top of page

Grettir og Uxatindar við Skaftá og Sveinstindur við Langasjó í sól og tignarleik.

Tindferð nr. 226 laugardaginn 28. ágúst 2021.

Seinni tindferðin í ágúst var á sjaldfarnar slóðir á fjöll sem fáir ganga á og lítið var vitað um en þjálfarar höfðu haft augastað á frá því við gengum á Sveinstind við Langasjó í fyrri ferð klúbbsins þangað árið 2014... þegar Uxatindar risu til himins og lokkuðu okkur til sín...


Grettir var svo viðbót við Uxatindana þar sem hann er alveg í leiðinni og því þótti okkur tilvalið að bæta þessu fagurnefnda fjalli við gönguna...


... og Sveinstindur við Langasjó bættist svo á listann einnig vegna fjölda áskorana frá þeim klúbbmeðlimum sem misstu af göngunni á hann í fyrra þar sem við gengum aftur um Fögrufjöll kringum Fagralón í mjög vel heppnaðri ferð 2020...



Við ókum úr borginni í sudda og rigningu líkt og við gerðum á leiðinni á Torfajökul... og vonuðum að veðrið myndi sleppa en skv. spánni átti þetta svæði að vera þurrt og skýjað og smá von á sólarglætu... þegar við keyrðum úr Vík snarbatnaði veðrið og sólin skein í heiði þegar ekið var upp eftir í Hólaskjól... og við gerðum okkur smám saman grein fyrir því að ef þetta veður héldist þá værum við að fá einn stórkostlegasta göngudaginn í sögu klúbbsins þar sem framundan voru framandi tindar á sjaldförnum slóðum...


Um helmingur hópsins gisti á leiðinni upp eftir þessa helgi og sumir gistu líka nóttina á eftir... flestir hér í Hólaskjóli þar sem aðstaða, stemning og þjónusta er til fyrirmyndar...


Aksturinn í Hólaskjól frá Rvík tók um 3:20 klst. og aksturinn frá Hólaskjóli að Blautulónum var um hálftími... en á leiðinni mættum við fjölda hjólreiðamanna sem áttu eftir að skreyta daginn síðar við Uxatinda einnig...


Mögnuð hjólaleið... frá Langasjó í Hólaskjól...


Hörðubreið var eitt af þeim fjöllum sem við settum á listann okkar í fyrra þegar við gengum á Sveinstind við Langasjó... það er komið á listann fyrir árið 2022 eða 2023...


Akstursleiðin frá þjóðvegi 1 upp Skaftártungurnar alla leið að Langasjó er veisla... það er þess virði að keyra þetta þó maður sé ekki að fara að ganga... þetta er eitt af perlunum sem við tínum smám saman upp í minningabankann og verðmætakistuna okkar í þessum hálendisferðum...


Ljónstindur... hann er kominn á dagskrá árið 2022 ásamt Gjátindi... líklega ókleifur efst en hægt að ganga á lægri tindana er það ekki ?


Ljónstindur hér nær og Gjátindur líklega þarna fjær vinstra megin... þeir verða góðir saman á næsta ári... í svona veðri takk fyrir :-)


Við lögðum bílunum við Blautulón... það var mjög áhrifamikill staður... áþreifanlegur friður og djúpir litir...


Framundan var brekkan upp á Gretti um hálsinn hér og svo áleiðis á tindinn til norðurs...


Við prísuðum okkur sæl með veðrið... hvílík blíða... hvílíkt lán... við vorum búin undir skýjað veður en milt og friðsælt... en að fá sólina var lotterí sem við duttum í þennan dag...


Vegurinn inn að Blautulónu heldur áfram inn eftir meðfram fjallshlíðunum (sést ekki á mynd hér)... en við fórum hann ekki þar sem Grettir var í hina áttina...


Sjá hér bílana en vegurinn liggur í fjörunni vinstra megin...


Viðn lögðum af stað kl. 10:29...


Blautulón þegar komið var ofar... stórkostlegur staður... Veðurháls hinum megin og spurning hvort þetta sé Ljónstindur þarna fjær eða Gjátindur ?


Útsýnið í átt að fjallabaki...


