Vikrafell Borgarfirði - Föstudagsfjall 1 af 12 = fjallaveisla !
Fri, Jan 13
|Bifröst
Spennandi ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi á svipmikið fjall í Borgarfirði um fjölbreytta og greiðfæra leið sem gefur einstakt útsýni til allra átta. Tilvalin ganga fyrir nýliða og vant fjallgöngufólk þar sem fjallið er veisla. Allir velkomnir hvort sem þeir eru í Toppförum eður ei.
Time & Location
Jan 13, 2023, 9:00 AM – 5:00 PM
Bifröst, Hreðavatn, 311 Bifröst, Iceland
Guests
About the Event
Uppfært 10. janúar 2023:
Skráðir eru 9 manns; Anna Birna, Gulla, Halldór, Jaana, Magga Páls., Sjöfn Kr., Þórkatla + báðir þjálfarar og nokkrir eiga eftir að staðfesta.
Förum óháð þátttökufjölda þar sem veðurspá er mjög hagstæð og við viljum ná þessum föstudagsfjöllum frá byrjun :-)
Lágmark 12 manns, hámark 20 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Fært fjórhjóladrifnum bílum um afleggjarann að Hreðavatni skv. umsjónarmanni svæðisins.
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi Toppfara og þá sem ekki eru í Toppförum en skrá sig formlega í föstudagsfjöllin með tölvupósti til þjálfara samkvæmt þessu: fostudagsfjollin_2023 | Toppfarar (fjallgongur.is)
Kr. 10.000 kr. almennt verð ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Vikrafell - Long term forecast
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl.9:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 16 - 17:00.
Aksturslengd:
Um 1,5 klst. Fært fjórhjóladrifnum bílum inn afleggjarann að Hreðavatni.
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg, gegnum Borgarnes með hefðbundinni stuttri áningu í Olís og haldið áfram eftir þjóðvegi F1 þar til beygt er til vinstri við Hreðavatn og slóðinn ekinn að gömlu húsunum þar nema fært sé áfram upp að Selvatni. Metið ástaðnum eftir færð og bílakosti þeirra sem mæta, ekkert mál að ganga frá gömlu húsunum.
Hæð:
Um 556 m.
Hækkun:
Um 640 m miðað við 60 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 8 - 10 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 4 - 5 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið á bílslóða eða gönguslóða eftir því hvar bílunum er lagt um skóglendi meðfram Hreðavatni og svo Selvatni og svo kjarrlendi áður en grýttar aflíðandi brekkurnar taka við á ágætlega mótuðum gönguslóða alla leið á tindana sem eru svipmiklir og fagurmótaðir en útsýnið er einstakt þarna uppi allan hringinn og kemur verulega á óvart.
Erfiðleikastig:
Um 1-2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir stutta, frekar létta og tæknilega einfalda dagsgöngu með miklu útsýni og einstaklega fallegu landslagi neðar sem ofar á leiðinni.
Búnaður:
Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: https://fb.me/e/233Sn3ERf