20220604_145254.jpg

Þjálfarar fara í sumarfrí frá 14/6 - 12/7.
Sjá þriðjudagsgöngur í umsjón klúbbmeðlima 
á lokaðri fb-síðu Toppfara og í dagskránni. 

Næsta æfing með þjálfurum er þriðjudaginn 19. EÐA 26. júlí
og ræðst af því hvort viðrar á Herðubreið eður ei: 

Kyllisfell og Kattartjarnir
um töfrandi fjörur, brúnir og hryggi
 
gullfallega leið um Álftatjörn
 

Töfrandi fögur ganga um ægifagrar tjarnir og fjöllin í kringum þær þar sem við þræðum okkur í fjöruborðinu meðfram Kattartjörnum og förum upp á Kattartjarnahryggi að hluta en nú skulum við skoða sandströndina við klettinn sem við sáum síðast ef vatnsmagnið leyfir áður en við njótum fjallsbrúnanna ofan við tjarnirnar alla leið upp á Kyllisfell þaðan sem við endum svo við bílana aftur. 
 

Mynd:  Kattartjarnir og Kyllisfell í baksýn þann 30. september 2017 í óbyggðahlaupi þjálfara.

kyllisfell_kattartjarnir_300917.jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Össur Grjóthálsi 5

 

Aksturslengd:
Um 30 mín.

Jepplingafært.

Ekið um Suðurlandsveg upp á Hellisheiði og um miðja vegu er beygt inn til vinstri inn afleggjara merktur Ölkelduháls og ekinn slóðinn upp á Ölkelduhálsinn sjálfan og áfram framhjá jarðhitasvæði og alla leið upp og inn eftir í dældina við Kyllisfell sunnan Tindagils.

Tölfræðin

 

   6 km

 

2,5 klst. 

      407 m hæð

 

270 m hækkun

       380 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið meðframÁlftatjörn niður töfrandi leið að Kattartjörnum. Gengið meðfram þeim í fjöruborðinu og farið svo upp á Kattartjarnahryggi vestan við nyrðri tjörnina þar sem við freistum þess að komast sandströndina að klettadranganum áður en við snúum upp á klettóttar brúnirnar með mögnuðu útsýni yfir tjarnirnar og endum loks á grónum brekkum upp Kyllisfellið sem gefur mikið útsýni yfir Þingvallasvæðið og Ölkelduhálsinn. Niður af Kyllisfelli er svo haldið til baka um Álftatjörn að bílunum. 

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

 • Herðubreið þegar gott veður gefst
  Tue, Jul 19
  Sumarferðin 2022
  Jul 19, 8:00 AM EDT – Jul 24, 4:00 PM EDT
  Sumarferðin 2022, Reykjavík, Iceland
  Göngum á drottningu íslenskra fjalla þegar veður leyfir og höfum 6 daga tímaglugga til að grípa besta veðrið. Stutt en brött ganga þar sem gæta þarf varúðar vegna grjóthruns. Ævintýraleg ferð með akstri og gistingu á hálendinu þar sem við grípum besta göngudaginn.
 • Brandsgilin, Hattur, Jökulgil, Þrengsli, Uppgönguhryggur, Skalli nýja spennandi leið frá Landmannalaugum
  Aug 13, 6:00 AM – 9:00 PM
  #FjöllinaðFjallabaki, Landmannalaugar, Iceland
  Um litríkustu og formfegurstu gil og hryggi sem gefast á Íslandi þar sem við ætlum að skoða Stóra og Litla Brandsgil í návígi á einstaklega fallegri leið um Hatt og vaða svolítið í Jökulgilinu niður í Þrengslin og snúa til baka um hinn stórbrotnasta og marglita Uppgönguhrygg um Skalla og Brand.
 • Ljónstindur, Gjátindur og Hörðubreið og Eldgjá endilöng til baka í töfraheimi Skaftár
  Sep 03, 6:00 AM – 9:00 PM
  #Skaftárfjöllin, Eldgjá, Iceland
  Mögnuð könnunarleið á þrjá formfagra fjallstinda við Eldgjá sem stela senunni þegar ekið er að Langasjó þar sem gengið verður um ótroðnar slóðir á Hörðubreið, yfir á Ljónstind og endað á Gjátindi sem er þekktur á svæðinu og farin töfrandi leið til baka um Eldgjá alla um Ófærufoss og fleiri perlur.
 • Stóra súla, Hattfell og Súluhryggir að Fjallabaki - tindarnir sem skreyta Laugaveginn.
  Sep 10, 7:00 AM – 8:00 PM
  #Laugavegsfjöllin #FjöllinaðFjallabaki , Stóra Súla, Iceland
  Mjög spennandi ganga á tvö af mest áberandi fjöllunum sem blasa við Laugavegsgönguleiðinni þar sem þrætt verður um Súluhryggi sem rísa á milli þeirra. Stuttar en brattar göngur á grasi gróin fjöll með stórbrotnu útsýni yfir Fjallabakið og jöklana í kring í landslagi sem er engu líkt.
 • Fjallamaraþonið mitt 42,2+ km á fjöllum í hverjum mánuði 2022.
  Dec 31, 11:00 AM – 1:00 PM
  #FjallamaraþoniðMitt2022, Reykjavík, Iceland
  Áskorun ársins 2022 er að ganga eða skokka á fjall samtals 42,2 km að lágmarki í hverjum mánuði með því að leggja saman allar göngurnar manns í hverjum mánuði fyrir sig og ná þessu alla tólf mánuði ársins.
 • 7 ára ganga #ÞvertyfirÍsland frá Reykjanesvita að Fonti Langanesi 2021 - 2027.
  Jul 24, 2027, 8:00 AM – 8:00 PM EDT
  #ÞvertyfirÍsland 2021-2027, Reykjavík, Iceland
  Göngum þvert yfir landið okkar með fjórum löngum dagsferðum á ári næstu sjö árin..
20220418_101657.jpg