Syðri hluti Grettis ef þessi fjallgarður allur nefnist hann einu nafni... við sáum ekki annað nafn á þessum syðri hluta hans...


Líklega er þetta Gjátindur þarna fjær...


Þegar komið var upp þessa fyrstu brekku áleiðis á Gretti blasti skyndilega við sýnin niður að Uxatindum úr skarðinu...


Það var mjög áhrifamikil sýn sem við tókum andann á lofti við... hvílíkir fjallstindar !


Það var engin spurning að taka hópmynd hér...

Efri: Gulla, Oddný T., Kolbeinn, Elísa, Silla, Þórkatla, Gerður Jens., Björgólfur, Njóla, Sjöfn Kr., Sigríður Lísabet, Örn, Olav Tombre, Ása, Kristbjörg, Guðný Ester, Ágústa H., og Guðmundur Jón.


Neðri: Jóhanna Fríða, Gerður Jens., Bjarni, Jaana, Linda, Inga Guðrún, Njáll, Silja, Gunnar Már og Arna Harðar en Bára tók mynd og Batman og Skuggi voru hundar dagsins...


Uxatindar í allir sinni dýrð... við gengum á þann næst hæsta hægra megin við þann hæsta og bröltum svo mjög bratta leið upp á þennan lengst til hægri... þeir eru þrír talsins... en með herkjum hægt að telja tvo minni vinstra megin...


Sýnintil norðurs upp að jökli með Skaftána að renna niður eftir... og fjallgarðinn hennar allan hægra megin sem heitir einu nafni Kambar og svo Lyngfellsgígar lægri gígarnir fjærst... við verðum að ganga á þessa tinda einn daginn... nú erum við komin með nýtt verkefni... ganga á alla tinda Skaftár næstu árin... því hingað ætlum við á hverju ári hér með að safna fjöllum...


Grettir var framundan og við lögðum í efri brekkurnar...


Blautulón og Gjátindur og þessi litli hægra megin svo Ljónstindur... það hlýtur að vera... við komumst að þessu í næstu göngu árið 2022...


Grettir útbreiddur til suðurs...


Komin upp á fyrri tindinn á Gretti... hann mældist 949 m hár... sá hærri svo framundan hér hægra megin...


Eftir útsýnisskoðun héldum við áfram för eftir Gretti...


Uxatindar hér í fjarska bíðandi eftir okkur... en við vildum klára Gretti fyrst... allt hægt þegar veðrið er gott... þreifa sig um á ókunnum slóðum og finna leiðir um flókið landslagið...


Gangan eftir öllum Gretti var ægifögur og kom verulega á óvart... mun fallegra og gróskumeira fjall en við áttum von á...


Litið til baka upp eftir syðri tindinum...


Upp og niður nokkra tinda á leiðinni að þeim hæsta...


Mjög falleg birtan þennan dag... bjartir litir og djúpir...


Magnað landslag...


Uxatindarnir þrír eða fimm...


Mjög falleg leið...


Fremstu menn komnir á hæsta tind fjær...


Litið til baka eftir farinn veg um Gretti...


Stutt eftir...


Mikið spjalla og gefandi samræður einkenndu þennan dag... svo gaman að spjalla þegar veðrið er svona gott og orkan svona mikil stafandi af náttúrunni allt í kring...


Magnað landslag allt í kring... og þessi græni litur...


Tindurinn á Gretti í 961 m hár... hér settumst við niður til að borða og njóta...


Hvílíkur staður að vera á...


Eftir afmælissöng til Arnarins í tilefni af 60 ára afmælinu þann 9. ágúst s.l. sem Jóhanna Fríða efndi til af stakri prúðmennsku sinni héldum við áfram södd og sæl í áttina að Uxatindum... þar sem Sveinstindur var líka á dagskrá dagsins þá fóru þjálfarar ekki lengra til norðurs eftir Gretti og upp norðurendann á Uxatindum sem hefði verið mjög gaman að gera... en við vissum að það yrði tafsamt og tímafrekt sem hentaði ekki á svona fullbókuðum degi...


Þjálfarar sáu út eina leið í gegnum þessi gil... og stefndu á hana...


Dásamlegt fólk í þessari ferð...


