
Rauðuhnúkar í töfrandi veðri en mesta frostinu í langan tíma.
Æfing. nr. 738 þriðjudaginn 17. janúar 2023. Dagsbirtan lætur á sér kræla upp úr miðjum janúar... og því hófum við gönguna á Rauðuhnúka...
Næsta æfing er þriðjudaginn 7. febrúar:
Frekar stutt og létt en mjög skemmtileg og fjölbreytt kvöldganga á bæjarfjall Grindvíkinga
þar sem við skulum nú fara frá bænum og upp suðurhlíðarnar
og kringum fjallið vestan megin ef veður og færð leyfir.A
Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum.
Mynd: Þorbjörn í suður frá Sýlingarfelli 23. júní 2009.
Kl. 17:00 frá Ásvallalaug Hafnarfirði.
Fólksbílafært.
Ekið frá Ásvallalaug um Reykjanesbraut og beygt til vinstri veg 43 í átt að Bláa lóninu og hann ekinn alla leið til Grindavíkur þar sem bílum er lagt í útjaðri bæjarins (sjá nákvæmlega þegar nær dregur út frá bílfæri).
Um greiðfært hraun að fjallinu og svo upp grýttar móbergsbrekkur með ágætis brölti eftir landslaginu alla leið upp á tindinn og hann skoðaður með öllum krókum sínum og kimum. Annað hvort farið niður svipaða leið og þá er gangan um 4 km (ef veður er slæmt) en helst farið niður norðan megin og um stíginn vestan við fjallið til baka í bílana.
Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.
Búnaður:
Vatns- og vindheldar buxur og jakki, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum. Nánari búnaðarlisti hér !
Akstur:
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
1. Vikrafell Borgarfirði fös 13. janúar.
11 manns,10,5 km, 5:02 klst., 550 m hæð, 687 m hækkun.
Gullfallegur dagur í sól, logni og snjó, sólarupprás og sólsetri.
2. Bjólfell Suðurlandi fös 24. febrúar.
3. Þríhyrningur Suðurlandi fös17. mars.
4. Baula Vesturlandi fös 7. apríl (föstud.langi).
5. Hrútaborg Snæfellsnesi fös 12. maí.
6. Fanntófell Kaldadal fös 9. júní.
7. Hattfell við Emstrur 21. júlí.
8. Hlöðufell við Langjökul fös18. ágúst.
9. Löðmundur við Landmannahelli fös1. september.
10. Hekla Suðurlandi fös13. október.
11. Brimlárhöfði Snæfellsnesi fös 3. nóvember.
12. Strútur við Húsafell fös 8. desember.
Áskorun ársins 2023 er "þriðjudagsþakklæti"...
... þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að mæta sem flesta þriðjudaga allt árið með klúbbnum
eða ganga á eigin vegum ef menn komast ekki í þriðjudagsgöngu.
Eingöngu þriðjudagsgöngur Toppfara gilda eða ganga á eigin vegum (ekki göngur með öðrum hópum NB)
og gangan þarf að vera utan malbiks, en þarf ekki að vera á fjall, nóg að sé gönguleið utan malbiks
Hver og einn telur sína þriðjudaga (með klúbbnum eða á eigin vegum)
og skráir þá tölfræði sem hann vill (km, hækkun o.fl. eftir smekk)
og meldar inn sinn lista í lok árs eða eftir hvern mánuð (nóg að telja þriðjudagana NB)
en mjög gaman væri ef þátttakendur myndu skrá hversu oft þeir eru að fara í fyrsta sinn á viðkomandi fjall/leið
og ýmsa aðra tölfræði.
Frá Reykjanesvita að Fonti á Langanesi
Alls komnir 137 km á 2d +5:35 klst. með 5.734 m hækkun upp í 804 m hæð hæst
í sjö mjög ólíkum göngum...
Hver einasta ferð er upplifun... óvissa... uppgötvun... veisla...
Vinafjöllin tólf 2023
#vinafjalliðmittx52
#vinafjöllinokkarx52
Flækjum aðeins árlegu vinafjallsáskorunina okkar þannig að nú höfum við 12 fjöll í sigtinu sem öll telja sem vinafjallið á árinu og menn geta þá farið alls 52 ferðir á þau eins og hentar.
Allir þátttakendur þurfa þó að ganga á fjall mánaðarins sem er eitt af þessum tólf í hverjum mánuði. Þannig geta menn gengið t. d. tíu ferðir á Úlfarsfell, 8 á Helgafell í Hf o.s.frv. Með þessu fáum við tilbreytingu og sveigjanleika sem vonandi kemur fleirum á bragðið með að ganga á #vinafjalliðmittx52 en áskorun ársins heitir þá að þessu sinni #vinafjöllinokkarx52 og eru eftirfarandi:
Janúar: Mosfell.
Febrúar: Helgafell í Hafnarfirði.
Mars: Ásfjall í Hafnarfirði.
Apríl: Akrafjall á Akranesi.
Maí: Hafrahlíð við Hafravatn.
Júní: Þorbjörn á Reykjanesi.
Júlí: Móskarðahnúkar.
Ágúst: Vífilsfell.
September: Esjan.
Október: Helgafell í Mosó.
Nóvember: Búrfellsgjá.
Desember: Úlfarsfell.
Með þessu kynnumst við vinafjöllum hinna en getum annars gengið á okkar vinafjall í öll hin skiptin... bara gaman... og bara til hvatningar fyrir okkur öll... frábær leið til að koma sér í gott fjallgönguform og viðhalda því árum saman...
Sjá viðburðinn yfir #vinafjöllinokkarx52 árið 2023 - verum öll með... þetta er ótrúlega skemmtilegt aðhald ! Vinafjöllin okkar 2023 | Toppfarar (fjallgongur.is)
Áfangastaðurinn óskrifað blað
og óvíst um hagstæða vinda.
Í riddarapeysu samt rölti af stað
rakleitt á Elliðatinda.
Esjan
Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...
Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...
Sjá samantekt á þátttöku í vinafjallinu 2021 hér.
Hvert er vinafjallið þitt ?
Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið...
#Vinafjalliðmitt
#vinafjalliðmittx52
Úlfarsfell
2019:
Kolbeinn 160 ferðir.
2021:
Bára 100 ferðir.
Fanney 52 ferðir.
Gerður Jens 52 ferðir.
Gréta 53 ferðir.
Halldóra Þ. 53 ferðir.
Katrín Kj. 76 ferðir.
Kolbeinn 100 ferðir.
Linda 63 ferðir.
Ragnheiður 55 ferðir.
Siggi 60 ferðir.
Þórkatla 58 ferðir.
2022:
Ása:
Katrín Kj 52 ferðir.
Kolbeinn 160 ferðir.
Ragnheiður 121 ferð.
Þórkatla 59 ferðir.
Helgafell Hf
2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.
2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.
Stefán Bragi 52 ferðir.
2022:
Njóla 83 ferðir.
Sigríður Lísabet 56 ferðir.
Sjöfn Kr. 62 ferðir.
Esjan
2021:
Beta 52 ferðir.
Jaana 56 ferðir.
Móskarðahnúkar
2022:
Jaana 90 ferðir.
Háihnúkur Akrafjalli
2014:
Ingi: 55 ferðir - eða fleiri ?
... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:
Botnssúlurnar Esjan Fjallabakið Hafnarfjallið Jarlhetturnar Langjökulsfjöllin Laugavegsfjöllin Reykjanesið Skaftárfjöllin Skarðsheiðin Snæfellsnesið Sveifluhálsinn Vatnajökull