðrinum á þessu góða veðri... því skýjahulan lá yfir Eyjafjallajökli og nágrenni í veðurkortunum... og þessi spá rættis í raun... en við vorum það lánsöm að fá sól síðari hluta dagsins... og skyggni og útsýni allan daginn...


Að keyra Emstruleið upp eftir er sér ævintýri út af fyrir sig... og þeir sem áttuðu sig á töfrunum... gerðu sér grein fyrir því að þó við kæmumst ekki upp eftir keyrandi... þá yrði þessi dagur alltaf kyngimagnaður hvað varðar landslag, útsýni, birtu og fegurð...


Búið að lagfæra veginn heilmikið eftir vatnavextina í haust... en eftir göngur og leitir er vegurinn ekki lagfærður meira fyrr en í vor þegar leysingarnar eru að baki...


Blautt yfir en samt lítið vatnsmagn í ánum bæði hér niðri og upp frá... það var svalt í veðri og 2ja stigi hiti...


Fjallasýnin upp í þórsmörk var áhrifamikil í dagrenningunni...


Rjúpnafellið minnti á sig allan daginn... það beinlínis öskraði á okkur að fara nú að koma í heimsókn...


Snjófölt efst og ekki fært núna að okkar mati þar sem brattinn er mikill efst... en við hlustuðum á fjallið og settum það á dagskrá árið 2022...


Einhyrningur heilsaði upp á okkur þegar ofar dró um Emstruleið... í sumarskapi og kannaðist ekkert við einhvurn snjó... ha, er það, er kominn vetur ha ?


Rjúpnafellið í meiri dagsbirtu...


Skemmdirnar á veginum í brekkunni austan við Einnyrning... Doddi og Njóla, heimamenn, stjórnuðu akstrinum og björguðu okkur alveg þennan dag... án þeirra hefði þessi ferð ekki orðið að veruleika, bæði vegna nákvæmra upplýsingar sem þau höfðu alla þessa daga sem við ætluðum upp eftir... og eins þegar þau drógu bílana okkar úr sköflum síðar um daginn... takk elskurnar, þið eruð frábærir félagar !


Bæði hornin á Einhyrningi... Fanney og félagar kölluðu þetta Djöflafjallið þegar þær gengu Laugaveginn í sumar alveg grunlausar um að þetta væri Einhyrningur... en fjallið a tarna passaði vel inn í Hrekkjavökuna sem var þessa helgi... sem og nafnið Illasúla... hvað voru þjálfarar að pæla að fatta ekki að hafa þetta sem hrekkjavökugöngu, ha ?


Fallegt var það Rjúpnafellið... svo fallegt að það var loksins sett á fastan dag á dagskrá klúbbsins á næsta ári 2022... löngu kominn tími til !


Einhyrningur hér komin ofar í brekkunum...


Fyrsti skaflinn... saklaust til að byrja með og Sigga Lár flaug yfir hann eftir þrjár tilraunir... hún var eini kvenkyns-bílstjórinn en það er alltaf gaman þegar stelpurnar keyra en ekki bara strákarnir...


Brekkurnar niður í Mosa var aðal áhyggjuefni þjálfara... ef hún væri fær þá vissum við að þetta yrði í lagi...


Þessi snjór olli okkur áhyggjum yfir daginn því við vissum að hann yrði mjúkur og erfiður síðla dags... en þetta átti ekki eftir að vera hindrun þegar við keyrðum til baka... og þá var okkur mjög létt...


Pollar á veginum á köflum... þetta var tæpt... við gerðum okkur fullkomlega grein fryir því að þetta var smá derringur... við vorum á síðasta snúningi með að komast hingað upp eftir áður en veturinn skylli á með þunga...


Langur skafl við Hattfellið... hér komumst við í gegn með því að keyra utarlega í skaflinum... en í bakaleiðinni þurfti Doddi að draga Siggu Lár og Guðmund Jón upp þrátt fyrir að þetta væri lítið eitt niður í mót... - sjá myndband af ferðinni...


Ofar var snjóföl á köflum á veginum en annars ennþá rennifæri á sandi og grjóti... enda sléttur kafli að mestu eftir Mosa...


Orðið ansi vetrarlegt þegar komið var að Laugavegsgönguleiðinni... það var áþreifanlega ævintýralegt að vera hér upp frá á þessum margfrægu og marggengnu slóðum sem allir þræða að sumri en mjög fáir komast að vetri... maður fékk kökk í hálsinn og kyngdi... vá, hvað þetta var magnað !


Þokuslæðan sem lá yfir hálendinu var ansi þunn... og sólin skein í gegn og lofaði okkur góðum degi... þetta væri bara raki sem lægi á svæðinu eftir nóttina... við skyldum ekki hafa áhyggjur... við fengjum gott veður og gott skyggni... og sólin laug ekki...


Ja, hérna... komin á sjálfan Laugaveginn... þetta var rosalegt !


Regnboginn skreytti morguninn aldeilis... og átti eftir að vera eitt af mörgum skrautfjöðrum þessa dags... því aftur kom regnboginn í lok dags, dulúðug þoka, gullið kvöldsólarlag og svo norðurljós... þessi dagur var með þeim allra flottustu í sögunni...