Vatnasvið Skaftár útbreidd með fjöllunum sínum... hún lék aðalhlutverið nokkrum dögum síðar í tvær vikur í fréttunum þar sem hlaup hófst í henni 1. september... við rétt sluppum því óvissa með vegi og færð lokaði svæðinu dögum saman í kjölfarið...


Veldi Skaftár og Uxatinda... Lakagígar þarna hinum megin í fjarskanum...


Fínasta leið niður eftir að giljunum...


Þessi mosi... við reyndum að gæta hans sem mest við máttum þessi hjörð af 29 manns...

Komin að giljunum...


Mikið spjallað og pásur tíðar... við flýttum okkur nákvæmlega ekkert þennan dag að yfirlögðu ráði... þetta var land til að njóta...


Riddarapeysurnar við Uxatinda... ótrúlega flottar en Guðný Ester var að vígja sína peysu og Jaana var líka í nýrri peysu frá því á þriðjudeginum...


Kristjörg, Bjarni, Jóhanna Fríða, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Guðný Ester, Þórkatla, Linda og Jaana en Bára tók mynd og margir voru ekki með riddarapeysuna sína meðferðis í þessum sumarhita...


Jæja... niður í gilin... þau voru óumflýjanlegur hluti af leiðinni að Uxatindum...


Niður hér og upp aftur fljótlega... en Örn ákvað að fara niður með læknum til að spara hækkun og lækkun sem annars hefði orðið meiri ef við hefðum farið ofar upp úr því...


Móbergið og sandurinn í lagi og gáfu gott hald...


Fallegt gil...


Smá lækjarganga sem flæktist óþarflega fyrir hópnum... þetta var hollt og gott klöngur...


... og nauðsynlegt að brölta sem mest og oftast til að æfa sig í einmitt því...


Mjög falleg leið sem hefði verið gaman að hefði verið lengri...


Komin upp úr því hér... en það rennur svo í aðalgilið sem liggur meðfram Uxatindunum öllum...


Gilið þverað ofar til að spara hækkun...


Skemmtileg óvissuferð þar sem Örn vissi ekki hvað var handan við hornið...


En þetta slapp mjög vel og var greiðfært alla leið að tindunum...


Hvílíkt landslag að ganga í... þetta var eins og teiknimynd...


Magnað alveg !


Leiðin okkar til baka niður af Gretti...


Uxatindarnir voru að komast í seilingarfjarlægð...


Gönguleiðin meðfram þeim var hér neðan við ræturnar...


Björgólfur tók mynd af þeim sem ekki voru í riddarapeysum... þetta gengur ekki... við þurfum að fara að prjóna meira takk fyrir :-) :-)


Komin á stíginn sem liggur frá Sveinstindi um Skælinga niður í Hólaskjól... leið sme Útivist hefur haldið úti árum saman ásamt fleirum á þessu svæði og haldið þessari fegurð í hávegum með mögnuðum ferðum sínum... við þurfum að fara þessa leið einn daginn...


Upp Uxatinda millin tindanna tveggja... þjálfurum hugnaðist sú leið best...


Litið til baka með Gretti giljóttan með meiru yfir öllu saman...


Komin upp í skarðið...


Þessi brekka upp brattan næst hæsta Uxatindinn...


Hallinn á þessari leið var mest rúmlega 60 gráður...


En mun léttara en við áttum von á...


Hæsti og brattasti Uxatindurinn í baksýn hér...


Sveinstindur við Langasjó þarna fjær og hæsti Uxatindurinn nær...


Kominn slóði eftir Útivistargöngumenn líklega...


Sveinstindur við Langasjó... Skaftá... Uxatindur...


Nær og vestar...


Grettir í öllu sínu veldi...


Lægri og syðsti Uxatindurinn og syðri hluti Grettis ef hvassbrýndu brúnirnar eru hluti af honum...


Lítið pláss á þessum bratta tindi fyrir hópinn... við dreifðum okkur niður eftir honum og tókum góða nestispásu þarna uppi í dýrðinni sem blasti við um allt..


Riddarapeysurnar í nestispásu... Katrín Kj., Guðmundur Jón, Jóhanna Fríða og Guðný Ester...

