habarmur_ofl_010919 (345).jpg

Þjálfarar komast ekki á æfingu þriðjudaginn 3. ágúst NB !
Tökum #vinafjalliðmitt hver og einn eða saman eins og menn vilja.
EF einhver vill bjóða klúbbfélögunum upp á klúbbgöngu
þá endilega hóa menn sig bara saman á lokaða fb-hópnum

 

Næsta æfing MEÐ þjálfurum er þriðjudaginn 10. ágúst: 

Stardalshnúkar og Skálafell í Mosó

óhefðbundna leið upp suðvesturöxlina
og niður suðurhlíðarnar


Mjög spennandi og frekar krefjandi leið á færi allra í góðu formi fyrir frekar langa kvöldgöngu óhefðbundna leið
upp þetta fallega borgarfjall um öxlina sem blasir við okkur úr borginni og niður suðurhlíðarnar í skemmtilegu brölti. 

 

skalafell_stardalshnukar_thrihnukar_160907.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 30 mín akstur
Fólksbílafært

Ekið frá borginni um Þingvallaveg, framhjá Gljúfrasteini og hann ekinn þar til fer að glitta í Leirvogsvatn og Leirvogsá en þar nálægt lítið eitt ofar er afleggjara til vinstri merktur eyðibýlinu Stardalur og er hann ekinn niður eftir og framhjá bænum að góðum stað við Stardalshnúka. 

Tölfræðin

 

  Um 9+ km

 

 4,5 klst. 

    795 m hæð

    730 m hækkun

   183 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Klöngrast upp magnaða Stardalshnúkana og haldið svo áfram áleiðis að Skálafelli og brölt upp bratt suðvesturhornið sem er vel fært en við prófuðum þessa leið 2010 og þá var hún mjög skemmtileg.

 

Farið á hæsta tind Skálafells og haldið svo niður suðurhlíðarnar í heilmiklu brölti líka mjög skemmtilega leið. 

Gefandi og spennandi leið á þetta fjall sem blastir alltaf við okkur úr bænum. 

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

 • Torfajökull - eldstöðin sem myndar Friðlandið að Fjallabaki
  Aug 14, 6:00 AM – 10:00 PM
  Torfajökull, Iceland
  Mjög spennandi, litrík, formfögur og ævintýraleg ganga sem er frekar létt yfirferðar á hæsta tind jökulsins sem gnæfir yfir fegursta stað landsins... gersemum Landmannalaugasvæðisins og nágrennis... og er hluti af stærsta öskjubarmi landsins sem myndar Friðlandið að Fjallabaki (ekki jöklaganga NB)
 • Uxatindar við Skaftá og Sveinstindur við Langasjó
  Aug 28, 6:00 AM – 10:00 PM
  Uxatindar, Iceland
  Mjög spennandi ganga á sjaldfarna en mjög svipmikla tinda sem skreyta hálendið meðfram Skaftá og toga mann til sín þegar gengið er á Sveinstind við Langasjó eða Lakagíga þar sem þeir stíga svipmiklir og misbrattir upp úr fjallgarðinum. Ef tími gefst til þá ætlum við á Sveinstind við Langasjó líka.
 • Illasúla og Hattfell
  Sat, Sep 04
  Iceland
  Sep 04, 6:00 AM – 8:00 PM
  Iceland
  Stórkostleg og frekar létt ganga á mjög sjaldfarið og einstaklega fallegt fjall á hálendinu við Markarfljót og Álftavatn á miðri Laugavegsgönguleiðinni með einstöku útsýni. Á heimleið ætlum við helst að ganga á Hattfell sem er alveg við akstursleiðina og er mjög stutt ganga en þeim mun brattari.
 • Stóra Jarlhetta og Konungshetta
  Sat, Sep 18
  Jarlhettur, Iceland
  Sep 18, 7:00 AM – 8:00 PM
  Jarlhettur, Iceland
  Töfrandi ganga á einstök fjöll við Eystri Hagafellsjökul þar sem farið verður á hina þekktu Stóru Jarlhettu (Tröllhettu) og svo óþekkta Jarlhettu norðan hennar sem við skírðum Konungshettu á sínum tíma og er léttari uppgöngu en sú stóra. Fjallgarður sem er engum öðrum líkur sakir formfegurðar...
 • Vinafjallið mitt x 52 á árinu 2021
  Dec 31, 2021, 11:00 AM – 11:00 PM
  Úlfarsfell
  Göngum einu sinni í viku eða oftar á vinafjallið mitt árið 2021 ... og komum okkur í dúndurform í leiðinni ! Hefst fös 1. jan og lýkur fös 31. des 2021.

Nýjustu ferðasögurnar... 

 
t142_dyrhamar_060517 (269).jpg

 
Lokaði
fésbókarhópurinn "
Toppfarar

er hér !
EINGÖNGU FYRIR
KLÚBBMEÐLIMI NB

 

 • Facebook
 • Facebook
t221_v_hnapp_020521 (120).jpg