Tindferð nr. 301 föstudaginn 5. apríl 2024
Þriðja sinnið í sögunni gengum við hring í kringum Eilífsdal Esjunnar... og nú í söfnun á öllum átta dölum Esjunnar og öllum hennar tindum árið 2024...
Veðrið var upp á sitt besta... sem er ástæðan fyrir því að við völdum föstudaginn til þess arna... enda stífur ískaldur vindur svo alla helgina og alla dagana á undan og páskana þar á undan... svo þetta logn og þessi sólarblíða var svo kærkomin... funhiti á köflum uppi og blankalogn á Hábungu í efstu hæð Esjunnar... en kaldur vindur sums staðar og miklar andstæður... alveg eins og á jökli... enda var þetta ígildi jöklaferðar þar sem við gengum stóra hluta leiðarinnar á jöklabroddunum og landslagið, útsýnið og gangan var með mesta móti...
Frábær stemning í svona litlum hópi en sem fyrr vorum við grátlega fá á ferð... en það er ljóst að til að ná þessari Esju þurfum við að leggja í hann þó við séum fá á ferð til að þessi gjörningur verði að veruleika...
Í þetta sinn fórum við mun nærri brúnunum innst í dalnum og vestan megin sem við höfum ekki gert áður og uppgötvuðum þannig nýja kletta og hamra sem við höfum ekki séð áður og var þessi leið sérlega falleg... við mælum með henni...
Alls 20,7 km á 8:37 klst. upp í 928 m hæð með alls 1.184 m hækkun úr 111 m uppphafshæð.
Ljósmyndir úr ferðinni hér fyrir neðan og nafnalisti á hópmynd á Hábungu, hæsta tindi Esjunnar...
Mættir voru: Sigrún Bjarna., Jaana, Áslaug Birgis gestur, Sjöfn Kr., Aníta, Sighvatur, Örn og Batman en Bára tók mynd...