top of page

Sat, Apr 27

|

Eyjafjallajökull, 861, Iceland

Eyjafjallajökull upp skerjaleið og niður Seljavallaleið á Goðatind, Guðnatind og Hámund með Asgard Beyond

Mergjuð 3ja tinda ferð á Eyjafjallajökul upp skerjaleið á Goðatindi, Guðnatind og Hámund og niður Seljavallaleið. Löng og krefjandi jöklaferð í stórskostlegu landslagi og útsýni á ólíkum leiðum upp og niður.

Registration is Closed
See other events
Eyjafjallajökull upp skerjaleið og niður Seljavallaleið á Goðatind, Guðnatind og Hámund með Asgard Beyond
Eyjafjallajökull upp skerjaleið og niður Seljavallaleið á Goðatind, Guðnatind og Hámund með Asgard Beyond

Time & Location

Apr 27, 2024, 7:00 AM – 9:00 PM

Eyjafjallajökull, 861, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 26. apríl 2024 - laus 2 pláss:

Alls 14 manns í 2 línur: Aníta, Berta, Björg, Davíð, Fanney, Gunnar, Jaana, Kristófer gestur, Linda, Siggi, Sighvatur, Sjöfn Kr., Tinna, Þorleifur.

Sjá umræðuþráð á lokaða fb-hópi Toppfara um hvaða búnað menn þurfa og hvernig við röðum í bíla. Agnar og Bára afboðast.

Mikilvægar tilkynningar: 

*Jöklabúnaður innifalinn í verði ferðar, jöklabroddar, ísexi, göngubelti, karabínur og jöklalínur. Skráum niður hverja vantar hvað þegar þátttaka er ljós. 

*Fólksbílafært. Ferja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar og skilja helmning þeirra eftir við Seljavelli í upphafi dags og sækja svo bílana við Grýtutind á Þórsmerkurleið í lok dags á leið heim. Best að 5 manns raði sér í 2 bíla frá upphafi ferðar. 

*Lágmark 8 manns og hámark 24 manns.  Eingöngu farið með línur sem fyllist í þannig að við þurfum að ná 8 manns til að fylla línu eitt og svo 16 manns til að fylla línu tvö og svo 24 manns til að ná línu þrjú. Ef t. d. 16 manns eru skráðir, þá geta eingöngu fleiri bæst við ef 8 manns skrá sig og því eru þeir sem eru enn í "hálffullri línu" að bíða þar til línan fyllist. 

*Ferð er því ekki endurgreidd við afboðun nema annar komi í staðinn, nema þeir sem eftir eru í línunni séu tilbúnir til að deila kostnaðinum við þann sem dettur úr ferðinni til að línan borgi sig.

*Gestir eru velkomnir með í þessa göngu, sendið okkur skilaboð :-) 

*Eingöngu farið ef veðurspá er hagstæð, ferð annars frestað ef annar dagur hentar leiðsögumönnunum. Reynum að hafa föstudag og sunnudag til vara ef leiðsögumenn komast.

Verð:

Kr. 25.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 27.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 30.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara en í þessari ferð þarf að fylla hverja jöklalínu og því er ferð eingöngu endurgreidd við afboðun ef annar kemur í staðinn. 

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Þorgeirsfell - Long term forecast

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 21:00.

Aksturslengd:

Kringum 2 klst. með ferjun bíla milli upphafs- og endastaðar. Fólksbílafært.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurlandsveg gegnum Hvolsvöll að Seljavöllum við fjallsrætur jökulsins þar sem helmingur bíla er skilinn eftir og keyrt að upphafsstað göngu uopp skerjaleið á Þórsmerkurleið við Grýtutind. Í loks dags eru bílar sóttir við Grýtutind á leið heim. 

Hæð:

Um 1.659 m.

Hækkun:

Um 1.650 m miðað við 140 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 19 - 20  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 10 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið upp frekar bratta leið í byrjun með ágætis klöngri í mosavöxnu og grýttu klettabelti og þegar komið er upp úr því tekur við aflíðandi löng leið á snjón og svo á jökli alla leið á Goðatind sem gleymist okkur aldrei sem gengum skerjaleiðina árið 2017. Frá Goðatindi er farið yfir á Hámund sem er hæsti tindur Eyjafjallajökuls með viðkomu á Guðnatindi og  þegar á Hámund er komið erum við rúmlega hálfnuð með ferðina því af honum og niður Seljavallaleið er aflíðandi löng leið á jökli og svo snjó og loks mosavaxinni möl niður á láglendið þar sem bílarnir frá því um morguninn bíða okkar.  

Erfiðleikastig:

Um 4 - 5 af 6 eða fært öllum í góðu gönguformi fyrir langan og krefjandi dag á jökli þar sem mestmegnis er gengið einfalda leið í snjó í línum en þó ágætis klöngur í byrjun göngu og því er mikilvægt að vera vanur smá brölti í bröttum brekkum fyrir þessa ferð.  

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi Verða að vera hálfstífir fyrir jöklabroddana, ekki mjúkir skór), kjarngott nesti og 2 - 3+ L af vökva þar sem þetta er langur dagur. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  

Share This Event

bottom of page