20221112_144040.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 29. nóvember:

Háihnúkur Akrafjalli

Aðventuganga


Okkar hefðbundna aðventuganga á Akrafjall á færi allra í sæmilegu gönguformi
upp þéttar brekkurnar á göngustíg alla leiðina upp á syðri tindinn sem blasir við frá Reykjavík

Jólasveinahúfur og jólalegt nesti !

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Akrafjall í norður frá Reykjavík með Háahnúk dekkstan vinstra megin á mynd.
Tekin í desember 2007.

jolasveinn.jpg
jolasveinn.jpg
akrafjall_081207.jpg

Akstur
 

kl. 17:00
á slaginu frá Össur
eða kl. 17:45 gangandi frá fjallsrótum. 

Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng í átt að Akranesi og beygt inn ómerktan afleggjara á hægri hönd sem liggur upp að fjallinu (keyra hægar, hafa augun hjá sér, erfitt að sjá afleggjarann í myrkrinu)
og keyrt á malarvegi að merktu bílastæði við fjallsrætur.

Lengri leiðin ef ofangreind er ófær vegna snjóa eða krapa: Keyrt alveg út að þjóðveg Akranesbæjar að afleggjara merktum "Borgarnes" hægra megin, þar beygt til hægri þar til skilti merkt "Akrafjall" vísar leiðina upp að fjallsrótum (passa að beygja ekki of snemma).

Tölfræðin

 

     5,6 km

 

2 - 2,5 klst. 

     550 m hæð

     530  m hækkun

    65 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Um góðan slóða í snarpri brekku með brúnum fjallsins í suðvestri með mögnuðu útsýni til sjávar og höfuðborgar á göngustíg sem er fjölfarinn allt árið um kring.

 

Gæta þarf varúðar í myrkrinu og fylgja slóðanum þar sem gengið er meðfram brúnunum alla leiðina.

Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

 • Hagavík að Búrfelli í Grímsnesi um hnúka og gljúfur stuttan legg 7 #ÞvertyfirÍsland
  Dec 03, 8:00 AM – 5:00 PM
  #ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð, Þingvallavatn, Iceland
  Tökum stuttan legg frá Þingvöllum yfir í Grímsnesið þar sem þverað er yfir gljúfur, læki og fjallsbungur sunnan við Þingvallavatn og endað í blómlegri byggð Úlfljótsvatns við rætur Búrfells í Grímsnesi.
 • Fagrafell og fossar undir Eyjafjallajökli
  Sat, Dec 17
  #ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð
  Dec 17, 8:00 AM – 4:00 PM
  #ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð, Seljalandsfoss, 861, Iceland
  Mjög falleg, stuttt og létt ganga á fallega fjallshnúkinn sem rís ofan við Seljalandsfoss og Gljúfrabúa með viðkomu að báðum fossum í bakaleiðinni, vonandi í frosti og fallegri vetrarbirtu á þessum dimmasta tíma ársins. Gullfallegt útsýni og landslag á léttri leið sem hentar öllum.
 • Fjallamaraþonið mitt 42,2+ km á fjöllum í hverjum mánuði 2022.
  Dec 31, 11:00 AM – 1:00 PM
  #FjallamaraþoniðMitt2022, Reykjavík, Iceland
  Áskorun ársins 2022 er að ganga eða skokka á fjall samtals 42,2 km að lágmarki í hverjum mánuði með því að leggja saman allar göngurnar manns í hverjum mánuði fyrir sig og ná þessu alla tólf mánuði ársins.

Nýjustu ferðasögurnar hér:

20221112_132453.jpg

Þvert yfir Ísland

Frá Reykjanesvita að Fonti á Langanesi

#ÞvertyfirÍsland

Alls komnir 137 km á 1d +23:14 klst. með 5.103 m hækkun upp í 804 m hæð hæst...


Höldum ótrauð áfram... náum þeim leggjum sem við höfum misst af seinna... ekkert stress...
en reynum að mæta í sem flesta...
og endilega mætum þó við séuð ekki að taka þátt í þveruninni í heild...
því hver einasta ferð er upplifun... óvissa... uppgötvun... veisla...

thvert_yfir_island_6_leggir_121122.png
20220911_120318.jpg

Áskorun ársins 2022 er fjallamaraþon í hverjum mánuði þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að ganga að lágmarki 42,2 km á fjöll í hverjum mánuði, alls x12 sinnum á árinu með því að leggja saman allar fjallgöngur sínar og ná maraþonvegalengdinni 42,2 km í hverjum mánuði. Hér gildir að vera með frá byrjun og klára 42,2+ km á fjalli í hverjum mánuði...

Þátttakendur alls 20 manns í lok september að loknum 9 mánuðum...
þar af 8 manns með yfir 100 km og 5 yfir 200 km...

en ath eingöngu 9 hafa meldað inn alla mánuðina 9 - meldið inn það sem vantar á viðburðinn eða lokaða fb-hóp Toppfara eða sendið mér á messenger / tölvupósti !

