top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Vinafjallið mitt einu sinni í viku 2024

Tue, Dec 31

|

Úlfarsfell

Göngum einu sinni í viku eða oftar á fjallið sem okkur þykir vænt um árið 2024 og komum okkur þannig í gott fjallgönguform eða viðhöldum því árum saman. Hefst 1. janúar og lýkur 31. desember 2024. Hvert er vinafjallið þitt ?

Vinafjallið mitt einu sinni í viku 2024
Vinafjallið mitt einu sinni í viku 2024

Dagsetning og tími

Dec 31, 2024, 11:00 AM – 1:00 PM

Úlfarsfell

Nánari upplýsingar

Hefst mán 1. jan og lýkur mán 31. des 2024.

Þátttökureglur:

1. Velja þarf eitt fjall sem skilgreinist sem #vinafjalliðmitt.

2. Fara má ólíkar leiðir á fjallið.

3. Telja má fleiri en eina ferð upp og niður í sömu gönguferð svo lengi sem hver ganga er frá fjallsrótum og upp á skilgreindan tind eða þekktan áfangastað (eins og Steininn á Esjunni, Hákinn í Úlfarsfelli eða álíka).

4. Telja þarf ferðirnar yfir árið og melda inn listann í lok árs með skjáskoti af hreyfiforriti, excel-skjali eða bara ljósmynd af handskrifuðum lista. Mjög gaman væri ef þátttakendur melduðu öðru hvoru inn stöðuna á sér og hversu margar ferðir eru að baki til að hvetja aðra til dáða. Með því að nota myllumerkið #vinafjalliðmitt við færslurnar, þá má sjá allar meldingar aftur í tímann í gegnum árin sem er mjög skemmtilegt að sjá. 

Deildu hér

bottom of page