top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Rjúpnafell og Tindfjallahringur í Þórsmörk í einstöku landslagi og útsýni.

Tindferð nr. 448 laugardaginn 11. júní 2022.


ree

Það viðraði vel þriðja laugardaginn í röð þann 11. júní og við náðum að halda Þórsmerkurferðinni sem var á dagskrá... og kynnast loksins hinu ægifagra Rjúpnafelli sem kallað hefur hátt til okkar árum saman hvar sem við höfum gengið eða keyrt alls staðar um Mörkina og Fjallabakið síðustu ár...


ree

Lítill áhugi var á þessari ferð til að byrja með og því afpöntuðum við rútuna en á endanum urðum við 28 manns hvorki meira né minna á fimm jeppum... færri jeppar í klúbbnum en áður fyrr og flóknara að halda úti hálendisferðum þar sem jepplingar komast ekki... en vonandi annað hvort náum við nægum fjölda í rútu fyrir þessar ferðir eða fleiri eignast jeppa í klúbbnum...


ree

Akstursleiðin inn eftir Þórsmörk var saklausari en við áttum von á... lítið í ánum og akstur greiður... oog landslagið stórkostlegt alla leiðina... þetta er einn af kostunum við jeppaferðirnar... aksturinn gefur jafn mikið og gangan... en í rútu missum við svolítið tengslin við leiðina þar sem enginn þarf að huga að vatnsföllum og leiðarvali og færð... heldur sitjum við inni í lokuðum heimi rútunnar og tökum einhvern veginn minna eftir því var verið er að keyra...


ree

Áhrifin af því að aka inn í Þórsmörk verða engu minni eftir því sem árin líða og skiptunum fjölgar... ef eitthvað er áttar maður sig enn betur en nokkurn tíma á því hversu mikil listasmíð þessi náttúruperla er... hingað hafa alls ekki allir komið... og eiga mikið eftir þar til þeir kynnast þessum einstaka stað...


ree

Við vorum á því eftir þennan dag að hingað eigum við sem fjallgönguklúbbur að koma á hverju ári og ganga... og því bætum við nú við safninu #Þórsmerkurfjöllin...


ree

Komin á áfangastað við Álfakirkju... með Eyjafjallajökul í baksýn... og nýja bílinn þeirra Dodda og Njólu að koma inn... hybrid-jeppi sem kemst yfir vatnsföll... rafmagnsbílarnir eru að þróast hratt og farnir að verða að jeppum... sem þýðir að möguleikar okkar sem jeppakeyrandi fjallgönguklúbb eru sífellt að verða betri...


ree

Við lögðum bílunum við Álfakirkju gegnt Langadal í Þórsmörk þegar um 1,5 km eru eftir inn í Bása...


ree

Alger rjómablíða um morguninn... logn, sól og hiti... og við æfðum þakklætið fyrir atarna... að vera nákvæmlega þarna... á þessum stað á þessum tíma... hvílík verðmæti !


Leiðangursmenn með Tindfjallajökul... Ými og Ýmu í baksýn...


Efri: Vilhjálmur, Þórkatla, Katrín Kj., Linda, Njóla, Maggi, Jaana, Sjöfn Kr., Olav Tombre frá Noregi, Siggi, Birgir, Silla og Oddný T.


Neðri: Jóhanna D., Súsanna, Sigga Sig., Doddi, Sigrún Bjarna., Bjarni, Svala, Guðný Ester, Örn, Ágústa Þ., Gulla og Fanney en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...


ree

Við byrjuðum á að ganga yfir Krossá... á færanlegri göngubrú sem var lögð yfir ána stuttu áður í sumarbyrjun... klukkan 9:57.... heilmiklar tafir á Hvolsvelli þar sem fimmta jeppann vantaði en Páll gestur göngunnar komst ekki en hafði boðist til að keyra þá sem þurftu inn eftir og við náðum loks á hann síðar um morguninn og var hann öðlingur mikill að keyra þremenningana inn eftir svona á miðjum laugardagsmorgni... takk kærlega Páll !


ree

Mýrdalsjökull í botni jökulaura Krossárinnar... þaðan sem hún rennur... í næstu ferð förum við hér inn eftir á tindana sem gnæfa yfir upptökum Krossár...


ree

Göngubrúin fín og Krossáin tiltölulega saklaus...


ree

Langidalur hér með Tind og félaga og svo Ými og Ýmu í baksýn...


