top of page

Helgafell í Hafnarfirði í helkulda

Æfing nr. 787 þriðjudaginn 16. janúar 2024.Ískuldi og napur vindur lék um okkur á bæjarfjalli Hafnfirðinga á þriðja þriðjudegi ársins... hálftíma fyrr á ferðinni en vanalega til að ná handboltaleik íslenska landsliðsins... og frekar fáir mættir en líklega frekar kuldanum um að kenna... enda svakalega kalt...
En það var dagsbirta í byrjun göngunnar og það var dásamlegt... gerist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugasta janúar en af því við svindluðum um hálftíma þá græddum við...


Mættir voru alls 13 manns: Örn, Brynjar, Aníta, Gunnar, Þorleifur, Súsanna, Jóhanna Fríða, Sjöfn Kr., Karen, Dina, Kristjana, Magga Páls. og Elsa en Bára tók mynd og Batman og Hetja voru hundar kvöldsins... og Súsanna var að mæta eftir langt hlé og var að enda við Helgafellið og mætti okkur á niðurleið en við merkjum við hana sem mætta samt... geggjað að hitta hana !


Mergjuð birta þetta kvöld, krefjandi kuldi og vindur uppi en mjög góð æfing og alvöru fjallganga... takk fyrir Hafnarfjörður... beint heim í tapleik því miður... en við gefumst ekkert upp... áfram gakk...


Alls 6,2 km á 1:55 klst. upp í 359 m hæð með alls 319 m hækkun úr 81 m upphafshæð...


Ljósmyndir göngunnar hér:
Takk fyrir alvöru kvöldgöngu í glimrandi gleði í kulda og trekki en mikilli gleði :-)

28 views0 comments

Comments


bottom of page