Guðný Ester vígi nýprjónaða riddarapeysuna sína í þessari ferð... hvílíkt í stíl við landslagið... svo falleg peysa...


Þeir gerast ekki glæsilegri nestistímarnir okkar...


Fjarlinsað til að ná einhverjum á mynd...


Gljúfur Skaftár... þetta fylltist allt af vatni þremur dögum síðar... þarna væri áhugavert að ganga um...

Lakagígarnir þegar vel er að gáð...


Vatnasvið Skaftár...


Hópmynd með Sveinstind og Uxatindar í baksýn...


Erfitt að athafna sig í þrengslunum á tindinum... lofthræðsla gerði vart við sig en leiðin var greið niður...


Frábær stemning og allir þakklátir með þetta tignarlega landslag sem við vorum stödd í...


Elstu klúbbmeðlimirnir okkar.. Guðmundur Jón og Gerður Jens... í 807 m hæð á Uxatindum með Sveinstind og Skaftá í baksýn...


... og hér með Uxatindinn hæsta með...


Sveinstindur og Uxatindur...


Hjólreiðamenn fóru um slóða Útivistar þarna niðri undir tindunum... smalahundurinn hann Batman gelti og gelti á þessa óvæntu umferð... og við vinkuðum ofan af tindunum...


Ólýsanlega fallegt landslag Skaftár... hingað verðum við að koma á hverju ári... það er bara þannig...


Niðurleiðin gekk mun betur en menn áttu von á... góður slóði alla leið...


Litli Uxatindurinn þarna framundan og við vildum helst ganga á hann líka...


Örn fór á undan að kanna leiðina...


Þetta var bratt og virtist ókleift að sjá...


En hann fann leið...


... og við komum á eftir.. sjá brattann á tindinum sem við vorum að koma niður af... og svo þann hæsta sem er ókleifur nema með hjálpartækjum... en þó... kannski gætu mjög öruggir göngumenn farið þarna upp, við yrðum ekki hissa ef við fréttum af því...


Já, bratt varð það... en það hleypti kjarki í öftustu menn að sjá fremstu menn komna upp...


Brjálað stuð í mesta brattanum... hvað annað ! :-)


Mjög flottur fjallshryggur þegar upp var komið...


Litið til baka... brattinn fangast vel hér...


Ágætist leið hér en fara þurfti varlega þar sem mosanum sleppti og litlar klettanibbur voru eina haldið... það reyndi á að vera yfirvegaður og stíga úthugsað til jarðar...


Mergjaður tindur... þó lægstur væri þennan dag... mældist 807 m hár engu að síður...


Litið til norðurs að hinum Uxatindunum... hæsti fjærst og okkar næst hæsti nær og við svo á þeim syðsta...


Litið til suðurs að hæsta tindi þessa lægsta Uxatinds...


Kaflinn sem tók aðeins á... þ.e. þar sem mosanum sleppti...


Örn rétti fram hjálparhönd á þessum kafla og þetta gekk vel...


Sömu leið niður brattann...


Mjög flott leið...


Við vorum í skýjunum... þetta var mergjuð ferð í mun betra veðri en við áttum von á...


Leiðin til baka var farin um skarið hér í Gretti... en ef við hefðum ekki átt stefnumót við Sveinstind við Langasjó... þá hefðu þjálfarar þvælst með hópinn handan við syðri hluta hans og gengið svo meðfram Blautulónum til baka í bílana... hugsanlega hefði það verið of langt samt... en áhugavert að gera það einhvern tíma...


Eitt gil í viðbót... við rúlluðum því upp en samt var komin þreyta í okkur... sólin og sælan var svo mikil...


Allir slakir og að njóta... þetta var yndislegur dagur með meiru...


Uxatindarnir að baki... og tindaröðin áfram sem nefnist einu nafni Kambar... þeir eru komnir á framtíðarlistann...


Í skarðinu var útsýnið svona til baka...


Litið til suðurs úr skarðinu að syðri tindum Grettis ef hann nær þá svona langt... það er alveg spurning hvort þessi fjallgarður heiti annað frá skarðinu... við erum ekki viss...


Við fórum ekki alveg sömu leiðn niður í Blautulón aftur... einu klettahafti sunnar sem þýddi brattari leið og smá grjóthrun... en við tókum þetta bara á spjallinu sem er besta leiðin...


Mögnuðn niðurkoma...


H'er settumst við niður og vorum alveg slök... áttum við að nenna þessum Sveinstindi líka ha ? Jú, ekki spurning fyrir þá sem voru ekki búnir að ganga á hann áður... galið að nýta ekki veðrið og það að vera kominn á staðinn... margir harðákveðnir í að ganga á hann en aðrir völdu að láta hér við sitja og keyra í bæinn sem var vel skiljanlegt... klukkan orðin fjögur og 4,5 klst. akstur framundan í bæinn...


Grettir og Uxatindar voru alls 8,3 km á 5:28 - 5:33 klst. upp í 961 á Gretti, 807 á Uxatindi hærri og 747 m á lægri Uxatindinum með alls 981 m hækkun úr 629 m upphafshæð...


Hæðarlínurnar hér...


Á korti hér...


Eftir þó nokkra pásu og viðrun við fjallsrætur Grettis lögðum við í hann sem ætluðum á Sveinstind... hann beið okkar þolinmóður í norðri...


Magnaður tindur og sannarlega þess virði að ganga á hann þennan dag...


Við lögðum af stað kl. 16:51... og vorum ekki þau einu á svæðinu sem gengum þarna...


Stikið og slóðuð leið alla leiðina upp...


Falleg leið og fjölbreytt... þetta var svolítið þyngri ganga en þjálfara minnti frá því í fyrra... og það endaði með því að þrír sneru við sem voru búnir að fá nóg...



... en hinir þrjóskuðust áfram upp...


Útsýnið varð stórkostlegra með hverjum metranum upp í mót...


Þessi græni litur... hann er dáleiðandi...


Langisjór farinn að birtast... ótrúlega fagurt fyrirbrigði...


Syðstu lón hans...


Við fórum rösklega upp... þetta reyndi alveg á því þreytan eftir fyrri göngu dagsins var í líkamanum og okkur hafði kólnað á milli tinda... og þjálfarar veltu því fyrir sér hvort þetta hefði verið sniðugt... en þegar þetta var rætt í hópnum þá voru lang flestir á því að þetta hefði verið hvers skrefs virði...


Þessi kafli er alltaf magnaður... upp og niður tindana á öxlinni...


Vinnufélagar Ágústu H. voru fyrir algera tilviljun á sama tíma á fjallinu... heimurinn er svo ósköp lítill...


Hópurinn gekk upp nánast án þess að stoppa... og náðu síðustu menn inn á 60 mín og þeir fyrstu á 45 mín... vel af sér vikið...


Orðið þungbúnara og sólin farin sem var á Uxatindum en við vorum ennþá með skyggnið og útsýnið... það var ekki sjálfsagt á þessum skýsæla fjallstindi...


Hellnafjall líklegas... Uxatindar fjær vinstra megin og Grettir hægra megin... Gjátindur líklega að kíkja svo bak við Gretti...


Hvílíkir litir... græni og svarti og brúni og grái... ef þetta voru ekki góðar hugmyndir í riddarapeysu þá veit maður ekki hvað...


Uxatindar í sólargeislunum...


Nær... við vorum algerlega heilluð...


Sjá slóðann hér sem Útivist fer með fólk af Sveinstindi í átt að Skælingum framhjá Uxatindum og áfram niður í Hólaskjól... "Sveinstindur Skælingar" heitir líklega ferðin þeirra... hún er á dagskrá á hverju ári og hefur verið lengi vel...


Skaftá... þremur dögum áður en allt varð vitlaust...


Jæja... við klárum þetta... Bára þjálfari sagðist fara í verkfall ef einhver sneri við á þessum tímapunkti, það væri svo lítið eftir... ha, hvernig ætlar þú að framkvæma þetta verkfall ha ? :-) :-)


Við getum þetta !


Hvílík sýn til baka !


Sólargeislarnir sem léku við landslagið á þessum klukkutíma sem þarna kom var eitt sérstakt ævintýri út af fyrir sig...


Við máttum varla vera að því að klára upp á efsta tind fyrir fegurðinni sem umlukti allt...


Síðasti kaflinn upp á tind...


Uppáhaldsmynd þjálfara af Sveinstindi... Þórkatla og Jaana að koma upp á hæsta tind í 1.109 m hæð... með Uxatinda og Gretti í baksýn og Hellnafjall nær...


Hér blasti Langisjór við í öllu sínu veldi...


Einstakur staður... einstök stund... aldrei eins að standa á þessum fjallstindi... sannarlega mikið veldi þarna...


Við enduðum 18 manns á Sveinstindi...


Silla, Inga Guðrún, Silja, Olav Tombre gestur frá Noregi, Njóla, Sigríður Lísabet, Sjöfn Kr., Jaana, Þórkatla, Ása, Jóhanna Fríða, Bjarni, Oddný T., Gulla, örn, Gerður Jens., Bára og Ágústa H. en vinnufélagi Ágústu tók myndina fyrir okkur :-)


Við vörðum drjúgum tíma hér uppi að njóta...


því miður var ekki tími til að fara niður að klettanösinni sem er þarna niðri en þaðan gefst besta útsýnið yfir Langasjó ofan af Sveisntindi... það hefði þýtt 30-45 mín lengri göngu sem við fundum að menn voru ekki tilbúnir í... það var löng heimleið eftir þennan dag...


Vangaveltur um að taka eina 40 km ofurgöngu kringum Langasjó með rútuferð inn eftir Breiðbaki og svo láta sækja okkur hér við suðurendann í lokin árið 2022 fóru á flug við þessar ferð hingað upp...


Silla í magnaðri birtu á leið niður af Sveinstindi... hvílík mynd !


Við straujuðum niður... svifum í fjallavímunni sem sannarlega var mikil þennan dag... og fleytti okkur alla leið í bæinn og gaf okkur ölvun fram eftir vikunni og jafnvel enn...

Svo fallegt að ganga svona með sólarlagið í fanginu niður af þessu grænsvarta fjalli...


Komin niður eftir 3,8 km göngu á 1:45 klst. upp í 1.109 m hæð með alls 448 m hækkun úr 666 m upphafshæð...


Meitlaður dagur... einn sá flottasti í sögunni... sigurinn á Sveinstindi var sætastur fyrir suma þennan dag... en fyrir aðra var það Grettir og Uxatindar... þessi græni lkitur lifði með okkur lengi vel og það ljómaði allt í kringum mann dögum saman eftir birtuna sem ríkti þennan dag... hún var sem ekki af þessum heimi...


Þegar fréttirnar lituðust af hlaupinu í Skaftá og vatnamælingum við Sveinstind dögum saman eftir þessa ferð... þá var ansi notalegt að hlýja sér við minningarnar af þessum fjallstindum sem við gengum á meðan allt lék í lyndi og Skaftá var stillt og lygn...


Uxatindar og Grettir... takk fyrir okkur...


Sveinstindur... takk fyrir okkur...


Aksturinn tók í þegar á leið og sólin var sest... þá var gott að spjalla og halda uppi líflegum samræðum um allt og ekkert... þessar bílferðir gefa líka mikið í þessum fjallaferðum... og þær er ómetanlegur hluti af tindferðunum okkar...


Gjátindur... og fjær má sjá hæsta Uxatindinn stingast upp úr fjallshryggnum... Gjátindur er kominn á dagskrá árið 2022...


Nokkrir gistu hér í Hólaskjóli eftir gönguna... það var yndislegt veður daginn eftir... sumir sáu eftir því að hafa ekki gist fyrir eða eftir göngu.. aðrir voru og eru alltaf mjög ánægðir með að keyra fram og til baka og þurfa ekki að gista... það er kosturinn við að vera á jeppum en ekki í rútu... þá geta menn látið svona ferðir flæða eftir hentugleika...


Eftir situr ein flottasta gangan frá upphafi... haf þökk Uxatindar og félagar fyrir að gefa okkur gullnar perlur í fjallasafnið sem stækkar með hverri svona ógleymanlegri ferð...



211 views0 comments
bottom of page