habarmur_ofl_010919 (345).jpg

Þjálfarar fara í sumarfrí 22. júní - 20. júlí. Klúbbmeðlimir sjá um þriðjudagsæfingarnar í fjarveru
þjálfara - sjá dagskrána hér og viðburði/tilkynningu fyrir hvern þriðjudag á lokaða fb-hóp klúbbsins.

 

Næsta æfing MEÐ þjálfurum er þriðjudaginn 27. júlí: 

Hafnarfjall upp geilina á fimm tinda

Klausturstunguhóll, Katlaþúfa, Þverhnúkur, Þverfell og Tungukollur


Glæsileg en krefjandi og löng kvöldganga á færi allra í góðu gönguformi um kyngimagnaða leið í Hafnarfjalli á bröttustu tvö fjöllin
í fjallgarðinum sem líta ekki árennilega út en eru vel fær þegar nær er komið og algert ævintýri að ganga um.

hafnarfjall_allir_tindar_merktir_a_mynd_
187aef_hafn_210611-(29).jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 45 mín akstur
Fólksbílafært

Ekið frá borginni um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng í átt að Borgarnesi en stuttu áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni er stuttur afleggjari á hægri hönd þar sem við leggjum bílunum. Sami staður og síðustu skipti á Hafnarfjalli. 

Tölfræðin

 

  9 - 10 km

 

 5 - 6 klst. 

    855 m hæð

   928 m hækkun

   68 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Gengið upp mjög þéttar og skriðukenndar brekkur Klausturstunguhóls og ofar upp með hryggnum hans og þrætt svo með grasi grónum klettahjöllum í talsverðum hliðarhalla með gott hald í mosa og grasi að geilinni góðu sem lúrir falin þar til nær er komið.  Klöngrast upp þrönga ævintýralegu geilina og þrætt létta leið upp á Klausturstunguhól og yfir á hina tindana upp og niður í möl og mosa og kyngimögnuðu útsýni. Þrætt svo niður magnaðar brúnirnar á Tungukolli í grjóti og skriðu um vel færa leið þó hún virðist ófær séð úr fjarska. Mögnuð leið !

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

 • Hágöngur og Tungnafellsjökull
  Fri, Jul 23
  Hágöngur, Iceland
  Jul 23, 6:00 AM – Jul 25, 10:00 PM
  Hágöngur, Iceland
  Mjög spennandi og ævintýraleg 2ja daga ferð á glæsileg og sjaldfarin fjöll á hálendinu. Gisting eina nótt í Nýjadal. Annað hvort farið fös til laug eða laug til sun - veðurspá ræður endanlega ferðadögunum. Eingöngu jeppar - langir dagar með akstri og göngum báða daga en sannarlega þess virði !
 • Torfajökull - eldstöðin sem myndar Friðlandið að Fjallabaki
  Aug 14, 6:00 AM – 10:00 PM
  Torfajökull, Iceland
  Mjög spennandi, litrík, formfögur og ævintýraleg ganga sem er frekar létt yfirferðar á hæsta tind jökulsins sem gnæfir yfir fegursta stað landsins... gersemum Landmannalaugasvæðisins og nágrennis... og er hluti af stærsta öskjubarmi landsins sem myndar Friðlandið að Fjallabaki (ekki jöklaganga NB)
 • Uxatindar við Skaftá og Sveinstindur við Langasjó
  Aug 28, 6:00 AM – 10:00 PM
  Uxatindar, Iceland
  Mjög spennandi ganga á sjaldfarna en mjög svipmikla tinda sem skreyta hálendið meðfram Skaftá og toga mann til sín þegar gengið er á Sveinstind við Langasjó eða Lakagíga þar sem þeir stíga svipmiklir og misbrattir upp úr fjallgarðinum. Ef tími gefst til þá ætlum við á Sveinstind við Langasjó líka.
 • Illasúla og Hattfell
  Sat, Sep 04
  Iceland
  Sep 04, 6:00 AM – 8:00 PM
  Iceland
  Stórkostleg og frekar létt ganga á mjög sjaldfarið og einstaklega fallegt fjall á hálendinu við Markarfljót og Álftavatn á miðri Laugavegsgönguleiðinni með einstöku útsýni. Á heimleið ætlum við helst að ganga á Hattfell sem er alveg við akstursleiðina og er mjög stutt ganga en þeim mun brattari.
 • Stóra Jarlhetta og Konungshetta
  Sat, Sep 18
  Jarlhettur, Iceland
  Sep 18, 7:00 AM – 8:00 PM
  Jarlhettur, Iceland
  Töfrandi ganga á einstök fjöll við Eystri Hagafellsjökul þar sem farið verður á hina þekktu Stóru Jarlhettu (Tröllhettu) og svo óþekkta Jarlhettu norðan hennar sem við skírðum Konungshettu á sínum tíma og er léttari uppgöngu en sú stóra. Fjallgarður sem er engum öðrum líkur sakir formfegurðar...
 • Vinafjallið mitt x 52 á árinu 2021
  Dec 31, 2021, 11:00 AM – 11:00 PM
  Úlfarsfell
  Göngum einu sinni í viku eða oftar á vinafjallið mitt árið 2021 ... og komum okkur í dúndurform í leiðinni ! Hefst fös 1. jan og lýkur fös 31. des 2021.

Nýjustu ferðasögurnar... 

 
t142_dyrhamar_060517 (269).jpg

 
Lokaði
fésbókarhópurinn "
Toppfarar

er hér !
EINGÖNGU FYRIR
KLÚBBMEÐLIMI NB

 

 • Facebook
 • Facebook
t221_v_hnapp_020521 (120).jpg