Mon, Jul 08
|#Ofurganga
Drangaskörð í Norðurfjörð - ofurganga á einni töfranóttu um Strandirnar 45 km á 18 klst.
Ofurgangan árið 2024 er um Strandirnar á einni töfranóttu frá Dröngum um Drangaskörð, Eyvindarfjörð, Hvalá, Ófeigsfjörð, Ingólfsfjörð og alla leið í Norðurfjörð á einni nóttu með sólsetur og sólarupprás beint í æð sem og sjóinn og fjöllin alltumlykjandi. Upplifun í algerum sérflokki.
Time & Location
Jul 08, 2024, 8:00 AM – Jul 12, 2024, 10:00 PM
#Ofurganga, Norðurfjörður, Iceland
Guests
About the Event
Uppfært 4. júlí 2024:
Stefnan tekin á mánudag 8/7 þar sem veðurspá er mjög góð þann dag. Sjá umræðuþráð leiðangursmanna á messenger fram að brottför.
Staðfestir eru 16 manns: Anna Halldórsdóttir gestur, Aníta, Ása Jóhannesdóttir gestur, Bára, Doddi, Elín Gísladóttir gestur, Guðjón, Júlía Rós Atladóttir gestur, Karen Rut, Njóla, Sighvatur, Sigurður Kristinsson gestur, Skarphéðinn, Sjöfn Kr., Steinar Ríkharðsson, Þórkatla, Örn.
Allir hafa fullgreitt.
Laus 2 pláss með fyrirvara um pláss í bátnum.
Lágmark 10 manns og hámark 18 manns.
Fjöldi ræðst af plássi í bát frá Norðurfirði og því þarf að panta og greiða ferðina í síðasta lagi 27. maí.
Afboðað: Jaana (Anna H. í staðinn), Karen Rut (Elín Gísladóttir í staðinn).
Mikilvæg atriði:
*Allir hafa fullgreitt ferð og búið er að greiða fyrir bátinn. Laust eitt pláss með fyrirvara um að enn sé laust pláss í bátnum. Áhugasamir hafi samband.
*Umræðuþráður verður settur af stað fyrir alla leiðangursmenn í byrjun júlí þegar nær dregur ferð til að koma skilaboðum fljótt til allra og hópurinn geti talað sig saman fram að brottför - sjá messenger í byrjun júlí.
*ATH ! Fjórir dagar eru fráteknir í þessa göngu og verður sá dagur valinn sem hentar best út frá veðurspá þar sem við getum ekki farið alla þessa leið nema veðrið sé gott. Til að taka þátt í þessari ferð þarf því að taka frá mánudaginn 8. júlí til og með föstudaginn 12. júlí og gera ráð fyrir að brottför sé einhvern af fjórum dögunum, mán til fim og að heimkoma geti verið frá þri til fös.
Sem sé við leggjum af stað í fyrsta lagi mánudaginn 8. júlí vestur og erum í fyrsta lagi komin aftur heim seint að kveldi á þriðjudeginum 9. júlí - en við getum einnig verið í síðasta lagi að leggja af stað vestur fimmtudaginn 11. júlí og koma heim seint að kveldi föstudaginn 12. júlí.
*Mikilvægt er að byrja að æfa þol og úthald í ársbyrjun fyrir þessa ofurgöngu með því að mæta vel í Toppfaragöngurnar, bæði á þriðjudögum og um helgar, ganga helst á fjall í hverri viku, taka vinafjallið sem gott aðhald og ná lágmark tveimur löngum dagsgöngum sem eru yfir 20 kílómetra langar. Mikilvægast verður er að hitta hópinn sem oftast og ráða saman ráðum okkar, við leiðangursmennirnir sem ætlum að fara þessa leið saman, því þannig verðum við sem einn maður og njótum þessarar upplifunar saman, því undirbúningurinn er ekki síðri en sjálf gangan.
*Þetta er fjórða formlega ofurgangan í klúbbnum og í þeim öllum var farin leið sem vanalega er farin á 3 dögum með allt á bakinu eða með trússi. Með því að ferðast létt, æfa vel og vera jákvæður og lausnamiðaður í hugsun, höfum við komist að því að svona löng leið er vel gerleg öllum sem undirbúa sig undir hana og vilja njóta þessarar sérstöku upplifunar sem næst með svona ofurgöngu. Utanumhaldið og burðurinn í kringum 3ja daga gönguferð er talsvert en með því að ganga alla leiðina í einum löngum rykk, getum við ferðast létt og þurfum ekki að eyða orkunni í mikinn burð (tjald, dýna, svefnpoki, varaföt, mataráhöld, matur fyrir 3 daga). Reynslan af fyrri ofurgöngum kemur sér vel og er einföld... þetta er vel hægt, mun gerlegra en maður hefði haldið að óreyndu og alveg kyngimagnað að gera þetta. Upplifunin er önnur en í öðrum ferðum og engin leið að lýsa þessu nema sem yfirnáttúrulegri upplifun þar sem tenging við náttúruna verður mun sterkari en í dagsferðum. Hlökkum mikið til... þessar ofurgöngur eru komnar til að vera og það er óskandi að fleiri kæmust á bragðið því þetta snýst fyrst og fremst um hugarfar, opinn huga, sjálfstraust, metnað og þrautsegju við undirbúning og gönguna sjálfa. Látum engan segja okkur hvort við getum þetta eður ei... nema okkur sjálf... með því að komast að því á eigin skinni :-)
*Sameinumst í bíla á leið norður á Strandir og deilum bensínskostnaði en hópurinn í hverjum og einum bíl getur ákveðið að fara norður degi fyrr og/eða gista einum degi lengur fyrir norðan sem gæti verið skemmtilegt ferðalag. Laus 2 pláss í bíl þjálfara miðað við neðangreinda ferðaáætlun á tveimur dögum.