ree

Mjög fallegur staður og heilmikið líf á staðnum...


ree

Litið til baka... Eyjafjallajökull í baksýn á leið okkar... hvílíkur staður að vera á !


ree

Vð gengum inn að Slyppugili... sem er þröngt, skógivaxið og ægifagurt gil í Þórsmörkinni...


ree

Sjá skálann sem er við mynni gilsins...


ree

Slyppugilið framundan...


ree

Litið til baka... allt svo fallega grænt og rfriðsælt... við ljómuðum af gleði og þakklæti fyrir að fá svona mikla fegurð... eftir harðneskju vetrarins er svona ganga einstaklega heilandi...


ree

Þetta til er dásemdarheimur og minnti mann á útlöndin sjálf...


ree

Fljótlega dró fyrir sólu því miður... en áfram hélst stillan og hitinn... en þessu var spáð og á sumum kortum átti að rigna eftir hádegið... við vorum að vona að við fengjum sólina að mestu yfir daginn... en hún kom og fór úr þessu og var að mestu bak við skýin...


Rjúpnafellið að birtast hér...


ree

Magnað að ganga meðfram Tindfjöllunum í Þórsmörk og sjá Rjúpnafellið rísa smám saman í fjarskanum fyrir framan okkur...


ree

Við nutum þessa dags í botn... stoppuðum oft og stöldruðum við og virtum dýrðarinnar landslagið fyrir okkur... hvorki vindur né kuldi rak okkur áfram og það var lag að njóta...


ree

Fyrsti nestistíminn tekinn eftir rúmlega klukkustundargöngu þar sem aksturinn var langur og kominn matartími sagði maginn...


ree

Hlýtt og fallegt og framundan stórkostlegt landslag...


ree

Innri hluti Tindfjallahringsins norðan megin er tignarlegur og stórbrotinn... þar er enginn svikinn af landslagi sem á sér fáa líka á Íslandi...


ree

Við tókum andann reglulega á lofti og vorum þakklát... já... nauðsynlegt að vera þakklátur og láta ekki smáatriði eins og smávegis skýjafar trufla sæluna sem hríslaðist um líkama og sál þennan dag...


ree

Magnaður staður... við urðum að taka hópmynd hér...


ree

... með fjall dagsins í baksýn... hvílík fegurð !


ree

Farið var aðeins niður í gilið áður en út á hliðarstíg var komið utan í Tindfjöllum...


ree

Óskaplega fagur þessi kafli alla leið að Tröllakirkju...


ree

Einhyrningur vinsrtra megin ljósbrúnt með höfuðið sitt... og Hattfell með grasi gróinn tindinn hægra megin hér í fjarska...


ree

Fínn stígur á þessari leið um svokallaðan Tindfjallahring... flott hlaupaleið... enda komið magnað utanvegahlaup á þessum slóðum sem heitir "Þórsgata Volcano run": Þórsgata Volcano Trail Run | The trails of Iceland | Volcano Trails


ree

Tindfjallajökull og Einhyrningur...


ree

Reynt að mynda Tindfjöllin ofan okkar... landslagið svo stórt að það var erfitt...


ree

Hliðarstígurinn undir Eggjunum í Tindfjöllum er ævintýri líkastur og við nutum hvers skrefs...


ree

Rjúpnafellið blasti reglulega við og þegar nær var komið reis tignarleg Tröllakirkjan upp úr skarðinu úr gilinu...


ree

Tröllakirkja hér framan við Rjúpnafell...


ree

Tindur og félagar... og Ýmir og Ýma í Tindfjallajökli... jökulsléttan á milli þeirra þar sem við höfum gengið ansi oft frá því árið 2009... Tindfjallagil framar á mynd...


ree

Fegursta mynd göngunnar... Tröllakirkja og Rjúpnafell...


ree

Auðvitað vildum við skoða þetta Tröllakirkju vel áður en lengra var haldið...


ree

Stígur liggur upp í smávegis hellisskúta ofar...


ree

Við skoðuðum hann... og Örn reyndi að finna leið alla leið upp... hún var þarna í heilmiklu klöngri og við hættum við að taka allan hópinn þangað upp...


ree

Siggi messaði yfir hópnum að hætti kirkjunnar manna...


ree

Úr hellisskútanum...


ree

Áfram héldum við og kvöddum kirkjuna... klöngurleiðin fyrir miðri mynd í rífandi hvössu bergi...


ree

Litið til baka...