Þokan að lyftast smám saman og þá komu fjöllin öll á Laugaveginum í ljós... en þjálfarar eru búnir að ákveða að ganga á öll fjöllin sem varða Laugavegsgönguleiðina næstu árin... og við erum þegar búin með nokkur... #Laugavegsfjöllinöll


Eftir suð og spjall var lagt af stað gangandi meðfram Emstruánni hinni Innri kl. 10:28... smá þokuúði sem varla var marki á takandi.. enda klæddu bara sumrir sig í hlífðarfatnað... og stuttu síðar varð allt þurrt...

Sólin var að vinna í þessu fullum fetum...


Innri Emstruá rennur ólm og ógnandi hér um þetts gljúfur þegar gengið er um Laugaveginn... en núna í byrjun vetrar var hún lygn og friðsæl... leysingar sumarsins og haustsins búnar og allt orðið hægt og hljótt í kuldanum...


Náttúran að Fjallabaki er töfrandi falleg og dugleg í hráleikanum...

Súluhryggir liggja milli Stóru Súlu og Hattfells... í beinni línu... þeir risu hér milli upphafsstaðar göngu og Illusúlu... við sniðgengum þá meðfram ánni þar sem dagurinn var þéttur og ekki svigrúm til að fara á aukatinda... en það var mjög freistandi þar sem nafnið er ansi fallegt... Þeir eru komnir á vinnulistann og komast á dagskrá síðar...


Landslagið meðfram Innri Emstruá er stórskorið og ber vitni um stærri vatnsföll hér áður fyrr...


Veturinn augljóslega mættur... það var sérstakt að ganga svona utan Laugavegsgönguleiðarinnar... og vera á þessum slóðum að vetri til...


Hattfellið kom reglulega undan skýjaslæðunni og sýndi okkur vel hversu bratt það er... við mændum á það og létum okkur hlakka til að ganga á það á næsta ári...


Sjá skaflana sem voru komnir á köflum... suðvesturendi Súluhryggja hér mosavaxnir niður að ánni...


Þessi staður meðfram ánni undir hryggjunum var eini óvissukaflinn... þjálfarar horfðu á þetta úr fjarlægð í könnunarleiðangri fyrr í sumar á Torfajökul ofl. og hópurinn vissi að ef hér yrði ekki fært á milli árinnar og hryggjarins þá yrðum við að fara til baka og upp á Súluhryggina... sem yrði ekki mikill krókur en smá hækkun og lækkun til viðbótar... ekkert mál...


Litið til baka... einstök birta þennan dag...


En Örninn flaug hér yfir... og vinkaði okkur hinum að koma á eftir... þetta reyndist vel fært !


Kominn smá slóði eftir erlenda ferðamenn... gangnamenn... kindur ?


Mjög gaman að fara hér á milli...


Handan Súluhryggja var áfram greið leið um fallegt landslag að Illusúlu...


.... sem beið okkar þarna í sólinni....


Litið til baka... svo fallegt...


Sólin kom og fór gegnum skýjaslæðuna sem lá yfir öllu... ekki mikið skyggni ofan á Illusúlu á þessum tímapunkti en þegar við komum þarna upp var allt orðið hreint og hélst allan tímann meðan við vorum á þessum einstöku fjallsbrúnum...


Mosinn meðfram Innri Enmstruá kom á óvart... í þessum svörtu söndum sem svo virðast vera þegar horft var yfir þetta svæði ofan af Stóra Grænafjalli í fyrra... þá virtust ekki vera svona mikil græn svæði... Tindferð 203 Litla og Stóra Græn (toppfarar.is)


Vatnasvið Innri Emstruár stuttu áður en hún rennur í Markarfljót... eftir áratuga kynni af þessri á og Markarfljótinu.. Fjallabakinu og Laugavegsgönguleiðinni... þá gerði maður sér grein fyrir því að við vorum stödd á höfðinglegum stað... hér voru forréttindi að fá að vera...


Svo fallegt... í lok október... þegar jörðin er full af gróðri eftir sumarið... og vökva eftir haustrigningarnar... fyrsti snjórinnmættur en alsaklaus ennþá og lögmál sumarsins ráða ennþá... hver árstími hefur sína töfra... sem manni fer að þykja svo vænt um með áratuga göngum allt árið um kring... í nóvember læsir frostið klónum sínum í allan þennan vökva... og gróðurinn lætur endanlega undan...


Sumarfæri...


... þrátt fyrir fyrsta snjó vetrarins...


Litríkustu riddarapeysurnar í klúbbnum... hvílíkt flottar... Þorleifur var að vígja sína peysu sem er auðvitað gul að hætti Þorleifshúss... prjónuð af Katrínu Kjartans ofur-Toppfara... magnaðar peysur !


Illasúla hér framundan... saklaus að sjá... ef við bara hefðum vitað hversu hvöss og brött hún var þegar komið yrði upp...


Þokuslæðan öll að hverfa með hverju skrefi okkar nær fjallinu...


Jökultungurnar og Kaldaklolfsfjöll að birtast undan skýjunum...


Hattfellið með aðdrætti snjóugt niður hlíðarnar... ekki fýsilegt uppgöngu í þessum snjó...


Stóra Súla... hún er umfangsmikil og brött en göngufær að okkar mati eftir könnunarleiðangur þjálfara í sumar... hún er á dagskrá síðsumars á næsta ári 2022...


Jökultungurnar fjær og Torfatindar nær... Torfatindar eru komnir á vinnulistann...


Hrafntinnusker og félagar...


Jökultungurnar...


Illasúla orðin skýlaus og björt í vetrarsólinni... alveg til í smá heimsókn...


Litið til baka...


Örn valdi svolítið krefjandi leið upp... um móbergið með lausagrjóti ofan á... en við létum okkur hafa það enda búið að vera ansi létt yfirferðar til þessa...


Sýnin frá Erni til baka...


Komin upp á suðvesturöxlina... Litla Grænafjall og Skiptingahöfði hægra megin og Markarfljótið vinstra megin...


Litið til baka úr hlíðunum... og slóðin eftir okkur á sandinum frá Súluhryggjum... Stórkonufell efst hægra megin með skýin niður hlíðarnar...


Fínasta leið upp suðvesturöxlina...


Hattfellið hægra megin efst í skýjunum...


Litla Grænafjall efst... riddarapeysurnar svo flottar...


Ekkert mál að fara hér upp til að byrja með...


Stóra súla aðeins að lyfta skýjunum...


Nú jókst brattinn...


... og kyngimagnaður fjallshryggur Illusúlu opnaðist okkur alla leið up á tind...


Sjá skálina vinstra megin þar sem við komum upp... Illasúla er mjög brött að norðan og norðaustan en aflíðandi hérna megin...


Magnaður fjallshryggur !


Við gengum alla leið á ysta tind eða þann innri... en rétt við hann var stórt jarðfjall úr hlíðunum að norðvestan... Örn tekur þessa mynd...


Öftustu menn ennþá að koma sér hér upp...


Stóra Grænafjall kom skyndilega í ljós þegar komið var fram á brúnirnar...


Útsýnið til Stórkonufells og Hattfells...


Fyrstu menn komnir á innri tindinn... einn magnaðasti fjallstindurinn í sögunni...


Lítið pláss á ysta eða innsta tindinum og best að skiptast á að fara á hann...


Litið til baka... hluti hópsins ennþá að koma hér upp hrygginn...


Það hugnaðist ekki öllum að fara alveg út á ystu brún innst á fjallinu...


Sjá útsýnið vinstra megin með Markarfljótið niðri vinstra megin... Álftavatn í fjarska með Torfatinda vinstra megin við það og Brattháls hægra megin...

Við hin enn að koma okkur upp síðustu brekkuna...


Snjórinn ennþá mjúkur og tak í mosanum undir...


Nokkuð bratt hér síðasta kaflann...


Kyngimagnað landslag hér upp... Markarfljótið að renna milli lllusúlu og Stóra Grænafjalls...


Þetta var alvöru fjallstindur !


Stóra Grænafjall í allri sinni dýrð...


Markarfljótið... öflugt móðurfljót sem safnar til sín öllum helstu ánum að Fjallabaki sunnan megin... það var heiður að sjá það renna hér...


Brattinn efst...


Magnaðar göngukonur og allar í riddarapeysum...


Komin upp á hrygginn og á ytri efsta tind... það var ágætis leið svo yfir á innri tindinn..


Torfahlaup... vá, við vorum í alvörunni að horfa niður á það... Markarfljót... Torfatindar... Laufafell hvítt með hvítan hrygg fryir framan sig sem blekkir aðeins því það er eins og þau renni saman í eitt fjall...


Hér átttum við drjúga stund á fjallinu... menn dóluðu sér á innri tindinn og heitt stykki afmælisveisla var haldin hér uppi alveg óvænt í boði Björgólfs...


Illasúla er sannarlega illilega brött...


Það var mikilvægt að fara varlega...


Sést betur hér hvernig Hagafell skyggir á Laufafellið... enn nær eru Tvíeggjar... og hægra megin eru Torfatindar...


Kaldaklofskvísl að koma hér niður af Torfajökli... ofar rann Bratthálskvísl í hana (áin sem er vaðin milli Álftavatns og Hvanngils) og enn ofar rann Grashagakvísl í hana (árin sem er vaðin áður en komið er að Álftavatni)... handan við horn Illusúlu sameinast Kaldaklofskvísl Markarfljóti sem verður sífellt öflugra eftir því sem það kemst nær til sjávar... magnað að vera á þessum stað !


Leiðin okkar að fjallinu með Súluhryggi efst vinstra megin og Innri Emstruá hægra megin... Stórkonufell í skýjunum efst..


Við stóðum agndofa og gáfum okkur mjög góðan tíma hér uppi til að njóta útsýnisins og landslagsins... enginn í heiminum hér nema við... í lok október... það var kyngimagnað !