Áskorun ársins 2022 er fjallamaraþon í hverjum mánuði þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að ganga að lágmarki 42,2 km á fjöll í hverjum mánuði, alls x12 sinnum á árinu með því að leggja saman allar fjallgöngur sínar og ná maraþonvegalengdinni 42,2 km í hverjum mánuði. Hér gildir að vera með frá byrjun og klára 42,2+ km á fjalli í hverjum mánuði...

Þátttakendur alls 20 manns
að loknum fimm mánuðum...
þar af 7 manns með yfir 100 km og 2 yfir 200 km: 

Ása: 102 + 62,5 + 45,2 + 52,9 + 43,1 km.

Bára: 65,4 + 42,3 + 62,2 + 123,5 + 72,5 km.

Birgir: - vantar

Fanney: 71,5 + 43,8 + 43,5 + 138,3 + 91,4 km.

Hjördís: 60,6 km + 43,0 km - vantar

Jaana: 101 + 50,2 + 102,6 + 209,2 + 200,5 km.

Jóhanna Diðriks: 74,1 km - vantar

Jóhanna Fríða: 90,5 + 68,5 + 81,3 + 125,8 + 154,8 km.

Karín Kj: 58,8 + 49,6 + 45,5 km - vantar

Kolbeinn: 140,9 + 132,2 + 101,9 + 187,6 + 61,3 km.

Linda: 69,8 + 45,5 + 46,8 km - vantar 

Lilja Sesselja: 43,4 + 43,2 + 42,4 + 42,7 - vantar

Njóla: 75,9 km - vantar

Ólafur Vignir: 47,9 km + vantar

Ragnheiður: 46,7 + 75,5 + 59,0 + 83,6 + 71,6  km.

Siggi: 64,4 + 44,9 + 118 km - vantar

Silla: 59 + 46,4 km - vantar

Sjöfn Kr: 130,5 + 56,2 km + 101,7 + 217,6 + 151,6 km.

Þórkatla: 104,3 + 68,2 + 102,7 + 169,9 + 152,1 km.

Örn: 83,1 - vantar

Sjá nánar þátttökureglur hér:

https://www.fjallgongur.is/.../fjallamarathonid-mitt-42-2...

 

Göngum saman á Úlfarsfellið á Gamlársdag 31. desember 2022 og skálum fyrir 42,2+ km x 12 árið 2022 og fögnum því að hafa heilsu og svigrúm til þess að taka þátt í svona áskorun.

 

Dreginn út 1 vinningur sem er árgjald í klúbbnum í lok árs 2022.

#FjallamaraþoniðMitt2022 

20210828_135645.jpg

Að sjá þennan Toppfaraskara !
svo riddaralegir til fara,
þeir finna nú soldið til sín.

Í litríkar peysur þeir fara
og helst hafa aðra til vara
og konfekt og kampavín.

En sjáirðu sauðkindur stara
þá sjálfsagt þær hugsa bara:
"Vá, sjúklega er ullin mín fín !

