top of page
20230317_113619.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 28. mars

Stóra Skógfell, Sundhnúkur og Hagafell 
Reykjanesi


Frekar löng en greiðfær leið á allra færi í ágætis gönguformi um falleg fell, hnúka, gíga
og hrauntraðir sem leyna á sér í hraunbreiðunni austan við Bláa lónið
og bera vitni um allar þær jarðhræringar sem gengið hafa á
á Reykjanesi fyrir okkar tíma.

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður ennþá þar sem þetta er löng kvöldganga
og við gætum lent í myrkri í lokin. 

Mynd: Hagafell, Sundhnúkur og Stóra Skógfell með Þorbjörn lengst til vinstri
og Sýlingarfell dökkt stærst vinstra megin við miðju myndar
tekin
ofan af Húsafjalli á þriðjudagsæfingu 8. september 2021.

Akstur
 

Kl. 17:00 frá Ásvallalaug í Hafnarfirði NB !

Akstur um 30 mín frá Grjóthálsi 5.

Fólksbílafært.

Ekið um Reykjanesbraut og beygt svo til vinstri inn Grindavíkurveg og hann ekinn þar til beygt er inn á gott malarstæði við Sýlingarfell gegnt Bláa lóninu.

Tölfræðin

 

   10 km

 

 3+klst. 

    210 m hæð

     500 m hækkun

       56 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 - 3 af 6
 

Leiðin

Frekar löng en greiðfær leið í ægilega fallegu hrauni og mosa upp á lág fell, gíga og hrauntraðir  í hraunbreiðunni austan við Bláa lónið með hærri og frægari fjöll Reykjaness allt í kring sem skreyta leiðina. Sleppum Sýlingarfelli að sinni þar sem þetta er löng kvöldganga og við viljum ná fyrir myrkur.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

