20211120_121314.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 30. nóvember:

Háihnúkur Akrafjalli

Aðventuganga


Okkar hefðbundna aðventuganga á Akrafjall á færi allra í sæmilegu gönguformi
upp þéttar brekkurnar á göngustíg alla leiðina upp á syðri tindinn sem blasir við frá Reykjavík

Jólasveinahúfur og jólalegt nesti !

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Akrafjall í norður frá Reykjavík með Háahnúk dekkstan vinstra megin á mynd.
Tekin í desember 2007.

akrafjall_081207.jpg
jolasveinn.jpg

Akstur
 

kl. 17:00
á slaginu frá Össur
eða kl. 17:45 gangandi frá fjallsrótum. 

Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng í átt að Akranesi og beygt inn ómerktan afleggjara á hægri hönd sem liggur upp að fjallinu (keyra hægar, hafa augun hjá sér, erfitt að sjá afleggjarann í myrkrinu)
og keyrt á malarvegi að merktu bílastæði við fjallsrætur.

Lengri leiðin ef ofangreind er ófær vegna snjóa eða krapa: Keyrt alveg út að þjóðveg Akranesbæjar að afleggjara merktum "Borgarnes" hægra megin, þar beygt til hægri þar til skilti merkt "Akrafjall" vísar leiðina upp að fjallsrótum (passa að beygja ekki of snemma).

Tölfræðin

 

     5,6 km

 

2 - 2,5 klst. 

     550 m hæð

     530  m hækkun

    65 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Um góðan slóða í snarpri brekku með brúnum fjallsins í suðvestri með mögnuðu útsýni til sjávar og höfuðborgar á göngustíg sem er fjölfarinn allt árið um kring.

 

Gæta þarf varúðar í myrkrinu og fylgja slóðanum þar sem gengið er meðfram brúnunum alla leiðina.

Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

 • Þórólfsfell jólatindferð
  Sat, Dec 04
  Hvolsvöllur
  Dec 04, 9:00 AM – 4:00 PM
  Hvolsvöllur, Fljótshlíðarvegur, Hvolsvöllur, Iceland
  Létt ganga um stórbrotið gljúfur Þórólfsár upp á hæsta tind fjallsins og út á brúnirnar sem gefa kyngimagnað útsýni yfir Þórsmerkursvæðið með tinda Tindfjallajökuls yfirgnæfandi í seilingarfjarlægð og Eyjafjallajökul handan við vatnasvið Markarfljóts. Einstakt útsýnisfjall og leið sem kemur á óvart.
 • Mófell og Ok - síðustu tveir Skarðsheiðartindarnir !
  Dec 11, 9:00 AM – 4:00 PM
  Skarðsheiði, Iceland
  Létt og ljúf ganga á litríka tinda í norðanverðri Skarðsheiði í hrikalegum fjallasal undir tignarlegum fjallseggjum sem gnæfa yfir svæðinu. Landslag sem kemur á óvart þegar nær dregur. Síðustu tveir tindar Skarðsheiðarinnar á árinu ! Skálum á tindinum !
 • Vinafjallið mitt x 52 á árinu 2021
  Dec 31, 2021, 11:00 AM – 11:00 PM
  Úlfarsfell
  Göngum einu sinni í viku eða oftar á vinafjallið mitt árið 2021 ... og komum okkur í dúndurform í leiðinni ! Hefst fös 1. jan og lýkur fös 31. des 2021.
200aef_raudh_111011 (3).jpg

Hvert er vinafjallið þitt ?

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

256aef_helghf_050213 (18).jpg
Read More

Áskorun okkar... 

Eina leiðin til að mynda þetta samband er að fara reglulega á fjallið... helst allt árið um kring í öllum veðrum og aðstæðum... snjó og sól... blíðu og kulda...
helst oftar en einu sinni í mánuði, jafnvel einu sinni í viku eða oftar... stundum þjótandi eins hratt og maður getur...
stundum njótandi í rólegheitunum andandi inn dýrðinni í hverju skrefi...
þá gerast nefnilega töfrar og ákveðin tengsl myndast með tímanum...

20210928_184615.jpg
Read More

Vinafjöll Toppfara...

Nokkrir Toppfarar eiga augljóslega svona vinasamband við fjallið sitt... Úlfarsfell, Helgafell í Hf, Esjan og Akrafjall... og hugsanlega fleiri fjöll eins og Mosfell, Helgafell í Mosó, Ásfjall, Þorbjörn...

 

Við skorum á alla Toppfara og aðra áhugasama að mynda svona tilfinningalegt vinasamband við eitt fjall eða fleiri... það er ómetanlegt fyrir bæði sál og líkama... gefur einstaka andlega orku... og dýrmætt líkamlegt form fyrir frekari sigra á alls kyns ókunn fjöll um allt land og allan heim...

200aef_raudh_111011 (4).jpg
Read More

Þátttakendur... 

Þeir sem búnir eru með 52 ferðir á árinu 2021 eru 6 manns: 

Bára, Katrín Kj., Linda, Kolbeinn, Siggi, Stefán B... fleiri ? 

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring...
og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið líka... :-) 

 

#Vinafjalliðmitt

https://www.facebook.com/Toppfarar.is/photos/a.256734734451322/1770551843069596/?type=3&theater

20210928_182731.jpg
Read More
t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
A   Á   B   D     É   F   G   H   I   Í   J   K   L   M   N   P   R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   

Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Utanlandsferðir Toppfara

 
t142_dyrhamar_060517 (269).jpg

 
Lokaði
fésbókarhópurinn "
Toppfarar

er hér !
EINGÖNGU FYRIR
SKRÁÐA KLÚBBMEÐLIMI NB

 

 • Facebook
 • Facebook