ree

Áfram var leiðin falleg inn að Tindfjallasléttunni... líklega eini skaflinn á leiðinni... saklaus og greiðfær...


ree

Ótrúlega falleg fjallasýn í þessari ferð... hún var rétt að byrja hér...


ree

Mögnuð hlaupaleið... þjálfarar fundu að þeir áttu eftir að hlaupa hér síðar...


ree

Þjálfari hringdi í skálaverðina í Langadal fyrir ferðina til að kanna með göngufæri og aksrtursfæri... en þeir voru búnir að yfirfara slóðann kringum Tindfjöllin og því vissum við að leiðin væri í lagi... ólíkt Laugaveginum árið 2019 þegar við vorum með þeim fyrstu til að fara það sumarið og létum þá skálaverðina hjá FÍ vita af talsverðum skemmdum á leiðinni sem þurfti að laga eins og grjóthrun á brúnum við Emstruána ofl... þá var lærdómsríkt að sjá hvernig veturinn leikur stígana á hverju ári... og það þarf einhver að fara yfir þá og lagfæra á mörgum stöðum... ekkert af þessu er sjálfgefið... þarna liggur heilmikil vinna og metnaður... oftast í sjálfboðavinnu...


ree

Undan sköflunum upp úr gilinu sáum við gróðurinn vakna og fylltumst lotningu af aðdáun...


ree

Gróðurinn á Íslandi er svo duglegur...


ree

Kviknandi líf undan snjósköflunum... má engan tíma missa... kominn júní... sumarið er stutt... eins gott að flýta sér að vaxa þegar himnarnir opnast og sólin kemst að...


ree

Komin upp á Tindfjallasléttuna... fjall dagsins bauð okkur velkomið...


ree

Við tók öðruvísi en áfram mjög falleg leið...


ree

Niður í þetta gil sem sannarlega er gróðurvin... ber ekkert nafn á korti af Þórsmerkursvæðinu... frekar en margir aðrir fagrir staðir á þessu svæði... kominn tími til að skálaverðir og landverðir setji nöfn á fleiri staði... einhvern tíma er allt fyrst... nafngiftir fyrri tíma eiga ekki frekar rétt á sér en nafngiftir okkar tíma... það hlýtur að mega bæta við öllum til glöggvunar á svæðinu... sérstaklega þegar fleiri njóta þeirra en áður og umferðin hefur breyst úr smalamennsku í náttúrumennsku...


ree

Dásamlegur staður...


ree

Rjúpnalækjarbotnar er tillaga... margt annað kemur til greina... heitir þessi spræna eitthvað... væri þá hægt að nefna með hana í samsettu nafni... skorum á landverði !


ree

Hér stöldruðum við aðeins við áður en lokakaflinn var tekinn að fjallsrótum...


ree

Eina vaðið á leiðinni... létt stiklun... þjálfarar höfðu sagt að við ættum að geta stiklað yfir þau vöð sem á vegi okkar yrðu þennan dag... gátu ekki séð nein alvöru vatnsföll á leiðinni... sem betur fer reyndist það rétt...


ree

Litið til baka... Rjúpnagiljabotn ? ... koma svo !


ree

Síðasti kaflinn inn að Rjúpnafelli er dáleiðandi... fjallið stelur allri senu og maður mænir endalaust upp á það til að spá í leiðina upp...


ree

Litið til baka með Tindfjöllin öll framan við Tindfjallasléttuna... þjálfarar sáu leið þarna upp og eins um miðja vegu á Eggjarnar... förum þetta kannski árið 2024 í Þórsmerkurferð ?


ree

Nú blasti uppgönguleiðin við... hvar var erfiðasti kaflinn ? ... þar sem flestir snúa við og fara ekki lengra ?... við áttum erfitt með að átta okkur á því en giskuðum á hornið á fyrri tindinum... vissum að þegar upp væri komið á þann fyrri væri leiðin greið á þann síðari...


ree

Sikksakkið til að byrja með augljjóslega greiðfært og öruggt... en svo hverfur stígurinn og þar er spurning hvort menn snúi við ?


ree

Hvílíkt fjall ! Með þeim svipfegurstu á svæðinu og þó lengra væri talið...


ree

Vantaði sólina til að grænka litina... nóg af rigningum síðustu vikurnar allavega... væri áhugavert að koma hér síðla sumars aftur... líklega er dýpt græna litarins meiri þá... en annars er hálendið erfitt hvað þetta varðar... sumarið svo stutt... kannski er þetta fjall fegurst í kvöldsólinni ? ... ekki ólíklegt...


ree

Beygjan inn að fjallinu...


ree

Nú birtist allt hálendið okkur frá Torfajöki og niður alla Laugavegsleiðina... magnað !


ree

Við gengum nær áður en við þéttum hópinn...


ree

Hér áðum við... áður en lagt var í hann sem einn maður alla leið upp...


ree

Bjart yfir uppi á Fjallabaki... Hattfellið var í sólinni allan tímann fyrir framan okkur þennan dag...


ree

Upp saman öll sem eitt... ekkert annað í boði... þjálfarar vildu ekki að einhver myndi hætta við... það er svo svekkjandi... og skilur bara eftir sig ólokna göngu sem bankar sífellt á dyr... hingað upp skyldu helst allir fara með styrk hópsins og menn voru beðnir að rétta hver öðrum hjálparhönd þegar á þyrfti að halda...


ree

Fyrsti kaflinn gekk vel á vel troðnum stígnum...


ree

Smám saman opnaðist allt útsýni... ástæðan fyrir því að við viljum ganga á fjöll en ekki gönguleiðir fyrst og fremst... víðsýnin sem fjöllin gefa er engu öðru lík...


ree

Frábær hópur þennan dag og allir glaðir og þakklátir... samstaða og vinsemd..


ree

Sigga setti á sig hælrærisplástur... og við nutum útsýnisins á meðan... Útigönguhöfði hér og gönguleiðin niður Fimmvörðuháls blasti við okkur alla leið frá hálsinum... við ætluðum fyrst ekki að trúa því að við sæum hana svona nálægt og alla hreinlega... en það var einfaldlega þannig...


ree

Ennþá á einum góðum stíg og ekki hægt að villast...


ree

Útsýnið til baka til Tindfjalla... auðvitað á að gefa þessum giljum hér nær nafn... lágmark þessu stærsta vinstra megin sem farið er ofan í til að komast frá Tindfjallasléttunni að Rjúpnafelli... Rjúpnafellsgil... eða álíka... bara taka ákvörðun og allir skilja fljótlega hvað átt er við... bæta við örnefnum á öllu þessu svæði... og gefa út nýtt kort... og nöfnin festast í sessi áður en menn vita af... öllum til glöggvunar og ánægju og betri áttunar á svæðinu í heild...


ree

Tindfjallajökullinn og allir hans tindar handan Markarfljóts...


ree

Komin í neðra skarðið... ofan við það eru stígarnir orðnir fleiri en einn en með smávegis stöldrun má sjá hvar best er að fara...


ree

Sýnin úr skarðinu... til Hattfells sem stal alltaf senunni þegar litið var upp að Fjallabaki... jú, Laufafellið varð frekt til athyglinnar á kafla líka...


ree

Fínasti stígur hér upp... á niðurleið eru menn líklega í stórum hópum að mynda aðra stíga... Örn fór óvart einn sem var ekki nægilega góður... og hópurinn tók betri stíg aðeins ofar... fleiri villustígar eru þarna og best að velja þann mest troðna...


ree

Ofar tók bergið við og stígurinn verður aðeins óljósari en greinist samt ágætlega... best að vera hér í skyggni en vanir menn eru enga stund hér upp...


ree

Gott hald í berginu en líklega er hált hér í vetrarfæri og fljótt að verða varasamt... samt vitum við að menn hafa farið hér að snemmvetri...


ree

Erfitt að ná hallanum á mynd... en þetta er talsvert bratt...


ree

Síðasti kaflinn upp á neðri tindinn...


ree

Komin á neðri tind... leiðin var mun betri en við áttum von á... og hvergi stoppuðu menn og hikuðu að ráði... allir komust upp... það var mesti sigur dagsins fyrir þjálfara...


ree

Uppi á tindinum var erfitt að mynda áhrifin af staðnum... hvílikt útsýni allan hringinn !


ree

Útigönguhöfði... Eyjafjallajökull... Þórsmörkin...


ree

Mýrdalsjökull og skriðjöklarnir hans... meðal annars Krossárjökull...


ree

Innri endinn á fyrri tindinum... við lékum okkur aðeins hér í sigurvímunni...


ree

Lengst til hægri... næsta gönguleið okkar í Þórsmörk 2023... á Gölt, Rana, Stórastand og Eggjar...