  • Bjólfell - Föstudagsfjallið í febrúar = veisla !
    Mar 24, 8:00 AM – 4:00 PM
    #Föstudagsfjallgöngur, Bjólfell, 851, Iceland
    Mjög falleg, stutt og frekar létt en mjög fjölbreytt ganga á áberandi fjall við Heklurætur sem skartar miklu landslagi þegar upp á það er komið og býður upp á dulúðugt fjallavatn í bakaleiðinni.
  • Kráka, Hrókur, Smjörhnúkur neðri, Digrimúli og Kvernárrani upp með Kverná og Kvernufossi Snæfellsnesi
    Mar 25, 8:00 AM – 6:00 PM
    #Snæfellsnesfjöllin, Grundarfjarðarbær, 351, Iceland
    Mjög spennandi, frekar stutt og greiðfær ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi á svipmikla og fagra fjallshnúka ofan Grundarfjarðar sem fáir ganga á enda umkringdir þekktari, glæsilegum fjallstindum allt í kring sem skreyta leiðina. Tilvalin fyrsta ganga ársins fyrir nýliða og alla í klúbbnum !
  • Ásfjall í Hafnarfirði er fjall mánaðarins í mars.
    Mar 31, 7:00 PM – 9:00 PM
    Hafnarfjordur, Ásfjall, 221 Hafnarfjordur, Iceland
    Ásfjall í Hafnarfirði er Marsfjallið í vinafjallsáskoruninni þar sem við göngum á einhver af 12 vinafjöllunum okkar árið 2023 og reynum að ná að lágmarki 52 ferðum á árinu alls eða fleiri ferðir. #vinafjalliðmittx52 #vinafjöllinokkarx52
  • Baula um páskana - föstudagsfjallið í apríl = veisla !
    Apr 07, 8:00 AM – 6:00 PM
    #Snæfellsnesfjöllin, Baula, 311, Iceland
    Einstök ganga á eitt sérstakasta fjall landsins sem allir verða að upplifa ! Einföld leið en heilmikið brölt í grýttum brekkum sem gleymast aldrei þeim sem upplifa og toga suma alltaf aftur... en suma aldrei aftur !
  • Eystri Hnappur í Öræfajökli
    Fri, May 05
    #Vatnajökulstindarnir
    May 05, 2:00 PM EDT – May 07, 4:00 PM EDT
    #Vatnajökulstindarnir, Öræfajökull, Iceland
    Jöklaferð ársins 2023 er mjög spennandi ganga á sjaldfarnasta tindinn í öskjubarmi Öræfajökuls. Eingöngu á færi þeirra sem eru vel undirbúnir í mjög góðu formi fyrir krefjandi göngudag í jöklabúnaði og línum undir leiðsögn Asgard Beyond sprungna leið í bratta, fjórir á hvern leiðsögumann.
  • Vestmannaeyjar, sjö tinda leið um hvítasunnu
    May 26, 6:00 AM – May 30, 10:00 PM
    Vestmannaeyjar, 900 Vestmannaeyjar, Iceland
    Stórkostleg gönguleið á sjö tinda Vestmannaeyja á mögnuðum fjallshryggjum og eldfjöllum kringum byggðina í Eyjum á áhrifamiklum söguslóðum í lygilegu landslagi.
  • Kringum Langasjó á einum degi 50 km á 18 klst.
    Mon, Jul 10
    #KringumLangasjóáeinumdegi
    Jul 10, 10:00 AM – Jul 14, 6:00 PM
    #KringumLangasjóáeinumdegi, Langisjór, 881, Iceland
    Ofurganga ársins 2023 er hringleið kringum Langasjó á einum degi eins og við fórum Laugaveginn 2020 og Vatnaleiðina 2021. Um sanda, fjörur og stórkostlegar rætur Fögrufjalla í einstakri öræfakyrrð við jaðar Vatnajökuls kringum blátt og tært fjallavatn í landslagi sem á sér engan líka á Íslandi.
  • Þriðjudagsgöngur... göngum hvern einasta þriðjudag árið 2023 ! #Þriðjudagsþakklæti
    Dec 26, 11:00 AM – 1:00 PM
    #Þriðjudagsþakklæti, Reykjavík, Iceland
    Áskorun ársins 2023 er að mæta í þriðjudagsgöngu eins oft og maður mögulega getur eða taka göngu á eigin vegum í staðinn þann dag og ná sem flestum þriðjudagsgöngum árið 2023... og vera meðvitað þakklátur fyrir að geta farið á fjall... og gefa gaum að því smáa í umhverfinu #Þriðjudagsþakklæti
  • Vinafjöllin okkar 2023
    Sun, Dec 31
    Úlfarsfell
    Dec 31, 11:00 AM – 1:00 PM
    Úlfarsfell
    Göngum einu sinni í viku eða oftar á eitthvurt af eftirfarandi tólf fjöllum sem eru #vinafjöllinokkar á árinu 2023 og náum 52 ferðum - ein ganga á fjall mánaðarins í hverjum mánuði en annars velur hver og einn hvaða fjall af þessum tólf hann gengur á yfir árið.
20220911_163036.jpg

1. Vikrafell Borgarfirði fös 13. janúar.

11 manns,10,5 km, 5:02 klst., 550 m hæð, 687 m hækkun.
Gullfallegur dagur í sól,
logni og snjó, sólarupprás og sólsetri.

2. Bjólfell Suðurlandi fös 24. febrúar.
     Frestað v/veðurs. Sætum færis þegar veður leyfir á föstudegi. 

3. Þríhyrningur Suðurlandi fös17. mars.
     6 manns,9 km, 5:12 klst., 699 m hæð, 752 m hækkun.
      Algert  logn, 
háskýjað, frábært skyggni og kringum frostmark.

