
Næsta æfing er þriðjudaginn 11. febrúar
kl. 17:00 á slaginu frá Össuri Grjóthálsi 5:
Námskeið í Vetrarfjallamennsku
Höfuðljós og keðjubroddar alltaf með á veturna
og vararafhlöður í bakpokann
Sjá viðburð hér og allar upplýsingar:
Vetrarfjallamennska námskeið í boði Asgard Beyond | Toppfarar
Jöklabroddar, ísexi, línuganga á jökli og sprungubjörgun.
Grunnnámskeið í boði Asgard Beyond (IFMGA/UIAGM) sem hafa haldið mörg frábær námskeið fyrir Toppfara í gegnum árin og farið með okkur í margar kyngimagnaðar jöklaferðir og bjóða upp á Monte Rosa og Matterhorn á þessu ári.
*Skráning eingöngu með greiðslu námskeiðs kr. 5.900.
*Lágmark 10 manns, hámark 16 manns.
*Róbert hjá Asgard Beyond er leiðbeinandi kvöldsins. Þjálfarar mæta ekki.
*Við mælum með að þeir sem ekki fara á námskeiðið, taki tímamælingu á eigin vegum á Mosfell þetta kvöld, því það er jú æfingafjallið okkar í febrúar.
*Samantekt um fróðleik af námskeiðum í vetrarfjallamennsku í gegnum árin sem Jón Heiðar og félagar hafa haldið fyrir Toppfara í gegnum árin:
Vetrarfjallamennska | Toppfarar

Fjallgönguæfingar alla þriðjudaga - allt árið
Alls 27 dagsferðir um helgar
Könnunarleiðangrar á óþekktar slóðir
Fáfarin fjöll og öðruvísi leiðir á þekkt fjöll
Ofurganga um Strútsstíg yfir nótt
Jöklaferð á Þverártindsegg með Asgard Beyond
4ra daga ferð í Lónsöræfi með Jóni Braga og Ásu
Monte Rosa frá Zermatt með Asgard Beyond
Matterhorn frá Zermatt með Asgard Beyond
4ra íþrótta krossþjálfunar - áskorun
Njótum þess að þjóta á 12 æfingafjöll - áskorun
Metnaður í fjalla- og leiðarvali í öllum okkar göngum
Æfum fjöll allt árið... gefum ekki eftir... njótum þess í botn
... að vera í besta forminu... með besta fólkinu...
Næstu tindferðir eða viðburðir...
- Sat, Feb 08Reykjadalur 816, 816, Iceland
- Tue, Feb 11Vetrarfjallamennskunámskeið
- Sat, Feb 22#Snæfellsnesfjöllin
- Sat, Feb 22#Snæfellsnesfjöllin
- Fri, Feb 28#Fjallatími
- Sat, Mar 01#Snæfellsnesfjöllin
- Sat, Mar 22Hekla frá Næfurholti
- Sat, Apr 05#Snæfellsnesfjöllin
- Sat, Apr 26Skarðsheiðin
- Sat, May 03Eiríksjökull, 311, Iceland
- Fri, May 09Öræfajökull, Iceland
- Sat, May 31#BotnssúlurAllarFimm
- Sat, Jun 07Jarlhettur
- Sat, Jun 14#Langjökulsfjöllin
- Tue, Jun 17Dynkur (Búðarhálsfoss)
- Tue, Jul 01Zermatt
-
Melfell og Hafurshorn við Heklurætur 8/2
-
Hestur og Knarrarfjall 8/2
-
Sáta við Heydalsveg 22/2
-
Botnaskyrtunna úr Álftafirði 1/3
-
Hekla frá Næfurholti 22/3
-
Ennisfjall, Rjúpnaborgir, Hrói og Tindfell 5/4
-
Skarðsheiðin endilöng 26/4
-
Eiríksjökull 3/5
-
Þverártindsegg 10/5
-
Skjannarnípa, Raufarfell og Kaldaklifsárgljúfur 17/5
-
Botnssúlurnar allar fimm 24/5
-
Syðstu Jarlhettur 7/6
-
Prestahnúkur 14/6
-
Fossar Þjórsár frá Búðarhálsi að Hvanngiljahöll 17/6
-
Strútsstígur 24. - 27. júní
-
Monte Rosa 1.- 7. júlí
-
Matterhorn 7. - 10. júlí
-
Lónsöræfi með Jóni Braga og Ásu 24. - 27. júlí
-
Kambur í Jökulgili 9/8
-
Kerlingarfjöll 17/8
-
Hvanngiljaöll í Álftavatn 30/7
-
Smáfjöll og Smáfjallarani 6/9
-
Álftavatn að Kistuöldu 20/9
-
Austai Helgrindur á Kamb og Tröllin 27/9
-
Kistualda í Nýjadal Sprengisandi 11/10
-
Herbjarnarfell við Landmannahelli 18/10
-
Laufafell við Markarfljót 1/11
-
Kothrauns-, Grá-, Rauða- og Smáahraunskúla 8/11
-
Baula í desember 13/12
-
Skarðsfjall Suðurlandi 28/12
-
Hesti og Knarrarfjalli frestað x2 til 8/2 v/veðurs
-
Hafnarfjallsöxl syðri og nyrðri aflýst 25/1 v/mætingar