20220418_112745.jpg

 

Þvert yfir Ísland

Frá Reykjanesvita að Fonti á Langanesi

 

Göngum í fótspor "mæðgna á fjöllum" (Iðunn og Þóra Dagný)
sem fóru þvert yfir Ísland alls 786 km á 32 göngudögum sumarið 2020

Sjá: Hugmyndin að göngu yfir landið kviknaði í sóttkví (mbl.is) 

Langtímaáætlunin er þessi:
Tökum 7 ár í þetta með 4 löngum göngum alls um 130 km á ári.

Komum við á fallegum stöðum eins og mögulegt er til að skreyta ferðina.
Endum á 20 ára afmæli fjallgönguklúbbsins á Fonti á Reykjanesi sumarið 2027.


Hugmyndin kviknaði fyrst...
þegar Steingrímur J. gekk yfir landið árið 2005...
Við lesturinn má sjá að hann var með allt á bakinu og fór lengri dagleiðir en við ætlum að fara
enda er afrek hans og mæðgnanna og allra sem farið hafa yfir landið í einni langri ferð langtum meira 
en að taka þetta á sjö árum eins og við.... sem samt mjög spennandi langtímaverkefni...

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1031768/

Leggirnir okkar frá upphafi: 

1.Reykjanesviti að Stóra Leirdal = 30. jan 2021: 26 manns, 32,9 km, 9:32 klst., 788 m hækkun, 113 m hæð.

2. Stóri Leirdalur að Keili - 2022 = 15. janúar 2022: 22 manns, 19,2 km, 6:49 klst., 957 m hækkun, 315 m hæð.

3. Keilir í Kaldársel - 2022 = 18. apríl 2022, 22,2 km, 7:20 klst., 747 m hækkun, 256 m hæð.

4. Kaldársel í Bláfjöll = 20. mars 2021: 26  manns, 20,8 km, 6:58 klst., 852 m hækkun, 556 m hæð.

5. Bláfjöll að Hengli - 2022 = 12. febrúar 2022, 14 manns, 21,4 km, 7:30 klsst, 729 m hækkun, 658 m hæð.

6. Hengill til Þingvallavatns eða ofurganga alla leið að Laugarvatni í maí 2022 ?

Alls komnir 116,5 km á 1d +14:18 klst. með 4.074 m hækkun upp í 556 m hæð hæst.

20220418_085742_edited.jpg

Alls hafa 3 manns mætt í allar fimm göngurnar til þessa:

Kolbeinn og Örn...
og Þórkatla sem tók legg 4 með Útivist. 
og hundurinn Batman... og þó nokkuð margir farið alla nema einn eða tvo
og eru markvisst með í þessari sjö ára leið yfir landið ...


Vonandi náum við sem flest að láta þetta spennandi langtímaverkefni verða að veruleika !

Þeir sem ná að ganga fyrri leggi á eigin vegum bætast við á þennan lista...
komum öll með... þetta verður ógleymanlegt ævintýri !

thverunin_5_leggir_180422.png
thvert_yfirlit_180422.jpg

Sjá hér fyrstu leggina fimm frá Reykjanesvita í Sleggjubeinsskarð við Hengilinn.
Með þessum útúrdúrum erum við líklega að ganga 800 - 1.000 km alls
á þessum sjö árum sem þýðir 150 - 200 km á ári...
við þurfum að spýta í lófana ef við ætlum að ná þessu !

#ÞvertyfirÍsland

200aef_raudh_111011 (4).jpg

#Vinafjalliðmitt

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

Sjá samantekt á þátttöku í vinafjallinu 2021 hér.

 

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið...

#Vinafjalliðmitt

#vinafjalliðmittx52

Úlfarsfell

2019:
Kolbeinn 160 ferðir.

2021:
Bára 100 ferðir.

Fanney 52 ferðir.

Gerður Jens 52 ferðir.

Gréta 53 ferðir.

Halldóra Þ. 53 ferðir.

Katrín Kj. 76 ferðir.

Kolbeinn 100 ferðir.

Linda 63 ferðir.

Ragnheiður 55 ferðir.

Siggi 60 ferðir.

Þórkatla 58 ferðir. 

Helgafell Hf

2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.

2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.

Stefán Bragi 52 ferðir.

Esjan

2021:

Beta 52 ferðir.

Jaana 56 ferðir.

Háihnúkur Akrafjalli

2014:
Ingi: 55 ferðir - eða fleiri ?

t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
 Á   B     D     F   G   H   I   Í   J   K   L   M       R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   

Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Utanlandsferðir Toppfara

Nýjustu ferðasögurnar hér:

 
t142_dyrhamar_060517 (269).jpg