Set þá gráletraða sem eiga eftir að setja inn alla mánuðina - leiðréttið mig ef villur eða vantar einhverja meldingu sem hefur farið framhjá mér ! 

Ása: 102 + 62,5 + 45,2 + 52,9 + 43,1 + 42,8 + 76,0 + 54,4 + 43,7 km.

Bára: 65,4 + 42,3 + 62,2 + 123,5 + 72,5 + 59,1 km + .

Birgir: 60 + f + 52 + 93 + 114 + 147 + 68 + 50 + 78 km.

Fanney: 71,5 + 43,8 + 43,5 + 138,3 + 91,4 + 69,6 + 202,1 + 61,8 + 61,9 km.

Hjördís: 60,6 km + 43,0 km - vantar

Jaana: 101 + 50,2 + 102,6 + 209,2 + 200,5 +141,4 + 166,1 + 155,4 + 179,1 km.

Jóhanna Diðriks: 74,1 km - x - x - x - x  + 50 + x + 155,8 + 42,2 km

Jóhanna Fríða: 90,5 + 68,5 + 81,3 + 125,8 + 154,8 + 221,5 + 241,7 + 105,7 + 127,4 km.

Karín Kj: 58,8 + 49,6 + 45,5 km + 84,0 + 101,1 + 45,5 + 71,5 + 121,5 + 85,3 km.

Kolbeinn: 140,9 + 132,2 + 101,9 + 187,6 + 61,3 + 47,2 + 48,5 + 116,7 km.

Linda: 69,8 + 45,5 + 46,8 km - vantar 

Lilja Sesselja: 43,4 + 43,2 + 42,4 + 42,7 - vantar

Njóla: 75,9 km - vantar

Ólafur Vignir: 47,9 km + vantar

Ragnheiður: 46,7 + 75,5 + 59,0 + 83,6 + 71,6 + 54,8 + 108,2 + 56,3 + 70,6 km.

Siggi: 64,4 + 44,9 + 118 km - a - m - j - j - 64,9 + 52,4 km 

Silla: 59 + 46,4 km - vantar

Sjöfn Kr: 130,5 + 56,2 km + 101,7 + 217,6 + 151,6 + 149,6 + 188,3 + 186,7 + 168,2 km.

Þórkatla: 104,3 + 68,2 + 102,7 + 169,9 + 152,1 + 106,9 + 212,1 + 138,5 + 131,6 km.

Örn: 83,1 - vantar

Sjá nánar þátttökureglur hér:

https://www.fjallgongur.is/.../fjallamarathonid-mitt-42-2...

 

Dreginn út 1 vinningur sem er árgjald í klúbbnum í lok árs 2022.

#FjallamaraþoniðMitt2022 

20220911_163036.jpg

Föstudagsfjöll

1. Vikrafell Borgarfirði 13.1.

2. Bjólfell Suðurlandi 24.2.

3. Þríhyrningur Suðurlandi 17.3.

4. Baula Vesturlandi 7.4.

5. Hrútaborg Snæfellsnesi 12.5.

6. Fanntófell Kaldadal 9.6.

7. Hattfell við Emstrur 21.7.

8. Hlöðufell við Langjökul 18.8.

9. Löðmundur við Landmannahelli 1.9.

10. Hekla Suðurlandi 13.10.

11. Brimlárhöfði Snæfellsnesi 3.11.

12. Strútur við Húsafell 8.12.

Nánar hér !
lodmundur_041117 (16).jpg
20210828_135645.jpg

Áfangastaðurinn óskrifað blað

og óvíst um hagstæða vinda.

Í riddarapeysu samt rölti af stað

rakleitt á Elliðatinda.

200aef_raudh_111011 (4).jpg

#Vinafjalliðmitt

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

Sjá samantekt á þátttöku í vinafjallinu 2021 hér.

 

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið...

#Vinafjalliðmitt

#vinafjalliðmittx52

Úlfarsfell

2019:
Kolbeinn 160 ferðir.

2021:
Bára 100 ferðir.

Fanney 52 ferðir.

Gerður Jens 52 ferðir.

Gréta 53 ferðir.

Halldóra Þ. 53 ferðir.

Katrín Kj. 76 ferðir.

Kolbeinn 100 ferðir.

Linda 63 ferðir.

Ragnheiður 55 ferðir.

Siggi 60 ferðir.

Þórkatla 58 ferðir. 

Helgafell Hf

2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.

2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.

Stefán Bragi 52 ferðir.

Esjan

2021:

Beta 52 ferðir.

Jaana 56 ferðir.

Háihnúkur Akrafjalli

2014:
Ingi: 55 ferðir - eða fleiri ?

t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
 Á   B     D     F   G   H   I   Í   J   K   L   M       R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Laugavegsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Utanlandsferðir Toppfara

 
t142_dyrhamar_060517 (269).jpg