ree

Mjög spennandi leið... innst að Krossárjökli... upptökum Krossárinnar...


ree

Morinsheiði... Útigönguhöfði... Kattarhryggirnir... niður í Bása... handan við aura Krossárinnar... stórfenglegt landslag... sem við verðum að skoða til hlítar næstu árin... eins gott að halda sér í formi og hraustum takk fyrir... við eigum svo mikið eftir !


ree

Gengið inn eftir lægri tindinum... hann mældist 794 m hár...


ree

Útsýnið til baka... út Markarfljótsáraurana...


ree

Efsti tindur framundan...


ree

Litið til baka... erfitt að halda áfram og slíta sig frá þessu magnaða landslagi...


ree

Hér fór að blása svolítið... og það vantaði sólina sem var sárlega nálægt... en við höfðum fullkomið skyggni... gátum ekki kvartað...


ree

Sýnin frá skarðinu milli tinda...


ree

Mjög gróft gil þarna upp að fjallsbrúnum Mýrdalsjökuls... Mófell vinstra megin.... Krossárjökull áberandi mestur hrynjandi niður fjallið...


ree

Mófell... mjög spennandi tindur framtíðarinnar... grátlegt að hafa ekki sterkara nafn...


ree

Leiðin okkar 2023...


ree

Upp á hæsta tind... hvergi tæpistigur hér...


ree

Örn tók tindafallið á efsta tindi...


ree

Flestir tóku mynd af sér á tindi Rjúpnafells... sigurinn var áþreifanlegur... margir að ganga loksins á þetta fjall eftir margra ára bið... þjálfarar meðal annars...


ree

Nesti á tindinum og rólegheit... með Mýrdalsjökulinn svo nálægt... Mófell hér ljósara nær...


ree

Fjallabakið baðað sólskini... Laufafell... Hattfell... Stórkonufell og Stórasúla og aðrir tindar sem varða Laugavegsgönguleiðina... Torfajökull og Mælifellssandur hægra megin enn í snjó... en efsta hvíta breiðan vafðist mikið fyrir okkur... og á endanum hlaut þetta að vera lág skýjabreiða... þetta var ekki snjór og ekki jökull... þarna átti Mælifellssandur að vera... eftir heilmiklar pælingar vorum við sem mest spáðum í þetta á því að tindar Torfajökuls sem blasa við Strútsskála voru þarna reisulegir og alveg eins formaðir og við mundum eftir þeim frá mögnuðu ferðinni í fyrra...


ree

Nær... Laugafellið... Hattfellið... Stórkonufellið... Stóra súla...


ree

Naglar til margra ára í klúbbnum... vinkonurnar Katrín og Sigga Sig...


ree

Þjálfarar...


ree

Góð áning hér áður en haldið var til baka niður...


ree

Gengið aðeins út á brúnirnar í austri... til að meta leiðin að Mófelli... hún er ekki greiðfær...


ree

Göltur og félagar...


ree

Tindur Rjúpnafells í afstöðu með Tindfjallajökli... Einhyrningur þarna niðri...


ree

Komið frá brúnunum í austri...


ree

Á niðurleið af efri tindinum varð þjálfari að taka aðra hópmynd til baka frá fyrri stað þarna við Tindfjöllin... hvílíkt landslag !


ree

Gengið niður á neðri tindinn... kvíði í mörgum með niðurgönguleiðina um brattasta kaflann... grjóthrun og nægilega gott hald í jarðveginum í hugsununum...


ree

Erfitt að fara frá þessum stað...

+

ree

Þórólfsfellið þarna niðri vinstra megin... sem var gengið í desember í fyrra í lágri vetrarsól...


ree

Komin á neðri tindinn...


ree

Áfram niður... góður kafli hér og svo tekur bratti kaflinn við niður í neðra skarðið þar sem skaflinn er...


ree

Litið til baka upp á tind...


ree

Giljótt og skorskorið landslag í stíl við allt svæðið...


ree

Bratti kaflinn reyndist mun g reiðfærari en við áttum von á...


ree

Skyndilelga vorum við bara komin niður um hann allan...


ree

Bíddu hvar var eiginlega erfiði kaflinn sem við kviðum svona fyrir ?


ree

Sýnin til Tindfjalla...


ree

Skýin farin að taka yfir Ými og Ýmu...


ree

Þessi kafli gekk mjög vel á spjalli og í algleymi... við vorum steinhissa á hversu vel þetta gekk...