4. Baula Vesturlandi fös 7. apríl (föstud.langi).

5. Hrútaborg Snæfellsnesi fös 12. maí.

6. Fanntófell Kaldadal fös 9. júní.

7. Hattfell við Emstrur 21. júlí.

8. Hlöðufell við Langjökul fös11. ágúst.

9. Löðmundur við Landmannahelli fös1. september.

10. Hekla Suðurlandi fös13. október.

11. Brimlárhöfði Snæfellsnesi fös 3. nóvember.

12. Strútur við Húsafell fös 8. desember.

lodmundur_041117 (16).jpg
20230314_184215.jpg

Áskorun ársins 2023 er "þriðjudagsþakklæti"...
 

... þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að mæta sem flesta þriðjudaga allt árið með klúbbnum
eða ganga á eigin vegum ef menn komast ekki í þriðjudagsgöngu.
Eingöngu þriðjudagsgöngur Toppfara gilda eða ganga á eigin vegum (ekki göngur með öðrum hópum NB)
og gangan þarf að vera utan malbiks, en þarf ekki að vera á fjall, nóg að sé gönguleið utan malbiks


Hver og einn telur sína þriðjudaga (með klúbbnum eða á eigin vegum)
og skráir þá tölfræði sem hann vill (km, hækkun o.fl. eftir smekk)

og meldar inn sinn lista í lok árs eða eftir hvern mánuð (nóg að telja þriðjudagana NB)
en mjög gaman væri ef þátttakendur myndu skrá hversu oft þeir eru að fara í fyrsta sinn á viðkomandi fjall/leið

og ýmsa aðra tölfræði. 

Takk...

1. Fjallið eina og Sandfell... takk fyrir að hafa heilsu, getu og tækifæri til að geta mætt í flotta þriðjudagsgöngu í óbyggðum í jaðri höfuðborgar Íslands... 3. janúar.

2. Ásfjall og Vatnshlíð... takk fyrir hláturinn sem glumdi í fjallasölum Hafnarfjarðar 10. janúar.

3. Rauðuhnúkar... takk stjörnur himins fyrir að skreyta þriðjudagsæfingarnar svona fallega í myrkrinu 17. janúar.


4. Mosfell... takk fyrir fínt veður mitt í löngum óveðurskafla (Katrín Kj.)... 24. janúar.

5. Helgafell Hafnarfirði... takk fyrir spor félaganna sem fóru á undan... 31. janúar...

6. Úlfarsfell á alla þrjá frá Skarhólamýri í snjóstormi... takk fyrir veður og vinda se
m gerir okkur sterkari og sýnir okkur að við getum meira en við höldum... 7. febrúar.

7. Þorbjörn... takk fyrir dagsbirtuna sem gaf okkur útsýni og upplifun af einstöku landslagi þessa fjalls... 14. febrúar.

8. Bláfjallahryggur, Kerlingarhnúkur og Heiðartoppur... takk fyrir snjóinn... sem gefur greiðfærar öldur yfir úfið landslag... slær töfrum yfir óbyggðirnar... gefur birtu í ljósaskiptunum... vísar veginn í myrkrinu... 21. febrúar...

9. Litli og Stóri Sandhryggur, Kollafjarðarárfoss og Nípa í Esju... takk Esja... fyrir að gefa okkur endalausa króka og kima til að uppgötva eftir 16 ár í hlíðum þínum... 28. febrúar... 

10. Litla Sandfell og Krossfjöll í Þrengslum... takk fyrir íslensku ullina sem er það eina sem dugar þegar frostið bítur fast í mikilli vindkælingu á fjöllum... 7. mars... 


11. Sandfell í Kjós... takk fyrir umhyggjuna í garð hvert annars þegar á bjátar og menn (jebb, við erum ÖLL menn )...detta tímabundið út og fá hlýjan faðminn þegar þeir mæta aftur eftir hlé... 14. mars... 

20221112_132453.jpg

Þvert yfir Ísland
 

Frá Reykjanesvita að Fonti á Langanesi

#ÞvertyfirÍsland

Alls komnir 137 km á 2d +5:35 klst. með 5.734 m hækkun upp í 804 m hæð hæst
í sjö mjög ólíkum göngum...


