20210828_121256.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 19. október: 

Glammastaðamúli

Skarðsheiðartindur 16 af 23Létt og aflíðandi ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi
múlann sem rís ofan við vötnin þrjú í Svínadal suðaustan við Skarðsheiðina. 

Keðjubroddar og höfuðljós í bakpokann hér með og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum.  
 

Mynd: Glammastaðamúli með Þórisvatn í forgrunni, Hlíðarbrúnir og Hestdalsöxl sem við gengum á 24. ágúst
og náðum þá ekki að fara niður á þennan múla... en af því þetta er svo fallegt nafn þá réð það úrslitum í að hafa hann með í Skarðsheiðardraumnum. 

glammastadabrunir_240821.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 50+ mín akstur
Fólksbílafært. Sameinumst í bíla til að fækka bílum við fjallsrætur. 

Ekið um vesturlandsveg, gegnum Hvalfjarðargöng og áfram í átt að Skarðsheiðinni þar til beygt er til hægri inn þjóðveg 504 sem er ekinn alla leið að eyðibýlinu Glammastöðum þar sem bílum er lagt.  

Tölfræðin

 

    6 km

 

2 - 2,5 klst. 

    360  m hæð

     270 m hækkun

    110 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Aflíðandi leið um gróna kamba og klettahjalla í grjóti, grasi og mosa, í dagsbirtu vonandi upp á tind en svo í myrkri sömu leið til baka. 

Nýjar slóðir í safn Toppfara og því tilraunakennd leið en einföld yfirferðar og greiðfært landslag.

 
Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

 • Illasúla og Hattfell
  Sat, Oct 16
  Iceland
  Oct 16, 7:00 AM – 8:00 PM
  Iceland
  Stórkostleg og frekar létt ganga á mjög sjaldfarið og einstaklega fallegt fjall á hálendinu við Markarfljót og Álftavatn á miðri Laugavegsgönguleiðinni með einstöku útsýni. Á heimleið ætlum við helst að ganga á Hattfell sem er alveg við akstursleiðina og er mjög stutt ganga en þeim mun brattari.
 • Súlárdalur - fimm tindar í Skarðsheiði
  Sat, Oct 16
  Skarðsheiði, Iceland
  Oct 16, 7:00 AM – 6:00 PM
  Skarðsheiði, Iceland
  Mögnuð ganga á tindana sem rísa gegn Heiðarhorni og Skessuhorni í Skarðsheiði - alls fimm tinda leið á Tungukamb, Skarðskamb, Skessukamb, Þverfjall og Eyrarþúfu. Tindar 16-20 af 23 #Skarðsheiðardraumurinn
 • Okið Riddarapeysu-spari-gleði-kristals-prjóna-ganga !
  Nov 06, 8:00 AM – 4:00 PM
  Kaldidalur, Iceland
  Létt og stutt dagsganga á aflíðandi fjall þar sem gleðin verður við völd frá fyrsta skrefi. Mætum í riddarapeysu eða prjónapeysu og tökum prjónapeysumyndir eftir litum (gular, rauðar, grænar, bláar, gráar...). Hátíðlegt nesti, dúkar, kristall, tónlist, dans og góða skapið. #fjallgöngureruokkardjamm
 • Elliðatindar - fjallskórónan fagra á Snæfellsnesi
  Nov 13, 7:00 AM – 6:00 PM
  Snæfellsnes, Iceland
  Mögnuð ganga á færi allra í ágætis formi á glæsilega og svipmikla fjallstinda sem fanga alltaf augað þegar ekið er inn eftir Snæfellsnesi að sunnanverðu og eru með þeim svipmestu sem gefast.
 • Þórólfsfell jólatindferð
  Sat, Dec 04
  Hvolsvöllur
  Dec 04, 9:00 AM – 4:00 PM
  Hvolsvöllur, Fljótshlíðarvegur, Hvolsvöllur, Iceland
  Létt ganga um stórbrotið gljúfur Þórólfsár upp á hæsta tind fjallsins og út á brúnirnar sem gefa kyngimagnað útsýni yfir Þórsmerkursvæðið með tinda Tindfjallajökuls yfirgnæfandi í seilingarfjarlægð og Eyjafjallajökul handan við vatnasvið Markarfljóts. Einstakt útsýnisfjall og leið sem kemur á óvart.
 • Mófell og Ok - síðustu tveir Skarðsheiðartindarnir !
  Dec 11, 9:00 AM – 4:00 PM
  Skarðsheiði, Iceland
  Létt og ljúf ganga á litríka tinda í norðanverðri Skarðsheiði í hrikalegum fjallasal undir tignarlegum fjallseggjum sem gnæfa yfir svæðinu. Landslag sem kemur á óvart þegar nær dregur. Síðustu tveir tindar Skarðsheiðarinnar á árinu ! Skálum á tindinum !
 • Vinafjallið mitt x 52 á árinu 2021
  Dec 31, 2021, 11:00 AM – 11:00 PM
  Úlfarsfell
  Göngum einu sinni í viku eða oftar á vinafjallið mitt árið 2021 ... og komum okkur í dúndurform í leiðinni ! Hefst fös 1. jan og lýkur fös 31. des 2021.
t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
A   Á   B   D   E   É   F   G   H   I   Í   J   K   L   M   N   P   R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   

Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Nýjustu ferðasögurnar... 

 
t142_dyrhamar_060517 (269).jpg

 
Lokaði
fésbókarhópurinn "
Toppfarar

er hér !
EINGÖNGU FYRIR
SKRÁÐA KLÚBBMEÐLIMI NB

 

 • Facebook
 • Facebook
t221_v_hnapp_020521 (120).jpg