
Hekla í nóvember
Fri, Nov 01
|Hekla, 851, Iceland
Mögnuð ganga á drottningu sunnlenskra fjalla sem gefur stórkostlegt útsýni yfir Fjallabakið, hálendið og suðurlandið alla leið til sjávar. Eingöngu farið ef rólegt er yfir vöktun Veðurstofunnar á svæðinu fyrir brottför, í góðri veðurspá og ef enn er bílfært inn að Skjólkvíum eða langleiðina.


Dagsetning og tími
Nov 01, 2024, 7:00 AM – 6:00 PM
Hekla, 851, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 25. október 2024:
Skráðir eru 3 manns; Bára, Helga Rún, Örn.
Mikilvægar tilkynningar:
*Jepplingafært. Vöktum veðurspá og akstursfæri upp eftir á þessum vetrarárstíma en við höfum oftar en einu sinni náð að keyra upp eftir Dómadal í byrjun nóvember án vandræða með smávegis snjóföl á veginum, svo vonum það besta.
*Eingöngu farið ef allt er rólegt á vöktun Veðurstofunnar af Heklusvæðinu.
*Söfnum öllum tólf mánuður ársins á Heklu þar sem hún er uppáhalds ásamt Baulu (sem við erum einnig að safna mánuðum á). Búin með apríl, ágúst, september og október og nú er það nóvember. Það verður snúið að ná des, jan, feb og mars... en látum á það reyna þegar færi gefst eitthvurt árið.