top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Drangaskörð frá Dröngum í Norðurfjörð á einni töfranóttu #Ofurganga

Updated: Oct 2

Tindferð nr. 311 mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. júlí 2024


Fjórða ofurgangan í klúbbnum var farin í byrjun júlí þetta árið... og nú var það norður á Strandir þar sem gengið var frá Dröngum um Drangaskörð í Drangavík, Eyvindarfjörð, Ófeigsfjör, Ingólfsfjörð og loks um Geitahlíð yfir í Norðurfjörð... alls 46,8 km á tæpum 17 klukkustundum en tækin mældu þetta ansi misjafnlega og tekin er talan sem kom úr gps-tækinu inn á wikiloc.


Þjálfarar keyrðu norður á Strandir í sumarfríinu sínu í júní til að kanna akstursleiðina, gistiaðstöðuna og aðstæður á staðnum almennt og til að kanna hvar væri best að enda gönguna... eftir veginum úr Ingólsfirði í Nirðurfhjörð... eða eftir Geitahlíð og þaðan um heiðina niður í Norðurfjörð... og var niðurstaðan þá að fara kindagöturnar um Geitahlíð... en sá kafli átti eftir að vera þungbærastur í göngunni... og reyna verulega á hópinn... þreyttan í lok langrar göngu sem var algerlega stórkostleg...


Akstursleiðin norður á Strandir í Norðurfjörð er mun léttari og einfaldari en oft er talað um... þ.e.a.s. að sumri til... vegurinn var nýheflaður þegar þjá´lfarar fóru í júní... og hann var í góðu standi í júlí... fólksbílafær og ágætis umferð á leiðinni...


Við lögðum af stað úr bænum kl. 07 mánudaginn 8. júlí... og aksturinn tók alls 4,5 klst. svo við sem ókum úr bænum lentum í Norðurfirði kl. 11:30 og höfðum 1,5 klst. til að borða og koma okkur fyrir á tjaldsvæðinu fyrir bátsferðina.


Flestir voru farnir kvöldinu á undan og höfðu þá þegar sofið um nóttina í Norðurfirði... í blíðskaparveðri sem við rétum öll yfir að væri ekki á okkar göngusólarhring... en spáin var síðri mánudags til þriðjudags en sunnudags til mánudags... en sú spá rættist ekki.... og við fengum bongóblíðu þennan sólarhring sem beið okkar á göngunni...


Leiðin norður á Strandir er veisla út af fyrir sig... og þetta á oftast við í öllum okkar ferðumn... ferðalagið úr borginni er ævintýri... hvort sem maður er keyrandi eða gangandi...


Komin hér í Norðurfjörð... Krossnesfjall hægra megin með Kálfatindana efst og byggðin í firðinum...


Við byrjuðum á að heilsa upp á tjaldbúana... og sumir tjölduðu strax sem höfðu komið keyrandi eins og Elín Gísla sem kom ein keyrandi en hún var einn af fimm gestum göngunnar... Guðjón kom einnig keyrandi einn degi áður og í tjaldi... sem og Doddi og Njóla... og Þórkatla mætti beint úr annarri nokkurra ferð með KFMK í Reykjafirði á Ströndum og gisti í skála FÍ við tjaldstæðið...


Sighvatur var á sínum útilegubíl og hafði gist um nóttina...


Þrír gestir göngunnar gistu í herbergjum að Urðartindi, þau Júlía Rós Atladóttir, og hjónin Ása Jóhannesdóttir og Sigurður Kristinsson. Anna Halldórsdóttir gestur og Skarphéðinn Toppfari gistu í Bergistanga við Hótel Norðurfjörð og fimmti gesturinn var í tjaldi eins og áður segir, hún Elín Gísladóttir.


Guðjón hér í horninu á tjaldsvæðinu...


Hér tjölduðum við... þjálfarar og Aníta og Sjöfn Kr. sem komu í samfloti... og Steinar Ríkharðs tjaldaði líka hér eftir akstur um morguninn... útsýnið einstakt út fjörðinn að Reykjaneshyrnu...


Höfnin í Norðurfirði... sólin skein í heiði og veðrið var dásamlegt... og þannig var það alla gönguna... mun betra veður en í könnunarleiðangri þjálfara um miðjan júní...


Við lögðum bílnum við höfnina og klæddum okkur í göngufötin og fórum út að borða á Kaffi Norðurfirði...


Íslenskir og erlendis ferðamenn á svæðinu og krakkar hér að leika sér við höfnina...


Við fengum bátsferðina hjá Strandferðum... frábær þjónusta frá A til Ö ! www.strandferdir.is


Kaffi Norðurfjörður... hér voru bakpokar Njólu og Dodda sem höfðu líka komið kvöldinu áður og tjaldað við Urðartind... þau gengu frá tjaldstæðinu og þurftu því ekki að enda við höfnina um morguninn eftir í lok göngunnar...


