top of page

Blikdalur Esju um svakalegar fjallsbrúnir í sól og snjó

Tindferð nr. 302 laugardaginn 13. apríl 2024.Fjórði dalur Esjunnar af átta á árinu var Blikdalur... en þann dal höfum við ekki gengið saman í klúbbnum síðan árið 2010 svo þetta var kærkomin upprifjun... og allt önnur upplifun en árið 2010 því nú fengum við fullkomið skyggni og frábært veður þó ansi kalt væri fyrsta hlutann upp á Kambshornið...


Örn ákvað að þræða sig meira meðfram brúnunum til að njóta útsýnisins eins og um Eilífsdalinn síðustu helgi og gaf það okkur aðra sýn á dalinn en hann er óskaplega formfagur og hamrabeltin ekki síðri en í Eilífsdal...


Gengið var á keðjubroddum allan daginn, ekki va rþörf á jöklabroddum þar sem mjúkur snjór lá yfir þeim eldri og var færið niður af Dýjadalshnúk, sem er í raun eini varasami kaflinn á þessari leið hvað varðar bratta mjög gott.


Alls mættu 11 manns að Erni meðtöldum en nokkrir Esjudalasafnarar komust ekki og nú er komin hefð á að við sem missum af förum sjálf síðar, því þetta Esjuverkefni er ótrúlega skemmtilegt.


Alls voru þetta 24,7 km á 8:49 klst. upp í 872 m hæð með alls 1.234 m hækkun úr 53 m upphafshæð.


Stórkostlegar myndir voru teknar í þessari ferð, sjá hér neðar og nafnalisti undir hópmyndinni:


Gunnar, Áslaug, Jaana, Björg, Dina, Gulla, Birgir, Stefán G., Þórkafla og Sjöfn Kr. en Örn tók mynd. Fleiri hópmyndir seinna í ferðinni en hér lét Þórkatla sér nægja að ganga og sneri því miður við í miklum kulda. Vonandi kemst hún oftar með okkur á þriðjudögum og svo í tindferðirnar, því það er eina leiðin til að halda sér í nægilega góðu formi fyrir svona langar og krefjandi ferðir eins og þessa.

Efri: Birgir, Björg, Dina, Stefán G., Jaana, Sjöfn Kr., g Gunnar Viðar.

Neðri: Gulla og Áslaug en Örn tók mynd.Hér er Örn kominn á myndina hægra megin.

Takk kærlega fyrir gullfallegan dag og alvöru göngu, löng og krefjandi leið í stórkostlegu landslagi og útsýni ! Nú erum við búin með 4 dali af 8... Flekkudalurinn í maí og svo er hlé þar til síðsumars og þá bíða okkar þrír dalir... Eyjadalur að norðan og Grafardalur og Þverárdalur að sunnan... og svo þurfum við eiginlega að hringa fjallgarðinn undir Þverfellshorni líka !Gaman að sjá stöðuna á þessu hér... hér sést vel hvernig Blikdalur er lengsta gangan... og Gljúfurdalur sá léttasti...

15 views0 comments

Bình luận


bottom of page