Ferðasögur af fyrri ofurgöngum - til að fá innblástur, hugrekki og orku til að koma með, þetta er yfirnáttúruleg upplifun:
Tindferð 201 Laugavegurinn á ein (toppfarar.is)
Vatnaleiðin á einni nóttu - ofurganga ársins 2021... (fjallgongur.is)
Langisjór á einni nóttu... hringleiðin öll... fyrri hluti... (fjallgongur.is)
Verð:
Kr. 39.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef báðir aðilar sem deila æfingagjöldum mæta.
Kr. 48.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Staðfestingargjald greiðist við skráningu og er óendurkræft við afboðun nema annar komi í staðinn. Fullgreiða þarf ferðina 6 vikum fyrir brottför, í allra síðasta lagi mán 27. maí og er sú greiðsla óendurkræf við afboðun nema annar komi í staðinn. Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun, þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Höfum 5 daga til að velja úr eftir veðurspá (eingöngu farið í góðu veðri) frá því í fyrsta lagi mán 8. júlí til fös 12. júlí að báðum dögum meðtöldum til að keyra af stað í fyrsta lagi kl. 07:00 frá Reykjavík 8/7 og í síðasta lagi að koma heim á föstudagskvöldið 12/7. Hver og einn getur farið fyrr og komið seinna heim NB. Veðurspá ræður endanlegu dagavali í þessari viku.
Við eigum pantaðan bát mán 8/7 og þri 9/7 kl. 13:00 frá Norðurfirði og mið 10/7 og fim 11/7 eigum við pantaðan bát á tímabilinu kl. 15:00 - 18:00 frá Norðurfirði (aðrar ferðir þá daga) en endanleg tímasetning á tveimur seinni dögunum kemur í ljós í byrjun júní.
Heimkoma:
Eftir smekk hvers og eins en miðað er við að koma í bæinn kvöldið eftir að göngunni lauk snemma um morguninn, eftir að hafa tekið smá fagnaðarveislu í náttstað og svefnhvíld í 5 - 6 tíma í Urðartindi frá um kl. 10 - 16. Þeir sem vilja geta gist líka þetta kvöld og keyrt í rólegheitunum í bæinn daginn eftir.
Aksturslengd:
Um 5,5 - 6 klst. hvora leið með 2 stoppum á leiðinni til og frá Ströndum.
Hæð:
Um 300 m en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Hækkun:
Um 800 m en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 45 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngutími:
Um 16 - 18 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið á slóða að mestu láglenda leið í fjöruborðinu um grjót, möl, sand, mosa og gras þar sem stikla þarf yfir læki og ár en þær stærri eru brúaðar. Brölt verður upp í Drangaskörðin og svo verður farið upp í heiðarskarðið milli fjalla til að komast í Norðurfjörð en þar erum við komin á malarveg sem nær alla leið frá Ófeigsfirði. Gangan verður af yfirnáttúrulegum toga þar sem gengið er yfir bjarta nóttina með sólsetrið og svo sólarupprás í fanginu, sjóinn gjálfrandi á aðra hönd og fjöllin á Ströndum allt umlykjandi. Engin leið er að lýsa áhrifunum af því að ganga svona leið á þessum tíma sólarhringsins, maður verður einfaldlega að gera þetta og sannreyna þessa upplifun.
Erfiðleikastig:
Um 5 af 6 eða eingöngu fært þeim sem eru í mjög góðu gönguformi fyrir mjög langa og krefjandi göngu sem mun reyna vel á alla en leiðin er þó einfaldari en í fyrri ofurgöngum og talsvert láglend. Leiðin er tæknilega einföld á slóða allan tímann um sanda, fjörur, grjót og mosa og svo síðari hlutann á greiðfærum malarvegi þar sem engar bjargir eru fyrri hlutann en svo erum við strax komin í mannabyggð síðari hlutann frá Ófeigsfirði og alla leið í Norðurfjörð og því er talsvert svigrúm til að hætta för ef eitthvað kemur upp á á miðri leið. Þeir sem vilja geta skilið eftir bíl í Ófeigsfirði fyrir ferðina ef þeir vilja eingöngu ganga fyrri hluta leiðarinnar en það þarf þá að skutlast með þann bíl þangað (þjálfarar komast ekki í það).
Búnaður:
Vatns- og vindheldar buxur og jakki, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, léttar legghlífar ef vill. Nægt vatn er á leiðinni til áfyllingar allan tímann en gott að hafa hálfan til einn L af vatni meðferðis og fylla reglulega á. Kjarngott nesti fyrir fjórar góðar nestispásur á 10 km fresti og gott að hafa aldrei það sama í fjögur skipti, t. d. samloku fyrst, svo kjöt, svo pasta, egg, skyr, súpu sem dæmi og loks eitthvað sætt síðasta nestistímann (reynslan frá fyrri ferðum) - en hver og einn velur hvað hentar sér. Hælsærisplástur og verkjalyf er nauðsynlegur búnaður allra NB og eins vaðskór og þurrklútur þar sem vaða þar á leiðinni og salernispappír NB. Þá er best að taka með vargskýlu til öryggis en við þurfum ekki höfuðljós eftir fyrri reynslu úr þremur ferðum á svipuðum árstíma, það er nægilega bjart yfir blánóttina á þessum tíma sumars. Spáum saman í búnaði og farangri í undirbúningsferlinu og mætum í sem flestar Toppfaragöngur til að geta velt saman vöngum, helmingur þessa ævintýris er sjálfur undirbúningurinn.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.