Kortið af svæðinu á vegg í Kaffi Norðurfirði...


Gönguleiðin okkar frá Bjarnarfirði um Drangaskörð... í Drangavík, Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð , Ingólfsfjörð framhjá Eyrir og um Geitahlíð undir Urðartindi og þaðan yfir heiðina og niður í Norðurfjörð...


Kaffi Norðurfjörður... frábær staður... hér mættu allir og fengu sér að borða...


Hollt og gott fyrir langa göngu fram á næsta dag :-)


Báturinn fór af stað kl. 13... og fleiri en við vorum um borð... allir á leið í Reykjafjörð nema við...


Bílarnir skildir eftir hér...



Örn þekkti strandveiðimenn sem hér voru að landa... og þau höfðu áhyggjur af veðurspánni... töldu að það væri að versna hratt veðrið og þetta liti ekki vel út fyrir okkur um nóttina... það var jú, stífur vindur í veðurspánni... en sú spá rættist sem betur fer ekki...


Mjög gaman að hitta ykkur Rakel og Jónbjörn heiðurshjón :-)


Gestirnir komu sterkir inn í þessa ferð... og smellpössuðu við hópinn... mjög gaman að kynnast þeim...



Sjáumst í fyrramálið Norðurfjörður...


Siglingin var ævintýri út af fyrir sig...


Fljótlega komu Drangaskörðin í ljós...


Reykjaneshyrna....


Hvílíkir töfrar...


Við störðum og störðum... vorum við virkilega að fá að ganga þarna um... í alvöru ?


Stórfengleg náttúrusmíð... við vorum andaktug af virðingu og aðdáun...


Drangar... hér vorum við ferjuð á gúmmíbát í land... sem tók enga stund og gekk mjög vel... sögusagnir um að menn brennblotnuðu í fætur við þennan flutning áttu við engin rök að styðjast enda reyndu bátsmenn sem hristu bara höfuðið, að rekja þessa vitleysu ofan í okkur, en einhverjir voru í sandölum þá þegar og létu sig hafa það í land...


Það eitt og sér að koma að Dröngum var heiður...


Allir í björgunarvesti... og allur farangur með... en við vorum mjög farangurslítil þar sem við vorum eingöngu með dagpoka meðferðis...


Fyrri bátur farinn...



Jón Geir skipstjóri... marga fjöruna sopið... farið ansi margar ferðir þarna um og sagði okkur sögur á leiðinni... hann var meðal annars í ferðinni þar sem helmingur gönguhóps varð strandaglópur við Meyjarár árið 2018... nokkrum dögum áður en Toppfaraferðinni um Strandir það sumarið var aflýst vegna veðurs og vatnavaxta... og var ákvörðunin léttari þegar fréttist af þessum hópi sem þarna lenti í vandræðum... þetta var sumarið 2018 og því vorum við loksins að ganga þessa leið núna... sex árum síðar... það skondna var... að Steingrímur J. fyrrum alþingismaður var á leiðinni komandi helgi að ganga þessa sömu leið og við vorum að fara í einni ofurgöngu... í sömu erindagjörðum og við... að gera tilraun tvö til að klára þessa leið... aftur röðuðumst við á sama tíma og hann á sex ára millibili... ótrúleg tilviljun !



Drangar...


Drangaskörð...


Spenna og tilhlökkkun... eftir margra mánaða undirbúning var loksins komið að þessu...


Það var fólk í húsunum að Dröngum en við sáum samt engan... bryggjan fín og ekkert mál að komast að landi..


Jón Geir lagður af stað aftur að sækja hina...


Heillandi að koma hingað...


Krían tók vel á móti okkur...


Seinni hópurinn mættur...


Græjuðum okkur í göngufötin...


Krían hér að heilsa fólkinu... eða þannig...


Nokkrir lentu vel í því...


Bára, þjálfari fór yfir gönguleiðna og þess sem beið okkar næstu klukkutímana og það var frábær stemning í hópnum frá fyrsta andartaki...


Við upphaf göngunnar: klukkan 14:30...


Efri: Sjöfn Kr., Sighvatur, Júlía Rós gestur, Njóla, Ása gestur, Skarphéðinn, Anna gestur, Guðjón og Sigurður gestur.


Neðri: Doddo, Örn, Aníta, Þórkatla, Steinar R. og Elín gestur en Bára tók mynd og enginn hundur með í svona flókinni ferð...


Mikill léttir að leggja loksins af stað...



Blíðskaparveður... logn... sól... hlýtt... við trúðum þessu varla...


Krían lét ófriðlega enda voru ungarnir að koma úr eggjunum og þær vörðu sín afkvæmi eins og ljón...


Strandirnar voru í blóma... tímabilið er ansi stutt sem allt er í skrúði og fuglalífið sem líflegast... við vorum á besta tíma...



Sólarsellur...



Hreiðrin... við reyndum allt sem við gátum að stíga ekki á nokkurt þeirra...


Takk fyrir hlýlegar móttökur Drangar...


Allt svo fallegt... myndefnið var alls staðar... ævintýrið norður á Ströndum var hafið...


Slóði var alla leiðina og við fylgdum honum...


Litið til baka... reisulegt býlið að Dröngum...


Fljótlega komu Drangaskörð í ljós...


Þau voru mun kyngimagnaðri en við áttum von á...


Fjörurnar...


Lækirnir...


Nóg að drekka...


Við fækkuðum fljótlega fötum... komin úr lopapeysunum í hlíraboli... takk fyrir...


Vá... máttum við í alvöru ganga hér ?


Gleði og hlátur og bros... það var eina leiðin til að komast í gegnum þessa göngu... þungabrún og neikvæðni var aldrei að fara að virka...


Ólýsanlegir töfrar hér frá fyrsta skrefi við bryggjuna að Dröngum... við máttum vera þakklát með að vera nákvæmlega hér á nákvæmlega þessum degi... því veðrið sumarið 2024 norður á Ströndum var mjög erfitt... og fátt um góða daga...


Hér afvegaleiddumst við upp slóðann en áttuðum okkur í miðjum hlíðum og lækkuum okkur aftur... við ætluðum ekki að sniðganga Drangaskörðin... sem menn gera þegar þeir lenda í þoku á þessum slóðum... það var aldeilis ekki hjá okkur þennan dag...


Hér fara menn yfir skarðið...


En ekki við... við héldum okkur við sjóinn að skörðunum...


Friðsældin...


Sjórinn...


Drangarnir...


Það er engin leið að lýsa áhrifunum af því að ganga hér að Drangaskörðunum... í þessu blíðskaparveðri með óskert skyggni... algera friðsæld... ein í heiminum...


Við máttum vart mæla né ganga...


Klettadrangarnir um allt...


Þakklæti var efst í huga...


Rekaviðurinn...


Gönguslóðinn...


Geirólfsnúpur í Reykjarfirði þegar litið var til baka... með Bjarnarfjörðinn og ósinn sinn þarna í fjarska...


Við gáfum okkur góðan tíma og nutum alls sem fyrir augu bar...


Ljósa fjaran áður en komið var að Drangaskörðum gleymist aldrei...


Beinin...


Fjaðrirnar...


Birtan...


Litirnir...


Óraunveruleikatilfinningin...


Sjávarlífið...


Sjávargrjótið...


Fegurðin var slík að engin orð fá henni lýst... þess vegna er fátt um orð undir myndunum... þær tala sínu máli... en fanga engan veginn fegurðina sem þarna var...






Heilmikið rusl var í fjörunni alla leiðina... og við mynduðum sumt af því...









Hópmynd tvö í ferðinni... að hugsa sér hversu léttklædd við vorum... veðurspáin var alls ekki að segja rétt til með veðrið á okkar slóðum...


16 manns... 7 karlmenn og 9 konur... flott blanda !


Við gáfum okkur góðan tíma til að njóta fjörunnar...


Selirnir...



Sá var forvitinn...


Klettarnir...


Ein af uppáhaldsmyndunum !


Fyrsti boltinn sem varð á vegi okkar...



Stundum var mjög erfitt að stíga yfir ruslið... en það var engin leið að plokka... þetta var óheyrilegt magn... og sumt var blýfast í jörðinni... verið þarna í nokkur ár eins og þessi járnplata...


Stórfengleikurinn...



Bára fór yfir nöfn Dranganna... Göltur, Litlitindur, Signýjargötuskarð, Kálfsskarðstindur, Kálfskarð, Storitindur, Mjóaskarð, Stóraskarðstindur, Stóraskarð, Nafnlaus tindur og loks Efstaskarð.


Fjallið virðist heita Drangafjall innar og Skarðafjall utar... heimamenn segja drangana fimm en ekki sjö... helstu upplýsingar um svæðið voru fengnar af veraldarvefnum frá Reyni Traustasyni, Ferðafélagi Íslands og vefsíðum heimamanna... þegar bátsfólkið var spurt um nafngiftirnar þá voru þau ekki með nöfn dranganna á hreinu né skarðanna...












Hópmynd númer þrjú í ferðinni... reynt að fanga stórfengleikann og stærðina...


Víkurnar...


Litið til baka...



Magnað !


Signýjargötuskarð framundan...



Nú sást ekki bara í Geirólfsnúp... heldur líka Hornbjargið sjálft... það var ótrúlegt !