Hver einasta ferð er upplifun... óvissa... uppgötvun... veisla...

Vinafjöllin tólf 2023 

#vinafjalliðmittx52
#vinafjöllinokkarx52

Flækjum aðeins árlegu  vinafjallsáskorunina okkar

þannig að nú höfum við 12 fjöll í sigtinu sem öll telja

sem vinafjallið á árinu og menn geta þá farið alls 52 ferðir

á þau eins og hentar.

Allir þátttakendur þurfa þó að ganga á fjall mánaðarins

sem er eitt af þessum tólf í hverjum mánuði. Þannig geta menn

gengið t. d. tíu ferðir á Úlfarsfell, 8 á Helgafell í Hf o.s.frv.

Með þessu fáum við tilbreytingu og sveigjanleika sem vonandi

kemur fleirum á bragðið með að ganga á #vinafjalliðmittx52

en áskorun ársins heitir þá að þessu sinni

#vinafjöllinokkarx52 og eru eftirfarandi: 

Janúar: Mosfell.

Febrúar: Helgafell í Hafnarfirði.

Mars: Ásfjall í Hafnarfirði.

Apríl: Akrafjall á Akranesi.

Maí: Hafrahlíð við Hafravatn.

Júní: Þorbjörn á Reykjanesi.

Júlí: Móskarðahnúkar.

Ágúst: Vífilsfell.

September: Esjan.

Október: Helgafell í Mosó.

Nóvember: Búrfellsgjá.

Desember: Úlfarsfell.

 

Með þessu kynnumst við vinafjöllum hinna en getum annars

gengið á okkar vinafjall í öll hin skiptin... bara gaman...

og bara til hvatningar fyrir okkur öll... frábær leið til að koma

sér í gott fjallgönguform og viðhalda því árum saman... 

 

Sjá viðburðinn yfir #vinafjöllinokkarx52 árið 2023 -

verum öll með... þetta er ótrúlega skemmtilegt aðhald ! 

Vinafjöllin okkar 2023 | Toppfarar (fjallgongur.is) 

20210921_182815.jpg
20210828_135645.jpg

Áfangastaðurinn óskrifað blað

og óvíst um hagstæða vinda.

Í riddarapeysu samt rölti af stað

rakleitt á Elliðatinda.

200aef_raudh_111011 (4).jpg

#Vinafjalliðmitt

Esjan

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

Sjá samantekt á þátttöku í vinafjallinu 2021 hér.

 

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið...

#Vinafjalliðmitt

#vinafjalliðmittx52

Úlfarsfell

2019:
Kolbeinn 160 ferðir.

2021:
Bára 100 ferðir.

Fanney 52 ferðir.

Gerður Jens 52 ferðir.

Gréta 53 ferðir.

Halldóra Þ. 53 ferðir.

Katrín Kj. 76 ferðir.

Kolbeinn 100 ferðir.

Linda 63 ferðir.

Ragnheiður 55 ferðir.

Siggi 60 ferðir.

Þórkatla 58 ferðir. 

2022:

Ása:
Katrín Kj 52 ferðir.
Kolbeinn 160 ferðir.
Ragnheiður 121 ferð.

Þórkatla 59 ferðir.
 

Helgafell Hf

2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.

2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.

Stefán Bragi 52 ferðir.

2022:

Njóla 83 ferðir.
Sigríður Lísabet 56 ferðir.

Sjöfn Kr. 62 ferðir.

Esjan

2021:

Beta 52 ferðir.

Jaana 56 ferðir.

 

Móskarðahnúkar

2022:

Jaana 90 ferðir. 

Háihnúkur Akrafjalli

2014:
Ingi: 55 ferðir - eða fleiri ?

t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
 Á   B     D     F   G   H   I   Í   J   K   L   M       R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Laugavegsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Utanlandsferðir Toppfara

Nýjustu ferðasögurnar hér: