top of page
20230915_134838.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 26. september: 

Haustlitaferð á Reykjaborg, Lala og Hafrahlíð

eitt af vinafjöllunum tólf á árinu

 Mjög falleg kvöldganga í léttari kantinum á færi allra í klúbbnum í sæmilegu gönguformi
um slóðaða leið á fallegu fellin í Mósó sem nú skarta sínu fegursta í haustlitunum
.

Ármannsfellsgangan frestast um viku v/veðurs og veikinda þjálfara.

Tökum höfuðljósin með hér með og alltaf vararafhlöður í bakpokann. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gangan:

Um 5,4 km á um 2 klst. upp í 302 m hæð með 283 m hækkun úr 88 m upphafshæð. Gengið á slóða alla leiðina upp á Reykjaborg og svo yfir á Lala og Hafrahlíð og loks þrætt niður á góðum stíg um brattar brekkur Hafrahlíðar og um skóginn aftur í bílana.

Aksturinn:

Ekið í um 10 mín frá Össuri um Vesturlandsveg og tekin hægra beygja inn í Grafarholtið og vegurinn að Úlfarsfelli ekinn, framhjá bílastæðunum þar og áfram bak við Úlfarsfellið þar sem tekin er aftur hægri beygja um Hafravatnsveg og fljótlega beygt til vinstri malarveg þar sem bílum er lagt í beygjunni áður en komið er að einum sumarbústaðnum sem rís við Hafrahlíðina.  

Á korti hér: 

hafrahlíð - Google Maps

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

naður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  nari búnaðarlisti hér !

​Mynd: Hafrahlíð og Lali frá Hafravatni 18. júlí 2018. 

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

  • Jarlhettur á Kirkjuhettu, Strútshettu og Jökulhettu #Jarlhettur
    Jarlhettur á Kirkjuhettu, Strútshettu og Jökulhettu #Jarlhettur
    Sat, Sep 30
    #Jarlhettur
    Sep 30, 6:00 AM – 7:00 PM
    #Jarlhettur, Jarlhettur, 806, Iceland
    Sep 30, 6:00 AM – 7:00 PM
    #Jarlhettur, Jarlhettur, 806, Iceland
    Ný leið um hinar stórkostlegu Jarlhettur þar sem nú er gengið á tindana sem rísa kringum jökullónið við Innstu Jarlhettu og farið að jöklinum þar sem hann brotnar fram lónið með stórkostlegu útsýni yfir þetta einstaka svæði. Sjöunda gangan á Jarlhetturnar þar sem við söfnum öllum tindum þeirra.
  • Esjan er vinafjallið okkar í september #vinafjöllinokkarx52
    Esjan er vinafjallið okkar í september #vinafjöllinokkarx52
    Sat, Sep 30
    #vinafjöllinokkarx52
    Sep 30, 5:00 PM – 11:00 PM
    #vinafjöllinokkarx52 , Esjan, 162, Iceland
    Sep 30, 5:00 PM – 11:00 PM
    #vinafjöllinokkarx52 , Esjan, 162, Iceland
    Esjan er septembervinafjallið í vinafjallsáskoruninni þar sem við göngum á einhver af 12 vinafjöllunum okkar árið 2023 og reynum að ná að lágmarki 52 ferðum á þau árinu.
  • Þriðjudagsgöngur... göngum hvern einasta þriðjudag árið 2023 ! #Þriðjudagsþakklæti
    Þriðjudagsgöngur... göngum hvern einasta þriðjudag árið 2023 ! #Þriðjudagsþakklæti
    Tue, Dec 26
    #Þriðjudagsþakklæti
    Dec 26, 11:00 AM – 1:00 PM
    #Þriðjudagsþakklæti, Reykjavík, Iceland
    Dec 26, 11:00 AM – 1:00 PM
    #Þriðjudagsþakklæti, Reykjavík, Iceland
    Áskorun ársins 2023 er að mæta í þriðjudagsgöngu eins oft og maður mögulega getur eða taka göngu á eigin vegum í staðinn þann dag og ná sem flestum þriðjudagsgöngum árið 2023... og vera meðvitað þakklátur fyrir að geta farið á fjall... og gefa gaum að því smáa í umhverfinu #Þriðjudagsþakklæti
  • Vinafjöllin okkar 2023
    Vinafjöllin okkar 2023
    Sun, Dec 31
    Úlfarsfell
    Dec 31, 11:00 AM – 1:00 PM
    Úlfarsfell
    Dec 31, 11:00 AM – 1:00 PM
    Úlfarsfell
    Göngum einu sinni í viku eða oftar á eitthvurt af eftirfarandi tólf fjöllum sem eru #vinafjöllinokkar á árinu 2023 og náum 52 ferðum - ein ganga á fjall mánaðarins í hverjum mánuði en annars velur hver og einn hvaða fjall af þessum tólf hann gengur á yfir árið.
20221112_132453.jpg

Þvert yfir Ísland
 

Frá Reykjanesvita að Fonti á Langanesi

Alls komnir 144 km á 2d +11:37 klst. með 6.613 m hækkun upp í 804 m hæð hæst
í átta mjög ólíkum g
öngum... við erum komin að Reyðarbörmum við Lyngdalsheiði...


Hver einasta ferð er upplifun... óvissa... uppgötvun... veisla...

#ÞvertyfirÍsland 

20230314_184215.jpg

Áskorun ársins 2023 er #þriðjudagsþakklæti...
 

... þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að mæta sem flesta þriðjudaga allt árið með klúbbnum
eða ganga á eigin vegum ef menn komast ekki í þriðjudagsgöngu.
Eingöngu þriðjudagsgöngur Toppfara gilda eða ganga á eigin vegum (ekki göngur með öðrum hópum NB)
og gangan þarf að vera utan malbiks, en þarf ekki að vera á fjall, nóg að sé gönguleið utan malbiks


Hver og einn telur sína þriðjudaga (með klúbbnum eða á eigin vegum)
og skráir þá tölfræði sem hann vill (km, hækkun o.fl. eftir smekk)

og meldar inn sinn lista í lok árs eða eftir hvern mánuð (nóg að telja þriðjudagana NB)
en mjög gaman væri ef þátttakendur myndu skrá hversu oft þeir eru að fara í fyrsta sinn á viðkomandi fjall/leið

og ýmsa aðra tölfræði. 

Takk...

1. Fjallið eina og Sandfell... takk fyrir að hafa heilsu, getu og tækifæri til að geta mætt í flotta þriðjudagsgöngu í óbyggðum í jaðri höfuðborgar Íslands... 3. janúar.

2. Ásfjall og Vatnshlíð... takk fyrir hláturinn sem glumdi í fjallasölum Hafnarfjarðar 10. janúar.

3. Rauðuhnúkar... takk stjörnur himins fyrir að skreyta þriðjudagsæfingarnar svona fallega í myrkrinu 17. janúar.


4. Mosfell... takk fyrir fínt veður mitt í löngum óveðurskafla (Katrín Kj.)... 24. janúar.

5. Helgafell Hafnarfirði... takk fyrir spor félaganna sem fóru á undan... 31. janúar...

6. Úlfarsfell á alla þrjá frá Skarhólamýri í snjóstormi... takk fyrir veður og vinda se
m gerir okkur sterkari og sýnir okkur að við getum meira en við höldum... 7. febrúar.

7. Þorbjörn... takk fyrir dagsbirtuna sem gaf okkur útsýni og upplifun af einstöku landslagi þessa fjalls... 14. febrúar.

8. Bláfjallahryggur, Kerlingarhnúkur og Heiðartoppur... takk fyrir snjóinn... sem gefur greiðfærar öldur yfir úfið landslag... slær töfrum yfir óbyggðirnar... gefur birtu í ljósaskiptunum... vísar veginn í myrkrinu... 21. febrúar...

9. Litli og Stóri Sandhryggur, Kollafjarðarárfoss og Nípa í Esju... takk Esja... fyrir að gefa okkur endalausa króka og kima til að uppgötva eftir 16 ár í hlíðum þínum... 28. febrúar... 

10. Litla Sandfell og Krossfjöll í Þrengslum... takk fyrir íslensku ullina sem er það eina sem dugar þegar frostið bítur fast í mikilli vindkælingu á fjöllum... 7. mars... 


11. Sandfell í Kjós... takk fyrir umhyggjuna í garð hvert annars þegar á bjátar og menn (jebb, við erum ÖLL menn )...detta tímabundið út og fá hlýjan faðminn þegar þeir mæta aftur eftir hlé... 14. mars... 

12. Reykjafell og Æsustaðafjall... takk úthverfi Reykjavíkur fyrir að gefa okkur þetta val... að geta farið upp í fjöll og fjölbreyttar óbyggðir í jaðri borgarinnar og slegist við slæm veður... og koma sterkari heim... með nýjar hugmyndir... rjóðheitar kinnar... hlátur í huga... meira sjálfstraust... ólgandi blóð í ystu æðum... yl í hjarta eftir hlátur og samveru alls kyns fólks úr öllum áttum... á öllum aldri... með önnur sjónarhorn en maður sjálfur... 22. mars...

13. Stóra Skógfell, Sundhnúkur og Hagafell... takk íslenska hraun fyrir sláandi fegurð, orku og fjölbreytileika... óþrjótandi kynjamyndir og áhrifamikla jarðsöguna sem blasir við okkur gömul og glæný um allt... 28. mars...

20230411_190329.jpg

14. Úlfarsfell... takk elsku félagar fyrir að hafa vit á að elska hundana okkar í fjallgönguklúbbnum... fyrir að hafa vit á því að sýna þeim umburðarlyndi... njóta þess að hafa þá með... og smitast af botnlausri gleði þeirra öllum stundum... hafa vit á að njóta þess hvernig þeir bæta okkur sem menn... auka gleði okkar, umburðarlyndi, sveigjanleika og þakklæti... og svona gæti maður haldið áfram endalaust... þeir eru ómetanlegur hluti af klúbbnum... 4. apríl... 

15. Lakahnúkar... takk fyrir vorblíðuna sem nú tekur svo hlýlega og mjúklega við okkur eftir veturinn... töfrar þessa árstíma eru ólýsanlegir en upplifast sterkast hafi maður gengið í gegnum veturinn í öllum sínum kulda, illviðrum og myrkri...  11. apríl... 

16. Jókubunga um Kúludal... takk bændur Íslands fyrir öll ykkar liðlegheit, vinsemd og hjálpsemi sem þið hafið auðsýnt okkur öll þessi ár þegar við höfum fengið að ganga um landið ykkar á leið upp í fjöllin... 18. apríl... 

17. Torfdalshryggur... takk harðneskjulega veður Íslands... fyrir að halda okkur á tánum... og minna okkur stöðugt á að vera þakklát þegar það loksins kemur gott veður... gleðin þegar það kemur er svo innilega og fölskvalaus... við myndum engan veginn kunna að meta sól og hlýindi ef ekki væri fyrir alla hráslagalegu dagana sem mæta þegar við héldum að það yrði gott veður... 25. apríl...

18. Þurárhnúkur, Valahnúkur og Núpahnúkur Ölfusi... takk botnlausu hulinsheimar... sem alls staðar leynast og uppgötvast eingöngu ef betur er að gáð og nær komið með göngu um óþekkt gil, gljúfur og kletta... 2. maí...

19. Bláihryggur Grænsdal... takk fyrir litadýrðina í náttúru Íslands sem getur stundum verið svo lygileg að maður trúir nánast ekki því sem fyrir augu ber... 9. maí...

20. Ketilstindur, Bleiktindur og Kleifartindur kringum Arnarvatn... takk eljusömu og áræðnu klúbbfélagar... fyrir að láta ykkur hafa alls kyns könnunarleiðangra um ótroðnar slóðir og tilraunakenndar leiðir öll þessi 16 ár saman á fjöllum... 16. maí... 

21. Hafrahlíð, Lali og Reykjaborg... takk veðurguðir Íslands fyrir að bjóða okkur upp á bókstaflega ÖLL veður í einni þriðjudagsgöngu... rok, logn, sól, rigningu, él, kulda og hlýju... 23. maí...

22. Helgafell í Hafnarfirði... takk fyrir að dásamlega fjallgöngufélaga sem eru alltaf til í að koma í göngu með manni... 30. maí..

23. Þorbjörn við Grindavík... takk fyrir að taka ykkur ekki of alvarlega og vera alltaf til í að grínast og hafa gaman... 6. júní...

24. Grænavatnseggjar og Djúpavatnseggjar um Sogin og vötnin þrjú... takk fyrir að fá loksins sól og heiðskírt veður. þá sjaldan að það gefst... 13. júní... 

25. Gláma og Þjófagil... takk búsældarleg tún og kindur í haga... sem gengu með okkur út hlíðar fjallsins... 20. júní... 

26. Kollafjarðargljúfur, Nípa, Geitabak og Geithóll... takk ævintýraþrá... sem leiðir okkur sífellt á nýjar, ókannaðar slóðir... meira að segja á fjölförnum svæði í Esjunni sem lumar enn á tindum bak við þá þekktari... 27. júní...

27. Köldulaugargil, Hagavíkurlaugar og Sandklettar... takk háhitasvæði Íslands... sem eru um allt og skarta litum si svona eins og ekkert annað í íslenskri náttúru... 4. júlí...

28. Móskarðahnúkar... takk litríku fjöll Íslands... fyrir að auðga anda okkar stöðugt með sláandi fegurð og fjölbreyttni... 11. júlí... 

29. Gosstöðvarnar á Reykjanesi... takk Reykjanes fyrir að gefa okkur þessi þrjú eldgos í beinni eitt á ári... 18. júlí...

30. Sköflungur með Sigga... takk Siggi og Linda og aðrir klúbbfélagar fyrir að bjóða upp á mergjaðar klúbbgöngur þegar þjálfarar fara í sumarfrí... 1. ágúst...

31. Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof og Lambafellsgjá... takk fyrir hreina og góða loftslagið... sem ekki er sjálfgefið nú á tímum þegar flóð, hitabylgjur og mengun hrjá stóran hluta hins vestræna heims...15. ágúst... 

32. Litla Horn í Skarðsheiði... takk nýliðar... fyrir að koma með nýja orku og kraft inn í hópinn... 22. ágúst...

33. Latsfjall, Núpshlíðarháls og Höfði... takk sumarið 2023... fyrir að gefa okkur einmuna blíðu í tvo mánuði samfleitt svo varla er hægt að muna eftir öðru eins... nema kannski árinu 2012 reyndar... 29. ágúst...

34. Kerhólakambur, klúbbganga með Sigga... takk fyrir gleðina á hópmyndunum sem hafa verið frábærar í sumar... 4. september...


35. Sandfell, Lómatjörn og Bæjarfjall... takk elsku hundar... fyrir gleðina og vináttuna, botnlausu tryggðina og hæfni ykkar til að njóta alltaf staðar og stundar... 12. september...

36. 


 

Vinafjöllin tólf 2023 

#vinafjalliðmittx52
#vinafjöllinokkarx52

Flækjum aðeins árlegu  vinafjallsáskorunina okkar

þannig að nú höfum við 12 fjöll í sigtinu sem öll telja

sem vinafjallið á árinu og menn geta þá farið alls 52 ferðir

á þau eins og hentar.

Allir þátttakendur þurfa þó að ganga á fjall mánaðarins

sem er eitt af þessum tólf í hverjum mánuði. Þannig geta menn

gengið t. d. tíu ferðir á Úlfarsfell, 8 á Helgafell í Hf o.s.frv.

Með þessu fáum við tilbreytingu og sveigjanleika sem vonandi

kemur fleirum á bragðið með að ganga á #vinafjalliðmittx52

en áskorun ársins heitir þá að þessu sinni

#vinafjöllinokkarx52 og eru eftirfarandi: 

Janúar: Mosfell.

Febrúar: Helgafell í Hafnarfirði.

Mars: Ásfjall í Hafnarfirði.

Apríl: Akrafjall á Akranesi.

Maí: Hafrahlíð við Hafravatn.

Júní: Þorbjörn á Reykjanesi.

Júlí: Móskarðahnúkar.

Ágúst: Vífilsfell.

September: Esjan.

Október: Helgafell í Mosó.

Nóvember: Búrfellsgjá.

Desember: Úlfarsfell.

 

Með þessu kynnumst við vinafjöllum hinna en getum annars

gengið á okkar vinafjall í öll hin skiptin... bara gaman...

og bara til hvatningar fyrir okkur öll... frábær leið til að koma

sér í gott fjallgönguform og viðhalda því árum saman... 

 

Sjá viðburðinn yfir #vinafjöllinokkarx52 árið 2023 -

verum öll með... þetta er ótrúlega skemmtilegt aðhald ! 

Vinafjöllin okkar 2023 | Toppfarar (fjallgongur.is) 

20210921_182815.jpg
200aef_raudh_111011 (4).jpg

#Vinafjalliðmitt

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

Sjá samantekt á þátttöku í vinafjallinu 2021 hér.

 

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið...

#Vinafjalliðmitt

#vinafjalliðmittx52

Úlfarsfell

2019:
Kolbeinn 160 ferðir.

2021:
Bára 100 ferðir.

Fanney 52 ferðir.

Gerður Jens 52 ferðir.

Gréta 53 ferðir.

Halldóra Þ. 53 ferðir.

Katrín Kj. 76 ferðir.

Kolbeinn 100 ferðir.

Linda 63 ferðir.

Ragnheiður 55 ferðir.

Siggi 60 ferðir.

Þórkatla 58 ferðir. 

2022:

Katrín Kj 52 ferðir.
Kolbeinn 160 ferðir.
Ragnheiður 121 ferð.

Þórkatla 59 ferðir.
 

Helgafell Hf

2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.

2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.

Stefán Bragi 52 ferðir.

2022:

Njóla 83 ferðir.
Sigríður Lísabet 56 ferðir.

Sjöfn Kr. 62 ferðir.

Esjan

2021:

Beta 52 ferðir.

Jaana 56 ferðir.

 

Móskarðahnúkar

2022:

Jaana 90 ferðir. 

Háihnúkur Akrafjalli

2014:
Ingi: 55 ferðir - eða fleiri ?

20210828_135645.jpg

Riddari fjallanna í peysu fer
saman þeir geysa eins og her

Toppfarar þeir heita alla ver

að nýjum leiðum leita ber

t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
 Á   B     D     F   G   H   I   Í   J   K   L   M       R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Laugavegsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Utanlandsferðir Toppfara

Vöndum okkur... 

Við viljum eindregið halda því góða orðspori
sem þessi fjallgönguklúbbur hefur skapað sér varðandi góða umgengni:

 

  • Skiljum við allar slóðir sem við förum um án verksummerkja eins og hægt er.
     

  • Göngum vel um sjaldfarna bílslóða í akstri og á malarstæðum.
     

  • Ef bílarnir skilja eftir verksummerki á stæðum eða vegum, t. d. þegar þeir festast í aurbleytu og spóla upp jarðveginum, þá lögum við það eftir á og skiljum ekki eftir ný hjólför.
     

  • Skiljum aldrei eftir rusl þar sem við förum um, hvorki á bílastæðum né á göngu.
     

  • Venjum okkur á að vera alltaf með ruslapoka í vasa eða bakpokanum og tína upp það sem við sjáum, þó við eigum ekkert í ruslinu... til að fegra umhverfið... margar hendur vinna létt verk... og allir njóta góðs af hreinu landi.
     

  • Bananahýðin og annar lífrænn úrgangur verður líklega alltaf umdeilanlegt „rusl“ – þeir sem vilja skilja það eftir, komi því fyrir undir steini eða langt frá gönguslóðanum (ef þeir vita til að fuglar eða önnur dýr nýti úrganginn), en ekki skilja úrganginn eftir á berangri við gönguslóðann, því þegar þetta eru orðin nokkur bananahýði á nokkrum vinsælum gönguslóðum frá nokkrum gönguhópum nokkrum sinnum á ári, þá fer lífræni ljóminn af öllu saman.
     

  • Göngum mjúklega um mosann og annan gróður, veltum ekki hugsunarlaust upp heilu mosabreiðunum og gróðurlendunum með skónum, heldur göngum mjúklega yfir eða sneiðum framhjá eins og hægt er og verum meðvituð um hvað situr eftir okkur sem gönguhópur.
     

  • Það er hagur okkar allra að geta farið í óbyggðirnar að ganga án þess að finna fyrir því að stórir hópar hafi gengið þar um áður. Það felast forréttindi og verðmæti í óspjölluðu umhverfi :-) Áfram við og óbyggðirnar okkar. 

20220827_135215.jpg

Nýjustu ferðasögurnar hér:

Instagram
t142_dyrhamar_060517 (269).jpg
bottom of page