ree

Komin úr mesta brattanum... ekkert mál... hér upp geta allir farið sem eru vanir að ganga á fjöll... og ef maður er óvanur en í hópi þá er allt hægt í krafti hópsins... sérstaklega ef menn eru hjálpsamir og ganga saman hér upp...


ree

Léttir og gleði... framundan gróskumikil Þórsmörkin... tindurinn að baki í stórkostlegu útsýni... við máttum vera þakklát...


ree

Þrjóskur þessi skafl... hér blæs greinlega vel að vetri til og tindarnir læsa snjóinn inni...


ree

Dásamleg niðurleið tók við í glimrandi gleði og spjalli um spennandi göngur sumarsins sem eru framundan hjá öllum hérlendis og erlendis...


ree

Laufafell og Hattfell... hvílít útsýni af Rjúpnafelli !


ree

Katrín lék sé að þessu... ekki með Guðmund sér við hlið... eins af ólofthræddustu klúbbmeðlimum frá upphafi... og ein sú ötulasta af öllum í sögunni... svona fjall er bara ein rósin enn í vasann hjá svona flottri fjallakonu...


ree

Hér settumst við niður og spjölluðum þar til við gleymdum tímanum og mundum að við áttum eftir að ganga ansi langt til baka...


ree

... sólin kom og við vorum ölvuð af fjallssigrinum...


ree

Áfram niður... Hattfellið áfram í sólinni þarna í fjarskanum...


ree

Greið og þægileg leið... við svo óvön að vera á stíg... það var hættulega þægilegt... út frá líkamlegum þægindum og ekki síður rötun...


ree

Ilmandi gróðurinn tók aftur við...


ree

Sólin kom og allt varð skært og friðsælt...


ree

Takk fyrir okkur Rjúpnafell... þú varst magnaður fjallstindur að heimsækja !


ree

Tindfjöllin framundan... við ártum erindi niður í Rjúpnagilið til að komast á stíginn sem liggur kringum þessi fjöll...


ree

Áfram á stikaðri leið...


ree

Sólin skreið smám saman upp Rjúpnafellið...


ree

Rjúpnagil...


ree

Sólin komin á tindinn... en við einhvern veginn svekktum okkur ekki á því... þetta var svo kyngimagnað allt saman !


ree

Indælt að vera hér í sól... í Rjúpnagilsbotnum...

ree

Fyllt á vatn og notið þess að vera til.. þær voru ansi markar pásurnar í þessari ferð... veðrið bauð upp á það... vindur og kuldi voru ekki með í för þennan dag... nema rétt smávegis svalur vindur á tindinum sem er dæmigert...


ree

Skuggi aftur kominn á Rjúpnafellið...


ree

Slakað á og spjallað...


ree

Notið þess að vera til...


ree

Svo var ráð að halda áfram...


ree

Þessir botnar eru dásemdin ein...


ree

Nú tókum við beygjuna sem merkt var Stóriendi... til að halda áfram hringleiðinni kringum Tindfjöllin...


ree

Útsýnisstaðurinn sem við sáum ofan af tindinum var næstur á dagskrá... Morinsheiði... Heiðarhornið á henni... Útigönguhöfði... Fimmvörðuhálsinn sjálfur... Eyjafjallajökull...


ree

Litið til baka að Rjúpnafelli...


ree

Litið til baka eftir stígnum.. Hattfellið enn einu sinni mest áberandi... við VERÐUM að koma okkur þarna upp í september... ekkert annað í boði !


ree

Heiðarhornið fjær... Búðarhamar ? nafnið á þessum hamri eða útsýnisstað... ef ekki þá er hneysa að þessi klettur hafi ekki nafn...


ree

Göltur og félagar þarna innst vinstra megin... göngum þetta á næsta ári !


ree

Hér greiddists ágætlega út og menn fóru á sínum hraða en hópurinn þéttur á miðri leið...


ree

Svo fallegt hér niður og inn eftir... að upptökum Krossárinnar...


ree

Við tókum endalaust af myndum... ekki annað hægt með þessa botnlausu fegurð á þessari leið...


ree

Hér niður er merkt gönguleið á þórsmerkurkortinu...


ree

Rjúpnafellið vinstra megin í afstöðu við þennan hamar...


ree

Hattfellið og Rjúpnafellið... þó nokkur svipur með þeim...


ree

Sjá birkið hægra megin... varð að hafa það með...


ree

Rjúpnafellið...

ree

Hér var tæpt að vera... hvað þá baða út höndum... Sjöfn er með alra ólofthræddustu klúbbmeðlimum og ´vilaði ekki fyrir sér að stilla sér hér upp... magnað hjá henni !


ree

Örn og fleiri fóru hér niður líka...


ree

Sýnin niður til Langadals... gönguleiðin hér það sem eftir var framundan...


ree

Jú... auðvitað tókum við hópmynd á þessum kyngimagnaða útsýnisstað !


ree

Með fjærlinsu... til að fá afstöðuna í landslaginu við fjallið okkar þennan dag... erfitt að fanga hversu stórkostlegur staður þetta er...


ree

Meiri snillingarnir þetta fólk... best og duglegust og jákvæðust og glöðust... eina leiðiðn til að halda sér á fjöllum árum saman... annar gefst maður bara upp á þessu brölti og getur þetta ekki... gleðin og jákvæðnin er mikilvægasti búnaðurinn á fjöllum !


ree

Réttarfell eða Vestrihattur vinstra megin... og Valahnúkur ofan við Húsadal hægra megin.. Básar lengst til vinstri út af mynd... Langidalur framundan framan við Valahnúk...


ree

Við röltum niður eftir sömu stikuðu leiðin áfram... þessi Tindfjallahringur er vesla frá upphafi til enda ! ... hann átti ekki síður erindi í safnið okkar en Rjúpnafellið.. og kom verulega á óvart !


ree

Litið niður... spáð í akstursleiði hér... en líklega er best að ganga bara frá Langadal og inneftir hér uppi fyrst... og svo niður á aurunum ef Krossáin leyfir að Gelti og félögum í næstu ferð...


ree

Þessi síðasti kafli bauð upp á aðra upplifun...


ree

Nokkrir dropar mættir á svæðið... en nokkrir þrjóskuðust við og trúðu því ekki að það væri komin rigning... og þeir höfðu rétt fyrir sér.. rigning kom fór í það litlum mæli að það varð alltaf svo heitt á milli og ómögulegt að vera í jakka... þetta var spurningin um að leyfa dropunum að falla á bert skinnið á smá köflum... og sólina þurrka það svo aftur...


ree

Útigönguhöfði og Kattarhryggirnir um Fimmvörðuháls í seilingarfjarlægð... ótrúlega skemmtilegt sjónarhorn.. svo nálægt... og svo hrikaleg leið að sjá héðan...


ree

Inn eftir áráurum Krossár...




ree

Tindfjöllin ofan hópsins...


ree

Sléttur malarkafli hér en svo tóku gilin aftur við...


ree

Þessi leið leyndi á sér...


ree

... og minnti á Fimmvörðuhálsleiðina á köflum... ekki síðri leið að okkar mati... og hefur þann kost að þurfa ekki ferjun á milli upphafs- og endastaðar... þessi leið er frábær æfing fyrir Fimmvörðuhálsleiðina... styttri en í svipuðu landslagi að hluta til...


ree

Útigönguhöfði og Kattarhryggir aftur...


ree

Sólin komin aftur... eftir dropana áður... og þá fóru sumir aftur úr og neituðu að fara í jakkann það sem eftir lifði göngunnar...


ree

Svo falleg leið um kjarrið hér...


ree

Stundum alveg horfin í birkið... þessi staður er engum líkur... Þórsmörk... næst fegursti staður landsins á eftir Landmannalaugasvæðinu... svo ólíkt að það er spurning hvort hægt sé annað en stilla þeim upp til jafns á fegurðarskalanum...


ree

Síðasta nestisspásan... hún var rukkuð inn og þjálfarar vildu standa við orð sín um þrjár nestispásur í þessari göngu... en sumir vildu halda áfram og komast fyrr heim og inn í kvöldið enda stutt eftir... búnar að vera jú margar aukapásur þar sem menn n ösluðu sig... þetta er alltaf erfið jafnvægislist... menn eru aldrei sammála því hvenær á að vera nesti og hvenær ekki... kvartað jafn oft yfir of fáum nestispásum og of örum nestispásum (ha, nesti núna ?, Ha, við vorum að borða rétt áðan ?... Það er best að vera alltaf með nasl í vösum og grípa ín það ef maður er svangur og hópurinn er ekki á því að stoppa strax... og nýta pásurnar án undantekningar til að borða þó maður sé ekki svangur... stjórna þannig sínum eigin orkubúskap óháð hópnum... læra vel inn á sjálfan sig og vera ekki háður öðrum með nestistíma eða magn... og njóta í botn.... sama hvort pásurnar séu tvær eða fjórar... þetta er alltaf ævintýri... forréttindi... stórkostleikur... hvort maður borðar hér eða þar... oftar eða sjaldnar en maður vildi... skiptir engu máli í stóra samhenginu...

ree

Áfram hélt ævintýralega landslagið... og áfram hélst veðrið gott... spáin um rigningu frá kl. 13 rættist ekki sem betur fer...


ree

Já, þetta svipaði sannarlega til Fimmvörðuhálsleiðarinnar...


ree

Þungbúin ský komu og fóru... en við vorum komin niður á láglendið og hrikalegaf lott leið að baki svo okkur var drull... sama hvort það komi rigning úr þessu :-) :-) :-)


ree

Þessi kafli var heillangur en við svifum hann í sigurvímunni...


ree

Þegar sólin kom þá kölluðust fram djúpir litir birkisins.. þessi græni litur...


ree

Þrep í bergið á leiðinni...


ree

Gengið inni í skóginum á köflum...


ree

Komin niður á áraurarnar... Valahnúkur framundan...


ree

Litið til baka... svo falleg leið...


ree

Útigönguhöfðinn héðan frá... það er sannarlega þess virði að ganga upp í fjöllin og fá önnur sjónarhorn en héðan frá láglendi...


ree

Þessi síðasti kafli um aurana var á stíg til að byrja með en svo tók villt grjótið við sem var krefjandi... áin breytir öllu hér á hverjum vetri, hausti og vori í leysingum og vatnavöxtum..


ree

Gleðikonurnar sem gengu þennan hring sama dag og við en fóru ekki á Rjúpnafellið... bjór og sígó hjá þeim á þessum tímapunkti :-) :-) ... ekki alveg sama ástandið hjá okkur sko :-)... en bara gaman hjá þeim !


ree

Langidalur framundan...


ree

Litið til baka... rigningin mætt í skúraleiðingum innar... þetta kom og fór... en við sluppum ótrúlega vel þennan dag...


ree

Langidalur... og Valahnúkur...


ree

Krefjandi grjótbrölt hér yfir aurarnar þreytt og lúin en nánast svífandi af þakklæti fyrir hrikalega flottan dag...


ree

Jú... sólin mætti aftur... inn í Langadal og á Valahnúk... ekta Ísland !


ree

Komin að brúnni...


ree

Ekki alveg besta færið svona í lokin :-)


ree

Magnað fyrirbæri þessi göngubrú...leysir svo margt... að þurfa ekki að keyra yfir Krossá...


ree

Bílarnir þarna við Álfakirkju..


ree

Langidalur með Tindfjöllin (ekki þau sömu og okkar þennan dag) og Tindfjallajökulinn í baksýn...


ree

Komin í bílana... gleðin leyndi sér ekki...


ree

Spjallað og viðrað og knúsað og skálað og... flutningar á þeim sem voru umfram í jeppa skipulagðir...


ree

Auðvitað var skálað... við megum ekki detta úr æfingu í því sko :-)


ree

Hundurinn Batman skildi ekki alveg afhverju eigandinn var settur aftur í með honum...


ree

Aksturinn gekk mjög vel til baka... lítið í ánum og allir bílar í góðu standi... flottast er þegar konur keyra jeppana líka... ekki bara strákarnir... eins og Ágústa þórðar gerði þennan dag... við getum þetta alveg eins og strákarnir stelpur !


Sjöfn keyrði sinn jeppling þó nokkurn spöl inn úr og fór eins og herforingi yfir árnar... þetta kvenfólk í klúbbnum eru naglar !


ree

Áfram skiptust á skin og skúyrir keyrandi til baka... en við komum til byggða með hjartað fullt af þakkllæti með stórkostlegan dag... upp á alls 16,9 km á 7:46 klst. upp í 829 m hæð með alls 928 m hækkun úr 230 m upphafshæð...


Mikið óskaplega var þetta fallegt... þið eruð best elskurnar... takk fyrir dásamlegan dag og besta félagskap í heimi ! Gps-slóðin: Wikiloc | Trails of the World Myndbandið af ferðinni í heild: Rjúpnafell og Tindfjallahringur Þórsmörk 110622. - YouTube

 
 
 

Comments


bottom of page