top of page

Tue, Dec 31

|

Úlfarsfell

Vinafjallið mitt einu sinni í viku 2024

Göngum einu sinni í viku eða oftar á fjallið sem okkur þykir vænt um árið 2024 og komum okkur þannig í gott fjallgönguform eða viðhöldum því árum saman. Hefst 1. janúar og lýkur 31. desember 2024. Hvert er vinafjallið þitt ?

Vinafjallið mitt einu sinni í viku 2024
Vinafjallið mitt einu sinni í viku 2024

Time & Location

Dec 31, 2024, 11:00 AM – 1:00 PM

Úlfarsfell

About the Event

Hefst mán 1. jan og lýkur mán 31. des 2024.

Þátttökureglur:

1. Velja þarf eitt fjall sem skilgreinist sem #vinafjalliðmitt.

2. Fara má ólíkar leiðir á fjallið.

3. Telja má fleiri en eina ferð upp og niður í sömu gönguferð svo lengi sem hver ganga er frá fjallsrótum og upp á skilgreindan tind eða þekktan áfangastað (eins og Steininn á Esjunni, Hákinn í Úlfarsfelli eða álíka).

4. Telja þarf ferðirnar yfir árið og melda inn listann í lok árs með skjáskoti af hreyfiforriti, excel-skjali eða bara ljósmynd af handskrifuðum lista. Mjög gaman væri ef þátttakendur melduðu öðru hvoru inn stöðuna á sér og hversu margar ferðir eru að baki til að hvetja aðra til dáða. Með því að nota myllumerkið #vinafjalliðmitt við færslurnar, þá má sjá allar meldingar aftur í tímann í gegnum árin sem er mjög skemmtilegt að sjá. 

5. Hver og einn útfærir þessa áskorun á sinn máta, t. d. með því að fara einu sinni í viku á árinu, fara alls x52 ferðir á árinu eða jafnvel oftar en það, jafn oft og aldurinn manns er eða hvað eina markmið sem hentar hverjum og einum. 

6. Þökkum meðvitað fyrir að hafa heilsu og svigrúm til þess að fara reglulega á fjall allt árið um kring og fá að upplifa mjög ólíkt landslag, veður og færð í landi þar sem slík útivera skuli í alvörunni vera í boði fyrir hvern sem er í túngarðinum á höfuðborginni.

7. Eingöngu virkir klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt í þessari áskorun.

8. Þjálfari tekur saman þátttökuna í lok árs og dregur sigurvegara úr öllum þátttakendum. Verðlaun eru árgjald í klúbbnum sem viðkomandi má nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman...  öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

Nokkrir Toppfarar eiga augljóslega svona vinasamband við fjallið sitt... Úlfarsfell, Helgafell í Hf, Esjan og Akrafjall eru án efa þau fjögur fjöll sem eiga í slíku sambandi við Toppfara... og hugsanlega eru þetta fleiri fjöll eins og Mosfell, Helgafell í Mosó, Ásfjall...

Við skorum á alla Toppfara og aðra áhugasama að mynda svona tilfinningalegt vinasamband við eitt fjall eða fleiri... það er ómetanlegt fyrir bæði sál og líkama... gefur einstaka andlega orku... 

og dýrmætt líkamlegt form fyrir frekari sigra á alls kyns ókunn fjöll um allt land og allan heim...

Eina leiðin til að mynda þetta samband er að fara reglulega á fjallið... helst allt árið um kring í öllum veðrum og aðstæðum... snjó og sól... blíðu og kulda... helst oftar en einu sinni í mánuði, jafnvel einu sinni í viku eða oftar... stundum þjótandi eins hratt og maður getur... stundum njótandi í rólegheitunum andandi inn dýrðinni í hverju skrefi... þá gerast nefnilega töfrar og ákveðin tengsl myndast með tímanum...

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið líka... :-)

 #Vinafjalliðmitt

Share This Event

bottom of page