Áskorun ársins 2025 er að taka fjórar mismunandi hreyfingar / íþróttir á viku, að lágmarki 5 mín hver. Hvaða hreyfing sem er gildir. Þátttökureglur hér ! #krossþjálfum
Tökum samt... áfram hálftíma hreyfingu á dag alla daga ársins og æfum áfram þolið á vinafjallinu í hverri viku af því það er svo gaman ! #Hálftíminn #Vinafjallið

Hvaða tíma áttu ?
Ásfjall í janúar
Mosfell í febrúar
Reykjaborg í mars
Helgafell í Hf í apríl
Esjan í maí
Háihnúkur í júní
Móskarðahnúkar í júlí
Vífilsfell í ágúst
Helgafell í Mosó í september
Stórhöfði við Hvaleyrarvatn í október
Búrfellsgjá í nóvember
Úlfarsfell í desember
Jebb... þetta er hin áskorunin á árinu 2025...
Mælum tímann upp og niður og alls og skráum hann niður...
Til að bæta þolið...
Taka púlsinn á forminu okkar milli mánaða eða ára...
Gerum þetta á hverju ári...
Til að sjá hver staðan á fjallgönguforminu okkar er...
Þorum... að taka tímann... og bera okkur saman við aðra...
Það gefur okkur aðhald og hvatningu...
en keppum fyrst og fremst við okkur sjálf...
Taka má öll fjöllin tólf eða bara sum þeirra eins og hentar...
... þess vegna bara Úlfarsfell, Esjuna eða Helgafell nokkrum sinnum yfir árið...
... og það má fara á hvaða fjall sem er í hvaða mánuði sem er...
... þessi listi er til viðmiðunar og hvatningar fyrir hvern mánuð í senn...
Þorum... æfum... svitnum... mælum... skráum... bætum okkur... !


Söfnum öllum tólf mánuðum ársins á okkar uppáhaldsfjöllum...

Frá Reykjanesvita
að Fonti á Langanesi
Alls komnir 315 km...
á 4 dögum og 9:14 klst...
með 11.151 m hækkun...
upp í 804 m hæð hæst og 113 m lægst...
í 14 mjög ólíkum göngum...
Við lentum við Búðarhálsvirkjun þann 5. október 2024... og stefnum næst um fossa Þjórsár í júní 2025 og alla leið í Nýjadal í lok árs 2025...


Ofurgöngurnar...
Næsta ofurganga verður Strútsstígur 45 km
í lok júní 2025...
Æfum allt árið...
og njótum þess að fara 3ja daga gönguleiðir
á einni töfranóttu... í gleði og hlátri... staðfestu og elju... og látum engan segja okkur að við getum þetta ekki... komdu frekar með...


... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:
Botnssúlurnar Esjan Fjallabakið Hafnarfjallið Jarlhetturnar Langjökulsfjöllin Laugavegsfjöllin Reykjanesið Skaftárfjöllin Skarðsheiðin Snæfellsnesið Sveifluhálsinn Vatnajökull Þingvallafjöllin Þórsmörk

#Vinafjalliðmitt
Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...
Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju flæða yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið... að heimsækja vin sinn...
Hvert er vinafjallið þitt ?
Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið...
#Vinafjalliðmitt
#vinafjalliðmittx52
Úlfarsfell
2019:
Kolbeinn 160 ferðir.
2021:
Bára 100 ferðir.
Fanney 52 ferðir.
Gerður Jens 52 ferðir.
Gréta 53 ferðir.
Halldóra Þ. 53 ferðir.
Katrín Kj. 76 ferðir.
Kolbeinn 100 ferðir.
Linda 63 ferðir.
Ragnheiður 55 ferðir.
Siggi 60 ferðir.
Þórkatla 58 ferðir.
2022:
Katrín Kj 52 ferðir.
Kolbeinn 160 ferðir.
Ragnheiður 121 ferð.
Þórkatla 59 ferðir.
2023:
Bára 53 ferðir
Katrín Kj 54 ferðir
Linda 63 ferðir
Sjöfn Kr 66 ferðir
2024:
Aníta 110 ferðir
Bára 60 ferðir
Halldóra Þ. 55 ferðir
Inga 57 ferðir
Kolbeinn 62 ferðir
Sjöfn Kr. 120 ferðir
Helgafell Hf
2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.
2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.
Stefán Bragi 52 ferðir.
2022:
Njóla 83 ferðir.
Sigríður Lísabet 56 ferðir.
Sjöfn Kr. 62 ferðir.
2023:
Njóla 66 ferðir
Sigríður Lísabet 52 ferðir
Esjan
2021:
Beta 52 ferðir.
Jaana 56 ferðir.
Móskarðahnúkar
2022:
Jaana 90 ferðir.
Háihnúkur Akrafjalli
2014:
Ingi: 55 ferðir
Vöndum okkur...
Við viljum eindregið halda því góða orðspori
sem þessi fjallgönguklúbbur hefur skapað sér varðandi góða umgengni:
-
Skiljum við allar slóðir sem við förum um án verksummerkja eins og hægt er.
-
Göngum vel um sjaldfarna bílslóða í akstri og á malarstæðum.
-
Ef bílarnir skilja eftir verksummerki á stæðum eða vegum, t. d. þegar þeir festast í aurbleytu og spóla upp jarðveginum, þá lögum við það eftir á og skiljum ekki eftir ný hjólför.
-
Skiljum aldrei eftir rusl þar sem við förum um, hvorki á bílastæðum né á göngu.
-
Venjum okkur á að vera alltaf með ruslapoka í vasa eða bakpokanum og tína upp það sem við sjáum, þó við eigum ekkert í ruslinu... til að fegra umhverfið... margar hendur vinna létt verk... og allir njóta góðs af hreinu landi.
-
Bananahýðin og annar lífrænn úrgangur verður líklega alltaf umdeilanlegt „rusl“ – þeir sem vilja skilja það eftir, komi því fyrir undir steini eða langt frá gönguslóðanum (ef þeir vita til að fuglar eða önnur dýr nýti úrganginn), en ekki skilja úrganginn eftir á berangri við gönguslóðann, því þegar þetta eru orðin nokkur bananahýði á nokkrum vinsælum gönguslóðum frá nokkrum gönguhópum nokkrum sinnum á ári, þá fer lífræni ljóminn af öllu saman.
-
Göngum mjúklega um mosann og annan gróður, veltum ekki hugsunarlaust upp heilu mosabreiðunum og gróðurlendunum með skónum eða stöfunum, heldur göngum mjúklega yfir eða sneiðum framhjá eins og hægt er og verum meðvituð um hvað situr eftir okkur sem gönguhópur.
-
Það er hagur okkar allra að geta farið um óbyggðirnar að ganga án þess að finna fyrir því að stórir hópar hafi gengið þar um áður. Það felast forréttindi og verðmæti í óspjölluðu umhverfi :-) Áfram við og óbyggðirnar okkar.

Nýjustu ferðasögurnar hér:
